Morgunblaðið - 16.03.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.03.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 11 FRÉTTIR gæslunni, Sigurgeir A. Jónsson rfkistollstjóri, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason. Samningur lögreglu og tollgæsiu um samstarf í baráttu gegn fíkniefnum Ætlað að afstýra fíkniefnabrotum Mörg hús rýmd vegna snjóflóðahættu Hefur heilmikið rask í för með sér LÖGREGLUYFIRVÖLD á íslandi og tollyfirvöld hafa gert með sér starfssamning í baráttunni gegn fíkniefnum. Markmið samningsins er að koma í veg fyrir fíkniefnabrot í landinu og stuðla að markmiði rík- isstjórnarinnar um fíkniefnalaust þjóðfélag. Markmið samningsaðila er m.a. að styrkja og efla samstarf lögreglu og tollgæslu, skapa möguleika á betri árangri í baráttunni gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna og stuðla að aukinni menntun lögreglu- manna og tollvarða. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri og Sigurgeir A. Jónsson ríkistollstjóri undirrituðu samning- inn í gær. Tryggð verði besta þjálfun fíkniefnaleitarhunda Við sama tækifæri var einnig undirritaður samningur um sam- vinnu varðandi fíkniefnaleitarhunda lögi'eglunnar og tollgæslunnar, sem felur m.a. í sér að tryggð verði besta þjálfun hundanna og að lög- reglan og tollgæslan i öllum um- dæmum landsins eigi þess kost að fá aðstoð sérþjálfaðra fíkniefna- hunda þegar það reynist nauðsyn- legt vegna einstakra verkefna. Samningamir voru kynntir undir kjörorðinu „Tökum höndum saman gegn fíkniefnum", en síðan í nóvem- ber á síðasta ári hefur vinnuhópur á vegum ríkislögreglustjóra og ríkis- tollstjóra unnið að gerð tillagna að samstarfi lögreglu og tollgæslu. Með samningunum er leitast við að skapa traustan grundvöll fyrir ár- angursríku samstarfi og samráði lögreglu með því að koma á fót sam- starfsnefndum, þar sem ákveðnum fulltrúum lögreglu og tollgæslu er falið að annast og bera ábyrgð á samstarfi hlutaðeigandi embætta. Ríkislögreglustjóri og ríkistoll- stjóri hvetja almenning ennfremur til að leggja málinu lið þar sem mik- ilvægt er að allir taki höndum sam- an og berjist gegn þeim skaðvaldi sem fíkniefnin eru. Til að auðvelda almenningi þetta hafa ríkislögreglu- stjóri og ríkistollstjóri tekið upp sameiginlegt símanúmer til mót- töku á upplýsingum frá almenningi. Um er að ræða gjaldfría símanúm- erið 800 5005 og verður með því hægt að leggja inn skilaboð eða upplýsingar. Fíkniefnamarkaðurinn fái ekki að vera óáreittur Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sagði að með samning- unum væri verið að koma í veg fyrir að fíkniefnamarkaðurinn á Islandi fengi að vera óáreittur. „Við erum að reyna að ráðast gegn fíkniefnamarkaðnum með samstilltum vinnubrögðum lögi'eglu og tolls,“ sagði Haraldur. Hann sagðist vonast til þess að samningarnir yrðu til þess að lög- reglan og tollgæslan i landinu gætu, með sameiginlegum starfskröftum, stýidngu á fjármagni, mannahaldi og fleira, leitt til þess að hið opin- bera gæti, betur en verið hefði, komið í veg fyi'ir ólöglegan innflutn- ing á fíkniefnum, neyslu þeirra og sölu í landinu. „ÞAÐ er heilmikið rask að flytja fimm manna fjölskyldu út í hvert sinn sem rýma þarf húsin hér við Dísarland vegna snjóflóðahættu," segir Viðar E. Axelsson, íbúi í Dís- arlandi í Bolungai-vík. Viðar og fjölskylda hans leituðu til ættingja seint á föstudagskvöld eftir að lög- reglan tilkynnti þeim að rýma þyrfti hús við Dísarland og Traðar- land. Viðar og fjölskylda rýmdu húsið síðast fyrir þremur vikum, og voru þá fjóra daga í burtu. Fyrir tveim- ur árum féll snjóflóð í gegnum stof- una hjá þeim og þá munaði litlu að illa færi. Eiginkona hans var nýfar- in út úr húsinu með börnin þegar flóðið féll og segir hann að þá hafi ekki verið búið að gefa út tilskipun um rýmingu. Viðar segist ekki vera ánægður með hvemig staðið var að rýming- unni: „Það var rætt um það fyrr í vetur að rýma húsin tímanlega, ekki seinna en fyrir kvöldmat, en á föstudag var hringt í okkur kl. 23:15 og þá voru börnin farin að sofa og við hjónin að koma okkur í rámið. Það segir sig sjálft að ef þessir lögreglumenn hefðu komið tíu mínútum seinna hefðum við verið farin að sofa og sennilega sof- ið í húsinu alla nóttina," segir Við- ar. Fegin að vera komin aftur heim Viðar og fjölskylda hans voru fegin að vera komin aftur heim í gær enda fylgja því óþægindi að sögn Viðars að vita ekki hvenær þau gætu snúið heim aftur. Við- búnaði vegna snjóflóðahættu var hætt um miðjan dag á sunnudag og gátu þá þær fjölskyldur sem rýmt höfðu hús sín, snúið til síns heima, alls um 30 manns. „Það er heilmikið rask að fara út af heimili sínu í snatri og vita ekki hvenær þú getur snúið til baka, fyrir utan það að leggjast upp á aðra, þótt ættingjar okkar taki okkur ávallt vel og allir reyni að gera gott úr þessu. Að sjálfsögðu tekur þetta á börnin og alla hina líka,“ segir Viðar og bætir við að þótt fjölskyldan vilji gjarnan flytja þá sé ekki hlaupið að því að selja húsið. Hættuástandi vegna snjó- flóðahættu afiétt VÍÐAST hvar er enginn viðbúnað- ur lengur vegna snjóflóðahættu og hefur ekki verið síðan síðdegis á sunnudag. A Isafírði var hættu- ástandi aflétt um fimmleytið á sunnudag og var stillt veður þar í gær, að sögn lögreglu. Hættuástandi hafði verið lýst yf- ir í Seljalandshlíð og í hesthúsa- byggð í Hnífsdal. í Seljalandshlíð var eitt íbúðai'hús rýmt þar sem búa tveir íbúar, auk tveggja fyrir- tækja sem standa í hlíðinni og starfsemi er í. A Siglufirði hefur enginn viðbún- aður heldur verið síðan síðdegis á sunnudag, að sögn lögreglu, en þar hafði verið 1. stigs viðbúnaður. Vakt á Veðurstofu Islands fylgdist með svæðinu, ástandi og veðri, en engin hús voru rýmd og engin svæði voru lýst hættusvæði. Hættuástandi á Seyðisfirði var að sögn lögreglu aflétt á laugardag og fengu íbúar fai'fuglaheimilisins Haföldunnar að snúa til síns heima. I Bolungarvík var hættuástandi aflétt síðdegis á sunnudag og fengu þeir 30 íbúar sem yfirgefið höfðu hús sín að snúa þangað aftur. Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALLIR SUZUKI BÍUR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflniikiar véiar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita I hurðum • • samlitaða stuðara • Sjálfskipting kostar 150.000 KR. $ SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.