Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 35
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. PRÓFKJÖR SAM- F YLKIN G ARINN AR MIKIL þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sl. laugardag verður sameiningarhreyfingu vinstri manna aug- ljóslega til framdráttar. Þótt reynslan sýni, að ekki þarf að vera samhengi á milli þátttöku í prófkjöri og kosningaúrslita má búast við, að þátttaka á tólfta þúsund kjósenda í prófkjörinu verki mjög hvetjandi á fylgismenn hreyfingarinnar. Ekki sízt í ljósi þess, að fram að þessu hafa margvísleg vandræði herjað á forystumenn Samfylkingarinnar, fyrst drög að stefnuskrá, sem fengu óblíðar viðtökur, og síðan langvarandi togstreita um það, hvernig standa bæri að vali frambjóðenda á lista. Þá má einnig gera ráð fyrir, að yfirburðastaða kvenna á franv boðslistanum í Reykjavík verði Samfylkingunni til styrktar. I fimm efstu sætum listans verða fjórar konur og mun það þykja nokkrum tíðindum sæta. Það verður hins vegar áreiðanlega til þess að draga úr ánægju Samfylkingarmanna með þátttöku og úrslit hversu mikill munur reyndist verða á þátttöku í hólfum Alþýðuílokks og Alþýðubanda- lags. Veik staða Alþýðubandalagsins í Reykjavík eftir prófkjörið kann að opna ný tækifæri fyrir vinstra framboð Steingríms J. Sig- fússonar og félaga hans. Á hinn bóginn er eftirtektarvert, að í fjórum efstu sætum í hólfi Alþýðuflokksins eru tveir þingmenn, sem kjörnir voru á vegum Þjóðvaka í síðustu kosningum og tveir fyrrverandi Alþýðubandalagsmenn. Það fer því ekki mikið fyrir hinum gamla Alþýðuflokki, ef svo má að orði komast, á þessum framboðslista og því álitamál hver hefur sigrað hvern. Jóhanna Sigurðardóttir hlaut mjög afgerandi kosningu í efsta sæti listans og hefur á ný skipað sér í fremstu röð forystumanna jafnaðarmanna. Þessi árangur vekur athygli m.a. vegna þess, að margir flokksbundnir Alþýðuflokksmenn telja, að hún hafí bundið enda á valdaferil Alþýðuflokksins á sínum tíma með því að kljúfa flokkinn og stofna til nýrra stjórnmálasamtaka. Þátttaka í hólfi Kvennalistans var lítil en þrátt fyrir það náði ein helzta forystukona Kvennalistans á Alþingi á þessu kjörtíma- bili ekki endurkjöri.Þetta er verulegt pólitískt áfall fyrir Guðnýju Guðbjörnsdóttur. Hún hefur tekið afleiðingum þess með því að til- kynna að hún taki ekki sæti á framboðslistanum. Með prófkjörinu í Reykjavík hefur samfylking vinstri manna náð ákveðnum áfanga á sameiningarbrautinni. Hins vegar á þessi nýja stjórnmálahreyfing eftir að leggja fram kosningastefnuskrá sína. Þau drög að stefnuskrá, sem kynnt voru sl. haust komu mjög á óvart vegna þess, að svo virtist sem Aiþýðufiokkurinn hefði horfið frá sumum grundvallarstefnumálum sínum. Þá fyrst þegar samfylkingarmenn hafa lagt fram kosningastefnuskrá kemur í ljós, hvar sameiningarhreyfing vinstri manna hyggst skipa sér til sætis í íslenzkum stjórnmálum. EMBÆTTI VARAFORMANNS SJÁLFSTÆÐISFLOKKS RÆÐA Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra hefur að vonum vakið mikla athygli. I ræðu sinni lýsti menntamálaráðherra því yfir, að hann mundi ekki gefa kost á sér við varaformannskjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins i marz- mánuði nk. Sú yfirlýsing hefur vafalaust komið mörgum á óvart, þar sem menntamálaráðherra hefur verið einn þeirra, sem nefnd- ur hefur verið í sambandi við kjör nýs varaformanns. En þá hefur það ekki síður vakið eftirtekt, að ráðherrann lagði til í ræðu sinni, að embætti varaformanns yrði lagt niður en fram- kvæmdastjórn kjörin á landsfundi kæmi í hans stað. Stöður formanns og varaformanns eiga sér sterkar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Ýmsir af áhrifamestu leiðtogum flokksins hafa gegnt embætti varaformanns í lengri eða skemmri tíma. En stundum hefur sá forystumaður Sjálfstæðisflokks, sem því starfi hefur gegnt orðið annar póll í Sjálfstæðisflokknum og ákveðin spenna skapast á milli formanns og varaformanns. Þótt slík spenna hafi valdið vandamálum hefur hún líka orðið til þess að breikka þá mynd, sem birzt hefur af Sjálfstæðisflokknum gagn- vart almennum kjósendum. Vafalaust mun mörgum sjálfstæðismönnum þykja tillaga menntamálaráðherra um að leggja niður embætti varaformanns býsna róttæk. Og jafnframt að flokksmenn þurfi lengri tíma en nokkrar vikur fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins til þess að ræða þær og íhuga. Hins vegar er það rétt hjá ráðherranum, að breytt kjördæma- skipan, sem er í aðsigi, og nýir tímar kalla á breytt skipulag Sjálf- stæðisflokksins með einhverjum hætti. Það er svo annað mál, hvort sú skipulagsbreyting sem mest þörf er á sé sú að leggja nið- ur embætti annars helzta forystumanns Sjálfstæðisflokksins. Og ólíklegt að sú verði raunin á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins enda þegar komnir fram frambjóðendur í það embætti. Jóhanna Sigurðardóttir Krafa um breytta stjórnar- stefnu „ÚRSLIT þessa prófkjörs sýna að það er að verða til stórt bandalag jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Eg held að þetta sé bylgja sem ekki verði stöðvuð. Eg túlka úrslitin með þeim hætti að þarna hafi komið fram krafa fólksins um breytingar á stjómarstefnunni, en ég tel að auð- gildið og peninga- hyggjan hafi ráðið ferðinni á þessu kjörtímabili og fólk vilji að hér sé blásið til nýrrar sóknar með fé- lagsleg viðhorf, jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Ég tel að Samfylkingin muni skila því að velferðarmálin fái nýtt vægi á íslandi," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, sem varð í fyrsta sæti í prófkjörinu. Jóhanna sagði að prófkjörið myndi ekki leiða til þess að lagðar yrðu nýj- ar áherslur í málefnaskrá Samíylk- ingarinnar. Hún sagðist vera mjög ánægð með málefnaskrána. Hún svaraði vel því kalli sem hefði komið fram í prófkjörinu. „Það er mikilvægt núna að þeir sem tekið hafa þátt í prófkjörinu snúi bökum saman. Það er mikilvægt að við hugsum okkur sem eina heild í Samíylkingunni. Gömlu flokkarnir eru að baki, en í staðinn er komin fram ný Samfylking. Niðurstaða prófkjörsins er gífur- legur sigur fyrir konur og jafnréttis- sjónarmið. Konur skipa 4 af 5 efstu sætunum og 5 af efstu 8. Ég hygg að þetta hafi aldrei gerst áður nema ef vera skyldi hjá Þjóðvaka þar sem þrjár konur voru í fjórum efstu sæt- unum. Ég held að þetta sé vísbend- ingum um það sem mun verða í þess- ari Samfylkingu. Ég sagði alltaf að Samfylkingin myndi leiða til þess að konum myndi verulega fjölga á þingi. Það er að rætast. Samfylkingin mun stefna mjög stíft að því að komast inn í stjórnarráðið eftir kosningar. Ég held að við höfum alla burði til þess. Sömuleiðis tel ég að við munum sækja fylgi inn í alla flokka. Ég er sannfærð um að það er meira en helmingur þjóðarinnar sem aðhyllist jafnaðarstefnu. Það hefur bara vant- að trúverðugan valkost og hann er núna kominn. Við höfum þess vegna alla burði til að vera næststærsti flokkur eða stærsti flokkur landsins að loknum kosningum. Ég er alveg viss um að ef við komumst í næstu ríkisstjóm þá mun verða miklu jafn- ari kynjaskipting í ríkisstjórninni." Jóhanna sagðist ekki telja að það hefði háð Samfylkingunni fram að þessu að vera ekki með einn leiðtoga. Margrét Frímannsdóttir og Sighvat- ur Björgvinsson hefðu haft forystu um að koma Samfylkingunni saman og þau hefðu staðið sig frábærlega vel. „Ég verð leiðtogi hér í Reykjavík og þar með einn af leiðtogum Sam- fylkingarinnar. Það er ærið verkefni sem ég ætla að skila vel af mér. Síðan verður framtíðin að skera úr um hver verður framtíðarleiðtogi Samfylking- arinnar.“ Jóhanna sagðist ekki hafa haft tíma til að leiða hugann að því hver ætti að skipa áttunda sæti listans í stað Guðnýjar Guðbjömsdóttur. Það yrði rætt á næstu dögum. Margrét Frímannsdóttir Glæsileg byrjun MARGRÉT Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagðist telja það rangt mat að Alþýðubandalagið hefði komið illa út úr prófkjöri Sam- fylkingar í Reykjavík. Flokkurinn hefði stefnt að því að fá svipað fylgi og hann fékk í prófkjöri R-listans í Reykjavík í fyrra og það hefði tekist. „Alþýðubanda- lagið stefndi að því að ná sömu prófkjörsþátttöku og hjá Reykjavík- urlistanum, sem var um 2.500 at- kvæði. Úrslitin í því prófkjöri vora talin stórsigur Al- þýðubandalagsins og við náðum því og gott betur. Það er einnig röng túlkun að tala um A- hólfið sem Alþýðuflokkinn. Innan A- hólfsins voru tveir einstaklingai- sem ekki eru í Alþýðuflokknum, Jóhanna Sigurðardóttir og Mörður Amason. Flokksleg skipting í átta fyrstu sætin er því í raun 2-2-2-2. Við erum mjög sátt við þetta þó að við hefðum gjarn- an viljað sjá okkar þriðja mann, Vil- hjálm Vilhjálmsson, ofar á listanum. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir Sam- fylkinguna að ungt fólk komist til áhrifa og í „öragg þingsæti". Ég er afar hamingjusöm með þessa þátttöku og þetta start sem Samfylkingin fær. Þetta er glæsileg byrjun á kosningabaráttu og góð vís- bending um það sem koma skal.“ Margrét sagðist gera ráð fyrir að Kvennalistinn gerði kröfu um að halda sínum tveimur sætum í sam- ræmi við samninga sem flokkarnir hefðu gert. Aðspurð hvort Alþýðu- bandlagið gerði kröfu uin áttunda sætið, nú þegar fyi'ir lægi að Guðný Guðbjörnsdóttir tæki ekki það sæti, sagði Margrét að það væri of snemmt að segja neitt til um það. „Við ræðum þetta okkar í milli og komumst ör- ugglega að samkomulagi." Margrét sagði ánægjulegt að kon- ur kæmu sterkar út úr þessu próf- kjöri. Það væri einnig útlit fyrir að á framboðslistum Samfylkingarinnar í öðrum kjördæmum yrðu mjög öflug- ar konur. „Ég held að þetta prófkjör sýni að fólk er farið að líta á okkur sem einn hóp og er ekki mikið að aðskilja okk- ur á milli flokka. Það má benda á að sumir þeirra einstaklinga sem eru nú í framboði fyrir Alþýðuflokk og Þjóð- vaka hafa verið í Álþýðubandalaginu eða starfað mjög náið með Alþýðu- bandalaginu. Skilin þarna á milli eru því ekki skýr. Aðalatriðið er að ná fram sterkum listum í hverju kjör- dæmi og að við höfum náð saman um mjög öfluga málefnaskrá.11 Sighvatur Björgvinsson Þátttakan sætir tíðindum „EINHVERJAR stærstu fréttir sem orðið hafa í íslenskum stjórnmálum finnst mér vera þessi mikla þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar. Hún er miklu meiri en þátttakan í prófkjöri Reykjavíkurlistans sem skilaði hon- um sigri í borgarstjórnarkosningun- um,“ sagði Sig- hvatur Björgvins- son, formaður Al- þýðuflokksins. Sighvatur sagði að það hefði alltaf legið fyrir að al- þýðuflokksmenn hefðu viljað hafa prófkjörið opið, en niðurstaðan hefði orðið önnur. Um þetta hefði verið samið og prófkjörið hefði farið fram í samræmi við leikreglur sem flokk- arnir hefðu komið sér saman um. Ástæðan fyrir góðri þátttöku í A- hólfinu hefði verið sú að þar hefði verið mikið af landsþekktu fólki og þar hefðu aðalátökin verið. „Þetta var ekki uppgjör á milli flokka því að í A-hólfinu voru ekki bara flokksbundnir alþýðuflokks- menn. Jóhanna er ekki í Alþýðu- flokknum, en hún hefur örugglega dregið mikið að því hólfi.“ Sighvatur sagði að Jóhanna væri eftir þetta prófkjör meðal helstu for- Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík Tæplega 11.500 manns greiddu atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Alþýðuflokkur fékk 7.637 atkvæði, Alþýðu- bandalag 2.907 og Kvennalisti 753 atkvæði. 7 — I níu efstu sætunum eru Jóhanna Sigurðar- dóttir, Össur Skarphéðinsson, Bryndís ------------------------—---------------7---- Hlöðversdóttir, Guðrún Ogmundsdóttir, Asta 7 Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Arnason, -7------------------------------------------- Arni Þór Sigurðsson, Guðný Guðbjörnsdóttir og Jakob Frímann Magnússon, ystumanna Samfylkingarinnar og hún kæmi til með að hafa mikinn þunga í þessu framboði. Sighvatur sagði að samkomulag hefði verið gert milli flokkanna þriggja um að Kvennalistinn fengi tvö af átta efstu sætunum. Hann sagðist ekki eiga von á að því yrði breytt þó að Guðný Guðbjörnsdóttir hefði tekið ákvörðun um að hafna átt- unda sætinu. „Eftir svona gott start í þessu próf- kjöri held ég að sé óhætt að fullyrða að sigurlíkur Samfylkingarinnar í kosningunum séu góðar. Þetta fer langt fram úr því sem ég gerði mér vonir um og ég held að enginn stjórn- málaskýrandi hafi látið sér detta í hug að það yrði svona mikil þátttaka. Þátttakan varð í raun meiri því að það voru margir sem snera frá vegna biðraða. Ég varð vitni að því sjálfur. Þegar ég fór að kjósa þurfti ég að bíða í 20 mínútur og á meðan sá ég að margir sneru frá.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hélt að fyrir- komulagið myndi draga úr þátttöku „ÞESSI mikla þátttaka fór fram úr mínunj björtustu vonum. Ég verð að segja alveg eins og er að ég átti von á að sú ákvörðun að hólfa prófkjörið niður myndi gera það að verkum að áhugi á þátttöku yrði ekki eins mikill. Þetta kom mér því á óvart og ég tel að þetta sé góður upptaktur fyrir komandi átök,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um niðurstöður próf- kjörsins. Ingibjörg Sól- rún sagði ánægju- legt hvað konur kæmu vel út úr prófkjörinu. Fram að þessu hefðu konur oft farið illa út úr prófkjörum, en hún sagðist sjá ýmis teikn á lofti um að þetta væri að breytast. Góð þátttaka í prófkjörinu hjálpaði konum í því, m.a. vegna þess að kjósendur væru ekki eins íhalds- samir og flokkarnir. „Ég held að þetta mikla vægi sem Alþýðufiokkurinn fékk í prófkjörinu segi ekkert til um stuðning við Al- þýðuflokkinn sem slíkan heldur sé það fyrst og fremst vegna þess að fólk sem hingað til hefur verið utan flokka bauð sig fram í A-hólfinu. Til að geta kosið þetta fólk þurftu kjós- endur að merkja við Alþýðuflokkinn. Ég held að almennt sé fólk hætt að horfa á Samfylkinguna með þessum hætti.“ Ingibjörg Sólrún minnti á að ýmsir hefðu talið að Alþýðuflokkurinn hefði komið illa út úr prófkjöri Reykjavík- urlistans í fyrra. Fyrir þá væri þetta huggun harmi gegn. Ingibjörg Sólrún sagði að nú þegar ljóst væri að af framboði Samfylking- arinnar yrði í öllum kjördæmum landsins hlytu flokkarnir, sem að henni standa, að hverfa af sviðinu og renna saman í einn flokk. Svavar Gestsson S I prófkjörinu mættust ólík- ar hefðir SVAVAR Gestsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, telur að í prófkjöri Samfylkingarinnar hafi mæst ólíkar hefðir Alþýðuflokks og Alþýðubandalags við röðun á fram- boðslista. Útkoman hafi verið í sam- ræmi við það. Besti kosturinn hafi verið að láta kjömefnd raða á listann. „Þarna voru menn að reyna að láta tvenns konar hefðir búa saman í einu prófkjöri. Annars vegai' er hefð Al- þýðuflokksins, sem er sú að vera með mikinn fjölda fólks sem tekur þátt í prófkjöri, en fá síðan jafnvel færri at- kvæði í kosningum. Þannig hefur þetta verið hjá Aiþýðuflokknum aftur og aftur. Dæmi eru um prófkjör þar sem tvisvar sinn- um fleiri tóku þátt en kusu flokkinn síðan í kosningum. Hins vegar er að- ferð Alþýðu- bandalagsins, sem hefur yfirleitt tryggt okkur fleiri atkvæði en Al- þýðuflokkurinn hefur fengið þó að færri hafi komið að því að ákveða listann. Það var alveg ljóst að þessi sambúð tveggja mismunandi aðferða yrði af- skaplega erfið. Ég sá það fyrir, en það var fallist á að reyna að fara svona út í þetta og niðurstaðan liggur fyrir. Ég held að þetta hafi svona sloppið fyrir horn.“ Svavar sagðist að sjálfsögðu ekki geta fullyrt um hvort margir af þeim sem kusu í prófkjörinu muni kjósa aðra flokka í vor, en hann gæti ekki neitað því að sá grunur læddist að sér að það skiluðu sér ekki allir í vor sem kusu í prófkjörinu. Svavar var spurður hvort það hefði ekki verið skynsamlegra fyrir Ai- þýðubandalagið að hafa prófkjörið opið. Hann svaraði því til að skyn- samlegast hefði verið að láta kjör- nefnd raða á listann. Það hefði kostað minni peninga og Samfylkingin hefði ekki orðið fyrir þessari neikvæðu um- fjöllum sem hún hefði orðið fyrir á síðustu mánuðum. Svavar vildi engu svara þegar hann var spurður hvort Aiþýðubandalagið myndi gera kröfu um að breytingar yrðu gerðar á röðun efstu manna. Hann vísaði á forystumenn flokk- anna. Svavar sagðist telja að Samfylking- in væri sterkari eftir þetta prófkjör, kannski fyrst og fremst vegna þess að þessi rimma væri búin og menn gætu snúið sér að öðrum verkefnum. Össur Skarphéðinsson Var grautfúll en tók gleði mína aftur „ÉG SÓTTIST eftir fyrsta sætinu, náði því ekki og var auðvitað graut- fúll yfir því til að byrja með en tók gleði mína aftur þegar í ljós kom að ég hélt öðra sætinu, sem, meira að segja, var annað sætið á listanum en ekki bara í hólfinu," sagði Össur Skarphéðinsson, sem hafnaði í 2. sæti í A-hólfi og hreppti 2. sæti Samfylkingarinn- ar. „Ég tel að þetta sé sigur Jóhönnu Sigurðardóttur og hann er afger- andi,“ sagði Oss- ur. „Ég sé þær skýringar á þessu að þarna eru hópar í þjóðfélaginu, sem bersýnilega eru að skjóta viðvörunar- skotum fyrir framan á skútu ríkis- stjórnarinnar. Þeir eru óánægðir með sinn hlut og sjá góðærið lenda í annarri höfn. Þeir tóku þátt í próf- kjörinu til að styðja þann stjórnmála- mann, sem hefur verið langmest áberandi í baráttunni gegn því versta L. sem er að fínna í fari kerfisins: spill- ingu og græðgi. Þetta var niðurstað- an og ég uni glaður við hana. Ég held að þessi listi sé mjög sig- urstranglegur og ég held að þessi gríðarlega þátttaka bendi til þess að Samfylkingin eigi miklu meiri lönd að vinna en menn hugðu áður,“ sagði Össur. „Ég tel lfka að við, sem börð- ust gegn handröðun og fyrir próf- kjöri, höfum haft lög að mæla. Niður- staðan sýnir það að hér er um að ræða viðbragð, sem er upphafið að mjög öflugri kosningabaráttu. Það hefði verið mjög erfitt fyrir Samfylk- inguna, eins og málum var komið fyr- ir jólin, að sigla í kosningabaráttu án þess að leita með einhverjum hætti eftir umboði fólksins fyrir þá fram- bjóðendur sem hún setur í forystu sína.“ Fram hefur komið í máli Össurar fyrir prófkjörið að niðurstaða þess skipti máli varðandi þá spurningu hver vejdist til forystu í Samfylking- unni. „Ég tel að það sé ekki spurning eftir þessi úrslit að Jóhanna hlýtur að verða sú sem leiðir Samfylkinguna í gegnum þessar kosningar. Þessi úr- slit skákuðu flokkakerfinu til hliðar og af því leiðir að það er mjög erfitt, eftir að fólkið hefur talað með þess- um afgerandi hætti, að ætla að fara að stilla upp sem leiðtoga kosninga- baráttunnar einhverjum í krafti þess að viðkomandi er forystumaður í stjórnmálaflokki, sem ekki skiptir lengur meginmáli." Hann sagðist telja að þessa nótt hefðu flokksmúr- arnir á vinstri vængnum endanlega hrunið. Um úthlutun 8. sætisins, sem Guð- ný Guðbjömsdóttir hefur afsalað sér, sagðist Össur telja reglurnar skýrar; sætið tilheyri Kvennalistanum. Hann kvaðst ekki telja að önnur ráðstöfun kæmi til greina nema að frumkvæði Kvennalistans. Bryndís Hlöðversdóttir Sigur Samfylking- arinnar „ÚRSLITIN eru sigur Samfylking- arinnar vegna þess að þátttakan er miklu meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona og líka vegna þess að úrslitin eru óvænt og það sýnir að mínu mati að það er í gangi hreyfing og spenna fyrir Samfylkingunni. Konur koma mjög vel út í efstu sæt- unum og það er af hinu góða. Ég hefði vissulega viljað sjá meiri þátttöku í hólfi Alþýðubandalags- ins en það er ekk- ert við því að gera, úrslitin eru þessi.“ ,Alþýðubandalagið má vel við una, ef borið er saman við fylgið sem við höfðum í prófkjöri Reykjavíkurlist- ans þá erum við með fleiri atkvæði í þessu prófkjöri en þá,“ sagði Bryn- dís. „Þá fékk Alþýðubandalagið um 2.500 atkvæði og var túlkað sem stór- sigur, núna fengum við um 2.700 at- kvæði. Hins vegar er það fyrst og fremst þessi sprengikraftur í kring- um Jóhönnu og hennar fólk sem breytir svona hlutfóllum milli hólfanna." „Útkoman hefur ekkert með Al- þýðuflokkinn að gera og formaður AI- þýðuflokksins hefur staðfest það sjálfur,“ sagði Bryndís. „Sigurvegari prófkjörsins er ekki einu sinni í Al- þýðuflokknum. Henni var boðið sér- stakt sæti í upphafi vegna þess að það var ekki sjálfgéfið að hún ætti heima í þessu hólfi. En hún valdi sér Alþýðuflokkshólfið en er ekki í AI- þýðuflokknum. Mörður Árnason, sem er sigurvegari númer 2, er heldur ekki í Alþýðuflokknum og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, er alveg ný- gengin í Alþýðuflokkinn. Ég held að allir sjái, sem eitthvað þekkja til í stjórnmálum, að það eru ekki flokks- vélar A-flokkanna, sem eru þarna að verki, heldur eitthvað allt annað,“ sagði Bryndís. „Þetta er í hlutfalli við það sem hefur verið að gerast í skoðanakönn- unum þar sem flokkarnir hafa farið minnkandi en Samfylkingin hefur haft þokkalegt fylgi. Þannig að ég held að það sé ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en sem sigur þessarar nýju hreyfingar. Við erum að fá þarna þátttöku, sem mér skilst að sé meiri en hefur nokkurn tímann verið í prófkjöri sjálfstæðismanna," sagði Bi-yndís. „Það, verð ég að segja, gef- ur sterklega til kynna að það sé frjór jarðvegur fyrir þessari hreyfíngu.“ Um það hvort leiðtogamál Sam- fylkingarinnar hefðu skýrst í próf- kjörinu, sagði hún að Jóhanna Sig- urðardóttir væri ótvíræður leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem gæfi henni sterka stöðu inn í leiðtoga- hlutverkið á landsvísu en það væri engin regla að leiðtogi þyrfti að koma úr Reykjavík. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Sigurstrang- legur listi „ÉG ER mjög ánægð með úrslitin, það munaði mjög litlu að ég næði 2. sætinu," sagði Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, sem hafnaði í 3. sæti í A-hólfí og í 5. sæti Samfylkingarinn- ar. 441 atkvæði munaði á henni og Össuri Skarphéðinssyni í 2. sæti. „Mér finnst út- koman úr próf- kjörinu vera sig- urstranglegur listi og mér finnst til- hlökkunarefni að fara út í kosninga- baráttu með svona góðan lista,“ sagði Asta Ragnheiður. „Skilaboðin era líka skýr til okkar og stjórnvalda um að það eigi að leggja meiri áherslu á velferð og jöfnuð. Við, sem höfum verið að vinna í þeim málafiokkum, fáum mjög góða kosningu, og þetta eru líka skilaboð til stjómmálamanna um að sinna þeim málum og passa að enginn verði útundan. Ég fann það líka í kosningabaráttunni að fólk, sem hefur orðið útundan, kom og sagði: „Þetta má ekki ganga svona leng- ur.“„ Um mismunandi fylgi flokkanna þriggja, sem að prófkjörinu stóðu sagði hún að rneiri spenna hefði verið í kringum A-hólfið en hólf Alþýðu- bandalags og Kvennalista. „Það gerði að verkum að fleiri fóra og kusu A- hólfið. Ég held að flokkarnir séu liðin tíð. Þarna er orðið til nýtt afl og í prófkjörinu voru flokkarnir að skila sínu inn í nýtt afl. Mér finnst ekki hægt að meta þetta með því að tala um útkomu flokkanna." Hún sagði að fólkið í efstu sætun- um ætti sameiginlegt að hafa barist lengi fyrir sameiningu jafnaðar- manna og félagshyggjufólks. „Við höfum unnið að því ötullega mörg og það er það sem við erum að uppskera núna; þessi draumur okkar er að ræt- ast.“ Hún sagði einnig glæsilegt að fjórar konur væru í fimm efstu sæt- um. „Ég veit ekki til þess að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar í nágrannalöndunum. Þetta er rosa- lega fínn árangur kvenna,“ sagði Ásta Ragnheiður og sagðist telja að tíunda sætið gæti orðið baráttusæti Samfylkingarinnar. Guðrún Ögmundsdóttir Skemmtileg samsetning á listanum „KVENNALISTINN hefði mátt koma betur út en það er ekkert við því að gera,“ sagði Guðrún Ög- mundsdóttir, sem hlaut 1. sæti í hólfi Kvennalistans og 4. sætið á lista Samfylkingarinnar. Hún kvaðst ánægð með niðurstöðuna. „Þetta er dásamlegt fyrir Samfylkinguna og mjög góð niður- staða fyrir alla, það er mjög skemmtileg sam- setning á þessum lista,“ sagði hún og kvaðst telja að listinn einkennd- ist af breidd og félagslegri áherslu. „Það er ekki hægt annað en vera ánægður með það.“ Þá sagðist hún ekki geta verið ann- að en ánægð með að fjórar konur væru í fimm efstu sætum listans. „Það er gi’einilegt að Kvennalistinn er búinn að skila sínu mjög vel.“ Guðrún var spurð hvað hún héldi að hefði ráðið því að hún hafði Guð- nýju Guðbjörnsdóttur, þingkonu Kvennalistans, undir í prófkjörinu. „Ég hugsa að það sé vegna þess hvernig kosið var í hólfi Kvennalist- ans. Það var engin blokkamyndun og konur voru ekki samtaka um hvernig þær kysu. Þannig að mjög mörg at- kvæði í 1. sæti fóru fyrir lítið.“ Guðrún sagði að kvennalistakonur teldu augljóst að Hulda Ólafsdóttir tæki sæti Guðnýjar Guðbjörnsdóttur eftir að hún hefur afsalað sér 8. sæti listans. Guðný Guðbjörnsdóttir Vantaði 20 atkvæði „ÞETTA var náttúrlega stórkostleg þátttaka og ég er ánægð með hana og í raun og vera ánægð með þann lista sem kom út,“ sagði Guðný Guð- björnsdóttir, sem hlaut 2. sæti á lista Kvennalistans og 8. sæti á lista Sam- fylkingarinnar en hefur ákveðið að taka ekki sæti á listanum. „Ég er ánægð með að Jó- hanna Sigurðar- dóttir leiði listann og óska henni til hamingju." „Sjálf bauð ég mig fram í fyrsta sæti Kvennalist- ans; það var alveg ljóst innan samtakanna og í mínum auglýsingum að ég væri að bjóða mig fram í það sæti. Það takmark náðist ekki; það vantaði 20 atkvæði, og þar með hafna ég í 8. sætinu.“ Guðný sagðist að öðru leyti sér- staklega ánægð með hlut kvenna í prófkjörinu. „Konur hafa staðið sig vel og það er mjög gott en um leið mjög athyglisvert að Kvennalistinn er eini flokkurinn, sem hafnar sínum þingmanni." Spurð um skýringar á því sagði Guðný: „Það er ljóst að það var bara eitt öruggt sæti í boði hjá Kvennalist- anum, hér var varla hægt að fara í prófkjör í alvöru nema bjóða sig fram í fyrsta sæti þannig að það voru margir um hituna og eðlileg og heið- arleg samkeppni að margir byðu sig fram í það sæti. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um mínar skýringar á því hvemig fór,“ sagði hún. „Ég var hins vegar ákaft hvött til að fara í framboð en ég hafði hugsað mig um vegna þess að ég var með annað starf uppi í Háskóla og hugsaði um hvort ég vildi vera lengur í burtu frá því. Eg sló svo til og ég verð að segja að það voru mér mikil vonbrigði að fá ekki fyrsta sætið.“ Guðný kvaðst telja að það segði sig sjálft að sæti sitt ætti að ganga til Huldu Ólafsdóttur, sem varð þriðja kvennalistakvenna í prófkjörinu. „Ég hélt að það væri engin spurning en mér er ekki alveg ljóst hvort það er félagsfundur Kvennalistans eða kosn- ingastjórn prófkjörsins sem ákveður það.“ Guðný kvaðst mundu starfa áfram að kvennabaráttu, hvort sem það yrði á akademískum vettvangi eða annars staðar en hún er dósent við félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Árni Þór Sigurðsson Sáttur við mína útkomu „ÉG ER sáttur við mína útkomu," sagði Ami Þór Sigurðsson sem hreppti 2. sætið í hólfí Alþýðubanda- lagsins og 7. sæti á lista Samfylking- arinnar. „Ég er mjög sáttur við að fara inn í 2. sæti Alþýðubandalagsins, hafandi ekki verið á Al- þingi áður. Mér finnst það mjög gott.“ „Ég hefði gjarnan viljað sjá meira jafnræði milli hólfanna en þetta er bara svona,“ sagði Ami Þór. „Það kennir líka ýmissa gi-asa í A-hólfinu; þar er ekki bara Alþýðuflokksfólk heldur líka óflokksbundið fólk. Ég held að þetta sé ágæt blanda og það sé prýði- legur listi sem kemur út úr þessu.“ Árni Þór kvaðst telja að 7. sætið ætti tvímælalaust að skila þingsæti. „Þessir flokkar eru með níu þing- menn í dag samtals og því skyldu þeir ekki halda því?“ sagði hann. Jakob Frímann Magnússon Göngum til kosninga með auknu sjálfstrausti „ÉG ER geysilega ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. í henni fel- ast mjög skýr skilaboð til þeirra sem nú sitja við völd og einnig til okkar sem erum að búa til þetta nýja afl í íslenskum stjórnmálum um að þessa sameinaða afls er þörf. Við göngum til kosninganna í vor með auknu sjálfstrausti," sagði Jakob Frím- ann Magnússon, sem lenti í níunda sæti í prófkjörinu. „Ég er mjög ánægður með það atkvæðamagn sem ég fékk í þessu fyrsta prófkjöri sein ég tek þátt í. Það vissu það margir að ég hafði alls ekki hugsað mér að taka þátt í þess- um slag fyrr en árið 2003, en á eíleftu stundu ákvað ég að vera með.“ Jakob sagðist ekki hafa haft mik- inn tíma til að undirbúa sitt fram- boð. Kosningabarátta sín hefði auk þess hafist viku síðar en annarra frambjóðenda vegna þess að hann hefði þurft að fara af landi brott í janúar. „Ég var í þeirri stöðu að sækja inn í þetta þrönga hólf þar sem fyrir voru fjórir sitjandi þingmenn, einn vara- þingmaður og einn fyrrverandi þing- maður. Það var nokkuð bratt og nið- urstaðan er sú að ég lendi í fimmta sæti A-hólfsins. Þetta var spuming um að lenda inni í þessum níu manna hópi eða utan hans. Það að lenda í einhvers konar baráttusæti verð ég að skoða sem ákveðna traustsyfirlýs- ingu og get ekki verið annað en ánægður með hana. Almennt tel ég að þetta sé mjög sterkur listi sem höfði til ólíkra hópa. í því felst styrkur framboðsins," sagði Jakob.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.