Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
••
Orn Sigurðsson arkitekt um nýjan
flugvöll í Skerjafírði
Engar uppfyll-
ingar meðfram
strandlengj unni
ORN Sigurðsson, arkitekt og einn
stofnenda samtaka um betri byggð,
segir að tillögur um að flytja Reykja-
víkurflugvöll út á Skeijafjörð feli
ekki í sér uppfyllingar meðfram
strandlengju fjarðarins. Minnsta
fjarlægð uppfyllingar sé um kíló-
metra frá ströndinni og þessar fram-
kvæmdii- snerti strandlengjuna ein-
ungis á einum stað á móts við Suður-
götu við vesturenda núverandi aust-
ur-vestur flugbrautarinnar.
I Morgunblaðinu í gær var rætt
við Ólaf K. Nielsen fuglafræðing um
hugmyndir um færslu flugvallarins
og uppfyllingar á Skerjafirði og áhrif
þess á lífríkið.
Öm sagði að búið væri að bjóða út
framkvæmdir við endurnýjun flug-
vallarins og þar myndi eiga sér stað
einhver mesta jarðvegstilfærsla í Is-
landssögunni. Mýrinni yrði mokað
burt undan brautunum og skipt um
jarðveg og þar yrði að gera cinhverj-
ar ráðstafanir varðandi vatnsbúskap
Tjamarinnai'. Ef farið yrði í að
byggja þarna miðborgarbyggð þá
þyrfti líka að skipta um jarðveg, en
þá yrði vatnsbúskapur og vemd
Tjarnar og umhverfís gmndvallar-
viðmið í öllum framkvæmdum. Slík
byggð færi miklu betur saman við
fuglalif en flugvallarstarfsemi.
Gerð af mannahöndum
Örn sagði að það gleymdist líka
að ströndin við Ægisíðu og Foss-
voginn væri gerð af mannahöndum
og væri mjög nýleg framkvæmd og
fuglalíf hefði lagað sig mætavel að
því. Það væri vel þekkt víða um land
að fuglar löguðu sig að aðstæðum
þótt hróflað hefði verið við strand-
lengju. Hins vegar væri hægt að
gera miklu betur við fuglana en gert
hefði verið við framkvæmdir á Ægi-
síðunni. Ef hreyft væri við strönd-
inni aftur væri hægt að taka tillit til
fuglanna með því til dæmis að
byggja nes og voga.
Örn bætti því við að ef menn skoð-
uðu hugmyndir um flugvöllinn eins
og hann væri settur út á Löngusker,
þá myndaði hann tvær stórar víkur
sem myndu veita aukið skjól og það
myndi örugglega koma öllu fuglalífí
mjög vel. Það yrði bara að gæta þess
að nægilegur hluti af þessari strönd
yrði aflíðandi og passaði fuglunum,
auk þess sem um átta kílómetra löng
ný strönd skapaðist með tilkomu
nýja flugvallarins.
Athuga umhverfís-
áhrif snjóflóðavarna
HJA Skipulagsstofnun er hafín at-
hugun á umhverfísáhrifum snjóflóða-
vama á Seljalandssvæði á Isafirði.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að
verja núverandi byggð í Seljalands-
hverfi íyrir snjóflóðum sem fallið
geta úr innri hluta Seljalandshlíðar.
Isafjarðarbær sér um framkvæmd
verksins, en Tækniþjónusta Vest-
fjarða ehf. vann skýrslu úm mat á
umhverfisáhrifum. Byggja á leiði-
garð á Seljalandsmúla skammt neð-
an bílastæða við Skíðheima og niður
að Seljalandsbænum. Lengd garðs-
ins er um 700 metrar og hæðin 13,5
til 16 metrar. Til hliðar við hann
koma níu snjóflóðakeilur. Ráðgert er
að jarðvinna við garðinn standi árin
1999 til 2000 og að uppgræðslu Ijúki
árið 2001.
Um 370 þúsund rúmmetrar af
jarðefnum fara í garðinn og verður
allt efnið fengið við hlið garðsins að
norðanverðu, að mestu sprengt berg.
Við það skapast farvegur fyrir flóðin
og vegna þess hve djúp snjóflóðarás-
in verður mun nýr farvegur myndast
fyrir Seljalandsána. Frekari nýting
óbyggðra lóða í Seljalandshverfi
verður óviss samkvæmt frummats-
skýrslunni en fyrirhugað íbúðahverfi
á Tunguskeið verður öruggt með til-
komu garðsins. Hann mun ekki verja
Seljalandsbæinn og er ráðgert að
flytja húsin sem þar eru.
Endi garðsins undir fornminjar
Endi garðsins fer að líkindum yfir
fornminjar ofan við Seljalandsbæinn
en talið er að þar hafi verið búið frá
miðöldum. Þá segir um umhverfisá-
hrif að nánasta umhverfi muni breyt-
ast mikið, hann verði áberandi og
hafí áhrif á útsýni i firðinum. Búast
megi við staðbundnum áhrifum af
snjósöfnun og veðurfari í nágrenni
leiðigarðsins. í frummatsskýrslu
segir að helstu mótvægisaðgerðir
séu að takmarka umfang vinnusvæð-
is, markviss uppgræðsla, gróður-
setning og frágangur lands.
Frummatsskýrslan liggrn- frammi
á bæjarskrifstofunni á ísafirði, í
Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulags-
stofnun. Gefst almenningi tækifæri
til að kynna sér hana til 26. mars.
Leitað verður umsagna ýmissa aðila
um framkvæmdina.
Morgunblaðið/Golli
INGIBJORG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, tekur við und-
irskriftalista um 2.000 íbúa í Háaleitis- og Hvassaleitishverfi, en þeir vilja
að reist verði göngubrú yfir Miklubraut, vestan Háaleitisbrautar.
Borgarstjóra afhentar undir-
skriftir um 2.000 íbúa Háaleitis-
og Hvassaleitishverfís
Vilja göngubrú
yfír Miklubraut
INGIBJÖRGU Sólrúnu Gísla-
dóttur, borgarstjóra Reykja-
víkur, voru í gær aflhentar um
2.000 undirskriftir íbúa í Háa-
leitis- og Hvassaleitishverfi,
þar sem þess er óskað að
byggð verði göngubrú yfir
Miklubraut, vestan Háaleitis-
braútar.
I fréttatilkynnigu frá íbúum
hverfisins, segir að Miklabraut-
in sé nú sex akreinar og ein
umferðarþyngsta gata borgar-
innar og að mikið sé um að
fólk fari yfir götuna á móts við
Framheimilið, en því fylgi mik-
il hætta.
Þar segir ennfremur að að-
gengi að undirgöngum á móts
við Kringluna sé slæmt og
mikill umferðarþungi sé á
gatnamótum Háaleitisbrautar
og Miklubrautar. Þrátt fyrir
að þar séu umferðarljós, sé
erfitt fyrir gangandi fólk að
komast þar yfir. Út af þessu,
og vegna þess hversu aðgengi
barna að íþróttasvæði Fram
og Grensáskirkju er slæmt,
óska íbúarnir þess að reist
verði göngubrú yfir Miklu-
brautina vestan Háaleitis-
brautar. Þá er einnig tekið
fram, í tilkynningunni, að með
slíkri brú myndi skapast æski-
leg tenging við útivistarsvæði
borgarinnar í Laugardal og
Fossvogsdal.
Undiskriftasöfnunin hófst í
desember, nokkru eftir að 8
ára drengur lenti í alvarlegu
umferðarslysi á Miklubraut.
Foreldrafélög Hvassaleitis- og
Álftamýrarskóla stóðu að söfn-
uninni ásamt. Knattspyrnufé-
laginu Fram.
Samtökin Mannvernd
Landsmenn
skrái sig
úr gagna-
grunninum
SAMTÖKIN Mannvemd hvetja
landsmenn til þess að óska eftir því
við landlækni að verða ekki skráðir í
miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði meðan ekki hefur verið gengið
að kröfum um upplýst samþykki
sjúklinga í samræmi við lög um rétt-
indi sjúklinga, um samþykki óháðrar
siðanefndar fyrir rannsóknarverkeín-
um áður en rannsóknir hefjast og um
samþykki tölvunefndar fyrir sérhvert
verkefni.
Sigmundur Guðbjarnason, for-
maður Mannverndar, gekk á fund
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
í gærmorgun og óskaði eftir því að
lögunum yrði breytt í samræmi við
þessar kröfur svo sátt næðist um
málið. „Hann benti meðal annars á
að ekki væri unnt að breyta lögun-
um á sama þingi og þau hafa verið
afgreidd á en í annan stað væri ekki
unnt að mæta þessum kröfum
vegna þess að þær myndu gera það
að verkum að ekki væri hægt að
byggja þennan gagnagrunn. Þar er-
um við einfaldlega á annarri skoð-
un.“
Sigmundur bendii' á að hægt sé að
skrá sig aftur í gagnagrunninn þegar
gengið hefur verið að kröfunum.
Hann segir að Mannvernd sé tilbúin
til að leita sátta í málinu.
ASI og Efling mótmæla harðlega frumvarpi til skaðabótalaga
Launafólki hegnt
fyrir sparnað sinn
ALÞÝÐUSAMBAND íslands og
stjóm Eflingar-stéttarfélags gagn-
rýna þann þátt í frumvarpi til
breytinga á skaðabótalögum sem
lýtur að því að lífeyrisréttur launa-
fólks og greiðslur úr sjúkrasjóðum
verkalýðshreyfingarinnar skerði
bætur þeirra frá tryggingafélögun-
um. I ályktun stjómar Eflingai-
segir að hegna eigi launafólki íyrir
spamað í samtryggingarsjóðum
sínum.
Ríkisstjómin lagði framvarpið
fram í lok síðasta árs. í Upplýs-
ingariti Alþýðusambandsins segir
að þar sé að finna leiðréttingu sem
eigi að fela í sér að tjónþolar fái
fullar bætur fyrir tjón sín. Sá
böggull fylgi þó skammrifi að í
framvarpinu sé tryggingafélögun-
um bættur hluti hækkunarinnar
með því að láta lífeyrisrétt launa-
fólks og greiðslur úr sjúkrasjóðum
verkalýðshreyfingarinnar skerða
bætur þeirra frá tryggingafélögun-
um. Fyrir spamað launafólks í
þessum sjóðum eigi að hegna og
forsjálni þess vegna hugsanlegra
slysa og heilsubrests eigi að koma
tryggingafélögunum til góða.
Þessu hafi ASI mótmælt harðlega.
Tryggingafélögum
bætt „tjónið"
í Upplýsingariti ASÍ segir
Magnús Nordahl, lögfræðingur
samtakanna, að ætla mætti að
hækkun á margfeldisstuðli skaða-
bótalaganna hefði slegið á þann
milljarðahagnað sem ríkisstjórnin
hafi fært tryggingafélögunum með
upphaflegri gerð laganna. Því sé
ekki að heilsa því lífeyrissjóðum
launafólks sé nú ætlað að bæta
tryggingafélögunum hluta þess
„tjóns“ sem þau verða fyrir við
hækkun skaðabótanna.
Magnús segir að í framvarpi til
breytinga á skaðabótalögum sé
gert ráð fyrir að launafólk, sem
verði fyrir varanlegu tekjutapi
vegna slysa og öðlast rétt til ör-
orkubóta úr lífeyrissjóði sínum,
þurfi að sæta lækkun skaðabóta úr
hendi tryggingafélaganna sem
nemur 40% af reiknuðu ein-
greiðsluverðmæti örorkubótanna
úr lífeyrissjóðum sínum. Þá eigi að
draga 60% af greiðslum frá lífeyr-
issjóði og allar bætur úr sjúkra-
sjóðum verkalýðsfélaganna vegna
tímabundinnar örorku. Magnús
segir að svo virðist sem fulltrúar
stjómarflokkanna í allsherjamefnd
Alþingis hafi ekki lágmarksskiln-
ing á eðli og gerð lífeyrissjóða
launafólks. Iðgjöld til þeirra sé
hluti umsaminna launa samkvæmt
kjarasamningum og afrakstur
langrar og harðrar kjarabaráttu.
Fyrir iðgjöldin hafi launafólk selt
umtalsverðar launahækkanir í
gegnum árin. Til þessa sparnaðar
eigi enginn rétt nema íaunafólk,
makar þess og börn og allra síst
eigi að leyfa tryggingafélögunum
að láta þar greipar sópa.
I ályktun stjórnar Eflingar-
stéttarfélags segir að réttur
launafólks í samtryggingarsjóðum
séu uppsöfnuð laun, lögð til hliðar
af forsjálni til þess að mæta alvar-
legum áfóllum sem launafólk get-
ur orðið fyrir. Sá réttur sem þar
verði til sé oftar en ekki eini var-
anlegi sparnaður launafólks. Fyrir
þennan sparnað eigi nú að hegna
launafólki og nota hann til þess að
spara tryggingafélögunum bóta-
greiðslur og skerða kjör launa-
fólks sem verði fyrir alvarlegum
áföllum.