Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Diet. VuFS, Incl I Smáfólk l'M PRAUJIN6 A FOOTBALL 5TAPIUM FILLEP U)ITH SltfTV-THOUSANP FAN5.. PARKINö LUA5 A PROBLEM.. Hvað eru þessir hringlaga hlutir? Mannsandlitin.. Ég er að teikna áhorfendapalla á fótboltavelli, með sextiuþúsund aðdáendum... Ég sé aðeins tíu... Það var erfitt að leggja bílunum. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Flytjum flugvöllinn Frá Valdímar Kristinssyni: REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR, sem er afsprengi stórstyrjaldar, hefur verið notaður til farþegaflugs í liðlega hálfa öld og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í samgöngu- og atvinnumál- um, en hefur jafnframt angrað fólk í þúsundatali og þjakað fjölmarga, bæði í Reykjavík og Kópavogi. Auk þess er hann í margra augum eins og svöðu- sár í byggðinni, sem sárlega þarf á landsvæði hans að halda. Þrátt fyrir þetta eru nú uppi áform um að endurbyggja flugbraut- irnar, og búast má við að það festi flugvöllinn í sessi fram á miðja næstu öld ef ekki öldina alla. Ein helstu rökin fyrir þrásetu flugvallarins eru þau að hann sé svo þægilega staðsettur fyrir fólk utan af landi sem á erindi í miðbæinn, þar á meðal þingmenn á leið í Alþingishús- ið. Þetta hagræði er af sumum talið vega þyngra en angur íbúanna. Af þessum ástæðum hefur nú verið end- urvakin hugmyndin um að færa flug- völlinn út í Skerjafjörð. Þá dregur stórlega úr ónæðinu en þó helst ná- lægðin við miðbæinn. Fleira mælir einnig með flutningn- um. Fá slys hafa orðið við flugvöllinn þótt stundum hafi litlu munað. En hættan á stórslysi vofír alltaf yfír, ekki síst í miðbænum. Þessu má líkja við ógn af alvarlegu snjóflóði á byggð sem einhvern tíma gæti fallið. Færi svo illa yrði flugvellinum varla vært og er því í'ull ástæða til að flytja hann sem fyrst öryggisins vegna. Ein veigamesta ástæðan er þó ótalin. Borgin breiðir stöðugt úr sér og lengi hefur verið rætt um nauð- syn þess að þétta byggðina. Það er ekki auðvelt í framkvæmd en sýnt hefur verið fram á að flugvallar- svæðið býður upp á einstakt tæki- færi til uppbyggingar. í göngufæri við miðbæinn væri hægt að reisa yfir 20 þúsund manna byggð sem yrði eins konar nútímaútgáfa af hverfi í París. Þarna gæti fjöldi fólks búið í lengri eða skemmri tíma og áhrifin á stöðu og ásýnd borgarinnar yrðu mikil og jákvæð. Nýr lífsmáti bættist við þá sem fyrir eru. Ekki kæmi þetta í staðinn fyrir framtíðarupp- byggingu á Álfsnesi, sem með Sundabraut verður í álíka fjarlægð frá miðbænum og Hafnarfjörður, en mætti gjaman draga úr frekari þenslu byggðarinnar út á sprungu- belti og hraunbreiður. Fáist ekld að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörð er ekki um annan stað að ræða en Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar. Þá munu sumir segja: Flytjum allt flugið til Kefla- víkur. En það er ekki hægt. Æfinga- og kennsluflug, auk margvíslegs annars flugs smávéla, getur ekki verið á alþjóðaflugvelli og þá munar ekki öllu að skapa aðstöðu fyrir inn- anlandsflugið um leið. Þama er ódýrara að byggja flugbrautir en úti í sjó. Mismunurinn á kostnaðinum ætti að duga til að tvöfalda Reykja- nesbrautina frá Breiðholti og suður fyrir Hafnarfjörð. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Um fallskattinn Frá Birki J. Jónssyni: ÉG VIL byrja á því að þakka menntamálaráðherra fyrir skjót svör við bréfi mínu sem birtist í Morgun- blaðinu 26. febrúar sl. Mér þykir leitt að skoðanir menntamálaráðherra skuli ekki fara saman við almennar skoðanir fram- haldsskólanema og að hann skuli ekki vita um þá almennu andstöðu sem er við fallskattinum. Það hefði verið virkilega ánægjulegt að sjá menntamálaráðherra eða einhvern fulltrúa hans á þingi félags fram- haldsskólanema sem haldið var 5.-7. febrúar sl. Þar hefði hann fundið fyr- ir mikilli andstöðu gagnvart fallskattinum af fulltrúum 18,000 ft-amhaldBskólanemenda og finnst mér mjög ámælisvert af mennta- málaráðherrra að hafa látið sig eða sinn fulltrúa vanta á þetta þing. Ég vil nú skýra írá því hví ég kalla umrætt endurinnritunargjald fall- skatt. Ég þekki fjöldann allan af fólki sem í upphafi framhaldsskólanáms hefur ekki verið ákveðið í því hvað það vill læra. Tökum dæmi um námsmann sem skráir sig á hagfræðibraut í byrj- un síns námsferils og meðal faga sem hann valdi sér voru: Verslunairéttur og rekstrarhagfræði sem gera 6 ein- ingar og svo var hann í 12 ein. í viðbót. Eftir önnina sem ekki gekk of vel, fall í tveimur áðumefndum áfóngum, ákveður nemandinn að skipta um braut og fer á tungumálabraut þar sem ekld þarf að taka verslunarrétt eða rekstrarhagfræði. Samt sem áður þarf nemandinn að greiða 3.000 krón- ur í fallskatt þótt hann þurfi ekki að fara aftur í umrædda áfanga! Þetta getur ekki kallast endurinnritunar- gjald því nemandinn ætlar ekki að innritast í þessa áfanga aftur. Það var annað sem menntamála- ráðhema gat ekki útskýrt en það var af hverju fal! framhaldsskólanem- enda hefur ekkert minnkað síðan fallskatturinn var lagður á? Og ég vil endurtaka það sem fram kom í síð- asta bréfi: Það leikur sór enginn að því að falla! Það er skoðun mín að skilaboðin með fallskattinum séu röng, skatturinn lendir oftast á þeim hópi námsmanna sem hvað verst stendur fyrir, námslega og félagslega séð. Þetta er mín skoðun og margra annarra og það er leitt að mennta- málaráðherra skuli vera ósammála framhaldsskólanemendum um þetta mál og greinilega langt síðan hann stundaði sitt framhaldsskólanám. BIRKIR J. JÓNSSON, forseti nemendafélags Fjölbrautaskóla N-vestra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.