Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 43
MARGMIÐLUN
Risastökk staf-
rænna myndavéla
STAFRÆNAR myndavélai- hafa
smám saman sótt í sig veðrið og aukið
markaðshlutdeild sína á kostnað hefð-
bundinna véla. Eðli málsins sam-
kvæmt hafa þær verið talsvert lakari,
enda upplausn mun minni en á venju-
legri silfuroxíð fílmu, en undanfarið
hafa framleiðendur kynnt miklar
framfaiTr í þeim efhum.
Gæði stafi’ænna myndavéla
byggjast á því hversu margar ljós-
næmar díóður eru í vélinni og lengi
framan af var upplausn þeirra
640*480 myndeiningar eða pixel,
sem miðaðist við VGA-skjáupplausn.
Svo fáir punktar, ríflega 300.000,
voru miklu færri en á hefðbundinni
filmu og gerðu að verkum að ekki
var hægt að stækka slíkar myndir af
neinu viti. Þegar tóku að koma á
markað myndavélar með meiri upp-
lausn voru þær síðan svo dýrar að
ekki var nema fyrir stórblöð eða
ljósmyndastofur að kaupa slíkar vél-
ar.
A síðasta ári fjölgaði verulega svo-
nefndum megapixel-vélum á almenn-
um mai’kaði, en það eru vélar sem eru
með yfir milljón myndeininga
skynjara. Nýjasta nýtt í þessum efn-
um er svo að framleiðendur keppast
við að setja á markað tveggja
megapixela vélar, þ.e. myndavélar
sem eru með meira en tvær milljónir
myndeininga. Fyrir vikið má segja að
nú fyrst séu stafrænar vélar teknar að
ógna hefðbundnum vélum, því tveggja
megapixela vélar era nógu góðar fyrir
alla almenna notkun og blaðaljós-
myndai-a. Verð á slíkum vélum hefiu’
reyndar verið ansi hátt, en nýju vél-
arnar kosta álíka mildð og milljón
myndeiningavélai’ á síðasta ári.
Þannig kynnti Olympus vél sem kall-
ast C-2000 Zoom og er með 2,1 milljón
myndeininingar, innrauða fjarstýr-
ingu, 3X aðdrátt, 5 sm kristalsskjá og
disklingadrif. Með fylgir 8MB
SmartMedia minniskort sem kallast
stafræn fílma. Ytra mun vélin kosta
um 60.000 kr.
Nikon kynnti einnig fyrir
skemmstu slíka vél, tvær reyndar,
sem báðar eru 2,11 milljónir myndein-
inga, CoolPix 950 og 700. 950-gerðin
mun kosta álíka og Olympus-vélin, en
hægt er að fá við hana gleiðlinsu og
fiskauga, enda er hún ætluð atvinnu-
mönnum. 700-gerðin mun kosta mun
minna, líklega í kringum 40.000 kr., en
hún er ætluð amatörum og hefur
færri stillingarmöguleika.
Toshiba hefur ekki verið áberandi á
myndavélamarkaði, en kynnti nýja
2,14 milljóna myndeininga vél, PDR-
M4, sem er meðal annars með USB
tengi og 16 MB innra minni. Hún er
með 5 sm kristalsslgá og 2X stafræn-
an aðdrátt.
PUlf O6 gfABAB
Spurt: Það er eitt sem mig langar
að vita. Það er hvort eitthvert
DVD-drif og kort sé til fyrir iMac-
tölvuna (Rev. A og B en ekld C,
þar sem engin rauf er í C-útgáf-
unni af töivunni).
Lesandi Morgunblaðsins,
hmr@simnet.is
Svar: Ekki er til sérstakt DVD-drif
fyiir iMakkann. I iMakkanum er
geisladrif fyiir ferðatölvur en hægt
er að fá ferðatölvugerð af DVD-
drifum sem er þó talsvert dýraii en
hefðbundin gerð. Líklega er hægt
að skipta á drifum, en þar sem
engar rásir eru fyrir stýrispjald
þyrfti að nota SoftDVD-hugbúnað
til að stýra drifinu sem myndi ekki
skila miklum gæðum. Hugsanlega
mætti notast við utanáliggjandi
DVD-drif, til að mynda frá Hitachi,
með SCSI-tengi og tengja við
USB-tengi á tölvunni með viðeig-
andi millistykki sem breytti SCSI í
USB. Slík tengi eru að vísu ekki á
markaði enn en samkvæmt iMacin-
touch eru þau væntanleg í næsta
mánuði. Sjá http^/www.imacin-
touch.conVimacusb.html#scsi.
Spurt: Ég keypti mér Final Fanta-
sy VII fyrir nokkrum mánuðum en
það er eitt stórt vandamál sem fer
mjög í taugamar á mér. Ég er
kominn á þriðja disk (þann síðasta)
og alveg frá því að ég byrjaði í
leiknum hefur tölvan frosið. Ég er
með ágæta 200 MHz tölvu með
góðu 3D-skjákorti. Ég hef reynt
alla grafíkmöguleika en tölvan frýs
alltaf. í öllum tilfellum þá frýs tölv-
an þegar ég er í bardögum.
Svar: Talsvert er um vandamál
vegna skrárinnar mmsystem.dll í
ýmsum margmiðlunarforritum.
Mmsystem.dll er til hljóðstýringar
og ái-ekstrar verða þegar er í við-
komandi tölvu hljóðkort sem ekki
er fyllilega SoundBlaster-samhæft.
Hugsanlega þarf að skipta út rekl-
um vegna hljóðkortsins; nýja rekla
má væntanlega finna á vefslóð
framleiðandans.
Einnig getur verið að villa sé í
uppsetningu DirectX á vélinni. Á
slóðinni
http://www.microsoft.eom/direetx/d
efault.asp er að finna nýjustu gerð
DirectX.
Undir [boot] í system.ini, sem er
skrá í Windows-skráasafninu á
tölvunni, á að vera línan dri-
vers=mmsystem.dll. Hugsanlega
er ; fyrir framan línuna. Ski’ánni
má breyta með ritvinnsluforriti
sem vinnur með text-only skrár.
Farið varlega því ef system.ini er
spillt er ekki hægt að ræsa
Windows.
Ef mmsystem.dll-skráin er
skemmd má ftnna hana í
win95_08.cab skránni sem er á
Windows 95 geisladisknum. í
Windows 98 er skráin í
win98_33.cab. Henni má ná út með
því að keyra skipunina extract /A
/L Cnwindowsisystem
win95_08.cab mmsysteem.dll (eða
win98_33.cab).
APPELSÍNUGULA Dreamcast
merkið sem notað er í Japan
breytir um lit á leiðinni vestur,
því markaðsfræðingar segja að
blátt sé vinsælli litur á
Vesturlöndum.
9. 9. 1999
MARGUR bíður með eftirvæntingu
eftir Dreamcast tölvu Sega, enda fer
þar öflugasta leikjatölva á mai’kaði nú
um stundir og næstu árin. Dreamcast
kom á markað austur í Japan seint á
síðasta ári, en Evrópu- og Bandaríkja-
útgáfa verður í haust.
Fyrii’ skemmstu skýrði blaðafull-
trúi Sega í Þýskalandi frá því að tölv-
an kæmi á markað í Evrópu 9. sept-
ember næstkomandi. Varla er það til-
viljun að 9. 9. ‘99 varð fyrir valinu,
enda hafa Sega-menn áður tengt
kynningar á leikjum og tölvum
ákveðnum dögum eða dagsetningum.
Þegar Dreamcast-vélin kemur á
mai’kað á Vesturlöndum verður til
fyrir hana eitthvað á annað hundrað
leikja; 76 eru þegar komnir út eða rétt
ókomnir. Má nefna Sonic Adventure,
Sega Rally 2, Biohazard, magnaður
leikur frá Capcom, Cool Boarders,
Daytona USA 2: Battle on the Edge,
Dead or Alive 2, Ecco the Dolphin 3D,
Flight Shooting frá Konami, Get
Bass, veiðileikur sem hægt er að nota
sérstaka veiðistöng við, Marvel vs.
Capeom frá Capcom, MDK 2, Mortal
Kombat 4, NBÁ Action 200Ó, Rayman
2, Street Fighter III, Um-eal, Virtual
Fighter 3: Team Battle, Warzone
2100 og Zombie Zone, sem hét áður
House of the Dead: Side Story og er
víst venju fremur ógeðfelldur.
BarnaskóútsÖlunnÍ
er að Ijúka
SMASKOR
i bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919
spara ojbara... en það er
gaman að spara i BT!
m\*\
Hl
1
Ippuuaa.
E88£ *
bamaíeiktton. 1 $
táttu
ekki verðið hefta þig
notaðu afsláttar- _
Meiri ^
afsláttur... þetta híjóta
þá að vera pöddugóð
heftið!
Afsláttarhefti hvað...
ég er buinn að missa
leikir.
heftiö!
i’iiiýaáiaB’
Motaðu
afsláttarheftið... það
____borgar sig! ^
Opið laugardag 10:00-16:00 • sunnudagur 13:00-17:00
'©Disney / Pixar
itilboö í BT
BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020
BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk
hugsaðulengra..