Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 34

Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMÞYKKT LANDSFUNDAR MEÐ samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál hefur verið lagður pólitískur grundvöllur að lausn deilunnar um fiskveiðistjórnunar- kerfið, sem staðið hefur á annan áratug og hefur sífellt orðið harðari. Það er ekki búið að finna þá lausn, sem mikill meirihluti þjóðarinnar getur sætt sig við, en það er búið að skapa forsendur fyrir því, að hún finnist. Þetta er mikilvægasta niðurstaða landsfundarins og hún er í samræmi við þá afstöðu, sem fram kom í landsfund- arræðu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, sl. fimmtudag. I ályktun landsfundarins segir m.a.: „Árangursrík fiskveiðistjórnun skiptir sjávarútveginn höfuðmáli og eflir þjóðarhag. Landsfundurinn telur mikilvægt, að í grundvallaratriðum verði áfram byggt á núverandi físk- veiðistjórnunarkerfi. Slíkt kerfi þarfnast þó stöðugrar og viðvarandi endurskoðunar. Fiskveiðistjórnunin verð- ur að stuðla að hagkvæmni og viðvarandi hámarks- afrakstri lífríkisins og treysta búsetu í landinu. Ljóst er, að ekki er sátt um alla þætti fískveiðistjórn- unarkerfísins. Landsfundurinn telur mikilvægt, að við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun, sem Alþingi hef- ur ákveðið að fram fari, verði farið ítarlega yfír öll ágreiningsefni og allar hugmyndir til breytinga og leitað opnum huga að lausnum, sem auki sátt og stuðli að betri árangri. Skoðað verði, hvort gera þurfí sérstakar ráð- stafanir til að tryggja hagsmuni viðkvæmra byggða og hlut þjóðarinnar í afrakstri fískistofnanna. Landsfundurinn fagnar skipun auðlindanefndarinnar og telur óhjákvæmilegt, að auðlindamálin séu skoðuð í heild sinni. Landsfundurinn hvetur til þess að nefndin verði efld og styrkt til að vinna verk sitt svo vel sem verða má og skila því til umfjöllunar á Alþingi.“ Tillaga þessi var lögð fram eftir ítarlegar umræður í sjávarútvegsnefnd, þar sem ýmist var leitað samkomu- lags eða atkvæði greidd um ágreiningsefnin. í kjölfar af- greiðslu nefndarinnar á tillögunni fóru fram víðtækar umræður á landsfundinum, sem gerð er grein fyrir í Morgunblaðinu í dag. Einn helzti útgerðarmaður lands- ins, Sigurður Einarsson í Vestmannaeyjum, hafði for- ystu um störf nefndarinnar og lagði tillöguna fram. Stuðningur hans við tillöguna er mikilsverður. Hafi menn áður haft ástæðu til að kvarta undan því, að fiskveiðistjórnunarkerfið væri lítið rætt á vettvangi Sjálfstæðisflokksins á það ekki við nú. Umræður á landsfundinum og í sjávarútvegsnefnd fundarins voru opnar og víðtækar og tekizt á um öll meginsjónarmið, sem fram hafa komið í opinberum umræðum á undan- förnum árum. Þessi framvinda mála á vettvangi Sjálfstæðisflokksins er sérstakt fagnaðarefni og Morgunblaðið ekki sízt fagn- ar þessari þróun. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni, að á þessum áratug hefur verið verulegur ágrein- ingur á milli forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins um stefnuna í fiskveiðistjórnun. Með landsfundarræðu Davíðs Oddssonar, umræðum í sjávarútvegsnefnd og á fundinum sjálfum og lokaályktun landsfundarins um sjávarútvegsmál hefur verið lagður grundvöllur að því, að þessi mál falli í alveg nýjan far- veg. Að landsfundinum loknum er ástæða til bjartsýni um framgang málsins. Þar kemur Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu ekki einn við sögu en afstaða hans og við- horf skipta meginmáli. Svipuð þróun hefur orðið í við- horfi manna innan Framsóknarflokksins eins og glöggt hefur komið fram hjá Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, á síðustu misserum. Það er jafnframt full ástæða til að ætla, að sjónarmið stjórnarflokkanna tveggja og Samfylkingarinnar hafi færzt í þann farveg, að þessir þrír flokkar geti staðið að sameiginlegri niðurstöðu. Slíkt er mikilvæg forsenda þess, að sátt geti náðst um þetta mikla deilumál, sem njóti víðtæks stuðnings meðal þjóðarinnar. Yfirlýsingar Margrétar Frímannsdóttur, talsmanns Samfylkingar- innar, gefa vonir um að slíkt víðtækt samkomulag geti náðst á næstu mánuðum eða misserum. Að því á nú markvisst að vinna. + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 35 Miklar umræður við afgreiðslu ályktunar 33. landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál Áhersla lögð á að sætta ólík sjónarmið Sjávarútvegsmál voru ofarlega á baugi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á laugar- dag. Gerðar voru verulegar breytingar á þeim ályktunardrögum sem lögð voru fyrir fundinn. Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir var áhersla lögð á að ná samkomulagi um orðalag ályktunarinnar. Við lok umræð- unnar hvatti Davíð Oddsson forsætisráð- herra fundarmenn til að spilla ekki því samkomulagi sem menn hefðu lagt sig fram um að ná í starfshópi. Var ályktunin síðan samþykkt samhljóða. Ómar Friðriksson fylgdist með umræðunum. Morgunblaðið/Porkell ÁLYKTUNARDRÖG landsfundarins í sjávarútvegsmáluni voru ákaft rædd í starfshópi fundarins á laugardagsinorguninn. LANDSFUNDARFULLTRÚAR greiða atkvæði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðdegis á laugardag. MIKLAR umræður urðu á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og í sérstökum starfshópi fundarins um sjávarútvegsmál um helgina. Um- ræður í starfshópnum hófust á fóstu- dag og fóru svo að mestu fram á fyrrihluta laugardags um drög, sem lágu fyrir fundinum að ályktun um sjávarútvegsmál. Voru þau því næst lögð fyrir landsfundinn til umræðna og af- greiðslu síðdegis. Fjöldi landsfund- arfulltrúa tók þátt í umræðum á fundum starfshópsins, sem var undir stjóm Sigurðar Einarssonar, for- stjóra Isfélags Vestmannaeyja. Mik- il áhersla var lögð á að ná málamiðl- un á milli ólíkra sjónarmiða og sam- komulagi um endanlegt orðalag ályktunardraganna. Voru gerðar verulegar breytingar á upphaflegum drögum í meðförum starfshópsins og í sérstökum hópi sem fékk það verk- efni að samræma sjónarmið og til- lögur sem fram komu. Meðal þess sem bætt var við til- löguna voru eftirfarandi málsgrein- ar: „Ljóst er að ekki er sátt um alla þætti fískveiðistjórnunarkerfisins. Landsfundurinn telur mikilvægt, að við endurskoðun laga um fiskveiði- stjórnun, sem Alþingi hefur ákveðið að fram fari, verði farið ítarlega yfir öll ágreiningsefni og allar hugmynd- ir til breytinga og leitað verði opnum huga að lausnum sem auki sátt og stuðli að betri árangri. Skoðað verði hvort gera þurfi sérstakar ráðstaf- anir til að tryggja hagsmuni við- kvæmra byggða og hlut þjóðarinnar í afrakstri fiskistofnanna." Meðal þeirra atriða sem sérstaklega var tekist á um á fundum starfshópsins var síðasta setningin í ofangreindri tilvitnun. Markús Möller hagfræðingur og nokkrir fleiri fulltrúar höfðu lagt fram tillögu á föstudeginum, sem gerði ráð fyrir verulegum breyting- um á drögunum. I tillögu þeirra var sérstaklega bent á þá galla sem fylgja úthlutun aflaheimilda m.a. þann að hún dugi ekki til þess að al- menningur fái réttlátan og sann- gjaman skerf í afrakstri fiskistofna. Eftir miklar umræður var tekið tillit til sjónarmiða Markúsar og félaga í starfshópnum, en þeir lögðu m.a. mikla áherslu á að framangreind setning, um hagsmuni viðkvæmra byggða og hlut þjóðarinnar í af- rakstri fiskistofnanna, yrði í endan- legum texta ályktunarinnar. Sam- komulag hafði þá að mestu náðst um önnur atriði, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Var umrædd setn- ing svo borin sérstaklega undir at- kvæði í starfshópnum og var hún samþykkt með rúmlega 50 atkvæð- um en 32 voru á móti. Einnig var tekist á í starfshópnum um þá setningu að landsfundurinn telji mikilvægt að í grundvallaratrið- um verði áfram byggt á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Sveinbjörn Jónsson smábátasjómaður lagði til mildara orðalag á setningunni, á þá leið að áfram verði byggt á reynsl- unni af núverandi fískveiðistjórnun- arkerfi. Var tillaga hans felld í at- kvæðagreiðslu með 53 atkvæðum gegn 48. Gefur tilefni til mismunandi túlkana Sigurður Einarsson gerði lands- fundinum grein fyrir niðurstöðu starfshópsins og kynnti ályktunar- drögin síðdegis á laugardag. I fram- haldi af því fóru fram miklar umræð- ur um ályktunina. Pétur Blöndal al- þingismaður sagði mjög mikilvægt að vanda ályktunina frá orði til orðs. „Þessi ályktun hefur mikið batnað frá því sem samþykkt var á síðasta landsfundi og frá þeim drögum sem lágu fyrir. Eg er nærri því orðinn sáttur við þetta. Það sem truflað hef- ur fólk er tilviljunarkennd úthlutun veiðiheimilda," sagði hann. Pétur sagði að orðalag ályktunarinnar væri hæfilega loðið, sem gæfi tilefni til mismunandi túlkana. „Það er ákaflega erfitt fyrir mig og ykkur að svara kjósendum í kosningabarátt- unni hvað þetta þýðir. Eg er vanur því að tala skýrt og fólk á að vita hvað ég meina en það er ekki svo með þessa ályktun,“ sagði hann. Pét- ur kvaðst hafa lagt fram breytingar- tillögu í sjávarútvegsstarfshópnum um að skoðuð verði sú leið að dreifa veiðiheimildum á alla landsmenn. „En vegna þess að náðst hefur ákveðin sátt í þessu máli mun ég ekki bera fram þessa breytingatil- lögur hér á þessum fundi, en vona að menn hafa þetta í huga,“ sagði Pét- ur. Bjöm Loftsson tók undir orð Pét- urs um að ályktunin væri ákaflega loðin. „Það er ekkert tekið á þeim málum, sem þarf að taka á, eins og því, að menn skuli geta selt kvótann fyrir geysimikið verð og dregið með því stórfé út úr sjávarútvegi - kvóta sem þeir þurfa ekki að borga neitt fyrir en geta svo orðið stórauðugir menn þegar þeir selja. Það er ekkert tekið á þessu máli. Það er ekkert tekið á því að kvótakerfið verður til þess að miklum hluta af fiskinum er fleygt í hafið,“ sagði hann. Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði ályktun- ardrögin bera mikinn keim af því að miklar deilur væru innan flokksins um þessi mál. „Því miður óttast ég að það muni hafa neikvæð áhrif íyrir flokkinn í næstu kosningum að hafa ekki tekist að ganga skeleggar fram í málefnum sjávarútvegsins og kvót- ans,“ sagði hann. Haraldur gerði at- hugasemd við setningu í drögunum þar sem sagði að sjávarútvegurinn væri mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Lagði hann fram breyt- ingartillögu á þá leið að tekið yrði fram að sjávarútvegurinn væri ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóð- arinnar. Vai- tillaga Haraldar sam- þykkt samhljóða við endanlega af- greiðslu ályktunarinnar. Sveinbjörn Jónsson sagði að ályktunardrögin hefðu lagast mikið í störfum starfshóps landsfundarins. Hann gagnrýndi þó þá setningu í drögunum að í grundvallaratriðum verði áfram byggt á núverandi fisk- veiðistjómunarkerfi. Kvaðst hann ekki ætla að endurflytja inni á lands- fundinum breytingartillöguna sem hann sagðist hafa lagt fram í starfs- hópnum til sátta en hvatti lands- fundarfulltrúa til að samþykkja aðra tillögu, sem fram kom í starfshópn- um, um að setningin yrði felld út úr drögunum. Sú tillaga var þó ekki borin undir landsfundarfulltnjana. Óskaplega viðkvæmt, mál „Við vitum öll að þetta er óskap- lega viðkvæmt mál. Það eru svo mörg sjónarmið í þessu máli og þetta er erfitt úrlausnar. Að mínu áliti kemur ekki til gi-eina að fara að samþykkja einhver sérstök atriði hér,“ sagði Óttarr Möller, fyrrver- andi forstjóri. Tók hann undir þau orð Davíðs Oddssonar að nauðsyn- legt væri að leita sátta í málinu. Elínbjörg Magnúsdóttir, fisk- verkakona frá Akranesi, lýsti ánægju sinni með ályktunina í heild en gagnrýndi að ekki væri vikið að mikilvægi fiskvinnslunnar. Lögðu Elínbjörg og Svanhildur Árnadóttir frá Dalvík fram tillögu um að bætt yrði inn í ályktunina setn- ingu um þróun fullvinnslu og nýtingar sjávarafurða og mikilvægi nýsköpunar, sem var samþykkt sam- hljóða á fundinum. Magnús Jóhannesson sagði að ályktunardrögin í sjávarútvegsmál- um hefðu batnað mikið í meðförum starfshóps landsfundarins. Sú af- staða hefði verið tekið í starfshópn- um að leggja traust sitt á starf auð- lindanefndarinnar og bæru ályktun- ardrögin keim af því. Lögðu Magnús og fleiri til við fundinn að breytingar yrðu gerðar á hinni umdeildu setn- ingu að í grundvallaratriðum yrði áfram byggt á núverandi fiskveiði- stjómunarkerfi. Vildu þeir að í stað hennar yrði tekið fram að mikilvægt væri að í grundvallaratriðum yrði áfram „byggt á þeirri reynslu, sem skapast hefur af núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi". Var tillagan borin undir atkvæði og felld með veruleg- um mun. Varfærið orðalag vegna mikils ágreinings Ragnar Magnússon sagði að rætt hefði verið um öll álitamál sem uppi væru í starfshópnum fyrr um daginn og kvaðst telja ósanngjarna þá gagnrýni sem fram kom við almennu umræðurnar síðdegis. Ákveðið hefði verið að orða ályktunardrögin af varí'ærni vegna mikils ágreinings. Fjallaði hann einnig ítarlega um hvalveiðimálið og skoraði á stjórn- völd að hefja hvalveiðar hið fyrsta. Vék Ragnar að umræðu um veiði- leyfagjald og sagði að ef því yrði komið á yrði ekki hægt að banna löndum Evrópu- sambandsins að bjóða í kvóta íslendinga og ekki tæki langan tíma fyrir matvælakeðjur Evrópu að eignast allan kvótann. „Þeir myndu senda ís- lenska sjómenn í land, setja erlenda sjómenn á flota, sem væri í þeirra eigu, og gera svo ísland að verstöð með stóriðju, sem þeir vilja ekki hafa nálægt sínum heimilum. Allur fiskur yrði fluttur út óunninn, þvi ódýrara er að vinna hann á Spáni eða í Póllandi," sagði hann. Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður sagði mest áríðandi að tekið yrði á því þegar útgerðarmenn, sem væru að yfirgefa starfsgi-einina, seldu aflaheimildirnar. Fjallaði hann ítarlega um 4. og 5. málsgrein álykt- unardraganna og sagði að fella ætti niður 4. málsgreinina, þar sem segir að áfram verði byggt á núverandi fiskveiðistjómunarkerfi í grundvall- aratriðum. Benti Guðmundur á að í 5. málsgrein segði m.a. að við endur- skoðun laga um fiskveiðistjórnunar- kerfið yrði farið ítarlega yfir öll ágreiningsefni og hugmyndir til breytinga. Sagðist Guðmundur ekki vera sáttur við að leggja út í kosn- ingabaráttuna með þá stefnu að sjálfstæðismenn vildu halda kvóta- kerfinu óbreyttu eins og lesa mætti út úr 4. málsgreininni. Ályktunin í anda setningarræðu formannsins „Ég og fleiri líkrar skoðunar fór- um inn í sjávarútvegsnefnd lands- fundar með umfangsmiklar breyt- ingartillögur," sagði Markús Möller. „f nefnd- inni var unnið skörulega og undir frábærri verk- stjóm. Það var komið til móts við tillögur okkar í veigamikl- um atriðum en að lokum braut á einu. Það voru á endanum greidd at- kvæði um eina málsgrein sem okkur þótti vanta. Hún er þessi, að skoðað verði hvort gera þurfi sérstakar ráð- stafanir til að tryggja hagkvæmni viðkvæmra byggða og hlut þjóðar- innar í afrakstri fiskistofna. Hvers vegna var þessi setning svona mikil- væg? Ég tala fyrir mig. Eina ástæð- an fyrir því að ég hef staðið í þessum slag í tíu ár er sú að ég er sannfærð- ur um að ef núverandi úthlutun veiðiheimilda festist í sessi, þá felst í því að þjóðin verður svipt afrakstri af auðlindinni. Það vill Sjálfstæðis- flokkurinn ekki gera en menn grein- ir á um staðreyndir í málinu. Við kröfðumst þess ekki að sú skoðun sem ég lýsti væri viðurkennd. Við vildum að málin yi'ðu skoðuð," sagði Markús, og bætti því við að það sem nú stæði í ályktunardrögunum væri í anda orða Davíðs Oddssonar við setningu landsfundarins. Kristján Pálsson alþingismaður þakkaði Davíð Oddssyni fyrir opnun hans á þessu máli, sem hann sagði að hefði aukið mönnum bjartsýni á að einhverjar breytingar yrðu gerð- ar á næstu mánuðum. Kristján kvaðst m.a. hafa lagt fram tillögu til ályktunar í starfshópi landsfundar- ins sem fjallaði um að auka þyrfti frjálsræði í kvótastýringarkerfinu. Að hluta til var komið til móts við þessar hugmyndir að sögn hans, þar sem í drögunum væri fjallað um endurskoðun fiskveiðistjórnunar- kerfisins og að taka ætti með já- kvæðum hætti á þeirri gagnrýni sem uppi væri. Augljóst að ýmsir hafa slegið af sínu Undir lok umræðunnar tók Davíð Oddsson til máls og sagði að fyrir lægju góð og vel unnin drög að ályktun um sjávarútvegsmál. „Það sem mestu skiptir er að menn hafa lagt sig fram í sjávarútvegsnefnd um að ná samkomulagi í þessu mikil- væga máli. Það er augljóst, þegar maður les textann, að það hafa ýmsir slegið af sínu, sem hafa áður verið mjög fastir í og haldið fast á, sem skal út af fyrir sig ekki gagnrýnt. Ég held að það væri skaði ef við nú myndum spilla því starfi á nokkurn veg. Ég held að sá andi sem Markús Möller lýsti hér áðan eigi vel við um afgreiðslu þessa máls og menn eigi ekki að rugga þeim bát, sem svo fal- lega flýtur núna. Að mínu viti væri skynsamlegast að samþykkja tillög- ur Haraldar Sumarliðasonar og Elínbjargar en hrófla ekki við öðru. Menn átta sig á því að sumt sem hér er inni myndi ekki vera inni nema þetta plagg væri í þeirri samfellu sem það er. Það er heiðarlegra og betra að ganga frá málinu eins og það kom, eftir mikla vinnu, frá sjáv- arútvegsnefnd. Það er flokknum meira til sóma en að hrófla við því, úr því sem komið er. Mér segir svo hugur að þessi ályktun verði ein- hvern tíma talin merkileg," sagði Davíð. Var ályktun landsfundarins í sjáv- arútvegsmálum síðan borin undir at- kvæði og samþykkt samhljóða af landsfundarfulltrúum. Ekki rugga þeim báti sem fallega flýtur Vanda þarf ályktunina frá orði til orðs / Alyktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins í sjávarútvegsmálum Skoðað hvort gera á ráðstafanir til að tryggja hlut þjóðar í afrakstri fiskistofna ALYKTUN um sjávarútvegs- mál var samþykkt samhljóða eftir miklar umræður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðdegis síð- astliðinn laugardag. Sjávarútvegs- ályktun landsfundarins er birt í heild sinni hér á eftir: „Sjávarútvegurinn er ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Aukinn hagvöxt og aukna velmegun almennings má meðal annars rekja til góðrar stöðu sjávarútvegsins. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur tek- ið stakkaskiptum á undanfornum árum. Hagræðing og uppstokkun í útgerð og fískvinnslu hefur skilað miklum árangri. Meginmarkmið sjávarútvegs- stefnunnar er að tryggja að arð- semi fiskistofnanna verði sem mest, í þágu þjóðarinnar allrar, enda eru fiskistofnarnir í hafinu sameign hennar. Grundvallarat- riði er að auðlindum sjávar verði skilað til komandi kynslóða í góðu ástandi svo þær megi njóta af- raksturs þeirra. Fiskveiðistjórnunarkerfi með skynsamlegri nýtingu fiskistofn- anna við Iandið auk styrkrar efna- hagsstjórnunar á grundvelli sjálf- stæðisstefnunnar er meðal mikil- vægustu hornsteina sem velmeg- un þjóðarinnar er byggð á. Árangursrík fiskveiðistjórnun skiptir sjávarútveginn höfuðmáli og eflir þjóðarhag. Landsfundur- inn telur mikilvægt að í grundvall- aratriðum verði áfram byggt á nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Slík kerfi þarfnast þó stöðugrar og viðvarandi endurskoðunar. Fiskveiðistjórnunin verður að stuðla að hagkvæmni og viðvar- andi hámarksafrakstri lífríkisins og treysta búsetu í landinu. Ljóst er að ekki er sátt um alla þætti fiskveiðistjórnunarkerfísins. Landsfundurinn telur mikilvægt, að við endurskoðun laga um fisk- veiðistjórnun, sem Alþingi hefur ákveðið að fram fari, verði farið ít- arlega yfir öll ágreiningsefni og allar hugmyndir til breytinga og leitað opnum huga að lausnum sem auki sátt og stuðli að betri ár- angri. Skoðað verði hvort gera þurfi sérstakar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni viðkvæmra byggða og hlut þjóðarinnar í af- rakstri fískistofnanna. Landsfundurinn fagnar skipun auðlindanefndarinnar og telur óhjákvæmilegt að auðlindamálin séu skoðuð í heild sinni. Lands- fundurinn hvetur til þess að nefndin verði efld og styrkt til að vinna verk sitt svo vel sem verða má og skila því til umfjöllunar á Alþingi. Islendingum er nauðsynlegt að búa yfir bestu þekkingu á lífríki hafsins. Því er brýnt að haf- og fiskirannsóknir séu sem öflugast- ar og frelsi til vísindaiðkana virt. Það er ein forsenda þess að ís- lendingum takist að ná hámarks- afrakstri úr hafinu. Nýtt hafrann- sóknaskip sem er í smíðum mun efla mjög íslenska vísindastarf- semi á nýrri öld. Með stofnun kvótaþings var gerð tilraun til að lægja deilur milli sjómanna og útvegsmanna en deilt er um árangur af því fyrir- komulagi. Fundurinn leggur áherslu á að leitað verði nýrra leiða til sátta í samvinnu við aðila í sjávarútvegi. Frjáls verðmyndun á fiski og starfsemi fiskmarkaða hefur reynst sjávarútveginum heilla- drjúg. Stuðla ber að vexti og við- gangi fískmarkaða. Umhverfismál skipta þjóðir sí- fellt meira máli. Islendinga varð- ar mest allra þjóða að umgengni við hafið verði sem best og er því nauðsynlegt að sýna gott for- dæmi í þeim málum. Landsfund- urinn hvetur til ítarlegra rann- sókna á visthæfni veiðarfæra. Fiskistofna við landið á að nýta á sjálfbæran hátt samkvæmt vís- indalegri ráðgjöf. Sú staðreynd mun styrkja stöðu okkar á er- lendum mörkuðum enda gerast kröfur kaupenda um sjálfbæra nýtingu stöðugt háværari. Ástæða er til að hefja undirbún- ing að vottun sjávarafurða okkar á eigin forsendum. Islenskir út- vegsmenn og sjómenn hafa sýnt skilning á gildi góðrar umgengni við hafið. Það góða álit sem Is- lendingar njóta í umhverfismál- um mun styrkja markaðsstarf með íslenskar sjávarafurðir á er- lendum mörkuðum. Landsfundurinn fagnar ályktun Alþingis um hvalveiðar. Fundur- inn leggur áherslu á að undirbún- ingi málsins verði hraðað og miðað við að veiðarnar hefjist eigi síðar en árið 2000. Það er jafnframt mjög mikilvægt að hafin verði víð- tæk kynning erlendis á málstað íslendinga í hvalveiðimálinu. Brýnt er að auka hlut Islend- inga í úthafsveiðum, enda blasa ný verkefni við. Mikilvægt er að stjórnvöld greiði götu þeirrar starfsemi eftir því sem tök eru á. Rétt íslenskra útvegsfyrirtækja þarf að tryggja með aðild íslands að milliríkjasamningum á grund: velli úthafsveiðisamnings SÞ. í þeim verði kveðið á um veiðistjórn í ljósi vísindaþekkingar á ástandi og afrakstursmöguleikum fiski- stofna og þannig lagður grund- völlur að sjálfbærri nýtingu þeirra. Stórbættur skipakostur Hafrannsóknastofnunarinnar og Landhelgisgæslunnar skapar ný færi til að auka hlut fslands og ör- yggi í þessu mikilvæga starfi. Landsfundurinn telur rétt að láta reyna á yfirráðarétt Norðmanna á Svalbarðasvæðinu fyrir Alþjóða- dómstólnum. Landsfundurinn fagnar þeirri þróun í fullvinnslu og nýtingu sjávarafurða sem hafin er og hvetur til áframhaldandi nýsköp- unar. Með stofnun starfsgreina- ráða á sviði sjávarútvegs eru tryggð áhrif atvinnugreina á stefnumótun í nýsköpun mennt- unar. Standa ber veglega að rekstri skólaskipsins Drafnar svo að íslenskt æskufólk fái tækifæri til að kynnast sjómennsku af eigin raun. Starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna hefur skilað verulegum árangri og er ástæða til þess að efla skólann enn frekar. Þá er ástæða til að kanna til hlítar kosti öryggisstjórnunarkerfis á sjó. Sérstakt fagnaðarefni er að færri mannslíf tapast nú við sjó- mennsku vegna betri tækjakosts Landhelgisgæslu, aukinna slysa- varna og meiri kennslu í slysa- varna- og sjómannaskólum. Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aður til þess að vinna í innanlands- mólum að viðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu ó grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Það er sögulegt hlutverk hans að sætta stéttir og samræma sjónarmið. Sjálfstæðisflokknum er einum treystandi til þess að leysa deilurnar um fiskveiðistjórnunar- keifið með hagsmuni almennings og komandi kynslóða að leiðar- ijósi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.