Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Jónsson frá INTÍS afhenti fulltrúum Morgunblaðsins og auglýsingastofunnar Gott fólk verðlaun í flokki vefja fyrirtækja. Morgunblaðið/Kristinn MARGRÉT Kr. Sigurðardóttir, markaðssljóri Morgunblaðsins, af- henti fulltrúum Tóbaksvarnanefndar og AUK auglýsingastofu verð- laun í flokki dagblaðaauglýsinga. Athyglisverðustu auglýsingarnar 1998 Gott fólk með flest verðlaun 213 millj. kr. hagnaður Eignarhaldsfélags Alþýðubankans Avöxtun eigin fjár ekki í samræmi við væntingar HEILDARHAGNAÐUR Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankinn hf. til hækkunar á eigin fé samkvæmt rekstrarreikningi félagsins er 212.7 milljónir króna á síðasta ári. Ávöxtun eigin fjár félagsins nam 9,5% á síðasta ári og segir Gylfí Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, hana minni en vænting- ar voru um. Hagnaður félagsins skiptist í 123.8 m.kr. innleystan hagnað á árinu og 88,9 m.kr. óinnleystan hagnað vegna hækkunar á mark- aðsvirði hlutabréfaeignar. HeOdar- hagnaður til hækkunar á eigin fé á árinu 1997 430,2 m.kr. I fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að hreinar fjármuna- tekjur á árinu voru 193,8 m.kr. í stað 282 m.kr. árið áður. Megin- skýringin á þessari lækkun er að innleystur söluhagnaður hluta- bréfa er minni en á fyrra ári. Hreinar tekjur af skuldabréfa- eign félagsins námu 147,3 m.kr. og hreinar tekjur af hlutabréfaeign 46,5 m.kr. Rekstrarkostnaður fé- lagsins nam 31,2 m.kr. á árinu í stað 22,5 m.kr. árið áður. Bókfært eigið fé félagsins nam í árslok 2.453,6 mfíljónum króna að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 1.190,7 m.kr. og hefur hækkað úr 2.239 milljónum árið áður. Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði 7% arður tfí hlut- hafa á árinu 1999. Fjárfest fyrir 945 m.kr. í óskráðum félögum Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Yfirlit yfir helstu fjárhagsstærðir 1. jan. til 31.des. Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Fjármunatekjur Milljónir króna 295,0 347,0 -15% Fjármagnsgjöld 101,2 65,0 +56% Hreinar fjármunatekjur 193,8 282,0 -31% Rekstrargjöld 31,2 22,5 +39% Hagnaðurfyrirskatta 162,6 259,5 -37% Reiknaðir skattar 38,8 41,0 -5% Innleystur hagnaður 123,9 218,5 -43% Breyt. á óinnleystum gengishagnaði 90,8 355,4 -74% Breyting á tekjuskattsskuldbindingu 1,9 143,7 -99% Heildarhagn. til hækkunar á eigin fé 212,7 430,2 -51% Efnahagsreikningur - 31. des. 1998 1997 Breyting I Eignir. | Milljónir króna 451,9 +8% Veltufjármunir 488,8 Áhættufjármunir og langtímakröfur 4.394,2 2.815,6 +56% Varanlegir rekstrarfjármunir 3,8 3,8 0% Eignir alls 4.886,8 3.271,3 +49% l Skuldir og eigið fé: sJ Skammtímaskuldir 587,7 80,9 +626% Langtímaskuldir 1.845,5 951,7 +94% Eigiðfé 2.453,6 2.238,7 +10% Skuldir og eigið fé samtals 4.886,8 3.271,3 +49% Kennitölur 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 50% 68% Innra virði 2,06 1,94 Arðsemi eigin fjár 9,5% 28,4% mbl.is valinn vefur fyrirtækja AUGLÝSINGIN Þriðji besti bjór í heimi sem framleidd er af aug- lýsingastofunni Góðu fólki og Hugsjón fyrir Sól Víking var valin óvenjulegasta auglýsingin 1998 í gær. Auk þess sigraði auglýsingin í flokki auglýsinga- herferða. Af tólf verðlaunum sem veitt voru á íslenska mark- aðsdeginum í gær hlaut auglýs- ingastofan Gott fólk fern verð- laun. IMARK, í samstarfi við Sam- band íslenskra auglýsingastofa, veitti í gær verðlaun fyrir at- hyglisverðustu auglýsingar árs- ins 1998. Keppt var í 11 flokkum auk þess sem óvenjulegasta aug- Iýsingin var valin úr öllu inn- sendu efni. Alls bárust 432 tiilög- ur um auglýsingar og annað kynningarefni. • Morgunblaðið á Netinu/mbl.is sigraði í flokkinum Vefur fyrir- tækja en vefurinn var framleidd- ur af Morgunblaðinu, Góðu fólki og Gæðamiðlun. • AUK auglýsingastofa fékk verðlaun í flokki dagblaðaauglýs- inga fyrir auglýsinguna Greind sem var unnin fyrir Tóbaksvarn- arnefnd. • Eimreiðin/Location Green- land-Iceland sigruðu í flokki tímaritaauglýsinga fyrir auglýs- inguna A perfect part of me sem framleidd var fyrir Össur hf. • íslenska auglýsingastofan sigraði í flokki kvikmyndaðra auglýsinga fyrir auglýsinguna Brúðkaup - nú væri gott að vera með GSM sem gerð var fyrir Símann - GSM. • Auglýsingin New York sem Gott fólk/Upptekið framleiddu fyrir Landsbankann - Gjaldeyris- útibú Landsbankans í Leifsstöð sigraði í flokki útvarpsauglýs- inga. • Auglýsingastofan Mátturinn og dýrðin hlaut verðlaun í flokk- inum kynningarefni annað en markpóstur fyrir eigið kynning- arefni; Tefldu til sigurs. • AUK auglýsingastofa sigraði í flokkinum markpóstur fyrir Golf- gleraugun sem hönnuð voru fyrir Sjóvá - Almennar tryggingar hf. • Veggspjald Hálendishópsins, Snúum við blaðinu, sem framleitt var af Hvíta húsinu, sigraði í flokki veggspjalda. • Teikn auglýsingastofa sigraði í flokki vöru- og firmamerkja fyrir merki Fagráðs textfliðnað- arins. • Hvíta húsið sigraði í flokkin- um umhverfisgrafík fyrir Ljónið á veginum sem unnin var fyrir Jöfur. Meginmarkmið Eignarhaldsfé- lagsins er að starfa sem áhættu- fjárfestir með því að fjárfesta í fyrirtækjum sem ekki eru skráð á verðbréfamarkaði. Á árinu 1998 fjárfesti félagið fyrir um 945 millj- ónir króna í óskráðum félögum, þar af 782 milljónir í íslenskum fyrirtækjum og 163 m.kr. í er- lendum fyrirtækjum, en nokkuð stóran hluta af þessu má rekja til kaupa félagsins á hlut í Vöruvelt- unni hf. (10-11) í lok ársins. Um síðustu áramót var bókfærð eign félagsins í óskráðum innlendum og erlendum félögum samtals 1.481,1 m.kr. Eignarhaldsfélagið á nú hluta- bréf í 67 félögum og hefur verið fjárfest í fjórtán félögum á árinu, þar af tólf óskráðum og tveimur skráðum. I fréttatilkynningunni er sagt að ætlun stjórnar félagsins sé að gefa hluthöfum þess kost á að kaupa hlut í þeim óski-áðu félögum sem það á hluti í áður en þau verða skráð á hlutabréfamarkaði og þá í hlutfalli við eign sína í Eignar- haldsfélaginu Alþýðubankanum hf. Reynt að halda jafnvægi Gylfí Arnbjörnsson segir að ávöxtun eigin fjár félagsins, sem nam 9,5% á síðasta ári, sé ekki nógu góð. Þó sé hún betri en Ný prentvél Odda hf. Biðu með plássið í 20 ár HIN NÝJA Heidelberg Harris M Odda hf., sem tekin var í notkun fullkomnasta vél sinnar tegundar á 600 prentvél prentsmiðjunnar við hátíðlega athöfn sl. fímmtudag, Islandi, er hvorki meira né minna ávöxtun hlutabréfasjóða fjármála- stofnana. „Við höfum reynt að hafa jafn- vægi á hlutabréfa- og skuldabréfa- eign félagsins tfí að ti-yggja lág- marksávöxtun. Ávöxtunin nú er þó ekki í samræmi við væntingar og því teljum við hana ekki nógu góða. Á móti kemur að við teljum að verðmætaaukning vegna óski'áðu félaganna, sem við eigum í, eigi eftir að skila sér inn í efna- hagsreikning félagsins. Félagið er ekki að taka inn ávöxtun á þeim fjármunum og þetta hefur því nei- kvæð áhrif til skamms tíma en leggur gi-undvöll fyrir framtíðina," sagði Gylfí. en 90 tonn að þyngd og 32 metrar að lengd. I ræðu Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda hf., við gangsetn- ingu vélarinnar sagði hann að sal- urinn sem vélin var sett upp í hafí verið hannaður fyrir vél af þessari stærð fyrir rúmum tuttugu árum. „Við héma hjá Odda erum stund- um sökuð um að vera varkár og fara okkur hægt, og í þessu tilviki er það alveg rétt, og hefur marg- borgað sig,“ sagði Þorgeir. Markar tímamót Með kaupum á vélinni er Oddi að horfa til framtíðar og sagði Þorgeir að vélin markaði tímamót í sögu fyrirtækisins og prentiðnaðar í landinu. Meðfylgjandi mynd sýnir vel hina nýju prentvél. Hún prentar 40.000 arkir á klukkutíma, prentar báðum megin á pappírinn, þurrkai' prentlitinn, brýtur prentefnið og skilar því tilbúnu í frágang. Fyrsta verkefnið í 63.000 eintökum Fyrsta verkefni vélarinnar var prentun á blaði Umhyggju, heildar- samtaka langveikra barna, en prentun blaðsins í 63.000 eintökum er framlag Odda til samtakanna og var blaðinu dreift með Morgunblað- inu í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.