Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 30

Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Allt fyrir íþróttirnar KVIKMYJVDIR K r i n g 1 u b í ó HAFNAKÖRFUBOLTI „BASEKETBALL" irk'k Leikstjóri: David Zuker. Handrit: Zucker og Robert LoCash. Tónlist: Ira Newborn. Kvikmyndataka: Steve Mason. Aðalhlutverk: Trey Parker, Matt Stone, Yasraine Bleeth, Jenny McCarty, Ernest Borgnine og Robert Vaughn. ÞEGAR þeir leiða saman hesta sína leikstjóri skopstælingamynd- anna Beint á ská og höfundar teikni- myndanna „South Park“ í sjónvarp- inu verður útkoman eitthvað eins og Hafnakörfubolti eða „Baseketball"; fullkominn útúrsnúningur á tveimur af vinsælustu íþróttagreinum Banda- ríkjamanna og eðli allra göfugra íþrótta í bland við kolsvartan húmor þar sem mönnum er ekkert heilagt. I Hafnarkörfubolta leikstýrh- Da- vid Zucker þeim Trey Parker og Matt Stone en þeir leika unga menn að drepast úr vesaldómi sem fínna upp nýja íþróttagi-ein. Þeir blanda saman í forheimsku sinni og á ger- samlega óskiljanlegan hátt hafnar- bolta og körfubolta og leikui'inn sá verður nýjasta æðið sem grípur heiminn. Nóg er af gamansemi í myndinni sem beinist mjög að íþróttum og íþróttamönnum. Húmorinn er sér- staklega rætinn og margir brandar- arnir ágætlega heppnaðir. Markmið- ið er að ganga fram af fólki og kannski tekst höfundunum það und- ir merkjum gamanseminnar. Þeir Parker og Stone eru fínir gaman- leikarar og leika hið hálfvitalega par eins og þeir sem vitið hafa. Fjöldi þekktra aukaleikara skreytir kök- una eins og Ernest Borgnine og Ro- bert Vaughn, sem ekki hefur sést í bíói árum saman. Hafnarkörfubolti sameinar heimskuhúmorsmyndirnar og skop- stælingamyndirnar og hrærir saman við talsverðu af „South Park“ þátt- unum. Utkoman er nokkuð lunkin gamanmynd, sem ætluð er ungling- um sérstaklega. Arnaldur Indriðason MorgunblaðiíVSig. Fannar. ÞURÍÐUR Sigurðardóttir með eitt verka sinna. Fyrsta einkasýning Þuríðar Sigurðardóttur arnámskeið og þá aðallega vatuslitanámskeið; m.a. hjá Myndlistarfélagi Arnessýslu. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hjá myndlistarfé- laginu en þetta er fyrsta einka- sýning hennar og eru allar myndirnar vatnslitamyndir, flestar málaðar á þessum vetri. Selfoss. Morgunblaðið. NU stendur yfír sýning Þuríðar Sigurðardóttur í Gallerí Garði á Selfossi. Þuríður er fædd í Reykjavík 17. maí 1935 og Iauk stúdentsprófí frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1955 og seinna kennaraprófí frá Kennarahá- skóla íslands. Þuríður hefur sótt myndlist- Morgunblaðið/Aldís í SVIÐSETNINGU í Hveragerði tekst nokkuð vel til að skapa spennu, segir m.a. í umfjölluninni. Lúmskt gaman skemmtilegt LEIKLIST Leikfélag Hverageröis MARGTBÝRí ÞOKUNNI Sakamálagamanleikur eftir William Dinner og William Morum. Þýðandi: Ásgerður Ingimarsdóttir. Leikstjóri: Anna Jórunn Stefánsdóttir. Leikend- ur: Svala Karlsdóttir, Sigrfður Val- geirsdóttir, Dagbjört Almarsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Guðmundur Guð- mundsson, Ylfa Lind Gylfadóttir, Grétar Einarsson, Lilja Guðmunds- dóttir, Eyrún Árnadóttir. Fruinsýning í gamla hótelinu í Hveragerði 13. mars. MARGT býr í þokunni er saka- málaleikrit með gamansömu ívafí sem hentar að mörgu leyti vel áhugamannaleikhúsinu, enda er það sett á svið öðru hverju hér á landi við góðar undirtektir. I þess- ari sviðsetningu í Hveragerði tekst nokkuð vel til að skapa spennuna sem fylgir því að sjá aðalpersónun- um allar bjargir bannaðar, og einnig tekst leikkonunum þremur, sem mest mæðir á, að lýsa spaugi- legu hliðarnar á persónum sínum, þremur ógæfusömum eldri konum sem koma að auðu húsi og búa sér þar sína jarðnesku paradís. Eins og vera ber sópar að Svölu Karls- dóttur í hlutverki Fríðu, en hún fer fyrir þrenningunni, úrræðagóð og drífandi. Þær Sigríður Valgeirs- dóttir og Dagbjört Fjóla Almars- dóttir ná einnig að draga fram ein- kenni persóna sinna, annars vegar fullkomið skeytingarleysi um eign- arréttinn en hins vegar sú hvim- leiða en um leið spaugilega árátta að halda sjálfan sig ljóðskáld þrátt fyrir að allt bendi til hins gagn- stæða. Þá stendur hin unga Ylfa Lind Gylfadóttir fyiár sínu sem Dóra Jakobs, frænka skúrksins. Anna Jóninn Stefánsdóttir hefur löngum verið mikil driffjöður í Leikfélagi þeiiTa Hvergerðinga og hér bregður hún sér farsællega í hlutverk leikstjórans. Sýningin er haldin í Hótel Björk. Þar er salur þar sem á ár- um áður voru haldnir margir seið- andi dansleikir, en hentar nú ágætlega fyrir menningarstarf- semi af ýmsu tagi. Guðbrandur Gíslason Dixíland, Sæmi og Austfj ar ðas veiflan TÖNLIST Sölvasalur Sólun í s I a n il u s DIXÍLANDHLJÓMSVEIT ÁRNA ÍSLEIFSSONAR Hljómsveitina skipa Sverrir Sveins- son trompet, Þórarinn Óskarsson básúnu, Guðmundur Norðdahl klar- inett, Árni ísleifsson píanó, Örn Egilsson gítar, Leifur Benediktsson bassa, Guðmundur Steinsson tromm- ur, Ragnheiður Sigjónsdóttir söngur. Sérstakur gestur: Sæmundur Harð- arson gítarleikari. Múlinn, sunnu- dagskvöldið 14. mars DIXÍLAND, hvítramanna Chigacodjass, hafði íyrir löngu runnið sitt blómaskeið er það upp- hófst á Islandi þegar fyrsta alís- lenska djasshljómsveitin hóf að leika í Listamannaskálanum síðla árs 1945. Það var hljómsveit Björns R. Einarssonar og á píanóið Árni ísleifsson. Enn er Árni að. Hann hefur lengi búið á Egilsstöð- um, kennt tónlist og stjórnað þar heljar djasshátíð á hverju sumri síðan 1987. Hann er nú kominn á eftirlaun og fluttur suður, en það breytir engu um djassstörf hans. Hann mun áfram stjórna djasshá- tíðinni á Egilsstöðum, sem haldin er í júnílok hvert ár, og nú hefur hann sett saman dixílandband og leika þeir gömlu klassíkina. Þetta er blandaður hópur atvinnu- og áhugamanna. Fyrir utan Arna er þar að finna annan frægan stjórn- anda dixílandhljómsveita, Þórarin Oskarsson básúnuleikara, sem ég heyrði síðast með díxíhljómsveit á djasshátíð Árna á Egilsstöðum. Þá blés í klarinettið Bragi heitinn Ein- arsson, einn af fáum klarinettu- snillingum íslenskrar djasssögu. Efnisskráln var velþekkt einsog vænta mátti. Elst laganna var At the Georgia Camp meeting, rag- tæmmars frá 1897. Eg man ekki að hafa heyrt þetta lag nema með díxílandhljómsveit Árna Isleifs á fímmtíuáraafmæli FIH. Annars voru flest verkanna úr klassísku dixíbókinni einsog At the jassband ball, Original dixiland one steps og Clarinade marmelade úr smiðju strákanna úr Orginal dixiland jass bandinu sem fyrst hljóðritaði djass 1917, Nikka LaRocca og Larry Shields, og Tin roof blúsinn yndis- legi sem Paul Mares samdi fyrir New Orleans rýþmakóngana sína - soðið uppúr óteljandi blúsum fyrri tíðar. Ragnheiður Sigjónsdóttir frá Höfn í Homafirði söng nokkur lög með hljómsveitinni. Hún er best í millitempói - hröðu þó - og gamli slagarinn AVho sorry now frá 1923 og Ain’t misbehavin sem Fats Waller samdi 1928 hljómuðu vel. Afturá móti fór ballaðan Cry me a river fyrir lítið - sérí lagi þegar meistaratúlkun Sigi-únar Jónsdótt- ur, með Óla Gauk og Jóni bassa flæktist fyrir í minninu. Það var ekki bara boðið uppá díxí þetta kvöld á Múlanum. Sæmundur Harðarson frá Höfn var í bænum. Hann hefur dvalið undanfarin ár í annari höfn, sem kennd er við kaupmenn, en nú er hann fluttur heim - og meirað segja sestur að í Breiðholti. Er því von til þess að fá að heyra þennan hæfíleikaríka gít- arista með helstu djassleikurum landsins í framtíðinni. Sæmundur lék ma. Soft winds með bravúr. En það lag skrifaði Benny Goodman fyrir sextett sinn með Charlie Christian föður rafgít- arsins í aðalhlutverki. Sæmi á að vísu ættir að rekja til Christians, en Wes Montgomery er hans mað- ur og ef Ulf Wakenius forfallast í einhverri íslandsheimsókn Niels Hennings mætti alltaf leita til Sæma. Hann hefur hæfíleikana - nú vantar hann bara að spila, spila og spila. Vonandi eru reykvískir djassistar á vaktinni. Vernharður Linnet Söng- leikurinn Oliver! í Hnífsdal LITLI leikklúbburinn og Tón- listai’skóli Isafjarðar frumsýna söngleikinn Oliver! í félagsheim- ilinu Hnífsdal, föstudagskvöldið 19. mars kl. 20.30. Söngleikurinn er eftir Lionel Bart í þýðingu Flosa Ólafssonai’. Alls 28 leikar- ar og hljóðfæraleikai-ai’ taka þátt í uppfærslunni, þai’ af 15 nem- endur úr 8. til 10. bekk. Hlutverk Olivers Twist leikur Þórunn Kristjánsdóttir, skúrkinn Faginn leikur Páll Gunnai’ Lofts- son, Herdís Jónasdóttir leikur vasaþjófmn Hrapp og Auður Guðnadótth- er í hlutverki gleði- konunnai’ Nancy. Leikstjóri er Guðjón Ólafsson. Söngstjórn er í höndum Margrétar Gemsdóttur og Friðrik Lúðvíksson sér um tónlistarstjóm. Flesth’ leikaranna syngja með kór Tónlistarskólans eða stunda söngnám við skólann. Söngleik- urinn er fyrsta samstarfsverk- efni Litla leikklúbbsins og Tón- listarskólans. Söngleikurinn er settur upp með sérstöku leyfí The South- brook Group and Cameron Mackintosh Ltd., segir í frétta- tilkynningu. Miðasala er í Edinborgarhús- inu á ísafmði kl. 17-19 alla daga frá og með 15. mars. Önnur sýning verður sunnu- daginn 21. mars og 3. sýning þriðjudaginn 23. mai’s kl. 20.30. Vortónleikar Samkórs Kópavogs SAMKÓR Kópavogs heldur sína ár- legu vortónleika í Salnum í Kópa- vogi í dag, þriðjudag, kl. 20.30. Ein- söng með kórnum syngur Svava Kristín Ingólfsdóttir. Á efnisskránni eru verk eftir Tryggva Baldvinsson, Ingibjörgu Bergþórsdóttur, Valgeir Guðjóns- son, Pablo de Sarasate, Josef Strauss, Johann Steurlein, F. Chop- in, Martinu, G. Gershwin, Andrew Lloyd-Webber, Ii-ving Berlin og fleiri. Á meðal textahöfunda eni Da- víð Stefánsson, Hallgrímur Péturs- son, Jón frá Ljárskógum og Jó- hannes úr Kötlum. Sungin verða lög úr Porgy og Bess, My fair lady og Cavalleria Rusticana. Stjórnandi kórsins er Dagrún Hjartardóttir. Undirleikari er Claudio Rizzi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.