Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samningur rikis og Skógræktarfélagsins um framlag til Landgræðsluskóga
Langstærsta skógrækt-
arverkefnið hingað til
Morgunblaðið/Þorkell
FRÁ undirritun samningsins á Iaugardag. Frá vinstri: Guðmundur
Bjarnason umhverfisráðherra, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skóg-
ræktarfélags Islands, og Geir H. Haarde íjármálaráðlierra.
SAMNINGUR milli ríkisins og Skóg-
ræktarfélags Islands, sem felur m.a. í
sér árlegt og stigvaxandi fjáríramlag
til samstarfsverkefnisins Land-
græðsluskóga, til ársins 2003 í hlut-
falli við minnkandi framlag Skógrækt-
ar ríkisins á trjáplöntum tii verkefnis-
insi var undirritaður á laugardag.
I lok samningstímabilsins árið 2003,
verður fjái'framlag ríkisins til Skóg-
ræktarfélagsins komið í 16 miiljónir
króna, en á sama tíma verður plöntu-
framleiðslu Skógræktar ríldsins
vegna verkefnisins lokið. Þannig mun
Skógræktarfélagið sjá um að bjóða út
framleiðslu á einni milljón trjáplantna
til verkefnisins meðal einkaaðila.
Ábyrgð Skógræktar-
félagsins aukin
Skógræktarfélagið tekur með
samningnum að sér stjóm og fram-
kvæmd Landgræðsluskóga fyrir land-
búnaðarráðuneytið. í því felst undir-
búningur og gerð samninga um friðun
og vörslu, plöntukaup, skipulag dreif-
ingar á plöntum, gróðursetning og
umhirða svæða.
Framlagið ársins 1999 er 10
milljónir króna og hækkar framlag-
ið um tvær milljónir á ári uns
samningurinn rennur út 31. desem-
ber 2003, en hann verður endur-
skoðaður eigi síðar en 30. desember
2002.
Guðmundur Bjamason umhverfis-
ráðhema sagði við samningsundiiTÍt-
unina, að verið væri að auka ábyrgð
Skógræktarfélags íslands á hlutdeild
þess í Landgi’æðsluskógum. Hefði
Skógræktarfélagið staðið sig afar vel í
verkefninu á undanfömum ámm.
Hann taldi að málum væri betur kom-
ið með þeim hætti að Skógræktarfé-
lagið sæi um plöntukaup hjá einkaað-
ilum heldur en að Skógrækt ríkisins
framleiddi plöntumai’.
„Það er orðið fullt af framleiðend-
um sem geta annast það verkefni og
Skógrækt ríkisins hefur fengið það
verkefni í meiri mæli að vera til leið-
beiningar, fræðslu og eftirlits með
skóglendum, en dregið úi’ fram-
kvæmdum af þessu tagi enda geta
aðrir annast það,“ sagði Guðmundur.
Hulda Valtýsdóttir formaður Skóg-
ræktarfélags Islands sagði að samn-
ingurinn væri til merkis um mikil-
væga traustsyfírlýsingu ríkisins á
Skógræktarfélagið.
„Verkefnið Landgræðsluskógar er
langstærsta skógræktarverkefnið
sem hefur verið ráðist í og hefur vakið
mikla athygli á möguleikum okkai’ á
því að gróðursetja í nýtt gróðurland,“
sagði Hulda.
Borgarsjóður
24 milljónir
til íþrótta-
og æsku-
lýðsfélaga
RÚMUM 24 milljónum króna
hefur verið úthlutað úr borg-
arsjóði til íþrótta- og æsku-
lýðsfélaga samkvæmt tiUögu
Iþrótta- og tómstundaráðs
sem staðfest hefur verið í
borgarráði.
Skátasamband Reykjavíkur
fær hæsta styrkinn
Skátasamband Reykjavíkur
hlýtur hæsta styrkinn, 4,5
milljónir króna, KFUM og
KFUK hljóta fjórar milljónir
króna, Afreks- og styrktar-
sjóður Reykjavíkur 2,5 millj-
ónir, Taflfélag Reykjavíkur
tvær milljónir, Taflfélagið
Hellir einnig tvær miUjónir,
Pallas Athena 1,8 milljónir,
Bridgefélag Reykjavíkur og
íþróttafélag Reykjavíkur
hálfa milljón hvort félag, Fé-
lag áhugafólks um íþróttir
aldraðra fær fjögur hundruð
þúsund krónur en önnur félög
fá minna.
|
r
L
.
Hjálparsjóður Rauða kross íslands
Breski leikstjórinn Tony Kaye við tökur hérlendis
25 milljónir til
fórnarlamba
jarðsprengna
RAUÐI kross íslands hefur sent
25 milljóna króna framlag til starfs
Aljóðaráðs Rauða krossins fyrir
fómarlömb jarðsprengna í írak og
Bosníu. Er framlagið að mestu
leyti komið frá styrktarfélögum
Hjálparsjóðs Rauða krossins.
Þrettán milljónum króna verður
varið í verkefni á vegum Rauða
krossins í Irak en fyrir þá upphæð
er unnt að framleiða yfir eitt þús-
und gervilimi þar í landi og veita
fjölda fólks nauðsynlega endur-
hæfingu. Um tíu milljónum króna
verður varið í fræðslu og forvarnir
gegn jarðsprengjum meðal al-
mennings í Bosníu og tveimur
milljónum króna verður varið í al-
menn verkefni vegna jarð-
sprengna, á vegum Alþjóðaráðs-
ins.
Hjálparsjóður Rauða kross ís-
lands samanstendur af styrktarfé-
lögum, sem eru bæði einstaklingar
og fyrirtæki. Greiða þeir 2.500
króna árgjald sem notað er í ýmis
verkefni. Framlög ársins 1997
voru notuð til að kaupa vetrarskó
fyrir börn í Kasakstan og framlög
þessa árs verða notuð til að auka
lífslíkur barna og kvenna í suður-
hluta Mósambík, með bólusetning-
um og aukinni heilsugæslu. Verk-
efnið er unnið í samvinnu við Þró-
unarsamvinnustofnun Islands, en
barnadauði í Mósambík er meðal
þess mesta sem þekkist.
Styrktarfélögum Hjálparsjóðs-
ins fjölgaði verulega á síðasta ári
og hefur framlag sjóðsins aldrei
verið hærra en nú.
Alþjóðaráð Rauða krossins styð-
ur með margvíslegum hætti við
fórnarlömb jarðsprengna. Ráðið
rekur t.a.m. 25 gervilimaverkstæði
og endurhæfingarstöðvar fyrir
fórnarlömb jarðsprengna í 25
löndum víða um heim.
UNDSFRÆGT U RVA J-
SKOÐID ÚRVAIIP Á HFIíTlASÍÐU SKKAK,
WWW.HFKI-A.IS
Til sölu MMC Galloper, Tuírbo Diései, sjaitsKiptur, Dreynur,
33 tommu dekk, álfelgur, varadekkshlíf. Nánari upplýsingar hjá
Bílaþingi Heklu í símum 569 5500 og 569 5660.
opnunartími:
mánud.- föstud. kl. 9-18,
laugardagar kl. 12-16.
duu og Dba DbbU. j
BÍLAÞING HEKLU
W O T A Ð I R .á-fii B I L A B
LAUGAVEGI 174 • SlMI 669 5660 • FAX 569 5662
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
TONY Kaye vinnur að mynd um náttúru og umhverfi á Islandi.
Islensk náttúra í alþjóð-
legri auglýsingaherferð
BRESKI leikstjórinn Tony Kaye
er við tökur hérlendis á listrænni
auglýsingamynd fyrir svissneska
bankann UBS. f því skyni hefur
hann ferðast um heiminn, m.a. til
Ástralíu, Venesúela og Japans, og
myndað náttúruperlur, framúr-
stefnulegan arkitektúr og fleira.
Kaye vinnur myndina hérlendis í
samstarfi við kvikmyndafyrirtæk-
ið PanArctica. Hann myndaði við
Bláa lónið á sunnudag og við
Geysi í Haukadal og í gær mynd-
aði hann íshella í grennd við Jök-
ulsárlón. Hann skýrði frá því í
samtali við Morgunblaðið að
myndin snerist um náttúruna og
það umhverfí sem maðurinn hef-
ur búið sér og að undir myndun-
um yrði lesið upp úr textum
bandariska nítjándu aldar skálds-
ins Emersons.
Kaye er almennt talinn einn
þekktasti og áhrifamesti auglýs-
ingaleikstjóri í heiminum. Hann
komst nýverið í sviðsfjósið þegar
hann leikstýrði myndinni Americ-
an History X en vildi ekki láta
kenna sér myndina eftir deilur
við kvikmyndaverið New Line,
sem framleiðir myndina, og aðal-
leikarann, Edward Norton, sem
tilnefndur er til Óskarsverðlauna
fyrir frammistöðu sína í mynd-
inni. Kaye taldi sig ekki fá nógan
tíma til að Ijúka við myndina og
var ósáttur við afskipti fulltrúa
kvikmyndaversins og Nortons af
lokafrágangi hennar. Hann stóð
fyrir auglýsingaherferð gegn
New Line í dagblöðum og tíma-
ritum en alit kom fyrir ekki.
Hann stendur nú í málaferlum við
New Line vegna málsins.
Kaye vinnur einnig að því um
þessar mundir að ljúka við heim-
ildarmynd um fóstureyðingar,
sem hann hefur unnið að í átta
ár, og stefnir að gerð myndar eft-
ir sögu Tennessee Williams með
Marlon Brando í aðalhlutverki.
„Fyrir okkur er auðvitað mikið
mál að vinna fyrir Tony Kaye.
Hann er þekktasti auglýsinga-
leikstjóri í heiminum í dag auk
þess sem hann er að leikstýra
kvikmyndum," segir Pétur
Bjarnason hjá Pan Arctica. „Við
höfum verið í sambandi við Tony
Kaye nánast frá stofnun fyrir-
tækisins fyrir tæpum tveimur ár-
um og höfum gert mörg tilboð í
ýmis verkefni. Þessar tökur eru
sérstakt samstarfsverkefni Pan
Arctica og Tony Kaye.“
Hann vildi ekki nefna neinar
kostnaðartölur vegna umfangs
verkefnisins en skýrði frá því að
á næstunni ynni fyrirtækið verk-
efni fyrir aðila í Englandi og
Þýskalandi og stórt verkefni fyrir
aðila á Spáni.
Óhætt er að segja að veðurguð-
irnir hafi leikið við Kaye og fjall-
konan skartað sínu fegursta þá
daga sem hann hefur verið við
tökur hérlendis en hann flýgur
héðan í fyrramálið. Ef lánið hefúr
leikið við hann hefur það líka
leikið við íslenska ferðaþjónustu
því myndin verður sýnd um allan
heiin þegar hún verður tilbúin og
verður það liður í alþjóðlegri
auglýsingaherferð UBS.