Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 62
.7, 62 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lækka á tekju- skattinn og hækka persónuafsláttinn Ljóska Þú lofaðir að hjálpa mér með Hvenær lofaði ég því? heimaverkefnin svo lengi sem við bæði lifum ... Einmitt núna. Frá Sigurbjarti Jóhannessyni: NÚ A haustdögum hefur undirrit- aður skrifað tvö bréf í Mbl. þar sem lýst er þeirri skoðun að taka eigi upp gjald af sjávarnytjum, auðlind- um, í stað tekjuskatts. Nú hefur brugðið svo við að nokkrir af þeim sem telja sig til þess fallna að leiða þjóðina til bættra kjara á næstu öld hafa lýst svipuðum skoðunum. Það er mikið fagnaðarefni að svo er komið. En getur fólk treyst því, af reynslu fyrri ára, að þeir verði sömu skoðunar eftir næstu kosning- ar? Er það traustvekjandi þegar frambjóðandi eins aðalskattaflokks landsins gengur fram fyrir skjöldu og segir „kjósið mig því ég ætla að lækka tekjuskattinn niður í 25% á einstaklinga og 20% á smáfyrir- tæki“? Er það traustvekjandi, þeg- ar frambjóðandinn býðm- sig fram undir merkjum sömu fylkingar sem sagði fyrir síðustu borgarstjórnar- kostningar „við ætlum að lækka út- gjöld á borgarbúa"? Á sama ári og þetta var sagt, lagði samfylkingin verulegar auknar álögur á borgar- búa áður en árið var liðið, og heldur því áfram á þessu ári. Það er rétt að lækka tekjuskatts- prósentuna, en er það rétt að lækka presónuafsláttinn? Þeir sem núna ákveða hvað þeir greiða í tekjuskatt verða ánægðir með það. Alþingi gerði þetta á þennan hátt nú um áramótin. Lækkaði með annarri hendinni en hækkaði með hinni. Borgarstjóm bætti um betur og hækkaði tekjuskattinn meira en sem nam lækkun ríkisins. Þetta er skrípaleikur til þess gerður að slá ryki í augu almennings. Ég hef haldið því fram að hækka eigi per- sónuafsláttinn eða afnema tekju- skatt með öllu. Byrja mætti að af- nema hann af ákveðnum hópum. Þar hafa verið nefndar bætur ör- yrkja og ellilífeyrisþega, tekjur sjó- manna, opinberra starfsmanna og síðast annama launamanna. En að líkindum væri einfaldast að hækka persónuafsláttinn, það virkaði strax á þá sem hafa lægstu tekjurnar og telja fram tekjur sínar. Það er reyndar furðulegt að þeir sem alltaf eru að skreyta sig með félags- hyggju og segjast vinna fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar, skuli ekki berjast fyrir því að persónuaf- slátturinn sé hækkaður og tekju- skattur aflagður. Ekki væri óeðli- legt að persónuafsláttir væri sem næst framfærslukostnaði og fylgdi honum. Hvers vegna á að lækka tekju- skattinn? spyr sjálfsagt einhver. Því er fljótsvarað. Það er vegna þess að aldrei hefur tekist að framfylgja tekjuskattslögunum um álagningu tekjuskatts eða réttláta innheimtu. Tekjuskatturinn er þjóðarskömm eins og gjafakvótinn. SIGURBJARTUR JÓHANNESSON, Víghólastíg 24, Kópavogi. Spölur hf. Frá Halldóri Finnssyni: SPÖLUR er stutt og skemmtilegt nafh og merking þess er auðskilin og alíslensk og er það gott að svona fyr- irtæki þurfi ekki að skreyta sig með löngu og jafnvel erlendu nafni. En það vai' nú ekki fyrir nafnið, sem ég vildi hæla þeim sem að þessu félagi standa - heldur því þrekvirki, bjaitsýni og ódrepandi dugnaði við framkvæmd á þessu stærsta sam- göngumannvirki á Islandi eins og er. Já, það er undravert hvemig þeim tókst að fjármagna þessa fram- kvæmd, sem er mjög stórbrotin bæði að frágangi og einnig aðkomu beggja megin frá, sem á þó eflaust eftir að verða fallegri þegar búið er að græða upp það sem nú er ógróið. Én svona er það, að sumu leyti saknar maður Akraborgarinnar gömlu og góðu. Það var ósköp gott að fá hvíld á sjó í klukkutíma á leiðinni á milli Grundarfjarðar og Reykjavíkur, og áhöfnin alltaf hjálpleg og lipur. Ekki spillti það að Akraborgin gaf eldri borgurum 50% afslátt af far- gjaldi, og munaði það þónokkru fyrir okkur eldra fólkið. - Sama er um aðr- ar ferjur við landið, svo og flugfélög- in, sem gefa eldra fólki afslátt, þó sé svolítið mismunandi. Nú kostar hver ferð um Hvalfjarð- argöng kr. 1.000,- en ef keyptur er veglykill með 20 ferðum fæst 20% af- sláttur, og ef keyptm- er veglykill með 40 ferðum fæst 40% afsláttur. Það er nú svo að við eldra fólkið fórum varla meira en 10 til 20 ferðir á ári í gegnum göngin, því finnst okkur ekki ósangjarnt - miðað við hvað Akraborgin var almennileg við okk- ur, að Spölur geri undantekningu, þannig að þeir gæfu eldri borgurum kost á að kaupa veglykil með ca. 10 til 20 ferðum í, og væri þeim gefinn 40% afsláttur - eða svipað og þeim sem keyra mun meira. Því er nú þessu máli hreyft nú, að í sjónvarpsviðtölum fyrir nokkru, kom fram að umferð um göngin væru um þriðjungi meiri en reiknað hafi verið með - (og tekjurnar því einnig) - svo nú í maí nk. yrði gjaldskráin endur- skoðuð, og sennilega lækkuð, með samkomulagi við þá sem fjármögn- uðu framkvæmdina. Upplýst er að tæknilega er þetta mjög auðvelt, þ.e. að selja veglykla með 10 eða 20 ferðum, og þá með þeim afslætti sem stjómin ákvæði, gegn framvísun persónuskilríkja t.d. eldri borgara. Vonandi treystir stjómin sér til þess að skoða þetta í alvöru, við end- urskoðun á gjaldskrá nú á vori kom- anda. HALLDÓR FINNSSON, Hrannarstíg 5, Grundai-firði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.