Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 440 sjó- mílna sj'úkraflug TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, fór í eitt af iengri sjúkraflugum sínum í gærmorgun þegar slasaður sjómaður var sóttur um borð í Ey- borgu EA. Maðurinn hafði fótbrotnað við störf sín í skipinu og var skipinu þegar snúið tii lands. Skip og þyrla mættust svo rétt innan við 200 sjó- mflna mörkin suðaustur af Reykja- nesi. Lagt var af stað í sjúkraflugið kl. 6.28 í gærmorgun. Giftusamlega tókst að ná manninum um borð í þyrluna og var lent með hann við Sjúkrahús Reykjavíkur kl. 10.27. Alls var sjúkraflugið 440 sjómflur en flugþol þyrlunnar er um 550 sjó- mílur. Ungur ökumaður slapp ómeiddur þegar flutningabfll hrapaði 30 metra í Svartárhorni Lenti í blindhríð og sá jörðina koma á móti sér „ÞAÐ ER ekki spuming, beltið bjargaði mér,“ sagði Gunnþór Krist- jánsson bflstjóri á Akureyri sem heldur betur komst í hann krappan í fyrrinótt þegar vöruflutningabfll með tengivagni sem hann ók fór út af veginum í beygjunni skömmu áð- ur en komið er að Húnaveri, svo- nefndu Svartárhomi, og hrapaði hann niður að ánni allt að 30 metra. Gunnþór var á norðurleið, en SJÓMAÐURINN hífður um borð í TF-LÍF rétt innan 200 sjómflna markanna suðaustur af Reykjanesi. óhappið varð skömmu fyrir mið- nætti. „Eg hafði ekið í svona þokkalegu veðri, ekki sérlega góðu, alla leið að sunnan, en þegar ég kem þarna keyri ég skyndilega inn í blindstórhríð, þetta var eins og veggur og ég sá ekki neitt. Vissi ekkert hvar ég var og bara allt í einu átta ég mig á því að bíllinn er að falla út af veginum og niður að ánni, ég sá jörðina koma á móti mér,“ sagði Gunnþór. „Það flaug nú ýmislegt gegnum hugann á leið- inni niður, en ég trúði því ekki að þetta væri mitt síðasta." Hékk í beltinu þegar bfllinn stöðvaðist Gunnþór kvaðst hafa gert sér litla grein fyrir því hvernig lend- ingin yrði, en hann hefði haldið dauðahaldi í stýrið. Hann var í ör- yggisbelti og segir það eflaust hafa skipt sköpum. „Ég hékk í beltinu þegar bfllinn stöðvaðist, en náði að losa mig úr því,“ sagði hann. Gunn- þór, sem er 24 ára gamall, tók meirapróf tvítugur og hefur ekið vöruflutningabíl á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur í um eitt ár, en þar á undan greip hann í akstur af og til. Hann segist til að byrja með ekki endilega hafa spennt sig í öryggisbelti áður en hann hóf akstur, en fljótlega eftir að hann fór að keyra flutningabíl- inn hafi hann vanið sig á það. „Ég fór að hugsa um að það væri betra að vera í beltinu ef eitthvað kæmi fyrir og vandi mig á að spenna alltaf beltið, nú þykir mér beinlínis óþægilegt að keyra bfl ef ég er ekki í belti," sagði Gunnþór. Hann var í samfloti með nokkr- um öðram bflstjóram og náði hann að kalla í þá sem á undan vora strax eftir óhappið. Þeir snéra við og aðstoðuðu hann, en Gunnþór slapp ómeiddur, er ekki með eina einustu skrámu. Niðurstöður könnunar á högum og viðhorfum aldraðra kynntar 94% kváðust ánægð með veitta heilbrigðisþjónustu ALDRAÐIR era almennt ánægðir með lífíð, telja sig hafa fengið góða þjónustu á sjúkrahús- um og heilsugæslustöðvum og búa í eigin hús- næði. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Gallup á högum aldraðra sem kynnt var á fundi heilbrigðisráðherra í gær. Könnunin er gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið í mars sl. í tilefni af ári aldraðra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf aldraðra, kjör þeirra og lífsmáta. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að könnunin væri mikilvæg fyrir stjórnvöld til þess að þau gætu gert sér grein fyrir því hver staða aldr- aðra væri og hvar úrbóta væri helst þörf. Ingibjörg sagði að niðurstöður könnunarinn- ar sýndu að brýnast væri að koma til móts við þann hóp sem hefur frestað því að kaupa lyf eða fara til læknis af fjárhagsástæðum, en í könn- uninni kom fram að tæplega 5% svarenda hefðu á síðustu fimm árum einhvern tíma frestað því að fara til læknis af fjárhagsástæðum og næst- um 3% svarenda hefðu á sama tímabili hætt við að fara til læknis af sömu ástæðum. 4% sögðust á síðustu fimm árum einhvem tíma hafa frestað því að kaupa lyf af fjárhagsástæðum og 3% höfðu hætt við að kaupa lyf af sömu ástæðum. Einmanaleiki fer eftir tilfinningu-, ekki klukkustundum Tæplega 21% svarenda segist stundum eða oft vera einmana. Fólk eyðir að meðaltali 4,2 klukkustundum eitt á dag og telja tæp 15% þeirra, sem afstöðu taka, þann tíma, sem þau eyða einsömul, vera lengri en þau kjósa. Að sögn Þóru Asgeirsdóttur, sérfræðings hjá Gallup, gefa þessar niðurstöður til kynna að einmanaleiki miðist fremur við hugarástand en þann tíma sem fólk eyðir einsamalt, og komi sú niðurstaða töluvert á óvart. I könnuninni kemur fram að ríflega 73% svarenda hitta annað fólk, en þau búa með, á hverjum degi. 74% segjast hafa aðgang að fé- lagsstarfi eldri borgara og taka tæplega 36% þátt í því. Elstu svarendurnir og konur virðast taka mestan þátt í félagsstarfi eldri borgara. Að sögn Þóra kom á óvart að hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni sögðust hafa aðgang að fé- lagsstarfi en á höfuðborgarsvæðinu. 64% aðspurðra segjast hafa farið á heilsu- gæslustöð á sl. 12 mánuðum og segjast ríflega 94% hafa fengið góða þjónustu í síðustu heim- sókn sinni á heilsugæslustöð. Tæplega 37% segja að heilbrigðisþjónustan hafi batnað á sl. fimm árum en nærri 23% segja hins vegar að hún hafi almennt versnað. Ríflega 36% að- spurðra segja að heilbrigðisþjónustan sé ódýr en 39% telja hana dýra. 91% svarenda býr í eigin húsnæði og hafa svarendur búið að meðaltali í 22 ár í sama hús- næði. Könnunin var gerð í síma á tímabilinu 17.-26. mars sl. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 65-80 ára og var svarhlutfall tæp 74%. Stefnt að sameiningu Gunnvarar og íshúsfé- lagsins ÍSLANDSBANKI hf„ sem keypti þriðjung hlutabréfa í Gunnvöru hf. á ísafirði af Þórði Júlíussyni og Báru Hjaltadóttur, hefur selt bréf- in aftur til nýstofnaðs eignar- haldsfélags. Eigendur eignar- haldsfélagsins era Guðni G. Jóhannesson, Vignir Jónsson, Kristján G. Jóhannsson og Jón Benjamín Oddsson. Þeir eiga jafnan hlut í Gunnvöru. Fari ekki úr byggðarlaginu Guðni segir að þessi kaup hafi verið gerð fyrst og fremst til þess að tryggja það að fyr- irtækið eða hlutar þess fari ekki úr byggðarlaginu. „Það verður eflaust samrani milli Ishúsfélags Isfirðinga og Gunnvarar og skoðaðir verða aðrir möguleikar samrana í heimabyggð," sagði Guðni. Hann sagði að samrani við íshúsfélagið hefði verið eitt af markmiðunum með kaupun- um. Guðni er stjórnarformað- ur í báðum fyrirtækjum. Hann segir að vinna við sam- einingu fyrirtækjanna hefjist strax í næstu viku. Svipaðri starfsemi verði haldið uppi en hagræðing verði höfð að leið- arljósi. Otímabært sé hins vegar að fjalla um hvort breytingar verði á starfs- mannahaldi. Sérblöð í dag ÁLAUGARDÖGUM BYGGINGA t IMíiÆ0®© MEÐ Morgun- £4 blaðinu í dag er dreift blaði frá Sam- tökum iðn- __ aðarins: Itj.wÁ „Bygginga- ' dagar ‘99 fyrir heim- ilin í land- inu“. Kristinn vann Ole Furuseth í svigi/B1 Meistarabarátta Aftur- eldingar og FH/B3, B4 Körfubolti DHL-deildin www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.