Morgunblaðið - 11.02.1999, Page 1

Morgunblaðið - 11.02.1999, Page 1
34. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kosovo-viðræðurnar í Frakklandi Aukin spenna eftir yfirlýs- ingu Milosevics Yfh'lýsing Milosevies í gær þótti gefa til kynna að Júgóslavíuforseti væri allt annað en tilbúinn að sætt- ast á málamiðlun um framtíð Kosovo. Hafði samninganefnd Serba áður boðist til þess að hitta sendi- nefnd Kosovo-Aibana augliti til auglitis. Sögðu heimildarmenn Reuters hins vegar að tilboðið fæli í sér þann fyrirvara að Kosovo-Alban- ar hétu því að verða áfram hluti af Júgóslavíu, og munu Kosovo-Alban- arnir því hafa hafnað boðinu. Serbum og Kosovo-AIbönum var einungis gefinn tveggja vikna frest- ur til að semja um frið. Eiga þeir yfir höfði sér hernaðaríhlutun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) ella. NATO-sveitir ekki reiðubúnar á tilsettum tíma? Prönsk stjórnvöld hafa boðist til að leggja til fimm þúsund hermenn í fyrirhugaðar hersveitir sem fá munu það verkefni að standa vörð um frið í Kosovo, náist á annað borð samning- ar um frið. Hugmyndin er að allt að 30.000 heimenn, að mestu frá Bret- landi, Frakklandi og Þýskalandi, verði í hersveitunum, ög sögðu tals- menn NATO í gær að unnið væri að því dag og nótt að undirbúa flutning þeirra til Kosovo. Samkvæmt heimildum vefútgáfu norska blaðsins Aftenposten úr höf- uðstöðvum NATO mun þó ekki vera útlit fyrir að hersveitirnar verði til- búnar að taka sér stöðu í Kosovo fyrr en í fyrsta lagi um komandi mánaðamót. Rambouillet, Belgrad, París, Brussel. Reuters. SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, jók í gær spennuna í Kosovo-friðarviðræðunum í Ram- bouillet í Frakklandi er hann lýsti þvi yfir að niðurstöður viðræðnanna yrðu skilyrðislaust að fela í sér að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu. Var jafnframt tilkynnt í gær að Milan Milutinovic, forseti Serbíu, myndi koma til Rambouillet í dag, til fundar við serbnesku sendinefndina. Mun Milutinovic að öllum líkindum einnig hitta þá Robin Cook, utanríkisráð- herra Bretlands, og Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, sem haft hafa yfirumsjón méð viðræðunum, fyrír hönd Tengslahópsins svokallaða. BILL Clinton fær að heyra nið- urstöðu réttarhaldsins yfir sér í dag eða á morgun. Clinton-réttarhöldin Minni stuðn- ingur við sakfellingu Washington. Reuters. STUÐNINGUR meðal öldunga- deildarþingmanna repúblikana við að sakfella Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, og svipta hann emb- ætti virtist í gær vera óðum að skreppa saman. Öldungadeildin, sem gegnir hlutverki kviðdóms í réttar- haldinu, hélt í gær bak við luktar dyr áfram lokaumræðu um hvernig mál- inu skuli lykta. Þrír þingmenn repúblikana lýstu því yfir í gær að þeir myndu hafna báðum ákæruatriðum - um mein- særi og að forsetinn hefði hindrað framgang réttvísinnar - en atkvæði verða greidd um þau í dag eða á morgun, föstudag. Til þess að sakfella Clinton yrðu allir 55 þingmenn repúblikana og að minnsta kosti 12 demókratar að greiða atkvæði með því. Eftir að repúblikanarnir James Jeffords, Ar- len Specter og John Chafee lýstu því yfir í gær að þeir væru staðráðnir í að hafna báðum ákæruatriðunum er jafnvel vafasamt hvort einfaldur meirihluti næst fyrir sakfellingu. Jeffords sagði að sex eða sjö repúblikanar myndu hafna báðum ákæruatriðum. Fari stuðningur í deildinni við sakfellingu niður fyrir 50 atkvæði yrði sú niðurstaða áfellis- dómur yfir fulltrúardeildarþing- mönnum repúblikana, sem sóttu málið gegn Clinton. Blair-stjórnin í Bretlandi kynnir róttækar breytingar á velferðarkerfínu Skilyrði fyrir bótum hert Lundúnum. Daily Telegraph. RÍKISSTJÓRN Bretlands lagði í gær fram frumvarp um grundvallar- breytingar á greiðslum atvinnuleys- isbóta og almannatrygginga. í frum- vai-pinu er lagt til að skilyrði fyrir bótagreiðslum verði hert, m.a. með því að þiggjendur atvinnuleysisbóta fari reglulega í viðtal til atvinnuráð- gjafa, ella missi þeir bótarétt. Stjórn Verkamannaflokksins kynnti í haust hugmyndir að gagn- gerum breytingum á velferðarkerf- inu og er frumvarpið nú hið fyrsta sem hún leggur fram í því augna- miði. Ýmsir þingmenn flokksins hafa lýst óánægju sinni með frumvarpið og segjast munu berjast gegn því. Tillagna stjórnarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda hét ríkisstjórnin gagngerum breytingum á velferðarkerfinu er hún komst til valda árið 1997. Alista- ir Darling félagsmálaráðherra kynnti frumvarpið í breska þinginu. Hann segir það fela í sér nýja vel- ferðarhugsun: „Ekki er lengur spurt: Hvað getur ríkið gert fyrir mig? Heldur: Hvernig get ég best hjálpað mér sjálfur?" Væntanlegar lagabreytingar munu hafa mest áhrif á réttindi og kjör einstæðra foreldra, atvinnulausra og þeirra er þiggja ör- orkubætur. Atvinnuráðgjöf skilyrði bóta Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist vilja binda enda á það kerfi sem byggðist á kröfunni um „eitthvað fyrir ekkert“. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að sett verði strangari skilyrði fyrh’ réttindum til bótagreiðslna. Bóta- þegar þurfa framvegis að sækja reglulega viðtöl hjá ráðgjöfum í at- vinnuleit. Mæti fólk ekki til viðtals getur það misst bótarétt sinn. Hin- um nýju reglum er ætlað að spara ríkisútgjöld að andvirði 86 milljarða króna á ári. Áætlað er að um 30.000 þeirra sem rétt eiga á félagslegri að- stoð muni missa réttindi sín strax á fyrsta ári hins nýja fyrirkomulags, og að til langs tíma litið gæti sá fjöldi orðið 170.000 manns. Ýmsir þingmenn Verkamanna- flokksins hafa mótmælt áfomum rík- isstjómarinnar og telja breytingam- ar aðeins miða að því að minnka kostnað í velferðarkerfinu og lítið sé um raunveralegar umbætur í hug- myndum stjórnarinnar. Þessu mót- mæla Tony Blair forsætisráðherra og Darling félagsmálaráðherra, sem leggja áherslu á gildi þess að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn. Þing- mennimir telja frumvai-pið hins veg- ar ganga gegn hugsuninni sem liggur að baki almannatryggingum og til grandvallar breska velferðarkerfinu. Aðrh' hafa hins vegar bent á að frumvarp stjórnarinnai' gangi engan veginn eins langt og hún hafði áður gefið til kynna, og segja margir að stjórnin hafi einfaldlega skirrst við að taka þær erfiðu ákvarðanir sem nauðsynlegar væru. Reuters BJÖRGUNARMENN leita í rústum húsa sem eyðilögðust í þorpinu Le Tour í frönsku Ölpunum í fyrradag. Tíu l£k fundin eftir snjóflóð í Ölpunum Von dvínar um björgun fólks Chamonix. Reuters. AÐ MINNSTA kosti tíu manns fór- ust í snjóflóðum sem féllu á þorpin Le Tour og Montroe í frönsku Ölp- unum í fyrradag og björgunarsveitir mokuðu í gær mörgum tonnum af snjó af rústum húsa sem eyðilögðust. Snjóþykktin í flóðunum var um sex metrar, en þetta eru mestu snjóflóð sem sögur fara af á þessu svæði. Tala látinna í þorpunum var enn á reiki í gær, tæpum sólai'hring eftir að flóðin féllu. Á skrifstofu bæjar- stjórans í Chamonix, vinsælum skiðastað nálægt þorpunum, fengust þær upplýsingar að tíu lík hefðu fundist og að minnsta kosti tveggja væri enn saknað. Lögreglan á staðn- um sagði hins vegar að tólf hefðu farist og tók fram að sú tala næði til þeirra sem var saknað. Greint var frá því, að tólf ára drengur hefði fundist á lífi í gærmorgun, en for- eldrar hans fórust. Nýsjálenskur ferðamaður varð einnig fyrir snjóflóði í brekku í grennd við þorpin í gær og var hann talinn af. Snjóflóðahætta á stóru svæði Snjó hefur kyngt niður í frönsku Ölpunum síðustu daga og óttast er að fleiri snjóflóð falli. Mikið fann- fergi er einnig í nágrannaríkjunum og yfirvöld í Sviss og Austurríki hafa vai'að við snjóflóðum. Þúsundir ferðamanna hafa verið veðurtepptar á nokkrum skíðastöð- um í Austurríki frá því á laugardag og herflugvélar fluttu í gær matvæli á einn þeirra, Galtuer. ■ Húsin splundruðust/24 Bresk hí- býli sögð lykta verst London. Reuters. BRETAR búa á verst þefjandi heimilum Evrópu ef marka má nýja könnun bandarískra hreinlætisvöruframleiðenda. Könnunin leiddi í ljós að á fleiri breskum heimilum era höfð gæludýr en í nokkru öðra Evr- ópulandi og meira er reykt inn- an veggja breskra heimila. Þá eru 98% þeirra teppalögð sem eykur enn á fnykinn. Vorhreingemingar eru að- eins gerðar á öðru hverju heimili á Bretlandseyjum sem er óvenjulágt hlutfall miðað við suðlægari lönd, en á 87% spænskra og 71% ítalskra heimila er haldið í þann góða sið. Hins vegar virðast Bretar vera manna uppteknastir af þefnum; 54% þeirra nota hí- býlalyktareyða á heimilum sín- um. í Þýskalandi er þetta hlutfall 11%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.