Morgunblaðið - 16.03.1999, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
_ Samþykktað
hefia hvalveið-1
ÉG er bara farinn . . .
Breyting laga um almannatryggingar og aðstoð
Psoriasis- og exem-
sjúklingar mótmæla
SAMTÖK psoriasis- og exemsjúk-
linga mótmæla þeirri ákvörðun
Alþingis að afnema lagaákvæði í
lögum um almannatryggingar og
félagslega aðstoð, sem tryggði
psoriasissjúklingum rétt til að
fara á norræna meðferðarstöð á
Kanaríeyjum í svokallaða lofts-
lagsmeðferð. Að sögn Helga Jó-
hannessonar, formanns samtak-
anna, er þessi þróun öfug á við það
sem gerist á hinum Norðurlönd-
unum, því þar er þróunin sú að
senda fleiri í meðferðina.
I fréttatilkynningu frá samtök-
unum segir að meðferðin á
Kanaríeyjum hafí reynst mjög ár-
angursrík og sé ein sú besta sem
sjúklingarnir eigi völ á. Þar segir
ennfremur að fulltrúar frá sam-
tökunum hafi farið á fund heil-
brigðis- og trygginganefndar Al-
þingis til að skýra sín sjónarmið
en að það hafi engu breytt því
ákveðið hafi verið að afnema þessi
réttindi.
I fréttatilkynningunni segir:
„Afdrif þessa máls urðu Samtök-
um psoriasis- og exemsjúklinga
mikil vonbrigði og sérstaklega
kom á óvart sú þrautseigja og
harðfylgni sem heilbrigðisráð-
herra, ásamt varaformanni heil-
brigðis- og trygginganefndar, Siv
Friðleifsdóttur, sýndu í málinu og
órofið fulltingi annarra þingmanna
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks við að leggja ofuráherslu á
það í þinglok að skerða réttindi
psoriasissjúklinga, sem þeir hafa
haft svo áratugum skiptir.
Að sögn Helga var fyrst farið til
Kanaríeyja í þessum erindagjörð-
um árið 1979 og um 40 manns á ári
fóru í meðferðina allt til 1996.
Hann sagði að frá því 1996 hafi
sjúklingar sem sótt hafi um að fá
styrk til ferðarinnar flestir fengið
umsóknir sínar endursendar frá
Tryggingastofnun. Hann sagði að
aðeins einn sjúklingur hefði farið á
síðasta ári en gert væri ráð fyrir
að sex sjúklingar færu til Kanarí-
eyja nú í apnl og að það yrði síð-
asti hópurinn sem fengi styrk til
að fara út. Að sögn Helga er
kostnaðurinn við að senda einn
sjúkling út um 150.000 krónur en
meðferðin kemur í stað sjúkrahús-
vistar hér.
Full búð af nýjum vörum
Tilbúnir eldhústaukappar
frá kr, 650 á metrinn.
Falleg stofuefni
frá kr. 980 á metrinn.
Tilbúnir felldir stofutaukappar
frá kr. 1.790 á metrinn.
Z-brautir,
Faxafeni 14.
Sími 533 5333/533 5336
Starfsmannafélag ríkisstofnana 60 ára
Nýtt launakerfí
skilar auknum
dagvinnutekjum
Jens Andrésson
Starfsmannafélag
ríkisstofnana er 60
ára á þessu ári. Af
því tilefni hefur meðal
annars verið ákveðið að
gefa út sögu félagsins.
Formaður Starfsmanna-
félags ríkisstofnana er
Jens Andrésson.
„Stjórn félagsins fékk
Þorleif Óskarsson sagn-
fræðing til að skrá sögu
félagsins og hún mun
væntanlega koma út árið
2000. Þorleifur mun með-
al annars vinna úr
óprentuðum heimildum
félagsins og skoða skjála-
safn og fundargerðar-
bækur.“ Jens segir að
höfuðmarkmiðið með út-
gáfu bókarinnar sé að
saga félagsins verði að-
gengileg, hún rakin á skýran og
skipulegan hátt og sett í til-
hlýðilegt samhengi við sögu
heildarsamtakanna BSRB og
þróun samfélagsins.
-Þið ætlið líka að setja upp
ljósmyndasýningu með vorinu?
„Já, verið er að vinna að ljós-
myndasýningu um sögu félags-
ins. Sýningin verður sett upp í
félagsmiðstöðinni Grettisgötu
og sem farandsýning sem mun
fara um allt land á afmælisár-
inu.“
Jens segir að sýningin eigi að
endurspegla sögu og vinnuum-
hverfi hins dæmigerða opinbera
starfsmanns. „Við fáum aðstoð
frá Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur sem mun annast öflun mynda
og setja upp sýninguna fyrir
okkur.“
- Er fleira á döfinni í tilefni
afmælisins?
„Við höfum verið að hvetja fé-
lagsmenn okkar sem hafa feng-
ist við myndlist að þiggja boð
okkar um sýningaraðstöðu á
fjórðu hæð í félagsheimili okk-
ar. Fyrir viku opnuðum við
fyrstu sýninguna en verk á
henni eru eftir Arsæl Þórðarson
og Karl Stefánsson en þeir
starfa sem umsjónarmenn í
skólum."
Jens segir að aðal hátíðahöld-
in í tilefni afmælisins verði síð-
an 19. júní næstkomandi í Fjöl-
skyldugarðinum í Laugardal.
„Þar gerum við okkur glaðan
dag og bjóðum félagsmönnum
og fjölskyldum þeirra upp á ým-
is skemmtiatriði, götuleikhús,
tónlistaruppákomur, leiktæki og
svo framvegis."
- Starfsmannafélag ríkis-
stofnana hefur gengist fyrir
svokölluðum rekspalarnám-
skeiðum. Hvernig ganga þau?
„ Námskeiðin hafa gengið vel
og eru unnin í sam-
ráði og samvinnu við
stjórnsýslufræðslu og
Endurmenntunar-
stofnun Háskóla Is-
lands.
Alls hafa milli 800-900 félagar
sótt rekspalarnámskeiðin en um
er að ræða 60 tíma námskeið.
Innihald námskeiðanna og
markmið er að auka vellíðan og
færni starfsmanns á vinnustað."
- Hvernig hefur gengið að
taka í notkun nýja launakerfið
hjá opinberum starfsmönnum?
„Það hefur gengið ágætlega
en tekið mun lengri tíma en
áætlað var. Samkvæmt kjara-
samningum frá árinu 1997 var
►Jens Andrésson er fæddur í
Reykjavík árið 1952. Hann
lauk vélfræðiprófi frá Vélskóla
Islands árið 1976 og var á sjó
frá Sauðárkróki til ársins 1982
er hann gerðist starfsmaður _
Þróunarsamvinnustofnunar Is-
lands á Grænhöfðaeyjum.
Jens var starfsmaður Vinnu-
eftirlits ríkisins frá 1987-1996.
Hann hefur verið formaður St-
arfsmannafélags ríkisstofnana
frá árinu 1996.
Eiginkona hans er Kristín
Þorsteinsdóttir og eiga þau
eina sex ára dóttur.
ákveðið að taka upp nýtt launa-
kerfi. Það er fyrst núna sem
þeim þætti kjarasamningsins er
að ljúka. Starfsmannafélag rík-
isstofnana hefur gert aðlögun-
arnefndarsamninga við um 207
ríkisstofnanir en þar er starfs-
mannafjöldinn í kringum
3.500-3.700 manns.“ Jens segir
að kauphækkanir hafi verið
19-21% þ.e. hækkun dagvinnu-
launa frá 1.4. 1997 og fram til
dagsins í dag. Hann segir að ef
fer sem horfir ætti þessi hópur
að ná fram hækkun á dagvinnu-
launum upp í 28% árið 2000.
„A samningstímanum hafa
laun lífeyrisþega sem fá greitt
frá lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins og taka mið af meðal-
talsreglunni hækkað um 32%.
Annað af meginmarkmiðum
kjarasamninganna var að auka
hlut dagvinnulauna með því að
breyta samsetningu heildar-
launa. Þá var óunnin yfirvinna
tekin inn í grunnlaunin og það
hefur gengið eftir. Hitt mark-
miðið var að færa framkvæmd
kjarasamningsins inn á stofnan-
ir. Það hefur gerst hægar en
gert var ráð fyrir en væntan-
lega mun það takast á
samningstímanum.“
- Um þessar mund-
ir eruð þið líka að
hefja úthlutun til sí-
menntunar félaga úr
Þróunar- og símenntunarsjóði
SFR?
„Já, það er um þessar mundir
verið að úthluta úr Þróunar- og
símenntunarsjóði í fyrsta skipti
en hann varð til í kjarasamning-
unum í apríl árið 1997.
Úthlutað verður til stofnana
til að þær geti staðið straum af
kostnaði við endur- og símennt-
un starfsmanna innan SFR.
Nokkrar stofnanir hafa þegar
sótt um og fengið úthlutun."
Verið er að
skrá sögu
félagsins