Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Námskynning 99 Framhaldsskólanemendur brjóta heilann um hvað viturlegt sé að nema í háskóla. Þeir velta W fyrir sér starfsmöguleikum og áhugasviðum áður en þeir komast að niðurstöðu. Næsta sunnudag gefst þeim tækifæri til að kynna sér fiest það nám sem í boðið verður á háskólastigi næsta haust. • Tíu aðilar kynna yfir 100 námsleiðir á háskólastigi • Námið spannar ýmiskonar tækni og vísindi, viðskipti og listir Ní 'ÆSTA sunnudag efna skól- ar á háskólastigi til sameig- inlegrar námskynningar í Reykjavík. Opið hús verður í Aðal- byggingu Háskóla Islands þar sem kynnt verður nám við Háskóla Is- lands, Háskólann á Akureyri, Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri, Samvinnuháskólann á Bifröst, Tækniskóla íslands, Leiklistarskóla Islands og Viðskiptaháskólann í Reykjavík. Tannlæknadeild HÍ verður með kynningu í Læknagarði, Kennaraháskóli íslands við Stakka- hlíð og Tónlistarskólinn í Reykjavík í Skipholti 33. Námskynning 99 verður opin frá klukkan 13 til 17 og verða í boði bæði veitingar og skemmtiatriði. Námskynningin er einkum ætluð verðandi háskólanemum en allir eru velkomnir. Sætaferðir verða á milli kynningarstaða. Hér verður sagt frá Leiklistar- skóla Islands, Kennaraháskóla Is- lands, Tónlistarskólanum í Reykja- vík og tannlæknadeild Háskóla Is- lands. A morgun verða Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri, Háskóli Islands, Tækniskóli Islands, Við- skiptaháskólinn, Háskólinn á Akur- eyri og Samvinnuháskólinn á Bifröst kynntir í blaðinu í tilefni af Námskynningu 99. Fjölbreytt nám í uppeldis- og menntunarfræðum KENNARAHASKOLI Islands skiptist í granndeild og framhalds- deild. Að sögn Elínar Thorarensen, náms- og starfsráðgjafa, er um að ræða starfsmenntanám, þar sem lögð er áhersla á samþættingu Menntun á framhalds- og háskólastigi TONLISTARSKOLINN í Reykja- vík er elsti staiTandi tónlistarskól- inn á landinu, stofnaður 1930. Skól- inn veitir tónlistarmenntun á framhalds- og háskólastigi og er skipt í tvo meginhluta. Al- mennar deildir eru fyrir nem- endur sem stunda nám að hluta til í skólanum, sérdeildir íyrir nemendur sem stunda fullt nám og stefna að loka- prófi. Allir nýir umsækjendur gangast undir inntökupróf, sem sker úr um hvort nem- andi fær inngöngu í skólann, þar sem nemendafjöldi er tak- markaður ár hvert. Rut Magnússon yfirkennari segir að í almennum hljóð- færadeildum og söngdeild sé kenndur hljóðfæraleikur og söngur á framhaldsskólastigi. „Nemendur verða jafnframt að leggja stund á nám í tón- fræðigreinum eins og tón- fræði, hljómfræði, kontra- punkti, tónheyrn og tónlistarsögu ásamt öðrum greinum sem til- greindar eru í námskrá hverrar deildar. Þegar námi í almennri deild lýkur á nemandi kost á (með sam- þykki viðkomandi deildar og skóla- stjóra) að setjast í kennaradeild eða stefna að burtfarar- eða einleikara- /einsöngvaraprófí." Sérdeildir eins og söng- og hljóð- færakennaradeild mennta kennara til að kenna á einstök hljóðfæi-i t.d. píanókennara, fiðlukennara eða ein- söngskennara. Tónmenntakennara- deild menntar kennara til að kenna tónmennt í grunnskólum landsins. Nám í kennaradeildum tekur 3 ár og verða nemendur auk hljóðfæra- /söngnáms að leggja stund á tón- fræðigreinar skv. námskrá hverrar deildar. Mismunandi inntökuskilyrði Inntökuskilyrði eru mismunandi fyrir hverja deild. Nám í kennara- deildum er lánshæft og lokapróf jafngildir B.Mus. prófi. II. í einleikara- og einsöngvaradeild er námið 2-4 ára að loknu 8. stigs prófi og sérstöku forprófi og útskrif- ast nemendur með burtfararpróf eða einleikara-/einsöngvarapróf. Nemendur verða auk hljóðfæra- /söngnáms að leggja stund á tón- fræðigreinar skv. námski'á hverrar deildar. Námið er lánshæft og loka- próf jafngildir B.Mus. prófi. III. Markmið tónfræðadeildarinnar er að útskrifa tónlistarmenn sem teljast hæfir skv. sérmenntun sinni til að starfa við útsetningar, tón- fræðirannsóknir, tónsmíðar og um- fjöllun um tónlist í fjölmiðlum og kennslu í tónfræðigreinum. Námið tekur 3-4 ár og er lánshæft. Loka- próf tónfræðadeildai' jafngildir B.Mus. prófi. í Tónlistarskólanum er starfrækt sinfóníuhljómsveit, margir kamm- ermúsíkhópar, og stærsta tónlistar- bókasafnið í landinu. Um 20-30 op- inberir tónleikar era haldnir á veg- um hans árlega ásamt fjöimörgum tónleikum innan skólans. Fyrir- lestrar og námskeið eru haldin í skólanum og fengnir til þess inn- lendir og erlendir gestir, sem hlotið hafa viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi. Skólinn hefur samvinnu við aðra tónlistarskóla, framhalds- skóla, Ríkisútvarpið og Sinfóníu- hljómsveit Islands. Tónlistarskólinn er aðili að Nor- ræna tónlistarháskólaráðinu og skipuleggur í tengslum við það Keppni ungra norrænna einleikara, sem haldin er annað hvert ár. Skól- inn er jafnframt aðili að skiptinema- samtökum á Norðurlöndum og í Evrópu, Nordplus og Erasmus. Af nýjungum í námstilhögun á sl. árum er fyrst að nefna, að 5 nám- skeið hafa verið haldin í tónlistar- miðlun, sem er ný námsgrein við marga erlenda tónlistarskóla og er stefnt að henni sem námsgrein við skólann á næstu árum. Þá má nefna að nemendur í lokaáföngum hafa fengið kennslu í Alexandertækni sem er kennd nú orðið við alla helstu tónlistarháskóla í nágrannalöndum okkar. Einnig hefur verið haldið námskeið í Feldenki-eis tækni og ár- leg námskeið era haldin í spuna. „Þá hefur nám í tónfræðigreinum verið styrkt með ýmsum hætti, svo að nemendur fái sterkari bakhjarl áður en þeir halda til framhalds- náms erlendis. Einnig hefur á und- anfömum áram verið í boði sumar- námskeið í tónfræðigi'einum og að lokum má benda á að tölvutónlist hefur verið kennd undanfarin ár,“ segir Rut Magnússon. námsgreina og reynt er að tengja saman bóklegt nám og verklegt, kenningu og framkvæmd. í grunndeild er boðið upp á fimm skorir; almennt kenn- aranám, íþróttaskor, leik- skólaskor, þroskaþjálfaskor og framhaldsskólaskor. Öll- um gi'einunum lýkur með B.Ed.-gi'áðu. Almennt kennaranám er 90 eininga þriggja ára nám, sem veitir réttindi til að kenna í grunnskólum. Bæði er boðið upp á staðbundið nám og fjarnám. „Kennara- nemar þurfa að öðlast innsýn í uppeldis- og sálarfræði, fé- lagsfræði, kennslufræði og uppeldisheimspeki. Auk þess þarf kennari að hafa þekk- ingu á almennum námsgrein- um, sem kenndar era í gi'unnskóla og vera fær um að miðla þeirri þekkingu til nemenda. Menntunin er einnig fólgin í námi á vettvangi, þar sem kennaranemar kynnast kennslu barna og ung- linga, umhverfi þeiira, félögum og fjölskyldu," segir Elín. Viðfangs- efni í almennu kenn- aranámi skiptast í upp- eldisgreinar, kennara- fræði og kjörsvið. I íþróttaskor er boð- ið upp á 90 eininga nám í íþróttafræðum. Námið veitir réttindi til að kenna íþróttir í grunn- og framhalds- skólum. Kennslan fer fram á Laug- arvatni. Að sögn Elínar eru gerðar töluverðar kröfur um að nemendur séu vel á sig komnir líkamlega þeg- ar þeir hefja nám. Viðfangsefni íþróttaskorar skiptist í uppeldis- greinar, íþróttafræði og íþrótta- greinar. í leikskólaskor er boðið upp á 90 eininga nám í leikskólafræðum, ýmist þriggja ára staðbundið nám eða íjögurra ára fjarnám. Megin- markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og hæfni til uppeldis- starfa í leikskóla og á sambærileg- um stofnunum fyrir börn frá sex mánaða aldri til skólaskyldualdurs. Að sögn Elínar er hlutverk leik- skólakennara m.a. að efla alhliða þroska barna í samvinnu við for- eldra, stuðla að því að börnin verði sjálfstæðir, hugsandi, virkir og ábyi'gir þátttakendur í þjóðfélag- inu og að sköpunarmáttur barna sé ræktaður og sjálfsmynd þeirra styrkt. Viðfangsefni náms í leik- skólaskor skiptist í uppeldisgreinar ogjeikskólafræði. I þroskaþjálfaskor er boðið upp á 90 eininga þriggja ára nám. „Námið tekur mið af því að þroskaþjálfar starfa að þjálfun, uppeldi og umönnun fatlaðra óháð aldri. Viðfangsefnið skiptist í þrjú svið; uppeldisgreinar, þar sem fjallað er um uppeldi, þroska og menntun, heilbrigðisgreinar þar sem áhersla er lögð á frumþarfir einstaklinga og eðlilega líkams- starfsemi, leiðir til að stuðla að heilbrigði og viðbrögð við frávik- um. I þroskaþjálfun er lögð áhersla á að kynna vel viðfangsefni á sviði þroskaþjálfunar." I framhaldsskólaskor er boðið upp á nám í uppeldis- og kennslu- fræðum fyrir framhaldsskólakenn- ara. Námið er aðallega ætlað kenn- urum í list- og verkgreinum. „Nemendur verða að hafa lokið fullgildu námi í kennslugrein sinni. Námið er 30 einingar og er kennsl- unni dreift á 2-2% ár til að koma til móts við þá sem starfa við kennslu. Nú er einnig unnt að sækja um 15 eininga nám, ef umsækjendur telja sig fullnægja ákveðnum skilyrðum. Námið verður staðbundið í Reykja- vík og hefst í ágúst 1999,“ segir Elín. Kennaraháskólinn býður einnig upp á framhaldsnám í uppeldis- og menntunarfræðum í framhalds- deild. Rétt til inntöku eiga þeir sem lokið hafa fullgildu starfs- menntanámi á sviði kennslu, þjálf- unar, uppeldis- og umönnunar. Umsækjendur þurfa að hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. „Unnt er að ljúka framhaldsnámi með tvennum hætti; með foiTnlegri við- urkenningu (diploma) eða meist- araprófi (M.Ed.). í boði eru ýmsai' námsbrautir, sem eru 15-30 ein- inga. Ymist er um staðbundið nám að ræða, fjarnám eða blöndu af þessu tvennu.“ Hvað er snj allt að læra? |;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.