Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyrarvöllur of lítill undir verslunarmiðstöð Bent á lóð austan Samkomuhússins SKIPULAGSNEFND Akureyrar- bæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögu vinnuhóps nefndarinnar þess efnis að benda forsvarsmönnum Rúmfatalagers- ins og KEA Nettó á lóð austan Samkomuhússins til að byggja á 12 þúsund fermetra verslunarhús- næði. Fyrirtækin sóttu skömmu fyrir áramót um lóð Akureyran/all- ar til að reisa á verslunarhúsnæði og hefur vinnuhópurinn verið að skoða málið frá öllum hliðum frá þeim tíma. Forsvarsmenn KEA sögðu að þeir myndu skoða þá kosti, sem fylgdu tillögu vinnu- hópsins. Vilborg Gunnarsdóttir, formaður skipulagsnefndar, sagði að skoðuð hefðu verið svæði um allan bæ, bæði í útjaðri og á miðbæjarsvæði, en niðurstaðan hefði orðið sú að benda fyrirtækjunum á áðumefnda lóð. Verði fallist á tillöguna í bæjar- stjórn þarf að fylla upp 20-22 þús- und fermetra svæði og er kostnað- ur við þá framkvæmd áætlaður um 170 milljónir króna. Bflastæði á þaki byggingarinnar Gerð er krafa um að færustu hönnuðir taki þátt í hönnun bygg- ingarirmar, að sögn Vilborgar, en hún yrði byggð inn í brekkuna und- ir Samkomuhúsinu. Ráðgert er að bílastæði verði á þaki hennar en það mun einnig nýtast gestum Samkomuhússins. Vilborg sagði það mat nefndarinnar að Akureyr- PENTAX FERMINGARTILBOÐ PENTAX ESPIO 738G Aðdráttarlinsa 38-70mm Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Vörn gegn rauðum augum Dagsetning 3 stk. FUJIFILM SUPERIA filmurh Verð aðeins kr.14.990 rr\ Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 arvöllur væri of lítill fyrir þá starf- semi sem fyrirtækin ætluðu að vera með þar og þá yrði kostnaður við uppbyggingu íþróttaaðstöðu annars staðar í bænum of mikill. Umferðartengingar við Akureyrar- völl væru ekki hagstæðar auk þess sem ekki væri nægjanleg sátt um að völlurinn færi undir verslunar- svæði. „Mér finnst þetta því góð lending í málinu,“ sagði Vilborg og bætti við að málið yrði kynnt um- sækjendum formlega eftir helgi. Sigmundur Ottarsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, fagnaði því að niðurstaða væri komin í málið, en sagði að enn væri ekki búið að kynna hugmyndina fyrir umsækjendum lóðarinnar. „Við munum skoða þá kosti, sem í boði eru,“ sagði Sigmundur og bætti við að jákvætt væri að vinnu- hópur skipulagsnefndar virtist skynja að umsækjendur vildu vera í miðbæ Akureyrar, en vissulega hefði íþróttavöllurinn verið besti kosturinn. „Við munum skoða í samvinnu við okkar hönnuði hvað hægt er að gera á þessu svæði,“ sagði Sig- mundur. Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inn- töku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1999-2000 FRÁ GRUNNSKÓLUM AKUREYRAR Innritun 6 ára barna sem hefja skólagöngu næsta haust, (fædd 1993), fer fram í grunnskólum bæjarins mánudag- inn 19. apríl og þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 9-12. Á sama tíma þarf að tilkynna flutning nemenda til og frá Akureyri sem og flutning eldri nemenda milli skóla- svæða innan Akureyrar, annaðhvort í viðkomandi skóla eða á skóladeild Akureyrar í síma 460-1400. Foreldrar/forráðamenn nemenda sem eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi en Akureyri og ætlunin er að sæki skóla á Akureyri þurfa að sækja um námsvist utan lögheimilis- sveitarfélags hjá sínu lögheimilissveitarfélagi. Staðfesting lögheimilissveitarfélags á greiðslu námsvistargjalda þarf að hafa borist skóladeild Akureyrar fyrir skólabyrjun. Ef óskað er eftir námsvist í öðrum skóla en hverfisskóla viðkomandi nemanda þá þarf að sækja um það með rök- stuðningi á sérstöku eyðublaði sem fæst í skólunum. Innrita má með símtali við viðkomandi skóla. Símanúmer skólanna: Brekkuskóli við Skólastíg 462-2525 Lundarskóli við Dalsbraut 462-4888 Síðuskóli við Bugðusíðu 462-2588 Skólafulltrúi Glerárskóli við Höfðahlíð 461- 2666 Oddeyrarskóli við Víðivelli 462- 4999 Giljaskóli við Kiðagil 462-4820 Fornámsdeild Tilgangur fornámsdeildar er að veita nemendum alhliða undir- búningsmenntun í myndlist. í deildinni fer fram listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir nám í sérnámsdeildum. Umsóknarfrestur um skóla- vist er til 22. maí 1999. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 462 4958 Myndlistaskólinn á Akureyri Kaupvangsstræti 16 - Pósthölf 39 - 6QZ Akureyri Heimasíða: http://www.myndak.is Netfang: info@myndak.is Morgunblaðið/Kristj án Háskólinn á Akureyri Gagnalind af- hendir notenda- leyfí á SÖGU GAGNALIND, sem er hugbúnaðar- fyrirtæki afhenti nýlega Háskólan- um á Akureyri notendaleyfi að sjúkraskrárkerfinu SÖGU. SAGA er nú í notkun á yfir 20 stöðum á landinu, bæði á sjúkrahús- um og heilsugæslustöðvum. Kerfið er í stöðugri þróun og má nefna að vinna við aðlögun að sjúkra- hússumhverfi er í gangi. SAGA mun nýtast vel strax á næstu önn við kennslu hjúkrunarnema í hjúkrun- arskráningu og í hjúkrun almennt þar sem í náminu er lögð mikil áhersla á skráningu hjúkrunar og notkun hennar í klínísku starfi. Einnig er ekki vafi á að SAGA mun nýtast í kennslu annarra heilbrigð- isstétta við heilbrigðisdeild. í því sambandi má nefna að kennsla í iðjuþjálfun hófst við deildina fyrir tveimur árum og fyrirhugað er að kennsla í dreifbýlislækningum hefj- ist á næsta ári. Myndin var tekin við afhending- una í tölvuveri Háskólans á Akur- eyri í Þingvallastræti. Frá vinstri eru Pétur Pétursson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri, Hildigunnur Svavarsdóttir lektor, Sigfríður Inga Karlsdóttir lektor og Bryndís Elva dóttir henn- ar, Elsa Fx-iðfinnsdóttir, forstöðu- maður heilbi’igðisdeildar, Kristin Þórai'insdóttir lektor, en sitjandi ei-u Ásta Thoroddsen, verkefna- ■stjóri hjá Gagnalind, og Margrét Guðjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri. -----♦♦♦----- Flutninga- bfll valt FLUTNINGABÍLL valt austan- megin í Víkurskarði í gæi'dag en bílstjórinn slapp ómeiddur úr velt- unni. Stói'hríð var í Víkurskarði og sá vart handa skil. Tæki Vegagerð- ax-innar, veghefill og öflugur snjó- bíll, voru notuð til að rétta bílinn við. Þæfíngsfærð var yfir skarðið í gærdag fyrir vel útbúna bíla, en smábflar komust hvoi’ki lönd né strönd. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Vorhátíð sunnudagaskól- ans, afa- og ömmudagur. Biblíulest- ur í Safnaðarheimili kl. 20.20 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guð- mundar Guðmundssonar. Morgun- bæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðju- dagsmoi-gun. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili kl. 10 til 12 á mið- vikudag. Fi-iðrik Páll Jónsson háls-, nef og eyrnalæknir spjallar um eyrnabólgu hjá bömum. Kyrrðar- og fyrirbænastund á fimmtudag, 22. apríl kl. 12 og hefst hún með orgel- leik. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, al- menn samkoma kl. 17 og unglinga- samkoma kl. 20 um kvöldið. Heimiia- samband kl. 15 á mánudag. Ki'akka- klúbbur fyrir 6-10 ára kl. 17 á mið- vikudag, hjálparfiokkur fyrir konur kl. 20 um kvöldið. 11 plús mínus kl. 17 á föstudag fyrir 10 til 12 ára börn. Flóamarkaður á fóstudögum frá kl. 10 til 18. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma á Sjón- arhæð, Hafnarstræti 63 kl. 17, allir velkomnir. fundur fyrir 6-12 ára börn kl. 18 á Sjónarhæð, öll börn vel- komin. Gítartón- leikar HANNES Þ. Guðrúnarson heldur gítartónleika í kapellu Akureyr- arkirkju á sunnudag, 18. apni, kl. 17. Flutt verður tónlist frá endur- reisnar- og barokktimanum. Hannes lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins og stundaði framhaldsnám í einleik og kamm- ertónlist við Tónlistarháskólann í Bergen og starfaði um tíma sem gítarkennari og tónlistarmaður í Vestur-Noregi. Iiannes kennir nú við Tónlistarskólann á Akureyri og er undirleikari söngnemenda. ! í lll í : m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.