Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 25 FFSI fellst á 8,3% skerðingu Málamiðlun í lífeyrismálum sjámanna í NYRRI umsögn Farmanna- og fískimannasambands Islands um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð sjómanna er fallist á 8,3% skerð- ingu á lífeyrisréttindum félaga í sjóðnum. Sambandið hafði áður mótmælt harðlega tillögu um 13,4% skerðingu. Þá hefur stjórn sjóðsins fallist á að afnema hina svokölluðu 30 ára reglu. Bjarni Sveinsson, fulltrúi FFSI í sjóð- stjórn, hefur sagt sig úr sjóðstjórn- inni vegna þessa. I umsögninni ítrekar FFSI þá kröfu að vinnuveitendur auki fram- lag sitt til Lífeyrissjóðs sjómanna úr 6% í 7% af launum sjómanna og axli þar með hluta af halla sjóðsins miðað við framtíðarskuldbindingar hans. FFSI hafði í lok síðasta árs gert það skilyrði fyrir sátt í málinu að ákvæði um svokallaða 30 ára reglu yrði fellt út úr frumvarpinu. Jafnframt var það krafa sam- bandsins að lágmarka eins og kost- ur væri þá flötu skerðingu sem lagt var upp með og átti að verða 13,4% án þess að leggja af 30 ára regluna sem metin er að kosti jafnvirði 3,7% í flatri skerðingu. Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur FFSI, segir fulltrúa sambands- ins í sjóðstjóm hafa samþykkt þessa niðurstöðu. Niðurstaðan sé þó síður en svo gleðiefni. „Við hefð- um talið mun eðlilegra að útgerðin tæki tímabundið þátt í skerðingun- um með okkur. Við teljum enn- fremur að Alþingi hafí átt að standa við þau loforð sem sjómönn- um voru gefín árið 1981, það er að sjómenn sem störfuðu í 25 ár gætu Bræla á loðnunni DRÆM loðnuveiði var um helg- ina, enda brældi á miðunum snemma á laugardag. Almennt gaf illa til sjósóknar um helgina og um hádegisbil í gær voru aðeins um 100 skip á sjó, einkum togarar og stór línuskip, samkvæmt upplýs- ingum Tilkynningaskyldunnar. Flest loðnuskip voru komin til hafnar á föstudagskvöld en nokk- ur voru þó á miðunum aðfaranótt laugardags en litlum sögum fer af veiði, aðeins slattar í fáum köst- um. I gær var ekkert loðnuskip á miðunum og skipin í vari inni á Austfjörðunum. Ula horfir með sjóveður fyn’ en í fyrsta lagi á morgun en sjómenn vonast þá til að geta hafið loðnuveiðar uppi á landgrunninu en veiðin hefur til þessa aðallega verið rétt austan Reyðarfjarðardýpis. Mikið hefur sést af loðnu síðustu daga og segja sjómenn allt eins líklegt að bræla og mikill sjór flýti fyrir göngu hennar upp á grunnið. --------------- byrjað á lífeyri 60 ára. Á sínum tíma gáfum við eftir fiskverðs- hækkun til að kaupa þessa aðgerð en það hefur beinlínis verið svikið. Okkur svíður mjög að þurfa að grípa til svo mikilla skerðinga til að laga stöðu sjóðsins á næstu 5 til 6 árum. Það bitnar í raun og veru mest á þeim sem taka út lífeyri á þessu árabili.“ Bjarni Sveinsson, skipstjóri, sem verið hefur fulltrái FFSÍ í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna í ráman áratug, hefur sagt sig úr stjóminni vegna þessa. Hann segir forsvars- menn FFSI hafa skipt um farveg í málinu í fjarveru sinni og því hafí hann ekki séð ástæðu til að sitja lengur í stjórn sjóðsins. „Stefna sambandsins var að ganga ekki að frekari skerðingum á sjóðfélaga. Nú væri komið að öðrum að bera ábyrgð. Þessi stefna okkar var sett fram fyrir áramót og var mjög skýr. Eg er óánægður með hvernig málin hafa þróast í sjóðstjórninni og umræður þar óeðlilega heitar. Mér þóknast ekki að vinna í slíku umhverfi,“ segir Bjarni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Mokveiði hjá trillunum Stykkishólmur. Morgoinblaðið. AFLABRÖGÐ smábáta í Stykkishólmi hafa verið góð í vetur. Nú eru 5 smábátar gerðir út á línu frá Stykkis- hólmi og þurfa þeir yfirleitt ekki að róa langt til að leggja línuna. Dag einn fyrir skömmu slógu bátarnir öll met. Urðu nokkrir þeirra að fara í land áður en búið var að draga alla línuna til að landa þar sem bátarnir báru ekki meira. Að löndun lok- inni var farið aftur út og af- gangurinn af lfnunni dreg- inn. Aflinn var að meðaltali um 500 kg. á bala sem teljast verður mjög gott. Kári SH landaði um 8,8 tonnum, Steini Randvers SH landaði 7 tonnum og María SH rúmum 6 tonnum. Alls Iönduðu bát- arnir fímm um 29 tonnum af fiski. Bátarnir lögðu Iínurnar í Bjarneyjarál og var uppi- staða aflans mjög vænn þorskur. Minnkandi fiskneyzla FISKNEYZLA í Bretlandi var um 145 grömm á hvert mannsbarn á viku, eða 7,54 kíló á ári á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er niðurstaða könnunar á vegna land- búnaðarráðuneytisins. Þetta er 5 gramma samdráttur miðað við þrjá mánuðina þar á undan, en 4 grömmum meira en á sömu mán- uðum ársins á undan. Neyzlan haustið 1996 var miklu meiri en venjulega, eða 170 grömm, vegna nautgripafársins, sem þá geysaði í Bretlandi. þessar tölur ná ekki til veitingasölu. Nýr § órhj óladrifinn Baleno Wagon verð aðeins: 1.675.000 lcr BALENO Þægindi alla leið • Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóður • ABS Sameinar mikið afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur $ SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.