Morgunblaðið - 02.02.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 02.02.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEI, nei, þér verðið að fara úr öllu, fröken Monica, líka vindlinum. Hafnar viðhorfum Herdísar Drafnar GRÉTAR Þorstcinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, hafnar al- farið viðhorfum sem fram koma í viðtali við Herdísi Dröfn Baldvins- dóttur í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag. Þar segir Herdís Dröfn m.a. að sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir fé- lagsmenn sína. Herdís Dröfn segir að samvinna milli leiðtoga ASÍ og atvinnurek- enda hafi stöðugt farið vaxandi frá 1960 sem endurspeglist m.a. í sam- vinnu í margvíslegum nefndum. Stöðugt meiri samþjöppun hafi einnig orðið í almenna lífeyrissjóða- kerfinu og sjóðunum hafi fækkað og þeir stækkað. I stjórnum almennu lífeyrissjóðanna eigi sæti sömu menn og sitji einnig í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. „Mér sýnist að þessi þróun teng- ist láglaunastefnunni margumtöl- uðu. Til þess að fá sem mestan arð af fyrirtækjum sem lífeyrissjóðir hafa fjárfest í er algeng leið að halda kaupgjaldi niðri. Eignarhald hinna almennu lífeyrissjóða í fyrir- tækjum gæti því leitt óbeint til þess að ASÍ sé tilleiðanlegra að halda launum niðri til þess að sjóðir geti vaxið þeim mun meira,“ sagði Her- dís Dröfn. „Tel þetta ranga niðurstöðu" „Þetta er viðhorf sem ég hafna al- farið. Ég tel þetta ranga niður- stöðu,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASI. „Við gerum samkomulag um líf- eyrissjóðina við atvinnurekendur árið 1969. Það hefur verið sæmilega góð sátt milli Alþýðusambands og atvinnurekendasamtakanna í gegn- um tíðina varðandi sjóðina. Við eig- um þessari þokkalegu sátt það kannski að þakka hvað sjóðirnir eru sterkir í dag. Auðvitað er lífeyris- rétturinn gríðarlega mikið kjaralegt atriði fyrir okkar fólk. Það að staða lífeyrissjóðanna er sterk byggist meðal annars á því að fjármunir líf- eyrissjóðanna hafa verið ávaxtaðir með viðunandi hætti. I stjórnum líf- eyrissjóðanna eru fulltrúar okkar og atvinnurekenda sem bera þá ábyrgð gagnvart þeim sem greiða í sjóðina að ávaxta féð með viðunandi hætti. Hún [Herdís Dröfn innsk. Morgunblaðið] beinir spjótum sín- um að tengslum okkar við stórfyrir- tæki. Það er auðvitað vandséð hvemig hægt er að vera á fjármála- markaði í dag og leiða hjá sér stór- fyrirtækin alfarið þegar verið er að reyna að tryggja viðunandi ávöxtun. Ég held að það sé ekkert óhreint mjöl í pokahominu þama. Hún er fráleit sú ályktun að með þessum hætti hafi kjömm verið haldið niðri gagnvart okkar fólki. Þessi eign gerist í gegnum lífeyrissjóðina. Þeir sem halda á málum fyrir okkur í stjómum lífeyrissjóðanna em að reyna að tryggja viðunandi ávöxtun miðað við það sem gerist í okkar samfélagi til þess að tryggja lífeyr- isréttindin sem best fyrir okkar fólk sem er gríðarlega mikið kjaraatriði. Ég get því alveg haldið því fram að það sé þversögn í fullyrðingu þess- arar ágætu konu. Menn hafa verið að sinna þeim viðfangsefnum sem þeim hefur verið trúað fyrir og um það er ekkert meira að segja,“ sagði Grétar. Tjón vegna gáleysisaksturs Endurkröfum á hendur ökumönnum fjölgar Á SÍÐASTLIÐNU ári þurftu 132 ökumenn að endurgreiða trygg- ingafélagi tjón sem þeir höfðu vald- ið af ásetningi eða stórkostlegu gá- leysi, þar af var endurkrafan í 114 tilvikum tilkomin vegna ölvunar ökumanns. Árið 1997 vom endur- kröfur tryggingafélaga á hendur 81 ökumanni samþykktar og hefur þeim því fjölgað vemlega milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá svonefndri endurkröfu- nefnd sem tekur ákvörðun um end- urgreiðslu ökumanna í þessum til- vikum. Samtals bámst nefndinni 144 mál í fyrra en 91 mál árið 1997. Samþykktar kröfur árið 1998 námu rúmum 27 milljónum króna en rúmum 20 milljónum árið áður. Hæsta endurkrafan í fyrra nam 1,4 milljónum króna. Átta endurkröfur vom 750 þúsund krónur eða hærri en 27 kröfur námu þrjú hundrað þúsundum króna eða hærri upp- hæð. Sautján sinnum var var réttinda- leysi ökumanns ástæða endurkröfu, þar af var í sjö tilvikum ökumaður- inn einnig ölvaður. Tveir ökumann- anna vom krafðir um greiðslu vegna lyfjaneyslu. Karlmenn em fjölmennastir í hópi þeirra ökumanna sem krafðir era um greiðslu til tryggingafélags vegna tjóns en konum fer þó hlut- fallslega fjölgandi. Árið 1992 vom konur 14% ökumanna í þessum hópi en árið 1998 voru þær orðnar 26%. Tæpur helmingurinn, eða 45%, af samþykktum endurkröfum var á hendur ökumönnum sem vom 25 ára eða yngri. Fyrirtækja- og stofnanastyrkir Nemendur kynn- ast atvinnulífí í g’egnum námið FYRIRTÆKI og stofnanir bjóða svokallaða F.S.- styrki til rannsóknatengds framhaldsnáms í samvinnu við Rannsóknanámssjóð og Rann- sóknarráð Islands. Anne Marie Haga er deildar- sérfræðingur vísindasviðs hjá Rannsóknarráði Islands. „Þessir styrkir sem era veittir til meistara- eða doktorsnáms era samfjármagnaðir af fyrirtæki eða stofnun og Rannsóknanáms- sjóði. Rannsóknarráð Islands sér um rekstur Rannsóknanáms- sjóðs í umboði stjórnar hans en í stjóm sitja Helgi Valdimarsson, Anna Soffía Hauksdóttir og Sig- rún Aðalbjarnardóttir. Þetta er í þriðja skipti sem F.S.-styrkir era í boði og hafa alls 19 fyrirtæki og stofnanir tekið þátt í styrkveit- ingunni frá upphafi." - Hvert er markmiðið með þessum styrkveitingum? „Að efla rannsóknatengt fram- haldsnám með aukinni samvinnu í íslensku atvinnulífi milli fyrir- tækja, stofnana og háskóla. Fyr- irtæki og stofnanir skilgreina fyriríram þau rannsóknarsvið sem til greina kemur að styrkja og geta þannig unnið markvisst að uppbyggingu innri þekkingar á sviðum sem þau telja mikil- væg.“ Anne Marie segir að nemend- ur fái tækifæri til að tengjast at- vinnulífinu í gegnum námið. „Slík tengsl geta orðið nemendum og fyrirtækjum verðmæt í framtíð- inni. Ætla má að rannsóknir há- skóla eflist með aukinni þátttöku fyrirtækja og stofnana í fjár- mögnun þeirra. Aukið samstarf milli stofnana, fyrirtækja og há- skóla er æskilegt og ef rétt er staðið að málum, er það til góðs fyrir alla sem að því standa.“ Hún segir að menntamálaráð- herra hafi sýnt þessu nýja styrkjaformi áhuga og á fjárlög- um ríkissjóðs fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir hækkun framlags tii Rannsóknanámssjóðs. Öll fyr- irtæki og allar stofnanir sem stunda rannsóknir að einhverju leyti geta verið þátttakendur. - Hvaða hag hafa fyrirtæki af þátttöku? „Kostimir era ýmsir. Mörg fyrirtæki hafa þegar notfært sér þekkingu háskólanemenda við úrlausn rannsóknarverkefna og gerð útttekta, án þess þó að nem- endur hafi þurft að gera ná- kvæma rannsóknaráætlun fyrir- fram. Fyrirtæki sem auglýsa F.S.-styrki fá aðstoð Rannsókna- námssjóðs við að velja nemendur út frá faglegum viðmiðum. Um- sóknir um F.S.-styrki fara í sama faglega matsferli og aðrar um- sóknir til Rannsóknanámssjóðs. Þær kröfur sem há- skólar gera til rann- sóknarverkefna, sem era hluti af meistara- eða dokt- orsnámi, ættu á sama hátt að tryggja gæði verk- efna eftir að styrkurinn hefur verið veittur." Anne Marie segir algengt að verkefnið sé að ein- hverju leyti unnið hjá fyrirtæki eða stofnun og að starfsmaður þar taki þátt í að leiðbeina nem- andanum. „Einn leiðbeinanda hans þarf að vera starfsmaður við háskóla og bera ábyrgð á að rannsóknarvinna nemandans standist gæðakröfur viðkomandi háskóla. Þannig þurfa starfs- menn háskóla og starfsmenn fyr- irtækis eða stofnunar að vinna saman að því að leiðbeina nem- Anne Marie Haga ►Anne Marie Haga fæddist í Bergen í Noregi árið 1967 og fluttist hingað til lands árið 1995. Hun lauk þverfaglegu meistaranámi í félagsvfsindum frá háskólanum í Tromso árið 1996. Anne Marie hóf störf hjá Rannsóknarráði Islands árið 1997. en hefur áður starfað m.a. hjá rannsóknastofnuninni NORUT í Tromso. Eiginmaður hennar er Snorri Rúnar Pálmason, deild- arstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu og eiga þau einn son. andanum." Anne Marie segir vonir bundn- ar við að slíkt samstarf geti myndað tengsl milli fyrirtækja og háskóla sem muni nýtast báð- um aðilum í framtíðinni. - Um hve marga styrki er að ræða að þessu sinni? „Reynt er að fá fyrirtæki og stofnanir á sem flestum sviðum til liðs við Rannsóknanámssjóð hverju sinni. I þetta skipti eru níu þátttakendur sem bjóða tíu styrki. Umsóknir geta verið á ýmsum sviðum s.s. sagnfræði, mannfræði, félagsfræði, stjóm- málafræði, sálfræði, viðskipta- og hagfræði, veðurfræði og verk- fræði. Styrkimir sem í boði era nú ná bæði til grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Verkefn- in geta t.d. fjallað um ljósmyndir, áhrif landslags á veður, atvinnu- þróun, einkaleyfi, skógrækt, til- færslu geislavirkra efna í íslensk- um vistkerfum og notkun á geisl- um í læknisfræði." Anne Marie bendir á að fjöl- breytnin sé mikil en bætir við að gaman hefði verið að fá fleiri fyr- irtæki til samstarfs, t.d. innan heilbrigðisgeirans. - Hverjir geta sótt um styrk? „Allir nemendur sem skráðir era í meistara- og dokt- orsnám geta sótt um styrk að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um lengd rannsókn- arverkefnis og lág- markstengsl við ísland. Rann- sóknarverkefnið þarf ennfremur að falla undir eitt af þeim sviðum sem skilgreind eru í auglýsingu hverju sinni. Nemendur og leið- beinendur senda inn sameigin- lega umsókn um styrk, þar sem fram kemur hvaða fyrirtæki eða stofnun umsóknin beinist að.“ Umsóknareyðublað og leið- beiningai- fyrir umsækjendur er að finna á heimasíðu RANNIS (http-y/vvww.ranni.s.is) og frekari upplýsingar um styrkina fást hjá RANNÍS. Rannsóknatengt framhaldsnám eflt með aukinni samvinnu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.