Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 34

Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 34
MORGUNB LAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 Fyrir tæpum áratug útskrifaðist Elva Ósk Ólafsdóttir úr fjórða bekk Leiklistar- / skóla Islands. Með gömlu bekkjarmynd- inni rifjar hún upp liðna tíma í samtali við Olaf Ormsson. MYNDIN var tekin vorið 1989 á útskriftardegmum. Hún var tekin fyrir utan Seðlabankann. Það var rok og frem- ur kalt þennan dag. Við vorum að reyna að finna einhvem skemmtileg- an stað þar sem við gátum verið í skjóli, við stelpumar vomm dálítið léttklæddar. Við útskrifuðumst í Nemendaleikhúsinu við Lindarbæ og það var ekkert sérstaklega skemmtilegt umhverfi þar í kring og ljósmyndarinn var dáh'tinn tíma að finna góðan stað fyrir myndatöku. Jóhanna Ólafsdóttir Ijósmyndari tók myndina. Þetta er útskriftarbekkur- inn á fjórða ári í leiklistarskólanum og þann vetur vorum við aðallega í Nemendaleikhúsinu í Lindarbæ. Fyrsta ár okkar í skólanum var skól- inn til húsa við Tjörnina. Síðan misstum við það húsnæði og okkar bekkur var fyrsti bekkurinn sem byrjaði í skólanum þegar hann flutt- ist yfir á Sölvhólsgötuna og þar vor- um við í þrjú ár,“ segir Elva Ósk Ólafsdótth- leikkona og brosir þegar hún virðir íyrir sér bekkjarmyndina af fjórða bekk í Leiklistarskóla ís- Iands veturinn 1988-89 og rifjar upp liðna daga í eldhúsinu heima hjá sér í Hlégerði í Kópavogi. Elva Ósk minn- ist með ánægju bekkjarsystkina sinna úr Leiklistarskóla Islands. Kynntist leiklistinni snemma „Eg er fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum. Eg varð snemma heilluð af leikhúsinu og vann með Leikfélagi Vestmannaeyja í mörg ár. Ég lék strax í gagnfræðaskóla og á kvöldvökum hjá skátunum. Ég fluttist til Reykjavíkur tvítug og hóf þá nám í Leiklistarskóla íslands. Hverjir voru helstu kennarar skól- ans? „Helga Hjörvar var skólastjóri Leiklistarskóla Islands þau ár þeg- ar ég var í skólanum. A fyrsta árinu 4. BEKKUR Leiklistarskóla íslands veturinn 1988-89. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Guðnmndsson, Sigur- þór Heimir Albertsson og Steinn Ármann Magnússon. Fremri röð frá vinstri: Helga Braga Jónsdóttir, Christine Carr, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og Steinunn Olafsdóttir. kenndu okkur Pétur Einarsson og Helga Hjörvar. Fastir kennarar voru einnig Hilde Helgason og Kári Halldór. Hilde Helgason var mjög minnisstæður kennari, hún var svo góð manneskja, ljúf og indæl. Þeir sem kenndu fræðigreinarnar voru Hafliði Hallgrímsson, Halldór B. Runólfsson og Sveinn Einarsson. Fjóla Ólafsdóttir kenndi okkur söng og Margrét Pálsdóttir hljóðmótun. Það var þá svona tilraunastarfsemi sem var að byrja, að fá inn hljóð- mótunarkennara til að laga linmæl- ið og kenna okkur að bera rétt fram ELVA Ósk skoðar gömlu útskriftarbekkjarmyndir úr Leiklistarskólanum sérhljóðana og mállýskudæmi. Mar- grét kenndi okkur í gegnum öll ár- in. Hún er íslenskufræðingur og hefur verið málfarsráðunautur hjá Ríkisútvarpinu á liðnum árum en er nú flutt til útlanda. Fyrsta árið voru nemendur að kynnast og við vorum mikið í spuna- verkefnum og þá var verið að búa okkur undir alla tæknivinnuna sem við vorum að byrja að læra og það var verið að þreifa á textameðferð og farið fremur rólega af stað. Þá var lagt mikið upp líkamsþjálfun. Það var leikfimi á hverjum einasta degi, fimleikar og skylmingar og mikill dans, við lærðum alla sam- kvæmisdansa. Hafdís í Ki’ámhúsinu kenndi okkur leikfimi og dans. Helga heitin Gunnarsdóttir kór- stjórnandi kenndi tónfræði og tón- listarsögu. Annað árið í skólanum var mikil tæknivinna og þá fengum við að taka verkefni og æfðum leik- rit. Þá var farið í gegn um grískar leikbókmenntir og Shakespeare, það var tekið klassík og léttmeti og við fengum að spreyta okkur á sem flestu. I gegnum öll árin eru einka- tímar í söng. Þá var leiklistarsagan tekin fyrir tvö fyrstu árin, bæði inn- lend og erlend og íslenska. Árni heitinn Böðvarsson kenndi íslensku við skólann. Sveinn Einarsson kenndi innlenda leiklistarsögu og Halldór B. Runólfsson erlenda lista- sögu og Hafliði Hallgrímsson kenndi erlenda leiklistarsögu. Þriðja árið var farið meira út í verk- legt nám. Þá vorum við á námskeið- um í kvikmyndaleik og útvarpsleik. A fyi’sta og öðru ári í skólanum vor- um við vel nýtt til að aðstoða og hjálpa nemendaleikhúsi sem þá var í gangi og við komum þá nálægt tæknivinnu, ljósavinnu og hljóð- vinnu. Á fjórða vetri fengum við að vinna með leikstjórum í Nemenda- leikhúsinu, t.d. Stefáni Baldurssyni, Pétri Einarssyni og Bríeti Héðins- dóttur, sem leikstýrði tveim ein- þáttungum, Sköllóttu söngkonunni eftir Eugene Ionesco og Smáborg- arabrúðkaupi eftir Bertolt Brecht. Stefán leikstýrði Mærin fór í dans- inn eftir Debbie Horsfield og út- skriftarverkefni okkar var Hund- heppinn eftir Ólaf Hauk og því leik- stýrði Pétur Einarsson. Þetta var heilmikið nám, mikil viðvera og mikið álag og t.d. í Nem- endaleikhúsinu gerum við sjálf leik- myndina. Allan veturinn var varla nokkur frídagur. Skólinn byrjaði um mánaðamótin ágúst-september og lauk í maímánuði á vorin. Við töl- uðum oft um skólann líkt og hjóna- band. Þetta voru átta einstaklingar sem voru öllum stundum saman, en allir með miklar og ólíkar skoðanir. Þessi fjögur ár voru tímar gleðinn- ar, margi’a svitadropa og tára. Hvert ár skiptist í þrjár annir og þá var sýndur afrakstur annarinnar og Hvernig hafa litir áhrif á fólk? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er eitthvað til í því að litir hafi áhrif á fólk, t.d. litir á herbergjum, veggjum, lofti, gólfi, jafnvel húsgögnum? Er hægt að segja eitthvað til um heppilegt litaval þegar mála skal? Getur styrkleiki lita eða blæbrigði e.t.v. skipt máli? Svar: Skynjun er eitt meginvið- fangsefni sálarfræðinnar. Reynsluheimur okkar er fólginn í því sem við skynjum og sumir fræðimenn halda því fram að við séum fyrst og fremst mótuð af umhverfisáhrifum. Við erum það sem við skynjum, eins og breski heimspekingurinn John Locke orðaði það. Það segir því heilmikið um okkur sem persónur hvernig við skynjum eða öllu heldur túlk- um umhverfi okkar. Litir eru mik- ilvægur þáttur í skynheimi okkur. Þeir glæða hann lífi og gefa hon- um tilfinningalegt gildi. Upplifun fólks á litum og viðbrögð við þeim er því oft notað sem mælikvarði á tilfinningalíf fólks. Einstaklingar eiga sér mismunandi uppáhaldsliti eða finnst ákveðnir litir ljótir eða fráhrindandi og samsetning lita höfðar mismunandi til fólks. Við getum kallað þetta smekk, en hann endurspeglar þá gjarnan mismunandi tilfinningalegar áherslur og getur veitt nokkra innsýn í blæbrigði sálarlífsins. Þegar við veljum okkur liti á herbergin, húsið eða nýja bílinn kemur margt fleira til en persónu- leg afstaða okkar til lita. Á sama hátt og við getum átt í erfiðleikum með að láta tilfinningar okkar í Ijósi eigum við í vandræðum með litina. Þá kjósum við fremur að fylgja almennum smekk eða tísku á hverjum tíma. Tískan hefur mikil áhrif á aðlögun flestra í samfélag- inu og er vegvísir um það hvaða mynd er óhætt að gefa af sér án þess að skera sig úr eða verða sér til skammar. Þetta á ekki síst við þegar fólk hefur náð vissum aldri Mælikvarði á tilfinningalíf og er búið að koma sér í ákveðinn farveg í lífinu. Unglingar hafa jafn- vel enn ríkari þörf fyrir að vera eins og jafnaldrar sínir. En tíska þeirra er önnur. Oft kjósa þeir einmitt skæra liti í samræmi við tilfinningar eins og uppreisn og nýjungagimi. Eldra fólkið heldur sig við fölari eða hvíta liti á veggi og tískulitinn á bílum í ár eða leitar til þeirra sem hafa sérhæft sig í litaráðgjöf. Samsetning lita byggist á smekkvísi og listrænu auga, sem ekki er öllum gefið, og litasérfræð- ingar sækja þekkingu sína að veru- legu leyti í það sem sálfræðin kennir okkur um eiginleika lita og áhrif þeirra á fólk við mismunandi kringumstæður. Við tölum um heita liti og kalda liti, æsandi lit- andi og róandi. Það er mismunandi hvaða litir skapa æskilegast tilfinn- ingalegt andrúmsloft á hverjum stað. I baðherbergið velja flestir Ijósa og „hreina" liti, í stofuna kannski hlutlausa liti sem geta ver- ið bakgrunnur fyrir myndir eða annað skraut í ýmsum litum. í svefnherbergið kjósa margir „ró- andi“ liti eins og ljósblátt eða grænt, nema kannske piparsveinn- inn sem velur sér rautt. Þetta litaval þarf ekki nema að litlu leyti að endurspegla tilfinn- ingalegt landslag viðkomandi ein- staklinga. Til að fá betri innsýn í það er betra að fá fram aðstöðu til lita án tillits til þess umhverfis eða kringumstæðna sem þeim er ætl- að að taka þátt í. Til eru sálfræði- leg próf sem leiða líkur að tilfinn- ingalífi og persónugerð fólks eftir því hverjir eru uppáhaldslitir þess og hvaða litir eru því ógeðfelldir. Þeir sem kjósa sér blátt sækjast eftir ró og jafnvægi og þeir sem kjósa fremur rautt eru virkir og tilfinningaríkir og vilja takast á við metnaðarfull verkefni. Aðrir litir endurspegla á sama hátt önn- ur persónueinkenni og tilfinninga- lega afstöðu, og samspil í vali og röðun lita gefur færi á ítarlegri túlkun á því hvern mann viðkom- andi hefur að geyma. Tilgátur um tengsl lita við persónugerð og til- finningalíf hafa verið prófaðar og færðar að þeim góðar líkur, en ein sér eru þau mikil einföldun á þeim flókna vef sem persónuleiki manna er og skoða þarf hann frá mörgum öðrum sjónarhomum til þess að fá áreiðanlega og heillega mynd. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum cða símbréfum merkt: Vikulok, fax: 5691222. Ennfremur sfmbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, fax: 5601720.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.