Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 76
Morgunblaðið/Kristinn LITIÐ var flogið innanlands síðdegis í gær og samkvæmt veðurspá er ólíklegt að mikið verði hægt að fljúga í dag. Stöðug snjóflóðavakt og hús rýmd áfram í Bolungarvík og Siglufírði r * Spáð snjökomu á Norður- landi og roki um allt land STÖÐUG snjóflóðavakt er nú á Veð- urstofu íslands þar sem metin er snjóflóðahætta í Bolungarvík og Siglufirði þar sem nokkur hús voru rýmd áfram í gær. Spáð er norðan- roki víða um landið með snjókomu, mestri á Norðurlandi en engri á Austurlandi. I gærkvöld og nótt kyngdi snjó víða niður um vestan- og norðanvert landið. jk I Siglufirði voru 20 hús rýmd um hádegisbil í gær og var talið rétt að hafa þau áfram mannlaus þar til veðr- ið skánaði. Mikið snjóaði þai- síðdegis í gær eins og víða á Norðurlandi en í gærkvöld dró heldur úr snjókomunni í Siglufirði. í Bolungarvík voru átta hús rýmd áfram eins og í fyrrinótt og sömuleiðis bönnuð áfram umferð í hesthúsahverfi bæjarins. Ekki var talin ástæða til að rýma aftur hús í Súðavík eða á Isafirði. Almanna- varnanefndir voru í sambandi við snjóflóðavakt Veðurstofunnar til að geta gripið til ráðstafana ef breyting- ar yrðu til hins verra. Innanlandsflug lagðist niður síð- degis í gær vegna dimmviðris og roks og færð var orðin þung í út- hverfum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en snjóruðningstæki voru að fram yfir miðnætti og áttu að hefjast handa aftur um klukkan 5 í morgun. Þá var erfið færð í bæjum víða á Vestfjörðum og Norðurlandi og hafa lögregla og björgunarsveitir verið fólki til aðstoðar. Einar Sveinbjömsson veðurfræð- ingur sagði lægð enn norður af Mel- rakkasléttu og myndi hún þokast suður með Austurlandi. Því yrði norðanstrengur yfir landinu á morg- un með talsverðri snjókomu á Norð- urlandi en lítilli á Vesturlandi og úr- komulaust yrði á Suður- og Austur- landi. Hann taldi ólíklegt að gæfi til flugs í dag vegna veðurhæðar og snjókomu. Atlantsskip sigla áfram DÓMSTÓLL í Washington gaf í gær Bandaríkjaher leyfi til að láta Atlantsskip ehf. halda áfram siglingum fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli milli Banda- ríkjanna og Islands þar til nýtt útboð hefur farið fram. Var þetta tilkynnt stjóm Atlants- skipa í gær og sagði Guðmundur Kjæmested, framkvæmdastjóri skipafélagsins, að dómarinn hefði sagt að fresturinn gilti þar til nýtt útboð hefði farið fram. Þegar síðasta útboð var haldið leið ár frá því útboðsgögn vom lögð fram og siglingar hófust. Dómstóllinn dæmdi í byrjun febrúar að það útboð hefði ekki verið reglum samkvæmt. Atl- antsskip og bandarísk yfirvöld hafa 45 daga til að áffýja þeim úrskurði til æðra dómstigs. 10-11 skráð á VÞI í mars VÖRUVELTAN HF., fyrirtækið sem rekur 10-11 verslanirnar, verð- ur skráð á Verðbréfaþing Islands í mars næstkomandi og stendur und- irbúningur skráningarinnar nú sem hæst. Eignarhaldsfélagið Alþýðubank- inn hf., Landsbréf hf., Lífeyrissjóð- urinn Lífiðn auk nokkurra annarra aðila keyptu 70% hlut í fyrirtækinu í lok síðasta árs af hjónununum Ei- ríki Sigurðssyni og Helgu Gísla- dóttur sem eiga nú 25% hlut í fyrir- tækinu. Þau 5% sem eftir standa mun Islandsbanki selja á almenn- um markaði í dreifðri sölu. Eignar- haldsfélagið á 27% hlutafjár í félag- inu. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri EFA, segist binda góðar vonir við að ski-áningin muni •*-skila EFA ávinningi enda sé um gott og „ferskt" fyrirtæki að ræða með jákvæða ímynd. Sagði hann að gefa ætti hluthöfum EFA kost á að kaupa af hlut EFA í Vöruveltunni, áður en það verður skráð á markað, og þá í hlutfalli við eign sína í Eign- arhaldsfélaginu Alþýðubankinn hf. ^ ■ Ávöxtun/20 LANDHELGiSGÆSLAM Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nefndum verði fækkað á þingi ÞINGMENN forsætisnefndar Ai- þingis hafa lagt fram frumvai-p sem gerir ráð fyrir verulegum breyting- um á störfum Alþingis, meðal annai's styttingu ræðutíma og fækkun nefnda. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, kveðst vona að með breyt- ingunum verði Alþingi skemmtilegri vettvangur skoðanaskipta. Hann segir þó að ekki sé eining í þing- flokkum um þær allar og því óljóst hvort þær verði samþykktar. Ræðutími þingmanna við aðra um- ræðu um mál verður verulega stytt- ur en á móti kemur að þeir mega taka eins oft til máls og þeir vilja, ólíkt því sem nú er. „Eg tel að mál- þóf verði úr sögunni með þessu því ég myndi ekki skilgreina það sem málþóf þó menn tali oft í stuttu og meitluðu máli. Menn geta vafalaust misnotað þetta en engu að síður held ég að ræðurnar verði líklegri til þess að hlustað verði á þær heldur en þær sem taka marga klukkutíma.11 Ólafur segist vona að breytingarn- ar verði til þess að þingmenn, frétta- menn og almenningur fylgist meira með ræðunum. „I dag er yfirleitt Fjögurra bíla árekstur aust- ur af Selfossi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöld til að sækja tvo menn sem slösuðust alvarlega í fjögurra bfla árekstri á Suðurlandsvegi, aust- ur undir Kjartansstöðum, 7-8 km austur af Selfossi, skömmu fyrir klukkan 18. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur er annar þeirra mjög mikið slasaður en þó ekki í bráðri lífshættu. Suðurlandsvegur var lokaður í um einn og hálfan tíma vegna árekstursins og að sögn lög- reglu á Selfossi myndaðist þar mikil bflaröð. Talið er að kóf frá siyóruðn- ingstæki hafi valdið því að öku- mennirnir tveir sem fyrstir lentu í árekstri sáu ekki hvor annan í tæka tíð. Þeir slösuðust báðir alvarlega og bflarnir, lítill jeppi og fólksbfll, eru ónýtir. Tveimur ökumönnum sem komu aðvífandi tókst ekki að stöðva bfla sína í tæka tíð og lenti annar á jeppanum en hinn aftan á þeim fyrrnefnda. Tveir menn hlutu við það minniháttar meiðsl. Kallað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um tíma leit út fyrir að hún kæmist ekki til Selfoss vegna éljagangs og var sjúkrabflum stefnt til Eyrar- bakka til móts við hana. Skömmu síðar stytti þó upp og tókst þá að lenda þyrlunni við Sjúkrahús Selfoss og setja þá slösuðu um borð. enginn í salnum þegar verið er að flytja þessar maraþonræður.“ I breytingartillögunum er jafn- framt gert ráð fyrir að þingnefndum verði fækkað úr þrettán í sjö. Meðal annars er lagt til að landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarnefnd verði sameinaðar i eina atvinnumálanefnd sem einnig taki að sér hluta af verk- efnum efnahags- og viðskiptanefnd- ar og lagt er til að menntamálanefnd og allsherjai'nefnd verði sameinað- ar. ■ Ræðutími/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.