Morgunblaðið - 11.02.1999, Page 28

Morgunblaðið - 11.02.1999, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fimmta kjörtímabil Assads Borís Jeltsín til vinnu í Kreml, annan daginn í röð Segir lækna gera of mik- ið úr veikindum sínum Moskvu. Reuters. JEVGENÍ Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands, sagðist í gær stað- ráðinn í að tryggja pólitískan og efnahagslegan stöðugleika í landinu en hann átti í gær viðræður við leið- toga dúmunnar, neðri deildar rúss- neska þingsins. Var haft eftir tals- mönnum Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, að hann væri hlynntur hugmyndum Prímakovs. Mun Jeltsín jafnframt hafa sagt varnar- málaráðherra sínum, Igor Sergejev, að leggja fram tillögur um það fyrir maíbyrjun hvernig staðið verði að endurskipulagningu rússneska her- aflans. Prímakov hefur að undanfömu þrýst á Jeltsín að samþykkja höml- ur á forsetavald hans. Vill Prímakov að Jeltsín heiti því að leysa ekki upp þing eða reka ríkisstjóm sína gegn því að dúman samþykki að reyna ekki að velta stjórn forsetans úr sessi og hætta tilraunum sínum til að fá Jeltsín vísað úr embætti. Myndi samkomulag í þessa veru tryggja mjög stöðu Prímakovs en Jeltsín rak tvo forsætisráðherra úr embætti á síðasta ári. Væri það einnig til marks um enn minnkandi áhrif forsetans á gang mála í Rúss- landi. Mikið heilsuleysi hefur gert Jeltsín erfítt um vik og eyddi hann síðast tveimur vikum á sjúkrahúsi í janúar vegna magasárs. Hann dvel- ur nú á hressingarhæli í nágrenni Moskvu en heimsótti Kreml í gær, annan daginn í röð. Virti forsetinn einnig að vettugi ráðleggingar lækna sinna og var viðstaddur útfór Husseins Jórdaníukonungs á mánu- dag. Er talið að hann hafi með för sinni til Jórdaníu viljað sýna að hann hefði enn heilsu til að stjórna. Jeltsín ber sig vel Bar Jeltsín sig vel í gær og sagði förina til Jórdaníu hafa verið gagn- lega. „Ég hitti fjöldann allan af er- lendum þjóðarleiðtogum og ég heilsaði þeim ekki aðeins með handabandi," sagði Jeltsín. „Við reyndum líka að leysa nokkur alvar- leg vandamál." Sagði Jeltsín að ferðalagið hefði sýnt og sannað að læknar hefðu haft óþarflega miklar áhyggjur af heilsu hans. „Ég boðaði læknana á minn fund og spurði þá: Hver hafði svo rétt fyrir sér? Þeir horfðu allir nið- urlútir í gólfið," mun Jeltsín hafa sagt við Prímakov á fundi þeirra í gær. SÝRLENSKIR farandverkamenn í Líbanon hylla Assad forseta sinn fyrir framan kjörstað í Beirút en kosið var um það í gær hvort Hafez al-Assad muni sitja í for- setastóli fimmta kjörtímabil sitt í röð. Forsetinn hefur setið síðan árið 1970 þegar hann rændi völd- um án blóðsúthellinga og batt enda á áralangan ófrið í landinu. Sjöflokka samsteypustjórn Sýr- lands studdi framboð forsetans og hvatti kjósendur til að mæta á ein- hvern hinna 11.000 kjörstaða í Sýrlandi og nágrannaríkinu Líba- non. Fréttaskýrendur telja nær öruggt að yfírgnæfandi meirihluti sýrlenskra kjósenda, sem eru um 9 milljónir talsins, muni greiða Assad atkvæði sitt. Niðurstöður kosninganna sem verða bindandi til næstu sjö ára, verða kunngerð- ar í dag. Landamærastríð Eþíópíu og Erí- treu magnast Addis Ababa. Washington. Reuters. HERSVEITIR Eþíópíu og Erítreu börðust á landamærum ríkjanna í gær, fimmta daginn í röð síðan að vopnuð átök hófust að nýju eftir 8 mánaða vopnahlé. Alþjóðlegur þrýstingur um að fínna friðsamlega Astralía verði lýðveldi ÁSTRALSKI dómsmálaráðherrann tók um liðna helgi undir kröfur þeiira sem vilja að Ástralía verði gerð að lýðveldi. Elísabet Englands- drottning er formlega séð þjóðhöfð- ingi Ástrala en stöðugar kröfur hafa verið að undanförnu um að Ástralía yrði gerð að lýðveldi, og sýndi nýleg skoðanakönnun að meirihluti Ástrala styður hugmyndina. Þeir hafa hins vegar ekki gert upp hug sinn um hvort rétt sé að forseti sé þjóðkjör- inn og hafi umtalsverð völd, eða hvort þing landsins eigi að velja for- setann og að hann verði áhrifalaus þjóðhöfðingi. „Ég er á þeirri skoðun að hvert ein- asta bam í Ástralíu eigi að geta átt sér þann draum að verða þjóðhöfðingi Ástralíu. Engar stjómarskrárbundn- ar hindranir ættu að vera í vegi þess draums," sagði dómsmálaráðherrann Amanda Vanstone. Sagði hún slíkt embætti eiga að vera sameiningar- tákn fyrir áströlsku þjóðina og að staðreyndin væri sú að Englands- drottning væri _ekki lengur samein- ingartákn fyrir Ástrali. lausn á deilunni jókst verulega í gær þegar Bandaríkjaforseti og ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hvöttu grannríkin til að leysa ágreining um legu landamæra með friðsamlegum hætti. í yfírlýsingu Clintons sagði að „ef bardögum linnir ekki verður ógem- ingur að sjá fyrir ómældar efna- hagslegar og mannlegar fórnir þjóðanna". Þá hvatti Clinton stjórn- ir landanna að virða bann á loftárás- ir, sem um hafði samist eftir átökin sl. sumar. Fyrrum þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjastjórnar, Ant- hony Lake, hefur verið á svæðinu að reyna að miðla málum. Ennfrem- ur em fulltrúar öryggisráðs Sa- meinuðu þjóðanna sagðir vera að íhuga nýja ályktun um átökin, þar sem vopnasölubann til hinna stríð- andi fylkinga komi til greina, ef bar- dögum linni ekki. Eþíópía hefur fallist á friðartillög- ur Éiningarsamtaka Afríku (OAU) en Erítreustjóm segir að nánari út- listun þurfi enn á tveimur lykilatrið- um ef fallast ætti á tillögumar. í til- lögunum er Erítreustjóm gert skylt að hverfa frá þeim landamærastöðv- um i Badme-héraði sem þeir hafa náð á vald sitt síðan bardagar brat- ust út. Þar er einnig gert ráð fyrir að landamæri íákjanna verði dregin upp af hlutlausum aðilum og að alþjóð- legt friðargæslulið hafi eftirlit með þeim. Erítreu-stjóm hefur aftekið með öllu að draga herlið sitt til baka og segir að svæðið sem um ræðir sé innan landamæra sinna. Tölvuþjálfun Windows • Word Intemet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466 Reuters Nýir valdhafar segja Slóvakíu á réttri leið Bratislava. Reuters. MIKULAS Dzurinda, forsætisráð- hema Slóvakíu, sagði á mánudag að stjóm sinni hefði á íyrstu 100 dög- unum frá því hún tók við völdum af hinni umdeildu stjóm Vladimirs Meciars tekizt að koma landinu á braut sem stefndi út úr fyrri ein- angran frá umheiminum og efna- hagskreppunni sem henni fylgdi. Walter Rochel, nýr sendiherra framkvæmdastjómar Evrópusam- bandsins (ESB) í Slóvakíu, sagði á þriðjudag að þær pólitísku breyt- ingar sem hefðu átt sér stað í land- inu frá þingkosningunum í septem- ber gætu opnað fyrir möguleikann á að hafnai’ yi'ðu viðræður um inn- göngu þess í ESB. Hvort tveggja ESB og Atlantshafsbandalagið (NATO) höfðu útiiokað Slóvakíu frá þeim hópi ríkja sem kostur var gefinn á að gerast aðilar að þessum tveimur mikilvægustu stofnunum Evrópu þegar ákvörðun var tekin um það árið 1997. Háttsettir stjórnarliðar Meciars ákærðir Slóvakíska rannsóknarlögreglan greindi frá því í síðustu viku, að nokkrir yfirmanna leyniþjónustu landsins - sem gengur undir skammstöfuninni SIS - hefðu skipulagt ránið á syni forseta lýð- veldisins, Michal Kovac, árið 1995. Lögreglan sagði að ennfremur yrði Gustav Krajci, fyrrverandi innanríkisráðherra í ríkisstjórn Vladimirs Meciars, ákærður fyrir misbeitingu valds í öðra tilviki. Ekki var loku fyiir það skotið að Meciar sjálfur ætti von á stefnu í sambandi við annað hvort eða bæði þessi mál. Ránið á Michal Kovac yngri var eitt stærsta póli- tíska hneykslið sem upp hefur komið í rílqum austurblokkar- innar fymærandi og olli mikilli reiði meðal al- mennings í Slóvakíu og áhyggjum er- lendis af ástand- inu í landinu. Umræddir yf- irmenn SIS voru teknir í gæzlu- varðhald, en lögreglan sagðist myndu fara fram á að Ivan Lexa, sem var yfirmaður leyniþjónust- unnar, yrði sviptur þinghelgi. Eftir kosningamar í september gerðist hann staðgengill Meciars í forystu þjóðernissinnaflokks hans. Einnig var búizt við því að þess yrði kraf- izt að Krajci yrði sviptur þinghelgi, en hann er sakaður um misbeit- ingu valds er hann virti hæstarétt- ardóm að vettugi og hindraði þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem fram fór 1996, um aðild að NATO og um þjóðkjör forseta. I ágúst 1995 handsömuðu tveir grímuklæddir menn Kovac yngri og þvinguðu viskíi ofan í hann. Honum voru gefin raflost og hent í farangursrými bifreiðar sem hon- um var ekið í yfir landamærin við Austurríki. Síðan var reynt að láta líta út fyrii’ að forsetasonurinn hefði sett ránið á sjálfum sér á svið, en Kovac forseti og forsætis- ráðherrann Meciar voru heiftúðug- ir pólitískir andstæðingar og reyndi sá síðamefndi og stuðnings- menn hans ýmislegt til að reyna að gera Kovac áhrifalausan. Austur- rískir dómstólar sögðu að líkur bentu til að yfirvöld í Bratislava hefðu staðið á bak við glæpinn. Þegai' slóvakískir rannsóknarlög- reglumenn héldu því sama fram voru þeir umsvifalaust reknii'. Til bjargar orðstír Slóvakiu Áður en Meciar-stjómin hrökkl- aðist frá eftir kosningarnar í fyrra- haust reyndi hún að setja lög sem tryggðu skjólstæðingum hennar sakai-uppgjöf ef efnt yrði til mála- ferla gegn þeim. Nýir valdhafar ógiltu þegai- þessa löggjöf og létu tafarlaust hefja rannsókn á meintri misbeitingu valds og spillingu Meciar-stjórnarinnar. Orðstír Slóvakíu hefur liðið mjög fyrir þá stjómarhætti sem tíðkuð- ust á stjórnarárum Meciars og nýja stjórnin hefur heitið að gera þar rækilega bragarbót á, ekki sízt í þeirri von að geta með því fyrr átt möguleika á að ganga í ESB og NATO eins og nágrannaríkin Tékkland, Pólland og Ungverja- land. „Fyrri ríkisstjórn sýndi hrika- legt ábyrgðarleysi, sem leiddi af sér stöðnun og versnandi aðstæður til framþróunar landsins á öllum sviðum,“ sagði Dzurinda. Vladimir Meciar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.