Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 20

Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 20
20 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Jónsson frá INTÍS afhenti fulltrúum Morgunblaðsins og auglýsingastofunnar Gott fólk verðlaun í flokki vefja fyrirtækja. Morgunblaðið/Kristinn MARGRÉT Kr. Sigurðardóttir, markaðssljóri Morgunblaðsins, af- henti fulltrúum Tóbaksvarnanefndar og AUK auglýsingastofu verð- laun í flokki dagblaðaauglýsinga. Athyglisverðustu auglýsingarnar 1998 Gott fólk með flest verðlaun 213 millj. kr. hagnaður Eignarhaldsfélags Alþýðubankans Avöxtun eigin fjár ekki í samræmi við væntingar HEILDARHAGNAÐUR Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankinn hf. til hækkunar á eigin fé samkvæmt rekstrarreikningi félagsins er 212.7 milljónir króna á síðasta ári. Ávöxtun eigin fjár félagsins nam 9,5% á síðasta ári og segir Gylfí Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, hana minni en vænting- ar voru um. Hagnaður félagsins skiptist í 123.8 m.kr. innleystan hagnað á árinu og 88,9 m.kr. óinnleystan hagnað vegna hækkunar á mark- aðsvirði hlutabréfaeignar. HeOdar- hagnaður til hækkunar á eigin fé á árinu 1997 430,2 m.kr. I fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að hreinar fjármuna- tekjur á árinu voru 193,8 m.kr. í stað 282 m.kr. árið áður. Megin- skýringin á þessari lækkun er að innleystur söluhagnaður hluta- bréfa er minni en á fyrra ári. Hreinar tekjur af skuldabréfa- eign félagsins námu 147,3 m.kr. og hreinar tekjur af hlutabréfaeign 46,5 m.kr. Rekstrarkostnaður fé- lagsins nam 31,2 m.kr. á árinu í stað 22,5 m.kr. árið áður. Bókfært eigið fé félagsins nam í árslok 2.453,6 mfíljónum króna að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 1.190,7 m.kr. og hefur hækkað úr 2.239 milljónum árið áður. Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði 7% arður tfí hlut- hafa á árinu 1999. Fjárfest fyrir 945 m.kr. í óskráðum félögum Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Yfirlit yfir helstu fjárhagsstærðir 1. jan. til 31.des. Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Fjármunatekjur Milljónir króna 295,0 347,0 -15% Fjármagnsgjöld 101,2 65,0 +56% Hreinar fjármunatekjur 193,8 282,0 -31% Rekstrargjöld 31,2 22,5 +39% Hagnaðurfyrirskatta 162,6 259,5 -37% Reiknaðir skattar 38,8 41,0 -5% Innleystur hagnaður 123,9 218,5 -43% Breyt. á óinnleystum gengishagnaði 90,8 355,4 -74% Breyting á tekjuskattsskuldbindingu 1,9 143,7 -99% Heildarhagn. til hækkunar á eigin fé 212,7 430,2 -51% Efnahagsreikningur - 31. des. 1998 1997 Breyting I Eignir. | Milljónir króna 451,9 +8% Veltufjármunir 488,8 Áhættufjármunir og langtímakröfur 4.394,2 2.815,6 +56% Varanlegir rekstrarfjármunir 3,8 3,8 0% Eignir alls 4.886,8 3.271,3 +49% l Skuldir og eigið fé: sJ Skammtímaskuldir 587,7 80,9 +626% Langtímaskuldir 1.845,5 951,7 +94% Eigiðfé 2.453,6 2.238,7 +10% Skuldir og eigið fé samtals 4.886,8 3.271,3 +49% Kennitölur 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 50% 68% Innra virði 2,06 1,94 Arðsemi eigin fjár 9,5% 28,4% mbl.is valinn vefur fyrirtækja AUGLÝSINGIN Þriðji besti bjór í heimi sem framleidd er af aug- lýsingastofunni Góðu fólki og Hugsjón fyrir Sól Víking var valin óvenjulegasta auglýsingin 1998 í gær. Auk þess sigraði auglýsingin í flokki auglýsinga- herferða. Af tólf verðlaunum sem veitt voru á íslenska mark- aðsdeginum í gær hlaut auglýs- ingastofan Gott fólk fern verð- laun. IMARK, í samstarfi við Sam- band íslenskra auglýsingastofa, veitti í gær verðlaun fyrir at- hyglisverðustu auglýsingar árs- ins 1998. Keppt var í 11 flokkum auk þess sem óvenjulegasta aug- Iýsingin var valin úr öllu inn- sendu efni. Alls bárust 432 tiilög- ur um auglýsingar og annað kynningarefni. • Morgunblaðið á Netinu/mbl.is sigraði í flokkinum Vefur fyrir- tækja en vefurinn var framleidd- ur af Morgunblaðinu, Góðu fólki og Gæðamiðlun. • AUK auglýsingastofa fékk verðlaun í flokki dagblaðaauglýs- inga fyrir auglýsinguna Greind sem var unnin fyrir Tóbaksvarn- arnefnd. • Eimreiðin/Location Green- land-Iceland sigruðu í flokki tímaritaauglýsinga fyrir auglýs- inguna A perfect part of me sem framleidd var fyrir Össur hf. • íslenska auglýsingastofan sigraði í flokki kvikmyndaðra auglýsinga fyrir auglýsinguna Brúðkaup - nú væri gott að vera með GSM sem gerð var fyrir Símann - GSM. • Auglýsingin New York sem Gott fólk/Upptekið framleiddu fyrir Landsbankann - Gjaldeyris- útibú Landsbankans í Leifsstöð sigraði í flokki útvarpsauglýs- inga. • Auglýsingastofan Mátturinn og dýrðin hlaut verðlaun í flokk- inum kynningarefni annað en markpóstur fyrir eigið kynning- arefni; Tefldu til sigurs. • AUK auglýsingastofa sigraði í flokkinum markpóstur fyrir Golf- gleraugun sem hönnuð voru fyrir Sjóvá - Almennar tryggingar hf. • Veggspjald Hálendishópsins, Snúum við blaðinu, sem framleitt var af Hvíta húsinu, sigraði í flokki veggspjalda. • Teikn auglýsingastofa sigraði í flokki vöru- og firmamerkja fyrir merki Fagráðs textfliðnað- arins. • Hvíta húsið sigraði í flokkin- um umhverfisgrafík fyrir Ljónið á veginum sem unnin var fyrir Jöfur. Meginmarkmið Eignarhaldsfé- lagsins er að starfa sem áhættu- fjárfestir með því að fjárfesta í fyrirtækjum sem ekki eru skráð á verðbréfamarkaði. Á árinu 1998 fjárfesti félagið fyrir um 945 millj- ónir króna í óskráðum félögum, þar af 782 milljónir í íslenskum fyrirtækjum og 163 m.kr. í er- lendum fyrirtækjum, en nokkuð stóran hluta af þessu má rekja til kaupa félagsins á hlut í Vöruvelt- unni hf. (10-11) í lok ársins. Um síðustu áramót var bókfærð eign félagsins í óskráðum innlendum og erlendum félögum samtals 1.481,1 m.kr. Eignarhaldsfélagið á nú hluta- bréf í 67 félögum og hefur verið fjárfest í fjórtán félögum á árinu, þar af tólf óskráðum og tveimur skráðum. I fréttatilkynningunni er sagt að ætlun stjórnar félagsins sé að gefa hluthöfum þess kost á að kaupa hlut í þeim óski-áðu félögum sem það á hluti í áður en þau verða skráð á hlutabréfamarkaði og þá í hlutfalli við eign sína í Eignar- haldsfélaginu Alþýðubankanum hf. Reynt að halda jafnvægi Gylfí Arnbjörnsson segir að ávöxtun eigin fjár félagsins, sem nam 9,5% á síðasta ári, sé ekki nógu góð. Þó sé hún betri en Ný prentvél Odda hf. Biðu með plássið í 20 ár HIN NÝJA Heidelberg Harris M Odda hf., sem tekin var í notkun fullkomnasta vél sinnar tegundar á 600 prentvél prentsmiðjunnar við hátíðlega athöfn sl. fímmtudag, Islandi, er hvorki meira né minna ávöxtun hlutabréfasjóða fjármála- stofnana. „Við höfum reynt að hafa jafn- vægi á hlutabréfa- og skuldabréfa- eign félagsins tfí að ti-yggja lág- marksávöxtun. Ávöxtunin nú er þó ekki í samræmi við væntingar og því teljum við hana ekki nógu góða. Á móti kemur að við teljum að verðmætaaukning vegna óski'áðu félaganna, sem við eigum í, eigi eftir að skila sér inn í efna- hagsreikning félagsins. Félagið er ekki að taka inn ávöxtun á þeim fjármunum og þetta hefur því nei- kvæð áhrif til skamms tíma en leggur gi-undvöll fyrir framtíðina," sagði Gylfí. en 90 tonn að þyngd og 32 metrar að lengd. I ræðu Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda hf., við gangsetn- ingu vélarinnar sagði hann að sal- urinn sem vélin var sett upp í hafí verið hannaður fyrir vél af þessari stærð fyrir rúmum tuttugu árum. „Við héma hjá Odda erum stund- um sökuð um að vera varkár og fara okkur hægt, og í þessu tilviki er það alveg rétt, og hefur marg- borgað sig,“ sagði Þorgeir. Markar tímamót Með kaupum á vélinni er Oddi að horfa til framtíðar og sagði Þorgeir að vélin markaði tímamót í sögu fyrirtækisins og prentiðnaðar í landinu. Meðfylgjandi mynd sýnir vel hina nýju prentvél. Hún prentar 40.000 arkir á klukkutíma, prentar báðum megin á pappírinn, þurrkai' prentlitinn, brýtur prentefnið og skilar því tilbúnu í frágang. Fyrsta verkefnið í 63.000 eintökum Fyrsta verkefni vélarinnar var prentun á blaði Umhyggju, heildar- samtaka langveikra barna, en prentun blaðsins í 63.000 eintökum er framlag Odda til samtakanna og var blaðinu dreift með Morgunblað- inu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.