Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 13 flokksfélags Akureyrar og er nú formaður kjördæmisráðs flokksins. Hann hefur ritað mikið um skatta- mál fjölskyldunnar og hvernig tekjutenging barnabóta fer með bamafólk. Hann hefur lagt höfuðá- herslu á þessi mál í prófkjörsbarátt- unni. Pétur Bjarnason stefnir á eitt af fjórum efstu sætunum. Hann er nýkjörinn formaður og fram- kvæmdastjóri Fiskifélags Islands, en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda. Pétur hefur m.a. í 12 ár setið í stjórn og varastjórn ÚA, í stjórn Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins og stjórn Ha- frannsóknastofnunar. Hann var fulltrúi Alþýðuflokksins í Tvíhöfða- nefndinni á sínum tíma og hefur verið fulltrúi á flokksþingum. Pét- ur hefur ekki lagt sömu vinnu í prófkjörsbaráttuna og sumir aðrir frambjóðendur. Tvö berjast um sæti Alþýðubandalagsins Örlygur Hnefill hefur undanfarin ár starfað sem lögmaður á Húsavík. Hann hefur lengi starfað með AI- þýðubandalaginu og var í fjórða sæti G-listans í síðustu alþingis- kosningum. Hann stefnir á fyrsta sætið. Ef Örlygur á að eiga mögu- leika á öðru af efstu sætunum þarf hann að fá öflugan stuðning frá Akureyri, enda hefur hann lagt áherslu á að kynna sig þar og opn- aði þar m.a. kosningaskrifstofu. Framboð Kristínar er hins vegar ekki síst borið fram af alþýðubanda- lagsmönnum á Akureyri og það verður að teljast draga úr sigurlík- um Örlygs. Það var hins vegar nauðsynlegt fyrir Alþýðubandalagið í kjördæminu að það sýndi þann styrk að geta boðið fram fleiri en einn frambjóðanda. Kristín Sigursveinsdóttir er iðju- þjálfi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi Alþýðubandalagsins á Akureyri síðustu ár. Hún hefur ver- ið fulltrúi þess í nokkrum nefndum á vegum bæjarins, setið í kjördæm- isráði, stjóm Alþýðubandalagsfé- lags Akureyrar og átt sæti í mið- stjóm Alþýðubandalagsins. Hún óskar eftir stuðningi í 1.-2. sæti list- ans. Hún er yngst frambjóðenda, 36 ára gömul, og treystir ekki síst á stuðning yngri kjósenda. Hún er hins vegar ekki mjög þekkt um allt kjördæmið. Höfuðatriðið hjá henni er að lenda ofar en Örlygur. heilbrigðisráðuneytinu. Hann á án efa talsvert fylgi í kjördæminu, en hann stefnir hins vegar ekki á fyrsta sætið. Jón Sæmundur hefur sagt að eðlilegt sé að báðir A-flokk- amir eigi fulltráa í tveimur efstu sætunum. Með því að bjóða sig fram í annað sætið er hann væntan- lega að segja að hann telji eðlilegt að alþýðubandalagsmaður skipi fyrsta sætið. Það er því ekki svo að hann sé í bandalagi við Kristján. Aðrir frambjóðendur í prófkjör- inu eru Björgvin Þór Þórhallsson, kennari á Blönduósi, sem stefnir á 2.-3. sæti, Pétur Vilhjálmsson, kennari á Hvammstanga, sem stefnir á 3. sætið og Steindór Har- aldsson, hótelstjóri á Skagaströnd, sem stefnir á 3.-4. sæti. Björgvin býður sig fram fyrir Alþýðubanda- lagið, en hann er formaður kjör- dæmisráðs flokksins í kjördæminu. Búast má við að hann fái mikinn stuðning á Blönduósi. Pétur er einnig alþýðubandalagsmaður. Hann hefur -opinberlega lýst yfir stuðningi við Önnu Kristínu. Tals- verðrar óánægju gætir meðal V- Húnvetninga með sinn hlut á fram- boðslistum stærstu flokkanna í kjördæminu eftir prófkjör fram- sóknarmanna, en þar lenti fulltrái þeirra í fimmta sæti. Þetta gæti haft áhrif á niðurstöðu prófkjörs- ins. Steindór býður sig fram fyrir Alþýðuflokkinn, en hann hefur átt sæti á framboðslistum ílokksins í undangengnum kosningum. Engin kvennalistakona býður sig fram í kjördæminu, en þær eiga samt að- ild að Samfylkingunni á Norður- landi vestra. FRÉTTIR Orkulög skilyrða tímabundið framsal á einkaleyfí segir Hreinn Loftsson hrl Gjaldskrá Hitaveitunnar lækk- aði um 12% er notendum fjölgaði Hreinn Magnús Loftsson Gunnarsson MAGNÚS Gunnars- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í Iðnsögu Islands komi fram að unnt hafi verið að lækka gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur um 12% eftir að Kópavogur og Hafnarfjörður tengdust veitunni. Sagði hann ljóst að borgaryfirvöld teldu ekkert athugavert við samning Hita- veitu Reykjavíkur og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði en bæjar- yfirvöld væru þeirrar skoðunar að 30% arðgreiðsla í borgarsjóð samræmdist ekki eðli- legum viðskiptaháttum. Hreinn Loftsson hrl. segir það ekki skipta máli þótt iðnaðarráðherra hafi samþykkt ótímabundið framsal Hafnfirðinga á einkaleyfi til rekstr- ar hitaveitu í bænum. í orkulögum hafi verið sett það skilyrði að það væri tímabundið. Enginn ráðherra gat eða geti breytt því skilyrði en borgarlögmaður hefur hrakið nið- urstöður lögmannsins um að samn- ingur Hitaveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafi verið ólögmæt- ur. Erum þeim greinilega dýrir Magnús Gunnarsson segist hafa átt von á lögfræðiáliti frá Reykja- víkurborg en að sumar skýringar kæmu nokkuð spánskt fyrir sjónir. „Það er greinilegt að við erum þeim mjög dýrir,“ sagði hann og vitnaði í Iðnsögu Islendinga en þar segði m.a.; „Lögð var æð úr neðra Breiðholti í austurhluta Kópavogs árið 1973 og síðan framlengt til Hafnarfjarðar. Framkvæmdum lauk í Kópavogi ári á undan áætlun eða vorið 1975. Þá um sumarið fékk fyrsta húsið í Hafnarfirði vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur og ári síðar var búið að leggja í öll íbúða- hverfi í bænum. Lokið var við þessa stækkun árið 1977. Nú var unnt að lækka gjaldskrá hitaveit- unnar um 12% þar eð rekstrar- kostnaðurinn dreifðist á fleiri en áður. Jafnframt var nýting Reykja- veitu [Mosfellsbæ] fyrr arðbær en ella hefði orðið.“ Viljum eðlilega viðskiptahætti „Nesjavellir komu miklu seinna til,“ sagði Magnús. „Það mætti því snúa þessu við og segja að Nesja- vellir hefðu verið reistir með hita- og rafmagnsveitu vegna þess að veitusvæðið stækkaði og Reykvík- ingar höfðu tækifæri til að selja ná- grönnum sínum vatn.“ Magnús sagði ljóst að borgaryfir- völd litu svo á að ekkert væri at- hugavert við samninginn milli Hita- veitu Reykjavíkur og bæjaryfir- valda í Hafnarfirði en bæjaryfirvöld væni þeirrar skoðunar að hann þarfnaðist endurskoðunar. „Við höf- um aldrei hótað því að kaupa ekki vatn af Hitaveitu Reykjavikur,“ sagði hann. „Við viljum fyrst og fremst að eðlilegir viðskiptahættir séu viðhafðir. Við teljum t.d. að 30% arðgreiðsla á ári í borgarsjóð sam- ræmist ekki eðlilegum viðskipta- háttum. Við erum viðskiptavinir borgarinnar og kaupum mikið af heitu vatni fyrir íbúana og teljum eðlilegt að samningar séu endur- skoðaðir og um þá fjallað.“ Magnús sagði að á næstu dög- um og vikum yrði heimavinnunni haldið áfram. „Eg á von á því að Kópavogur, Garðabær og Bessa- staðahreppur verði samstiga okk- ur í viðræðum við borgina og muni leggja gögn inn í málið þegar að þeim viðræðum kemur,“ sagði hann. Orkulög skilyrða framsal Að mati Hreins Loftssonar hrl. skiptir það ekki máli þótt iðnaðar- ráðheiTa hafi á sínum tíma sam- þykkt fyrir sitt leyti ótímabundið framsal Hafnfirðinga á einkaleyfi vegna hitaveiturekstrar í bænum. „I orkulögum var það skilyrði sett fyrir slíku framsali að það væri tímabundið," sagði hann. „Enginn ráðherra gat eða getur breytt því skilyrði." Hreínn sagðist ekki hafa haldið því fram að rekstur hitaveitu væri meðal skyldubundinna verkefna sveitarstjórna. „Eðli málsins sam- kvæmt er það einfaldlega ekki hægt vegna þess að aðgangur sveitarstjórna að heitu vatni er mismunandi," sagði hann. „Hitt kemur á óvart að borgarlögmaður virðist líta framhjá því að það er meðal skyldubundinna verkefna borgarstjómar samkvæmt lögum að reka hitaveitu í Reykjavík." Sagði hann að þessi skylda borgar- stjórnar næði vissulega ekki til þess að sjá öðrum sveitarfélögum fyrir vatni en það væri gert á grundvelli heimildarákvæða í orku- lögum. „Hitaveita Reykjavíkur verður að sjálfsögðu að fara að þeim lögum, meðal annars að því er varðar gjaldskrá, sem er háð eftirliti iðnaðarráðuneytis," sagði Hreinn. „Um þá gjaldskrá gilda sömu sjónarmið um arðtöku og gilda um önnur fyrirtæki í eigu op- inberra aðila. Hér er um að ræða starfsemi sem nýtur einkaleyfis og allir íbúar bæjarfélagsins eru skikkaðir til að nýta sér þjónust- una. Því gildir ótvírætt að arð- greiðslur í sveitarsjóð til annarra verkefna verða að styðjast við skýra lagaheimild." Frábrugðin þjónustustarfsemi Hreinn bendir á að borgarlög- maður haldi því fram að rekstur hitaveitna sé þjónusta rétt eins og önnur starfsemi einkaréttarlegs eðlis. Það sé ekki rétt að hans mati, hún sé í veigamiklum atriðum frá- brugðin almennri þjónustustarf- semi einkaaðila. „Þar sem hitaveita er framkvæmanleg getur sveitar- stjóm sótt um og fengið einkaleyfi til rekstrar og skikkað alla íbúa sveitarfélagsins til að hafa afnot af henni,“ sagði hann. „Þetta er gert með lagaboði. Um rekstur slíkrar veitu fer því eftir nákvæmlega sömu sjónarmiðum og annarra veitufyrirtækja í eigu sveitarfé- laga. Gjaldskráin þarf að fá stað- festingu ráðherra og um hana og ákvörðun hennar gilda sömu sjón- armið og um gjaldskrár annarra veitufyrirtækja." Sagði hann að borgarlögmaður seildist svo langt í röksemdarfærslu sinni að hann viki þessari staðreynd til hliðar og reyndi að halda því fram að rekst- ur hitaveitu lyti sömu lögmálum, réttindum og skyldum og hvert annað þjónustufyrirtæki. „Ef rekstur hitaveitu er einkaréttar- legs eðlis hvers vegna verður rá- heira að samþykkja gjaldskrána?“ spyr Hreinn. Könnun DV um Samfylkinguna Tæp 60% vilja Jóhönnu sem leiðtoga 58,7% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun, sem DV hefur gert, vilja að Jóhanna Sigurðardóttir verði leiðtogi Samfylkingarinnar. 28,15 nefna Margréti Frímannsdóttur. 54,5% þeirra stuðningsmanna Samfylkingarinnar, sem afstöðu tóku, vilja að Jóhanna verði leiðtogi framboðsins en 28,1% úr þeim hópi nefnir Margréti. 7% stuðningsmanna Samfylkingarinnai- nefndu Össur Skarphéðinsson, 5,3% Rannveigu Guðmundsdóttur, 2,6% Sighvat Björgvinsson, 1,8% Guðmund Árna Stefánsson og 0,8% Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Könnunin var gerð sl. mánudags- kvöld meðal 600 manna og skiptist fjöldinn jafnt milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og milli kynja. --------------------- Frjálslyndi flokkurinn B0XER2 I PAKKA NÆRBUXUR3 í PAKKA TAKTU3 BORGAÐU2 ÓDÝRASTI PAKKINN I KAUPBÆTI Kj ördæmisfelag í Reykjavík ATH. 0PIÐ ALLA VIRKA DAGA 10-20 STOFNFUNDUR kjördæmisfélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík verður haldinn í Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerðinni) í kvöld, fimmtudag. Fundurinn hefst kl. 18 og verður kjörin stjórn kjördæmisfélagsins. Frjálslyndi flokkurinn býður fram lista í öllum kjördæmum fyrir kom- andi alþingiskosningar, segir í fréttatilkynningu. 0G ALLA LAUGARDAGA 10-18 Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731 LAUGAVEGi 18 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.