Morgunblaðið - 11.02.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 33
Útgerðarmanni
svarað
HÉR er fram haldið
frá fyrri grein að
bregðast við skrifum
Magnúsar Kristinsson-
ar, útgerðarmanns í
Vestmannaeyjum í
Mbl. 29. og 30. janúar.
En snúum okkur að
þeim fiskverndarsjón-
armiðum, sem Magnús
heldur greinilega, að
fiskveiðistjórnin bein-
ist að.
Áður en ég segi
nokkuð meira um þetta
mál vil ég árétta það,
sem ég hef ítrekað
sagt í mínum fyrri
skrifum um það, að
einstakar útgerðir hafa af festu og
einlægni, án brasktilhneiginga, nýtt
sér þau færi til hagræðingar, sem
Fiskveiðistjórn
Þessar sölur, segir
Jón Sigurðsson í
síðari grein sinni,
eru blóðtökur fyrir
sj ávarbyggðirnar.
fiskveiðistjórnarkerfið hefur svo
sannarlega gefið þeim færi á. Kerf-
ið er hins vegar að mínu áliti stór-
gallað og margir útgerðarmenn
hafa misnotað það purkunarlaust til
hins ýtrasta. Magnús Kristinsson
getur mín vegna verið einn af góðu
körlunum í þessu tilliti. Það skiptir
raunar engu í þessu sambandi. Hitt
er mikilvægt, að skýr maður eins
og Magnús, eftir því sem ráðið
verður af ívitnuðum greinum, geri
sér ljóst, að einungis sá hluti fisk-
veiðistjórnarinnar, sem er kvóta-
setningin og framkvæmd hennar,
kann að hafa verndað einhvern fisk.
Það hefur að vísu gerst með þeim
undarlega árangri, að flestum fisk-
stofnum hefur hrakað síðan þeir
komust í okkar einkagjörgæslu eft-
ir útfærslu landhelginnar.
Hinn hluti fiskveiðistjórnarinnar,
kvótaúthlutunin, svo stórgölluð sem
hún er, verndar engan fisk. Þvert á
móti sóar hún fiski í stórum stíl og
veldur því m.a., að fiskifræðingar
hafa enga hugmynd um það grund-
vallaratriði, hversu mikið af fiski er
raunverulega drepið úr fiskstofn-
unum við Island. Þorski er fleygt,
smáum sem stórum, smákarfa,
smáýsu o.s.frv. og enginn veit
hversu miklu. Þetta er nú fisk-
vemdin, sem kvótaúthlutunin leiðir
af sér. Ég hef ítrekað gert á síðum
Morgunblaðsins gi'ein fyrir grund-
velli mats míns á stórfelldu brott-
kasti fisks í hafi, sem fyrirkomulag-
ið beinlínis býr til. Ég hef ekki
lengur tölu á þeim sjómönnum og
öðrum kunnugum, sem hringt hafa
til mín vegna þessara skrifa og
segja, að ég sé allt of hófsamur í
mati mínu á brottkastinu. Margir
segja, að Hrólfur Gunnarsson hafi
einmitt rétt fyrir sér í skrifum hans
í Mbl. Síðast í dag, áður en þetta er
skrifað, hringdi í mig grásleppu-
veiðimaður, sem sagði mér í því
símtali, að á síðast liðinni vertíð
hefði hann linnulaust orðið að
fleygja þorski, sem kom í grá-
sleppunetin, meira og minna dauð-
um. Hann endaði með því að hætta
grásleppuveiðunum, af því að hann
gat ekki lengur staðið í öllu þessu
brottkasti af þorski. Hann barnaði
söguna með frásögn af einhverjum
tonnum af ýsukvóta, sem hann átti
og ætlaði að reyna að veiða í ýsu-
net. Á landsfrægri ýsuslóð lagði
hann ýsunetin sín og fékk þar ekk-
ert nema sökkfull net af þorski.
Hann fór að sjálfsögðu allur íyrir
borð. Engu að síður lagði karl sín
net að nýju, en þá fór á sama veg. I
örvæntingu sinni og reiðileysi fór
sjómaðurinn með afla sinn í land og
þar var að sjálfsögðu
fískmarkaðsmaður,
sem ólmur vildi kaupa
fiskinn fýrir 30 þús.
krónur. Um síðir féllst
sjómaðurinn á að selja
fiskinn í stað þess að
fleygja honum í sjóinn,
en eftir tvær vikur
fékk hann bréf frá
Fiskistofu, þar sem
þessar 30 þús. krónur
voru gerðar upptækar
og með fylgdi 50 þús.
króna sekt. Það er til
marks um fáránleika
kerfisins, sem er við
lýði, að Fiskistofu skuli
þannig gert að standa í
því að aga sjómenn til að fleygja
aflanum, sem þeir fá í hafi, en koma
ekki með hann til hafnar.
Ég er öldungis sammála Magn-
úsi Kristinssyni um, að fáránlegt
verðlag á kvóta kemur bankavið-
skiptum einstakra útgerðarfyrir-
tækja hreint ekkert við. Með sama
hætti er það alls óskylt hvort öðru,
hvað er við ríkjandi aðstæður hag-
kvæmt fyrir fyrirtæki Magnúsar,
og hitt hvað er best fyrir þjóðar-
hag. Fyrirtæki Magnúsar er sjálf-
sagt í þeim hópi fyrirtækja, sem
fær mikinn kvóta gefins. Það gefur
honum færi á að kaupa kvóta að
einhverju marki sér til hagsbóta.
Það eru litlu karlarnir víðs vegar
um Iand, sem eiga ekki þessara
sömu kosta völ og það eru þeir,
sem finna sig knúna til að selja.
Það er við þær aðstæður, sem ill-
skástar bjóðast, fjárhagslega hag-
kvæmt bæði fyrir þá og kaupand-
ann, þótt ástæða sé til að efast um
ávinninginn fyrir þjóðarhag, eins
og hér hefur verið margsagt. Þess-
ar sölur eru blóðtökur fyrir sjávar-
byggðirnar, sem menn selja sig frá
og það eru þær, sem hljóðlega
dragast upp. Þar er það, sem hinn
þjóðhagslegi skaði skeður. Ljóst
er af skrifum Magnúsar, að hann
lítur þessa þróun öðrum augum en
ég, en röksamhengi þeirrar niður-
stöðu hans hef ég ekki fundið. Mér
finnst rétt, að hann kynni sér bæði
niðurstöður rannsókna Félagsvís-
indastofnunar og prófessors Seott
frá Vancouver í Kanada, sérstaks
ráðgjafa sjávarútvegsráðherra
(sem hann kýs raunar að taka ekk-
ert mark á), áður en hann fer að
úttala sig frekar um þetta efni.
Mér finnst þessi þróun koma
Magnúsi Kristinssyni við eins og
öllum öðrum Islendingum. Þessa
þróun vill LIU alls ekki skilja eða
ræða. Og þú heldur ekki ríkis-
stjórnarflokkarnir. Þar eru per-
sónulegir hagsmunir forystu-
manna Framsóknarflokksins
þungir á metunum. Ráðandi öfl
innan Sjálfstæðisflokksins þjóna
sömu hagsmunum. Nei. Hinir stór-
gölluðu hlutar fiskveiðistjórnar-
innar hafa ekkert með hagkvæmni
eða fiskvernd að gera, eins og
Magnús Kristinsson heldur. Þar
ráða persónulegir og pólitískir
hagsmunir innan stjórnarflokk-
anna för og fyrir þá virðist öllu
fórnandi, þar á meðal sjávar-
byggðunum, sem sumar hverjar
eru þegar komnar á hnén.
Höfundur er fyrrverandi
fnun k væm das tj óri.
Á fermingaborðið
BorðddKaúrvalið
er hjá okkur
Uppsetningabúðin
Hverfisgðtu 74, sfmi 552 5270.
Jón
Sigurðsson
Eg er táknmálstúlkur
Á SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ
heyrnariausra og heyrnarskertra
er rekin túlkaþjónusta sem sinnir
þörfum heyrnarlausra, heyrnar-
skertra og daufblindra einstak-
linga. Þessir einstaklingar þurfa
ýmist táknmálstúlk, rittúlk eða
daufblindratúlk. Störf þessara
túlka eru að mörgu leyti svipuð, en
þó ekki að öllu leyti. Það sem þessir
túlkar eiga sameiginlegt, og reynd-
ar allir túlkar, er það að samskipti
ganga best ef ekki er tekið sérstak-
lega eftir túlkinum. Túlkurinn er
mannlegt tæki til að auðvelda sam-
skipti tveggja eða fleiri einstak-
linga sem eiga ekki sameiginlegt
mál eða tjáningarform.
Táknmálstúlkar eru ný stétt,
sem varð að mestu leyti til upp úr
táknmálstúlkanámi við Háskóla ís-
lands. Það er ekki nema rúmlega
eitt ár síðan fyi-stu túlkarnir voru
útskrifaðir, eftir þriggja og hálfs
árs nám við Háskólann. Námið er
bæði bóklegt og verklegt og var
byggt upp eftir norrænum og
bandarískum fyririnyndum en
kennt við heimspekideild Háskóla
Islands.
Oft er það svo að túlkurinn og sá
heyrnarlausi eru að hittast í fyrsta
sinn þegar túlkunin á sér stað.
Túlkurinn er ekki mættur á staðinn
til að svara spurningum um við-
komandi einstakling, heldur að
gera þeim heyrandi og þeim heyrn-
arlausa kleift að tala saman án þess
að misskilningur komi upp. Túlkur-
inn er ekki til þess að útskýra eitt
eða neitt fyrir hinum heyrnarlausa,
heldur til að túlka útskýringar við-
mælandans. Ef útskýringar við-
mælandans era ekki nægilega
skýrar lætur viðtakandi upplýsing-
anna vita.
Til að forðast að valda misskiln-
ingi þegar talað er í
gegnum túlk á ekki að
biðja túlkinn að segja
hinum heyrnarlausa
þetta eða hitt. Ef það
er gert túlkar túlkur-
inn það, í þriðju per-
sónu, sem veldur því
að misskilningur getur
komið upp. Sá heyrn-
arlausi fer að velta fyr-
ir sér hver þessi
HANN sé sem viðmæl-
andinn er alltaf að tala
um að vísa til.
Vert er að vekja at-
hygli á því að ALLT
sem fram fer er túlkað.
Eina leiðin til að forð-
ast að upplýsingar fari áfram til
þess sem túlkað er fyrir er að halda
þeim fyrir sjálfan sig, ekki fyrir sig
Táknmál
Túlkar eru notaðir í
samskiptum í öllu er
varðar daglegt líf, segir
Árný Guðmundsdóttir,
allt frá vöggu til grafar.
og túlkinn, því hann túlkar allt, sem
geymir ekki upplýsingar. Túlkur-
inn bíður ekki með að segja þeim
heyrnarlausa eitthvað þangað til
seinna. Allt er túlkað á staðnum,
samtímis.
Samskipti í gegnum túlk ganga
best fyrir sig þegar túlkur er ekki
dreginn inn í aðstæður með því að
talað sé beint við hann á einhvern
hátt. Þegar túlkur notar rödd sína
er það í rauninni röda hins heyrn-
arlausa, því túlkurinn
er á vissan hátt eyru
og rödd þess aðila.
Túlkurinn talar í stað
þess sem hann túlkar
fyrir, í fyrstu persónu,
hann er rödd hins
heyrnarlausa og tjáir á
táknmáli það sem hinn
heyrandi segir.
Túlkar eru notaðir í
samskiptum í öllu því
sem varðar daglegt líf,
allt frá vöggu til graf-
ar. Þeir fagaðilar sem
oftast nota túlkaþjón-
ustu Samskiptamið-
stöðvar eru starfsfólk í
skólakerfinu, starfsfólk
í heilbrigðiskerfinu, lögfræðingar,
lögregluþjónar, starfsfólk í bönk-
um, prestar og margir fleiri.
Túlkar eru bundnir fullum trún-
aði í öllu sínu starfi, eins og aðrar
fagstéttir, sem sinna svipuðum
störfum.
Túlkanotendur eru ekki bara
heyrnarlaust fólk, heldur að sjálf-
sögðu einnig heyrandi, sem hvorir
tveggja vilja að samskiptin geti
gengið snurðulaust fyrir sig. Þegar
túlka á fundi eða aðra stóra atburði
er nauðsynlegt að koma öllu því
efni sem til er til túlksins. Túlkur-
inn vinnur sína vinnu best ef hann
hefur fengið tækifæri til þess að
undirbúa sig vel. Mikilvægt er að
allir átti sig á því að samskipti í
gegnum túlk ganga best fyrir sig
þegar allir eru meðvitaðir um
ábyrgð sína til þess að samskiptin
geti farið vel fram, stöðu og starfs-
svið túlksins.
Höfundur er deildurstjóri
tiilkþjónustu Snmskiplnmióstöóvnr
heymarlausra og heyrnnrskertr:i.
Árný
Guðmundsdóttir