Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRÉTTIR VIGDÍS BJARNADÓTTIR + Vigdís Bjarna- dóttir fæddist á Fjallaskaga í Dýra- firði 13. júní 1914. Hún Iést 24. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 1. febrúar. Nú er Vigdís farin af þessu jarðríki og „flutt upp“. Eflaust myndi hún orða það svo að Lykla-Pétur hafi nú loksins verið tilbúinn að opna fyrir henni dymar að Himnaríki. Frá þeim degi er ég hitti Vigdísi fyrst, sem var áttræðisafmælið hennar, hef ég dáð hana fyrir hve lífsglöð hún var. Þrátt fyrir að hún hafi eytt síðustu sautján árum ævi sinnar í rúminu voru lífskrafturinn og hamingjan ávallt til staðar. Hún var ávallt ánægð með lífið og tilver- una og vildi öllum vel. Hún var yndisleg kona, alltaf jákvæð og kvartaði aldrei þrátt fyrir verkina í líkamanum. Hún var alltaf í góðu skapi þegar ég kom í heimsókn til hennar og ef ég var niðurlút þegar ég gekk inn var það ör- uggt að ég gekk út með bros á vör. Góða skapið hennar var smitandi. Sumarið ‘97 vorum við Vignir að gera upp íbúðina okkar, sem er í næstu blokk við hennar. Þar sem Vig- dís var rúmliggjandi gafst henni aldrei tækifæri til að koma og líta á íbúðina okk- ar. En hún fylgdist með öllu og spurði okkur spjörun- um út hvernig þetta og hitt liti út og svo bjó hún sér til mynd af öllu í huganum. Hún spurði okkur hvað væri nú í tísku í dag varðandi málningu, gólfefni, gardínur og allt sem kom endurbyggingu íbúðar- innar við. Hún vildi fylgjast með öllu. Þegar við buðum henni að koma tO okkar og sjá heimilið okk- ar þá afþakkaði hún en sagði að hún myndi bara sjá íbúðina þegar hún flygi yfir borgina á leið til Himnaríkis og þá myndi hún t Útför móöur minnar, FRIÐRIKU GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. febrúar kl. 14.30. Heimir Guðjónsson. t Þökkum auösýnda samúð og vináttu sem okkur var sýnd viö andlát og útför ÓLAFAR MATTHÍASDÓTTUR, Kópavogsbraut 1b, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, fimmtudaginn 14. janúar sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýhug við hina látnu í veikindum hennar. Stefán Svavars, Þorsteinn J. Stefánsson, Margrét Kristjánsdóttir, Svavar Stefánsson, Auður B. Kristinsdóttir og fjölskyldur. t Fljartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRU ÁRNADÓTTUR, Bárugötu 5. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á elli- heimilinu Grund fyrir einstaka umönnun og hlýju. Magnús Eymundsson, Erna Ármannsdóttir, Kristrún Eymundsdóttir, Halldór Blöndal, Árni Þór Eymundsson, Lisbet van Rij, Katrín Eymundsdóttir, Gísli G. Auðunsson og fjölskyldur þeirra. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð þriðjudaginn 2. febrúar vegna jarð- arfarar MAGNÚSAR ÓSKARSSONAR, hæstaréttarlögmanns. Lögmál ehf. Ásgeir Þór Árnason hri. Lúðvík Örn Steinarsson hdl. Yfirlýsing- frá félagsmálaráðuneytinu og Vinnueftirliti ríkisins •• Oryggis- og vinnuverndarmál hjá Norðuráli einnig sjá Kringluna, Perluna og allar þær breytingar sem hafa ver- ið gerðar á borginni frá því hún var á fótum. Þrátt fyrir að hafa verið amma hans Vignis fannst mér hún alltaf geta verið amma mín líka. Minningar mínar um Vigdísi eru of margar til að hægt sé að skrifa þær allar á blað en ég mun geyma þær í hjarta mínu um ókomna tíð. Eg vona að hún sé ánægð á nýja heimilinu sínu. Eg trúi að hún sé búin að hitta eiginmann sinn Stein- þór og son sinn Bjössa og að hún hefji nú nýtt líf með þeim. Elsku Hanna, Halldór, Vignir minn og Jón Hákon. Við græðum sárin með minningum okkar um Vigdísi og varðveitum þær í hjarta okkar. Megi Guð styi'kja okkur öll. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V- Briem.) Lilja Björg Guðmundsdóttir. AÐ UNDANFÖRNU hefur verið umræða í fjölmiðlum um öi'yggis- og vinnuverndarmál hjá Norðuráli á Grundartanga. Vegna þessa vilja félagsmálaráðneytið og Vinnueft- irlit ríkisins taka fram eftirfar- andi: „Unnið hefur verið að úttekt á öryggis- og vinnuverndarmálum í álveri Norðuráls og verður for- svarsmönnum fyrirtækisins og full- trúum starfsmanna verið gerð grein fyrir niðurstöðum hennar í dag. Ekki er venja að gefa upplýs- ingar um málefni einstakra fyrir- tækja sem enu til eftirlits, heldur lögð megináhersla á að úr því sé bætt sem ábótavant er. Vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum skal þó upplýst um eft- irfarandi: Ekki er að fullu lokið við að koma upp þeim búnaði og aðstöðu sem gert er ráð fyrir og áskilið var þegar áætlanir um reksturinn voi'u lagðar fyrir Vinnueftirlitið. Fundið er að nokkram atriðum öðram varðandi búnað og aðstöðu starfsmanna og krafa gerð um úr- bætur. Innra vinnuvemdarstai-fi hefur verið komið upp við fyrirtækið eins og lög gera ráð fyrir. Öryggisnefnd starfar þar með fjóram fulltrúum starfsmanna og tveimur frá vinnu- veitendum. Þessir aðilar hafa flest- ir sótt námskeið Vinnueftirlitsins fyrir öi'yggistránaðarmenn og - verði. Gerð er krafa um að fyrirtækið hafi reglubundið innra eftirlit með mengunarálagi á starfsmenn í nánu samráði við öryggisnefndina og undir eftirliti Vinnueftirlitsins. Þetta er þegar í undirbúningi. Fyrirtækið hefur staðið sam- viskusamlega að tilkynningum um vinnuslys. Rétt er, sem fram hefur komið, að slys hafi verið allmörg en þó langflest minni háttar. Ekki virðist skorta á vilja og ásetning stjórnenda íyrirtækisins til að snúa þessu til betri vegar en fylgst verð- ur náið með framvindu mála af hálfu Vinnueftirlitsins. Hjá fyrirtækinu er unnið á 12 stunda vöktum. Þótt slíkt brjóti ekki í báta við reglur verður að telja svo langar vaktir óheppileg- ar við starfsemi sem þessa þar sem álag er mikið, einkum meðan verið er að koma rekstrinum af stað. Norðurál hefur gengið í norræn umhverfis- og vinnuverndarsam- tök áliðnaðarins og er þar ásamt öllum öðram álfyrirtækjum Norð- urlanda. A vettvangi þessara sam- taka er miðlað reynslu og þekk- ingu auk þess sem einstökum fyr- irtækjum gefst kostur á að bera árangur sinn í vinnuverndarmál- um saman við það sem gerist hjá öðrum. Við alla úrlausn mála hjá Norð- uráli verður af hálfu stjórnvalda haft samráð við stjórnendur fyrir- tækisins og öryggisnefnd, svo og viðkomandi verkalýðsfélög eftir því sem við á.“ ------------------ Kynna mat og matar- áhöld ÞJÓÐMINJASAFN íslands kynn- ir nú á þorra nýjan safnkassa sem lánaður er skólum. Hlutverk kass- ans er að kynna mat og mataráhöld sem tíðkuðust á 19. öld. í honum er hefti um norrænar matarvenjur eftir Sigríði Sigurðar- dóttur, safnstjóra í Glaumbæ, myndband með fimm stuttum fræðsluþáttum, sem Hallgerður Gísladóttir sá um, og safn greina um mat og áhöld áður fyrr eftir ýmsa höfunda. Ennfremur eru þar askar, trog, brauðmót og fleiri áhöld, gerð af Kára Þorsteinssyni, smið á Sauðárkróki. Sigurborg Hilmarsdóttir safn- kennari hafði umsjón með gerð kassans og sér um útlán á honum. Þjóðminjasafnið lánar nú fjóra slíka safnkassa til grannskóla. Hin- ir eru um barnaleiki á 19. öld, tó- vinnu og landnám Islands. t Alúöarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okk- ur hlýhug og samúð við andlát og útför JÓHANNS FRÍMANNS PÉTURSSONAR frá Lækjarbakka, Skagaströnd. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fléraðs- sjúkrahúss Blönduóss fyrir góða og hlýja umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir, Ása Jóhannsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson,Guðrún Víglundsdóttir, Gissur Rafn Jóhannsson, Gyða Þórðardóttir, Gylfi Njáll Jóhannsson, Guðrún Hákonardóttir, afabörn og langafabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU MARÍU HAFLIÐADÓTTUR, Kópavogsbraut 1, Kópavogi. Hafliði Örn Björnsson, Maja Guðmundsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, Svanhiidur Sigurðardóttir, Steinunn Ásta Björnsdóttir, Jón Frfmann Eiríksson, Sigríður Birna Björnsdóttir, Steen Haugaard, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, PÁLS HJALTALÍNS ÁRNASONAR, Nónási 3, Raufarhöfn. Guð blessi ykkur öll. Una Hólmfríður Kristjánsdóttir, Árni Pálsson, Gyða Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað verður eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 2. febrúar, vegna útfarar GUÐMUNDAR INGA ÞÓRARINSSONAR. Glerskálínn ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.