Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 48
.408 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓN ÁRNASON + Jón Árnason fæddist í Reykja- vík hinn 1. apríl 1953. Hann lést á heimili sínu hinn 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gisela Schulze, hús- freyja, f. í Þýska- landi 24. mars 1931, og Árni Jónsson, fyrrum svæðisúti- bússtjóri hjá Lands- Mk banka íslands, f. 24. maí 1929. Systkini Jóns eru: 1) Björn, kennari, f. 25. júm' 1956. Kona hans er Guðrún Har- aldsdóttir, tannlæknir, og eiga þau þijá syni. 2) Ingunn Guðrún, landfræðingur, f. 9. desember 1963, maður hennar er Stefán Pétursson, viðskiptafræðingur, og eiga þau tvö böm. Hinn 27. júlí 1974 kvæntist Jón Guðrúnu Bryndísi Harðardóttur, f. 30.10. 1953. Þau eignuðust tvo syni: 1) Árni, f. 10. júlí 1971. Hann á eina dóttur, Sölku Ósk, f. 16. maí 1997 með fyrrverandi sanibýl- iskonu sinni, Ernu Maríu Eiríksdóttur. 2) Hörður f. 10. september 1981. Jón lauk námi í símvirkjun frá Póst- og símaskólanum 1976, og meistara- námi 1979. Hann varð tækni- fulltrúi 1986. Hann starfaði all- an sinn starfsaldur hjá Pósti og síma og síðar Landssímanum hf. Útför Jóns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Sorg, söknuður. Við grátum nú fráfall elskulegs tengdasonar okkar, Jóns Árnasonar. Lífaldur hans varð aðeins 45 ár. Hann gift- ^ist dóttur okkar, Guðrúnu Bryn- *dísi, þann 27. júlí 1974. Þá sem ávallt síðar var hamingja í húsi, mikil ást og hamingja. Glæsileg brúðhjón sem allir dáðust að. Þá sagði sonur þeirra Árni: „Megum við ekki giftast líka afi minn, mamma og pabbi eru svo glöð“. Þetta eru minningar sem okkur gleymast aldrei. Við minnumst þess þegar Guðrún og Nonni bundust ástarböndum mjög ung að árum. Við munum líka ást þeirra og umhyggju sem frum- '•burður þeirra Árni hlaut. Þá sem ávallt ríkti hamingja og einstök ást í húsi þeirra, drengurinn var þeim allt. Alltaf var Árni „elskulegur afa síns“ enda sagði hann þegar hann var spurður að nafni: „Ég heiti elskulegur afa síns og besta barn í heimi“. Tíu árum síðar eignuðust þau Nonni og Guðrún annan dreng, Hörð. Hann var líka mikið uppáhald fjölskyldunnar. Mamma og pabbi sáu ekki sólina fyrir honum, þessum elskulega syni þeirra. Báðir þessir synir þeirra Nonna og Guðrúnar eru einstaklega vel af guði gerðir og foreldrarnir hafa elskað þá og virt alla tíð. Sorg þeirra er mikil við frá- Wáll elskulegs föður. Ami, eldri sonurinn, eignaðist dóttur, Sölku Osk, með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Emu Maríu Ei- ríksdóttur. Hún er nú 20 mánaða gömul, einstakt efnisbam, uppáhald Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. allra og augasteinn Nonna afa og Guðrúnar ömmu. Þegar við minnumst okkar elsku- lega tengdasonar, Jóns Ámasonar, þá kemur kökkur í hálsinn og tár renna. Það er svo margs að minnast. Þeir era margir greiðamir og snún- ingamir sem hann gerði okkur, gömlu tengdaforeldranum í sveit- inni. Oft hringdi hann til að vita hvort hann gæti ekki aðstoðað okkur eitthvað. Hjálpsemi hans, einstök virðing og vinátta gleymist okkur aldrei. Við fráfall þessa góða tengda- sonar verður líf okkar allt annað en áður var, en minningin um þennan góða dreng mun ávallt lifa í okkar huga. Hann var okkur einstakur. Við munum glæsilegan mann, dökk- hærðan með falleg dökkbrún augu. Hugurinn ávallt við það hvað hann gæti best gert til að aðstoða þá sem minnimáttar voru. Ekki má gleyma handlagni Nonna og hans einstöku reglusemi á öllum sviðum og snyrti- mennska hans fór ekki framhjá nein- um, hún var einstök og stundum fannst manni nóg um. Við kveðjum nú elskulegan tengdason, vin og velgjörðarmann. Honum munum við aldrei gleyma. Elsku Guðrún Bryndís okkar, Árni, Hörður, Salka Osk, fjölskylda Ama og Giselu, við vitum að Guð mun styrkja okkur og láta sárin gróa. Við samhryggjumst öllum öðrum vinum og vandamönnum Jóns Árnasonar. Elsku vinur. Þú munt ávallt eiga rúm í hjörtum okkar. Blessuð veri minning Jóns Árna- sonar. Erla og Hörður Valdimarsson, börn og tengdabörn. „Það er allt í lagi með börnin en ég hef slæmar fréttir, hann Nonni er dáinn." Þannig fórust tengdaföð- H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 TTITITTTTTTTTTT 4IÖT-CL kO-fiC MffflllWIHT • (flft Upplýsingar í s: 551 1217 ur mínum orð þegar ég svaraði skilaboðum frá honum á laugardag- inn, þá staddur ásamt konu minni á hótelherbergi í London. í einu vet- fangi breyttist hinn afmarkaði heimur okkar og raunar fjölskyld- unnar allrar um ókomna framtíð. Heimur án Nonna er öðruvísi. Það vantar eitthvað, hláturinn hans, heimsóknirnar, kvikar hreyfmgarn- ar, umhyggjuna, þrasið og svo margt fleira sem einkenndi Nonna og gerði hann að mikilvægum og órjúfanlegum hlekk í lífi okkar hinna. Það era um 16 ár frá því ég hitti Nonna fyrst á heimili foreldra hans á Laufásveginum. Síðan höfum við margt brallað bæði hér í borginni sem og á óteljandi ferðalögum um landið og þá oft með Bimi bróður hans og fjölskyldu . Ekki minnist ég þess að svo mikið sem styggðaryrði hafi fallið okkar á milli þrátt fyrir að oft hafi fjölskyldumar dvalið saman í misrúmgóðum sumarhýsum um lengri eða skemmri tíma. Nonni var frábærlega heppinn með kvonfang því konur gerast ekki betri en Guðrún Harðardóttir. Nonni og Guðrún eignuðust ung son sem skírður var Ami í höfuðið á afa sínum. Það er erfitt að ímynda sér hvernig er fyrir 18 ára unglinga að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að ala upp böm en Árni ber þess vitni að þetta tókst þeim með ágæt- um. Síðar eignuðust þau Hörð, mannkostapilt, sem nú er í mennta- skóla. Þótt nokkur aldursmunur sé með bræðranum era þeir ákaflega samrýndir og verður það vonandi til að hjálpa þeim og Guðrúnu yfir þessa erfiðu raun. Árni á síðan tæp- lega tveggja ára dóttur sem Salka Ósk heitir. Það er leitt til þess að vita að hún skuli ekki fá að njóta fleiri samvista með afa sínum en hún var mjög hænd að honum. Nonni hafði stórt hjarta, var góð- menni, en slíkt getur á stundum verið erfitt í því umhverfi sem mannlegt samfélag er nú. Þannig vora hlutirnir í hans augum annað hvort svartir eða hvítir, annaðhvort réttir eða rangir í heimi, sem fullur er af gráum málamiðlunum. Nonni bar velferð fjölskyldunnar í sínu víðasta samhengi sér mjög fyrir brjósti. Þetta urðum við hjónin áþreifanlega vör við í alvarlegum veikindum dóttur okkar fyrir um tveimur áram síðan. Mátti ekki á milli sjá hvor okkar tók veikindin nær sér og alltaf var Nonni mættur fyrstur manna til að taka þátt í sál- arangist foreldranna eða samgleðj- ast yfir bata stúlkunnar. Nonni hafði einnig leiðtogahæfileika þótt ég efist um að hann hafi gert sér grein fyrir því sjálfur. Þetta kom oft í ljós á ferðalögum og ýmsum öðr- um samskiptum fjölskyldnanna þegar hann réð ferðinni. Nonni var ákaflega handlaginn og gat gert við eða komið rétt fyrir hin- um ýmsu tækjum og tólum. Þar sem hann var einnig hjálpsamur svo af bar var hann sjálfskipaður reddari allrar fjölskyldunnar. Með fullri virðingu fyrir undirrituðum og Birni mági mínum þá datt varla okkar eig- in konum, hvað þá öðram, í hug að tala við okkur ef eitthvað var úr lagi gengið, alltaf varð Nonni fyrir val- inu. Nonni var einnig snyrtimenni svo af bar eins og glöggt má sjá af öllu því sem hann kom nærri, hvort sem um er að ræða hús, bíla eða eitthvað annað. Oft mátti líka sjá votta fyrir háðsglampa í augum hans þegar hann leit augum þörfina á tiltekt á mínu heimili í mörgum heimsóknum þeirra hjóna á Nesið á undanfomum tveimur áram. Nonni var hreint ekki gallalaus. Hann hafði t.d. alvarlega jeppadellu, svo alvarlega að umræða um brýn- ustu þjóðfélagsmál var oft heimfærð á millikassa og dekkjastærðir, raun- ar án þess að nokkur sæi samhengið nema Nonni sjálfur. Hann naut þess að ferðast um landið okkar á gljá- fægðum jeppa sínum og var sérlega góður ferðafélagi. Þá var Nonni mik- ill áhugamaður um stangveiði. Stangveiðina stundaði hann engu að síður á skynsamlegri máta en marg- ur annar því oft hafði hann Guðrúnu með sér í veiðiferðir auk þess sem hann átti í veiðinni sameiginlegt áhugamál með sonum sínum. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki framar staðið með honum á árbakka, árvökram á svip með veiðigleðina skínandi úr hverjum andlitsdrætti. Samband Nonna við foreldra sína var sérstakt. Hann ólst upp í Þing- holtunum og þrátt fyrir búsetu bæði í Breiðholti og á Réttarholtsvegi náði hann í raun aldrei að slíta tengslin við foreldrahús í jákvæðri merkingu þessara orða. I starfi sínu var Nonni mikið á ferðinni og varla leið sá dag- ur að hann kíkti ekki við hjá foreldr- um sínum á Laufásveginum til spjalls og ráðagerða eða til að hjálpa þeim með eitthvað tilfallandi. Missir tengdaforeldra minna er því mitóll. Nú er komið að kveðjustund. Elsku Guðrún mín, Árni, Hörður og Salka, þið eigið okkur að og við ektó einasta viljum heldur ætlumst til að þið leitið til okkar ef við getum stutt ykkur á einhvern hátt í ykkar miklu sorg. En sorgin er ektó bara ykkar. Nonni er búinn að vera hluti af til- vera okkar í svo langan tíma að það er nær ógjörningur að gera sér grein fyrir að ektó verður um fleiri ánægjulegar samverastundir með honum að ræða. Hver á nú að redda sírennslinu í vastónum hjá mér? Hver á að hringja, „droppa“ inn, forvitnast, segja fréttir, grínast og gera það allt sem Nonni gerði óaf- vitað en er svo mikilvægt fyrir sam- heldni hverrar fjölskyldu? Ég hef ektó aðeins misst mág, heldur einnig vin og félaga. Elsku Nonni, hvíldu í friði. Stefán Pétursson. Ég vil minnast vinar míns Jóns Árnasonar með nokkrum orðum. Upphaf kynna okkar vora þegar við byggðum íbúðarblokk á okkar yngri áram ásamt nokkrum öðram. Flest var þetta ungt fólk sem var að byggja sína fyrstu íbúð og átti því margt sameiginlegt. Með mörgu af þessum fólki tókst vinskapur sem hefur haldist æ síðan þó að flestir upphaflegu íbúanna séu löngu fluttir þaðan. Þama kynntumst við Jón fljótt enda náði hann vel til fólks eins opinn og hreinstóptinn og hann var. Einnig var Hörður sonur þeirra hjóna í dagvist hjá Siggu sem var heima með okkar börnum. Sérstaklega gott samband myndaðist milli Harðar og Siggu og hefur haldist síðan. Það vakti fljótt athygli okkar sem þama bjuggum og annarra að flest það sem Jón kom nálægt virtist alltaf vera í góðu lagi og tandurhreint. Þannig var það með bílana hans, þeir vora alltaf hreinir og betri en nýir. Ég held að fáir hafi gert sér grein fyrir hvað mikil vinna lá að bató þessu. Dugnaður, samviskusemi og natni vora honum í blóð borin. Jón vann við iðn sína hjá notendabúnaði Landssímans við viðhald á símum og faxtækjum. Þau rafmagnstæki sem biluðu á okkar heimili fóru oft til Jóns sem gaf okkur ráð eða lagaði þau. Hann var handlaginn og vandvirkur. Fróður var hann og vel að sér í flestu. Það kom enginn að tómum kofanum hjá honum. Hann hafði skoðun á flestum málum. Hann ræktaði líkamann vel og æfði reglulega til að halda sér við. Það var ektó bara að okkur Jóni yrði vel til vina heldur þróaðist vinátta milli okkar hjónanna og Jóns og Gunnu. Sú vinátta hefur þróast og þroskast í rúmlega tuttugu ár. Ferðalög voru okkur öllum hugstæð og margir eru þeir staðir sem við munum alla tíð tengja ferðum okkar með þeim hjónum, löngum og stuttum. Jón var ektó tilbúinn að tefla í tvísýnu ef bragðið gat til beggja átta með veður og færð enda varfærinn maður að eðlisfari. Fjölskylda hans gekk ávallt fyrir og sérstaklega var hann upptekinn fyrir jól þegar um margar helgar var ektó tekið í mál að skreppa út úr bænum því hann var að sinna skreytingum, bakstri og öðram fjölskylduvænum athöfnum. Eftir að synirnir uxu úr grasi og urðu sjálfstæðari kom til sögunnar annar lítill einstaklingur sem naut baimgæsku Jóns. Árna syni þeirra hjóna fæddist dóttir, Salka Ósk. Það var gleðistund fyrir þau öll. Jón hreinlega Ijómaði þegar þau komu með sonardótturina í heimsókn til okkar eða litið var til þeirra heima og Salka Ósk var í heimsókn hjá þeim. Jón kom oft í kaffi til mín í vinnuna og leit hann við næstum daglega síðastliðið ár. Þá var aðeins spjallað í stutta stund og síðan var hann þotinn aftur út að vinna. Að eiga Jón að vini var mér mitóls virði. Hann ræktaði vinskapinn af alúð. Þau hjónin komu í heimsókn eða Jón hringdi til að athuga hvemig við hefðum það. Ef eitthvað þurfti að gera var hann boðinn og búinn að aðstoða. Traustur, orðheldinn og tryggur. Hann var vinur vina sinna. Við munum sakna hans. Elsku hjartans Gunna, Árni, Erna, Salka Ósk og Hörður, við Sigga óskum ykkur Guðs blessunar. Einar Gylfason. Þegar ég frétti að^ fytrverandi starfsmaður minn Jón Amason væri látinn féllust mér hendur, maður á besta aldri fallinn frá í blóma lífsins, hvern gat órað fyrir slíku? En vegir Guðs em órannsakan- legir og hér sannast að þeir deyja ungir sem Guðirnir elska. Eg kynntist Jóni þegar hann hóf nám í símvirkjun 1.10. 1973. Nem- endum skólans var stópt niður á hinar ýmsu deildir stofnunarinnar og kom Jón til starfa á Ritsímaverk- stæðinu 1.10. 1973 og starfaði hann þar meðan á námi stóð og að því loknu til æviloka. Hann lauk símvirkjanámi 1.10. 1986. Hann varð símvirkjameistari 1.10. 1979 og var skipaður tækni- fulltrúi 1.9.1986 og gegndi því starfi til æviloka. Jón var mjög traustur, árvakur og vandvirkur starfsmaður, metn- aður hans var að gera hlutina fljótt og vel, enda vora honum fengin mörg vandasöm verk sem hann leysti mjög vel af hendi. Kynni okkar Jóns vora ektó ein- göngu bundin við vinnuna, við höfð- um sameiginlegt áhugamál sem var laxveiði og minnist ég ánægjulegra stunda við veiðar í Grímsá en við fóram þangað nokkram sinnum í hópi vina okkar. í þeim hópi var einvalalið, Jón og Guðrán kona hans, Jóhann Jóhannesson, Sigurð- ur Hákonarson, Ragna Birna dóttir mín og hennar maður Helgi Bjarna- son, Gunnar sonur minn og ég. Þá var oft glatt á hjalla og margt brall- að, ánægjan var ektó eingöngu við veiðarnar heldur einnig undirbún- ingurinn, umræðan um hvað gera ætti betur en síðast, hvar sá stóri væri og þess háttar. Nú þegar Jón er fallinn frá er gott að eiga þessar minningar frá þessum dögum. Jón var góðmenni sem öllum vildi vel. Hann sýndi það í verki með um- hyggju sinni fyrir fjölskyldunni og vinum sínum. Ég votta foreldram hans og systkinum innilega samúð mína. En mestur er harmur eiginkonu hans, barna og barnabarns. Ég bið algóð- an guð að hjálpa þeim og styrkja í að yfirstíga sorg sína. Ég bið þess að þau varðveiti minningu hans í hjarta sínu. Minningin um góðan dreng era bestu eftirmælin. Blessuð sé minning Jóns. Guð blessi ykkur öll. Baldvin Jóhannesson. Það er okkur vinnufélögunum þung raun að sjá á bak félaga okkar Jóni Árnasyni svo skyndilega. Það er skyndilega horfinn félagi sem hefur verið hluti af hóp sem haldið hefur saman í fjölda ára á sama vinnustað. Við sem unnum með honum vitum að skarð hans verður vandfyllt, bæði sem félaga og einnig sem fagmanns. Jón var úrræðagóður og hjálpsamur þegar leitað var til hans og fljótur að framkvæma. Hann gat verið snögg- ur upp á lagið, sagði sína meiningu umbúðalaust og án vafninga. Jafn- framt var hann ætíð tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Hann var ein- stakt snyrtimenni og hafði alla hluti í röð og reglu. Hann bar ektó tilfinn- ingar sínar á torg en þeir sem þekktu hann vita best hvem mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.