Morgunblaðið - 11.02.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 11.02.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 35 UMRÆÐAN ^ Sérlög um Háskóla Islands - hverju náðu studentar fram? Katrín Katrfn Jakobsdóttir Júlíusdóttir SÍÐASTLIÐIÐ vor hófst vinna í háskóla- ráði Háskóla íslands við sérlög um Háskól- ann út frá nýrri rammalöggjöf um há- skólastigið. Alls fékk háskólaráð þrenn frumvarpsdrög til um- sagnar. Lauk vinnunni í nóvember og sendi háskólaráð þá menntamálaráðherra umsögn um frumvarp- ið. Fulltrúar Röskvu í háskólaráði lögðu sinn skerf til þessarar vinnu og lögðu fram mikilvægar breyting- artillögur sem stuðla að auknum réttindum og bættum hag stúd- enta. Röskva hafnar skólagjöldum Eitt mikilvægasta baráttumál stúdenta við sérlagavinnuna var að hindra upptöku skólagjalda. I upp- haflegum frumvarpsdrögum var gert ráð fyrir að Háskóla Islands væri heimilt að innheimta skóla- gjöld. Háskólaráðsfulltrúar Röskvu mótmæltu þessu kröftug- lega. Heimildin var því felld út en í þriðju drögum var enn í frumvarp- inu heimild til að innheimta gjöld fyrir nám á meistara- og doktors- stigi. Fulltrúar Röskvu mótmæltu henni einnig á þeirri forsendu að Háskóli íslands hefði verið sam- eign íslensku þjóðarinnar allt frá stofnun. Með því að innheimta skólagjöld á framhaldsstigi væri verið að mismuna stúdentum og stíga fyrsta skrefið í þá átt að af- nema jafnrétti til náms í íslensku samfélagi. Háskóla íslands væri einnig skylt að standa fyrir víðtæku akademísku námi og gæti ekki tek- ið þá áhættu að lögmál markaðar- ins færu að ráða námsframboði við skólann. Þá missti hann sjónar á æðsta takmarki sérhverrar akademískrar stofnunar, þekking- arleitinni. Háskólaráð féllst á rök stúdenta og samþykkti að leggja til að heimild fyrir upptöku skóla- gjalda yrði felld út úr frumvarps- drögunum. Röskva vill Iýðræðisleg vinnubrögð Fulltrúar Röskvu lögðu einnig ríka áherslu á að skipan háskóla- ráðs tryggði sjálfstæði Háskólans og lýðræðisleg vinnubrögð. I upp- haflegum drögum áttu stúdentar aðeins að eiga þar einn fulltrúa af tíu. Fulltrúar stúdenta, sem nú eru fjórir af átján, brugðust hart við. Háskólaráð samþykkti því snemma í sérlagavinnunni að stúdentar fengju tvo fulltrúa af tíu. í upphaf- legum drögum var ennfremur gert ráð fyrir ráðgjafarsamkundu innan Háskólans, háskólafundi. Áttu stúdentar að vera einn tíundi hluti samkomunnar. Fulltrúar Röskvu mótmæltu þessu og bentu á að stúdentar eru langfjölmennasti hópur háskólasamfélagsins. Há- skólaráð samþykkti að stúdentar yrðu einn sjötta fundarmanna. I frumvarpsdrögunum var enn- fremur gert ráð fyrir að „þjóðlífíð" ætti tvo fulltrúa í tíu manna há- Háskólanám Það er von háskóla- ráðsfulltrúa Röskvu, segja Katrín Jakobs- dóttir og Katrín Júiíus- dóttir, að Alþingi muni taka tillit til óska há- skólasamfélagsins og taka mark á breyting- artillögum háskólaráðs. skólaráði. Var gert ráð fyrir því að menntamálaráðheri’a skipaði þessa fulltrúa án tilnefningar. Fulltrúar Röskvu gagnrýndu þessa tilhögun og töldu að slíkir þjóðlífsfulltrúar ættu ekki að vera valdir af hinu pólitísku valdi. Því lögðu fulltrúar Röskvu til að þjóðlífsfulltrúamir yrðu tilnefndir af Hollvinasamtök- um Háskóla Islands, þverpólitísk- um samtökum sem bera hag Há- skólans fyrir brjósti. Sú tilnefning yrði síðan staðfest af Alþingi og þá gæti menntamálaráðherra skipað fulltrúana. Háskólaráð samþykkti að leggja til þessa breytingartil- lögu. I upphaflegum frumvarpsdrög- um voi-u skilgreindar nákvæmar leiðir til fjöldatakmarkana við Há- skólann. Þar á meðal voru tilgreind inntökupróf, kröfur um lágmarks- árangur á stúdentsprófi og fleira í þeim dúr. Háskólaráðsfulltrúar Röskvu lögðust gegn þessum inn- tökuskilyrðum. Fulltniar Röskvu viðurkenndu þörfina á að takmarka fjölda stúdenta í ákveðnum náms- greinum sökum aðstöðuleysis. Hins vegar töldu þeir rangt að taka upp inntökupróf eða krefjast hárra einkunna á stúdentsprófi. Rann- sóknir í nágrannalöndum okkar sýna að slíkt mat veitir vísbend- ingu um hvernig viðkomandi náms- maður mun standa sig á fyrstu önn háskólanáms en síður um hvemig hann stendur sig í fræðilegu námi til lengdar. Háskólaráð féllst á þessar röksemdir. Röskva boðar byltingu í kennslu- og réttindamálum Fulltrúar Röskvu lögðu til að deildum yrði gert skylt að semja sérreglur um kennslu og kennslu- hætti. Hingað til hafa engar slíkar reglur verið til í Háskóla Islands. Kennarar hafa því haft fullkomið frelsi til að koma með námsáætlan- ir seint á hverri önn og breyta námsmati á miðjum vetri ef þeim hefur sýnst svo. Háskólaráð tók vel í þessar tillögur stúdenta. Var sam- þykkt að leggja til að þessu atriði yrði bætt inn í frumvarpið. Hér er mikið réttindamál stúdenta í höfn. Hingað til hafa kennarar ekki þurft að fylgja neinum reglum og því hefur ekki verið hægt að kvarta yf- ir kennsluháttum þeirra. í tengslum við þessa tillögu lögðu fulltrúar Röskvu til að sett yrði á laggimar hlutlaus kæra- nefnd við Háskóla íslands. Stúd- entar sem teldu að brotið hefði ver- ið á rétti sínum gætu skotið málum sínum til þessarar nefndar. í frum- varpsdrögunum var gert ráð fyrir einni kærunefnd fyrir allt háskóla- stigið. Fulltrúar Röskvu töldu hins vegar nauðsynlegt að slík nefnd væri innan Háskólans. Ef sama nefnd á að starfa fyrir allt háskóla- stigið er hætt við að hún yrði svifa- sein. Mun skilvirkara er að sér- nefnd sjái um öll slík kærumál í Háskóla íslands. Háskólaráð féllst á þessa tillögu stúdenta. Að lokum lögðu fulltrúar Röskvu til að staða Stúdentaráðs yrði tryggð í hinum nýju lögum. Frá 1920 hefur Stúdentaráð verið lýð- ræðislega kjörin fulltrúasamkunda stúdenta. Það er nauðsynlegt að lagaleg staða þess sé skýr til þess að það geti haldið uppi öflugri hagsmunabaráttu fyrir alla stúd- enta. Háskólaráð samþykkti tillögu þessa efnis einróma. Framvarp til sérlaga um Há- skóla Islands verður væntanlega lagt fyrir Alþingi á næstu vikum eða mánuðum. Þær breytingartil- lögur við framvarpið sem háskóla- ráð leggur fram byggjast á mikilli vinnu og ígrundun þar sem kostir og gallar framvarpsins hafa verið vandlega vegnir og metnir. Það er von háskólaráðsfulltrúa Röskvu að Alþingi muni taka tillit til óska há- skólasamfélagsins og taka mark á breytingartillögum háskólaráðs. Markmið Háskólans og Alþingis hljóta að vera ein og söm í þessum málum og miða að því að bæta há- skólasamfélagið enn frekar. Höfundar sitjn i háskólardði fyrir Röskvu. mbl.is Að gera verðmæti úr þekkingu ÍSLAND þróast nú ört í áttina að þekking- arþjóðfélagi. Náttúra- legar auðlindir, sem verið hafa undirstaða efnahagskerfisins, hafa fengið við hlið sér þekkinguna sem aðra meginauðlind. Þekk- ingarnáma vex við að af henni er tekið. Grundvöllur slíkrar „námavinnslu“ er ís- lenskt rannsókna- og menntakerfi, öflug þekkingarfyrirtæki, fjármálamarkaður og alþjóðleg viðmið. Und- anfarin misseri höfum við orðið vitni að glæsilegum land- vinningum þekkingarfyrirtækja: Islensk erfðagreining, Hugvit, Marel, Flaga, Oz o.m.fl. Framlag fyrirtækja til rannsókna og þróun- ar hefur stækkað stórlega á síðustu áram og framlag íslenska þjóðar- búsins til rannsókna og þróunar er nú að ná meðaltali OECD ríkjanna og sýnir einn mesta vöxt sem nú mælist. Stjórnvöld skynja þessi tímamót. Þau skilja hlutverk rann- sóknasjóða sem stoðtækis nýsköp- unar; sem útsæðis sem hrífur með sér vöxt uppskerunnar. Þannig hef- ur ríkisstjórnin að tillögu mennta- málaráðhen’a samþykkt fjárveit- ingar til markáætlunar RANNIS sem auka mun ríkisframlagið um fjórðung á næstu árum. Á þessum tímamót- um er mikilvægt fyrir rannsóknasamfélagið að huga að verja þekk- inguna þannig að hún komi að sem mestu efnahagslegu gagni. Einkafjármagn sem nú býðst til þess að efla nýsköpun er mik- ilvæg viðbót við það fjármagn sem fyrir er. Einkafjárfestum bjóð- ast aðallega tvær leiðir til verndunar fjárfest- ingar sinnar í þekk- ingu. Annars vegar sérleyfi, þar sem að- gangur að þekkingar- uppsprettu er tryggður fyrirfram með verndarmúr, án þess að sér- stök vísindaleg uppgötvun sé að Rannsóknir Framlag fyrirtækja til rannsókna og þróunar, segir Þorsteinn I. Sigússon, hefur stækkað stórlega. baki. Um þau mál ríkja mjög mis- munandi viðhorf í rannsóknasam- félaginu og þá helst fundið sér- Þorsteinn I. Sigfússon leyfiskerfinu til varnar að án sér- leyfa fáist ekki eigendur einkafjár- magns til þess að fjárfesta í þekk- ingu, t.d. á erfðaauðlindum lands og þjóðar. Þau rök era að sumu leyti sterk og geta verið ein ástæða þess fórnarkostnaðar sem lagt er í við einkafjármögnun þekkingar. Hin leiðin og óumdeildari er sú sem byggist á einkaleyfi á grand- velli uppgötvunar og hugverks. Þessi leið er alþjóðlega óumdeild og felur í sjálfu sér viðurkenningu á óskorðuðum rétti framkvöðuls hugmyndar eða aðferðar. Þessi leið hefur styrkt stóra alþjóðlegu þekk- ingarfyrirtækin í sessi og er ein meginaðferð þeirra til verndunar sinnar þekkingar. Einkaleyfið hef- ur sterka lagalega stoð gagnvart m.a. sérleyfi. Þegar íslenska rann- sóknakerfið er skoðað kemur í ljós að við höfum verið eftirbátar í öfl- un einkaleyfa- og hugverkavernd- ar. Rannsóknarráð Islands vill beita sér sérstaklega til að efla þennan þátt í íslensku samfélagi. Hugmyndin er að veita sérstaka styrki til undirbúnings einkaleyfa og kynna aðferðafræði og mögu- leika . Samvinna hefur tekist með RANNÍS, Einkaleyfastofunni og Nýsköpunarsjóði um sérstakt átak til þess að vinna að framgangi þessa málafiokks. Takmark RANNÍS er að gera verndun þekkingar og hugverka með einkaleyfum að miklu öflugri þætti í grandvelli þekkingarfyrir- tækja en áður hefur verið hér á landi. Ekki væri úr vegi að setja sér það markmið að fjöldi einka- leyfa á Islandi tvöfaldaðist á ári hverju næstu þrjú árin og verði samþærilegur við alþjóðleg viðmið. Þannig telur RANNÍS að réttur vísindamanna í þekkingarþjóðfé- laginu verði best varinn og tryggð- ur. Höfundur er formaður RANNÍS. Noregur BEINT FLUG TIL ÞRÁNDHEIMS í NOREGI Nú býðst einstakt tækifæri á að fljúga beint til ÞRÁNDHEIMS. Vikuferð frá 25. júní -2. júlí. Dagflug, brottför frá Keflavík 25. júní. kl. 9:00 Komið til baka 2. júlí. kl. 15:00 Flogið verður með Boeing- þotu íslandsflugs Lillehammer Flugverð 25.900,- ef greitt er fyrir 31. mars Barnaafsláttur 4.000,- Flugvallargjöld kr. 3.660,- eru ekki innifalin [ veröi. Upplýsingar hjá Ferðamiðstöð Austurlands FAL FERÐASKRIFSTOFA Stangarhyl 3a, sími 587 1919.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.