Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 44
44 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fólkið og útgerðar-
maðurinn Magnús
FYRIR nokkru birt-
ist í Morgunblaðinu
grein eftir Magnús
Kristinsson, útgerðar-
mann í Vestmannaeyj-
um þar sem hann lýsir
skoðunum sínum á lög-
unum sem sett voru í
kjölfar Hæstaréttar-
dómsins sem féll í des-
ember á síðasta ári.
Telur Magnús að þing-
menn hafi notað jólafrí-
ið til þess að elda jóla-
graut og framreitt hann
á tveimur borðum, við
annað borðið á kostnað
þeirra sem sátu við hitt
borðið. Með öðrum orð-
um að alþingismenn
hafi tekið kvóta af útgerðarmönnum
í aflamarkskerfinu, sem í daglegu
tali nefnist kvótakerfið,og fært út-
gerðarmönnum í krókakerfinu.
Samdráttur í krókaveiðum
í lögunum felast nokkur atriði
sem fyrst og fremst breyta rekstrar-
umhvei-fi smábáta og þrengja að út-
gerð þeirra. Stærstur hluti smábáta í
krókakei'finu rær skv. ákvæðum um
þorskaflahámark. Hverjum bát er
úthlutað ákveðnu magni af þorski
sem veiða má en ótakmarkaðar eru
veiðar í öðrum fisktegundum. Þessu
er breytt og verður kvótasett í ýsu,
ufsa og steinbít auk þorsks og kemur
það til fi-amkvæmda 1. sept. árið
2000. Þessum bátaflota er ekkert
fært heldur af honum tekinn veiði-
réttur. Hluti báta í krókakerfmu hef-
ur róið samkvæmt svonefndu daga-
kerfi, þeim er heimilað að veiða
ákveðinn fjölda daga á ári hveiju og
fari heildarveiði þeirra umfram til-
tekið magn fækkar dögunum sem
þeir mega róa næsta ár. Þessum bát-
um er úthlutað þetta ár og það
næsta aðeins 23 dögum hvort ár,
sem þýðir að veiði þeirra dregst
saman um 1/3 frá veiði síðasta árs,
úr 12000 tonnum af þorski í 8000
tonn verði aflabrögð á úthaldsdag
svipuð og í fyrra. Veiði þessa hluta
smábátaflotans mun dragast veru-
lega saman. Þar er þeim heldur ekk-
ert fært frá aflamarkskerfinu.
Einföldun og samræmdar
leikreglur
Krókakerfið er einfaldað með nýju
lögunum, það hefur skipst í 3 útgerð-
arflokka en þeim fækkar í tvo. Leik-
reglur verða samræmdar milli afla-
markskerfisins og krókabátanna. Eft-
ir að nýju lögin koma að fullu til fram-
kvæmda lúta aflamarksbátar og meg-
inþorri krókabáta sömu leikreglum
um veiðar, en nokkur togstreita hefur
verið uppi vegna geró-
líkrar stjómunar. Það
verða aðeins handfæra-
bátar sem munu róa
samkvæmt dagakerfi,
veiðar annarra báta er
stjómað með magntak-
mörkunum. Þá er loks
gerð grandvallarbreyt-
ing á dagakerfinu, sam-
kvæmt því verða aðeins
stundaðar handfæra-
veiðar frá 1. apríl til 30.
september ár hvert.
Dagakerfið hættir að
vera fyrir heilsárs út-
gerðir og möguleiki á
Knstinn H. línuveiðum er felldur
Gunnarsson brott. Með þessu er
dagakerfinu mjög
breytt frá því sem verið hefur undan-
farin ár og sér hver maður að breyt-
ingamar eru ekki dagabátum í hag.
Enda hefur óánægjan með breyting-
arnar fyrst og fremst komið úr röðum
útgerðarmanna á dagabátum.
Kvótinn aukinn við Húnaflóa?
Dagabátunum innan krókakerfis-
ins era ætlaðar 600 lestir af þorski til
mótvægis við samdrátt í veiðunum.
Um þessi 600 tonn var samið milli
sjávarútvegsráðherra og landssam-
bands smábátaeigenda og ég bendi
Magnúsi á að snúa sér til sjávarút-
vegsráðherra vilji hann fá frekari
Kvótakerfi
s
Ibúar í byggðunum við
Húnaflóa eiga að mati
Kristins H. Gunnars-
sonar, alltaf rétt til
þess að nýta fískimið í
flóanum og þeir eiga
líka meiri rétt til þess
en aðrir landsmenn.
upplýsingar um þetta atriði. Þessi til-
færsla frá aflamarkskerfi til króka-
kerfis er um 0,2% af kvóta aflamarks-
báta. En ekki er öll sagan sögð. Veiði
krókabáta mun minnka um 4000 tonn
af þorski á ári, þar af er ráðstafað
1500 tonnum til byggðakvóta og þá
era eftir um 2500 tonn sem heildar-
veiðin mun minnka að óbreyttu. Fáa
þekki ég sem telja að nauðsynlegt sé
um þessar mundir að minnka veiði á
þorski og það er í höndum sjávarút-
vegsráðherra að auka aflamarkið um
þessi 2500 tonn. Geri ráðherra það þá
fá aflamarksbátar fjórum sinnum
meira í aukningu en nemur 600 tonna
tilfærslunni til dagabátanna. Eg verð
hins vegar að viðurkenna að ég er
þeirrar skoðunar að eðlilegra væri að
ráðstafa þessum kvóta til byggðar-
laga sem eru nú í sérstökum vanda
vegna samdráttar í rækjuveiðum og
bendi þar á byggðarlögin við
Húnaflóa. Það myndi gerbreyta horf-
um þar í atvinnumálum, ef bátar sem
gerðir era þaðan út fengju að veiða
2500 tonn af þorski í ár og ef til vill
næsta ár einnig.
Fólkið og Magnúsamir
Hinn vaski útgerðarmaður úr
Vestmannaeyjum er hins vegar á
þeirri skoðun að hann hafi keypt
kvótann og því eigi Húnvetningar og
Strandamenn að kaupa af honum
réttinn til þess að veiða þorskinn í
Húnaflóanum. Því er ég algerlega
ósammála. íbúar í byggðunum við
Húnaflóa eiga að mínu mati alltaf
rétt til þess að nýta fiskimið í flóan-
um og þeir eiga líka meiri rétt til
þess en aðrir landsmenn. Þann rétt
öðlast þeir við það að búa við
Húnaflóann. Það er fráleitt að hafa
kerfi sem færir útgerðarmönnum
það í hendur að geta selt þennan rétt
hvenær sem er, hvert sem er og skil-
ið eftir íbúana réttlausa, atvinnulausa
og jafnvel eignalausa. Magnús Krist-
insson segir að hann eigi kvótann og
hafi keypt hann af öðram útgerðar-
manni, tekið til þess lán og sé enn að
borga af þvi. Gott og vel, en íbúamir í
byggðarlaginu sem kvótalaust er
orðið vegna þess að útgerðarmaður-
inn seldi hann burt era líka að borga
af sínum lánum sem þeir tóku til þess
að kaupa sér íbúð. Þeir hafa misst
vinnuna og hafa því engar tekjur,
eignin hefur fallið í verði og selst
sennilega ekki, en íbúarnir þurfa
samt að borga af lánunum. Ætli þeir
að fá vinnu aftur heima hjá sér þurfa
þeir að kaupa kvóta af Magnúsi fyrir
morð fjár og það er borin von að
nokkur útgerð geti borið sig með
þeim mikla stofnkostnaði. ísfirðingar
eiga ekki peninga til þess að kaupa
aftur Guðbjörgina og kvótann hennai-
af akureyrskum Magnúsum. Bolvík-
ingar eiga ekki peninga til þess að
kaupa aftur kvótann af Suðumesja-
magnúsum. Barðstrendingar eiga
ekki peninga til þess að kaupa aftur
kvótann af Vestmannaeyjamagnús-
um. Og hvað þá? Jú, þá skal fólkið
flytja til Magnúsar. Og víst er að
fólkið flytur. Þetta er óásættanlegt
kerfi og því verður að breyta. Kvót-
inn er fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir
kvótann. Flóknara er það ekki.
Höfundur er alþingisnmður.
Opið bréf til mennta-
málaráðherra
HÆSTVIRTUR
menntamálaráðherra,
Bjöm Bjamason.
Ár hvert, í upphafi
þorra, útdeilir sjóður
er kennir sig við kvik-
myndir og land, summ-
um sínum og dreifir á
útvalda sem teljast
verðugir og líklegastir
til landvinninga með
frambærilegum afurð-
um heima og heiman.
Þeir sem til þekkja
telja framlög þessa
sjóðs skipta sköpum
um framgang verkefna
sinna og í raun for-
senda svo í þau sé ráð-
ist. Með þetta að leiðarljósi sendi ég
ásamt félaga mínum kvikmynda-
handrit í auglýsta samkeppni sjóðs-
ins 1997.
Þegar við ári seinna áttum eitt af
þremur útvöldum handritum sótt-
um við um framleiðslustyrk en
fengum ekki. Hin handritin tvö
fengu hinsvegar bæði brautargengi
(sem út af fyrir sig er hið bezta
mál).
Auðvitað var okkur kunnugt um
takmarkað úthlutunarfé sjóðsins og
ákváðum að halda áfram ótrauðir,
kannski gengi betur næst. Undir-
búningurinn gekk vonum framar og
Styrkir
Hvers vegna erum við
sniðgengnir? spyr Lýð-
ur Arnason. Hvað ger-
um við vitlaust?
fólki fannst eftirsóknarvert að vera
með þótt fjárhagslegir ávinningar
væru ekki í boði.
Að lokum stóðum við uppi með
þekkt fagfólk úr „bransanum“, at-
vinnuleikara, þ.á.m. landsþekkta,
200 tonna fiskiskip og heilt þorp að
auki. Allir tilbúnir til að leggja sitt
af mörkum svo myndin kæmist á
skrið. Vendipunkturinn var svo til-
koma virts fyrirtækis í kvikmynda-
geiranum sem fannst handritið
áhugavert og vildi gerast meðfram-
leiðandi.
í augum okkar félaganna vai-
framgangurinn því tryggður kæmi
til framlag úr Kvikmyndasjóði Is-
lands, allt hitt stóð heima. Við byrj-
uðum svo á fyrstu tökum um nýárið
og sannreyndum að verkefnið hefði
alla burði. En allt kom fyrir ekki,
við vorum sniðgengnir og það þótt
úthlutunarfé sjóðsins hefði stórauk-
ist frá fyrra ári. Þessi niðurstaða út-
hlutunamefndar er mér óskiljanleg
og haldi einhver mig svekktan er
Lýður
Arnason
Álflaldið
er fallið
STJÓRN Norsk Hydro hefur ný-
verið tekið sínar ákvarðanir um íjár-
festingar og niðurskurð hjá fyrirtæk-
inu. Norskum fjölmiðlum ber saman
um að hugsanleg fjái-festing í ál-
bræðslu á Islandi sé hulin móðu og
ekki á dagskrá fyrst um sinn. Hið
sama endurspegla ummæli talsmanna
fyrirtækisins eftir stjómarfundinn 15.
febrúar síðastliðinn. Þeir era eðlilega
varfæmir þegar á þá er gengið og
vilja ekki styggja íslensk stjómvöld
meira en nauðsyn krefur. Auðvitað
ætlar Norsk Hydro að ljúka því „við-
ræðuferli" sem fyrirtækið hafði skuld-
bundið sig tíl, enda langt komið. Rit-
stjóm Morgunblaðsins les rétt í málið
í leiðara 17. febrúar með því að setja
spumingarmerki við hvort nokkur al-
vara sé í áformum Norsk Hydro.
Stóriðja
Það er kominn tími til
að Austfírðingar sem
aðrír horfí raunsætt til
framtíðar, segir Hjör-
leifur Guttormsson, og
láti ekki skammsýna
ráðamenn villa sér sýn.
Viðbrögðin hjá íslenskum ráða-
mönnum eru af allt öðrum toga.
Ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis-
ins er trúr yfirboðara sínum og læt-
ur sem ekkert sé.
„Ákvarðanir Sem Norsk
Hydro kynnti í gær
snerta okkur ekki,“
segir hann í blaðaviðtöl-
um. Þannig á að freista
þess að viðhalda blekk-
ingarleiknum fram á
mitt sumar, í öllu falli
fram yfir kosningar.
Þetta er hins vegar orð-
ið vonlítið verk. Áltjald
framsóknarforystunnar
er fallið og leiksýning-
unni sem hófst fyrir
tæpum tveimur áram
verður ekki haldið
áfram nema íyrir
þröngan hóp sanntrú-
aðra.
Stóriðjuleikurinn bitnar harðast á
Austfirðingum, þótt hann varði
landsmenn alla. Ýmsir í röðum sveit-
arstjórnarmanna virðast ekki sjá í
gegnum vefinn og halda dauðahaldi í
tálsýnina. Komi Norsk Hydro ekki
siglandi með álbræðslu inn á Reyð-
arfjörð sé hins næsta að bíða. Sögu-
sagnir um afar áhugasamt þýskt
álfyrirtæki era hentar á lofti, þótt
þeir þýsku svari ekki einu sinni
bréfum! Þessi langavitleysa hefur
V
Hjörleifur
Guttormsson
lamandi áhrif á viðleitni
til atvinnuþróunar á
Austurlandi. Margt
góðra hugmynda um
nýsköpun í atvinnulífi
hafa fæðst þar undan-
farin ár og sumar
þeima leitt til nýrra
fyrirtækja og þróunar
hjá þeim sem fyrir eru.
Stuðningur við þróun-
arstarf er hins vegar
alls ónógur og hug-
myndin um stóra vinn-
inginn drepur margt í
dróma.
Það er kominn tími til
að Austfii-ðingar sem
aðrir horfi raunsætt til
framtíðar og láti ekki
skammsýna ráðamenn villa sér sýn.
Við þurfum að koma fótum undir
sjálfbæra atvinnuþróun sem víðast
og nýta takmarkaðar orkulindir af
framsýni og varáð. Hugmyndimar
um vetni sem framtíðarorkugjafa
vísa í aðra og skynsamlegri átt en sú
stefna að binda orkuna í málm-
bræðslum. Við gerum ekki hvort-
tveggja.
Höfundur er alþingismaður.
það ekki rétt, ég er æf-
ur. Ástæða þess skal
nú tíunduð.
Á nýafstaðinni út-
hlutun Kvikmynda-
sjóðs hunsar dómnefnd
handrit sem Kvik-
myndasjóður sjálfur
ásamt norræna kvik-
mynda- og sjónvarps-
sjóðnum valdi sem eitt
af þremur bestu í
handritasamkeppni
1997. Ég spyr: Til
hvers er sjóðurinn að
veita handritastyrki ef
ætlunin er að láta þau
svo deyja drottni sín-
um? Þeim peningum er
betur varið í annað.
Þetta á þó ekki við um alla því
eins og að ofan greinir fengu hin
handritin tvö úr samkeppninni
1997 úthlutun fyrir ári og aftur
aukna nú. Enn er mér spurn:
Hvers vegna er þessum aðilum
veittur aukastyrkur meðan við
komumst ekki á blað? Að ekki sé
talað um augljósa ósanngirni læðist
að manni sá grunur að maður sé
ekki réttur maður á réttum stað.
Ég hef bara verið svo óheppinn að
þurfa að sinna minni vinnu sem
fjarri er öllum kaffihúsum og ekki
náð að kynnast neinum.
Við þetta má svo bæta að útvalið
handrit úr handritasamkeppni
Kvikmyndasjóðs 1998 fær framlag í
nýafstaðinni úthlutun. Þá spyr ég
aftur: Hvað erum við að gera vit-
laust? Hvers vegna er verðlauna-
handrit ásamt fyrirliggjandi fjár-
mögnun sniðgengið fyrir verkefm
miklu skemur á veg komin? Spyr sá
sem ekki veit og sannast hið forn-
kveðna að betra sé að sitja á fati en
standa á gati.
Sé litið yfir úthlutanir síðustu
ára eru aðilar sem fengið hafa
framlög sem venjulegur launþegi
yrði mannsaldra að nurla fyrir.
Þetta er óheillaþróun og ámælis-
verð enda ættu ríkisreknir sjóðir
aldrei að falla í þá gryfju að koma
sér upp föstu úthlutunarþýi því
ekkert listform er svo mikilvægt að
það réttlæti að gera fólk að
þurfalingum.
Að lokum vil ég taka fram að of-
angreindar aðfmnslur eiga ein-
göngu við um vinnubrögð Kvik-
myndasjóðs sem að mínum dómi
eru einskorðuð og einkennast af
ósanngirni og ójöfnuði. Hvað styrk-
þega varðar óska ég þeim öllum vel-
farnaðar með verkefni sín og vona
þau verði viðkomandi til sóma.
En ráðamenn verður að spyrja:
Hvers vegna erum við sniðgengnir?
Hvað gemm við vitlaust? Er Kvik-
myndasjóður orðinn að óumbreyt-
anlegu nátttrölli, farvegur örfárra
sem með útþöndum kostnaðaráætl-
unum tryggja sér meginhluta þess
fjár sem sjóðurinn hefur til ráðstöf-
unar? Er það kannski óopinber
stefna Kvikmyndasjóðs að veita
þeim aðeins framlag sem eru kvik-
myndaskólagengnir eða hafa það að
atvinnu? Sé svo, gerið okkur áhuga-
mönnum þá kurteisi að opinbera
þessa tilhögun svo við getum nýtt
tíma okkar í annað en fyrirfram líf-
vana umsóknir.
Alla vega, á mig eru famar að
renna tvær grímur hvort ég teljist
þegn í lýðræðisríki en hitt veit ég að
skattborgari er ég áreiðanlega og
sem slíkur fer ég fram á við hæst-
virtan menntamálaráðherra að
hann hafi gætur á því sem til hans
heyrir og láti augljósa mismunun og
ranglæti hvergi viðgangast. Hvoru-
tveggja hefur viðgengist í Kvik-
myndasjóði íslands, bæði of mikið
og of lengi.
Von mín er sú að hæstvirtur
menntamálaráðherra sjái hvílíkt
þjóðþrifamál sé hér á ferð og finni
sig knúinn til að gera skurk í þessu
nú þegar.
Höfundur er ábugamaður um kvik-
myndagerð.