Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Akureyrarvöllur of lítill undir verslunarmiðstöð
Bent á lóð austan
Samkomuhússins
SKIPULAGSNEFND Akureyrar-
bæjar samþykkti á fundi sínum í
gærmorgun tillögu vinnuhóps
nefndarinnar þess efnis að benda
forsvarsmönnum Rúmfatalagers-
ins og KEA Nettó á lóð austan
Samkomuhússins til að byggja á 12
þúsund fermetra verslunarhús-
næði. Fyrirtækin sóttu skömmu
fyrir áramót um lóð Akureyran/all-
ar til að reisa á verslunarhúsnæði
og hefur vinnuhópurinn verið að
skoða málið frá öllum hliðum frá
þeim tíma. Forsvarsmenn KEA
sögðu að þeir myndu skoða þá
kosti, sem fylgdu tillögu vinnu-
hópsins.
Vilborg Gunnarsdóttir, formaður
skipulagsnefndar, sagði að skoðuð
hefðu verið svæði um allan bæ,
bæði í útjaðri og á miðbæjarsvæði,
en niðurstaðan hefði orðið sú að
benda fyrirtækjunum á áðumefnda
lóð. Verði fallist á tillöguna í bæjar-
stjórn þarf að fylla upp 20-22 þús-
und fermetra svæði og er kostnað-
ur við þá framkvæmd áætlaður um
170 milljónir króna.
Bflastæði á þaki
byggingarinnar
Gerð er krafa um að færustu
hönnuðir taki þátt í hönnun bygg-
ingarirmar, að sögn Vilborgar, en
hún yrði byggð inn í brekkuna und-
ir Samkomuhúsinu. Ráðgert er að
bílastæði verði á þaki hennar en
það mun einnig nýtast gestum
Samkomuhússins. Vilborg sagði
það mat nefndarinnar að Akureyr-
PENTAX
FERMINGARTILBOÐ
PENTAX ESPIO 738G
Aðdráttarlinsa 38-70mm
Sjálfvirkur fókus
Sjálvirkt Ijósop og hraði
Einföld filmuþræðing
Vörn gegn rauðum augum
Dagsetning
3 stk. FUJIFILM SUPERIA filmurh
Verð aðeins kr.14.990
rr\
Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850
arvöllur væri of lítill fyrir þá starf-
semi sem fyrirtækin ætluðu að
vera með þar og þá yrði kostnaður
við uppbyggingu íþróttaaðstöðu
annars staðar í bænum of mikill.
Umferðartengingar við Akureyrar-
völl væru ekki hagstæðar auk þess
sem ekki væri nægjanleg sátt um
að völlurinn færi undir verslunar-
svæði. „Mér finnst þetta því góð
lending í málinu,“ sagði Vilborg og
bætti við að málið yrði kynnt um-
sækjendum formlega eftir helgi.
Sigmundur Ottarsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA,
fagnaði því að niðurstaða væri
komin í málið, en sagði að enn væri
ekki búið að kynna hugmyndina
fyrir umsækjendum lóðarinnar.
„Við munum skoða þá kosti, sem
í boði eru,“ sagði Sigmundur og
bætti við að jákvætt væri að vinnu-
hópur skipulagsnefndar virtist
skynja að umsækjendur vildu vera
í miðbæ Akureyrar, en vissulega
hefði íþróttavöllurinn verið besti
kosturinn.
„Við munum skoða í samvinnu
við okkar hönnuði hvað hægt er að
gera á þessu svæði,“ sagði Sig-
mundur.
Myndlistaskólinn á
Akureyri auglýsir inn-
töku nýrra nemenda
fyrir skólaárið
1999-2000
FRÁ GRUNNSKÓLUM
AKUREYRAR
Innritun 6 ára barna sem hefja skólagöngu næsta haust,
(fædd 1993), fer fram í grunnskólum bæjarins mánudag-
inn 19. apríl og þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 9-12.
Á sama tíma þarf að tilkynna flutning nemenda til og frá
Akureyri sem og flutning eldri nemenda milli skóla-
svæða innan Akureyrar, annaðhvort í viðkomandi
skóla eða á skóladeild Akureyrar í síma 460-1400.
Foreldrar/forráðamenn nemenda sem eiga lögheimili í
öðru sveitarfélagi en Akureyri og ætlunin er að sæki skóla
á Akureyri þurfa að sækja um námsvist utan lögheimilis-
sveitarfélags hjá sínu lögheimilissveitarfélagi. Staðfesting
lögheimilissveitarfélags á greiðslu námsvistargjalda þarf
að hafa borist skóladeild Akureyrar fyrir skólabyrjun.
Ef óskað er eftir námsvist í öðrum skóla en hverfisskóla
viðkomandi nemanda þá þarf að sækja um það með rök-
stuðningi á sérstöku eyðublaði sem fæst í skólunum.
Innrita má með símtali við viðkomandi skóla.
Símanúmer skólanna:
Brekkuskóli við Skólastíg
462-2525
Lundarskóli við Dalsbraut
462-4888
Síðuskóli við Bugðusíðu
462-2588
Skólafulltrúi
Glerárskóli við Höfðahlíð
461- 2666
Oddeyrarskóli við Víðivelli
462- 4999
Giljaskóli við Kiðagil
462-4820
Fornámsdeild
Tilgangur fornámsdeildar er að
veita nemendum alhliða undir-
búningsmenntun í myndlist. í
deildinni fer fram listrænn og
tæknilegur undirbúningur fyrir
nám í sérnámsdeildum.
Umsóknarfrestur um skóla-
vist er til 22. maí 1999.
Allar nánari upplýsingar
eru veittar í síma
462 4958
Myndlistaskólinn á Akureyri
Kaupvangsstræti 16 - Pósthölf 39 - 6QZ Akureyri
Heimasíða: http://www.myndak.is
Netfang: info@myndak.is
Morgunblaðið/Kristj án
Háskólinn á Akureyri
Gagnalind af-
hendir notenda-
leyfí á SÖGU
GAGNALIND, sem er hugbúnaðar-
fyrirtæki afhenti nýlega Háskólan-
um á Akureyri notendaleyfi að
sjúkraskrárkerfinu SÖGU.
SAGA er nú í notkun á yfir 20
stöðum á landinu, bæði á sjúkrahús-
um og heilsugæslustöðvum. Kerfið
er í stöðugri þróun og má nefna að
vinna við aðlögun að sjúkra-
hússumhverfi er í gangi. SAGA mun
nýtast vel strax á næstu önn við
kennslu hjúkrunarnema í hjúkrun-
arskráningu og í hjúkrun almennt
þar sem í náminu er lögð mikil
áhersla á skráningu hjúkrunar og
notkun hennar í klínísku starfi.
Einnig er ekki vafi á að SAGA mun
nýtast í kennslu annarra heilbrigð-
isstétta við heilbrigðisdeild. í því
sambandi má nefna að kennsla í
iðjuþjálfun hófst við deildina fyrir
tveimur árum og fyrirhugað er að
kennsla í dreifbýlislækningum hefj-
ist á næsta ári.
Myndin var tekin við afhending-
una í tölvuveri Háskólans á Akur-
eyri í Þingvallastræti. Frá vinstri
eru Pétur Pétursson, yfirlæknir
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri, Hildigunnur Svavarsdóttir
lektor, Sigfríður Inga Karlsdóttir
lektor og Bryndís Elva dóttir henn-
ar, Elsa Fx-iðfinnsdóttir, forstöðu-
maður heilbi’igðisdeildar, Kristin
Þórai'insdóttir lektor, en sitjandi
ei-u Ásta Thoroddsen, verkefna-
■stjóri hjá Gagnalind, og Margrét
Guðjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri.
-----♦♦♦-----
Flutninga-
bfll valt
FLUTNINGABÍLL valt austan-
megin í Víkurskarði í gæi'dag en
bílstjórinn slapp ómeiddur úr velt-
unni. Stói'hríð var í Víkurskarði og
sá vart handa skil. Tæki Vegagerð-
ax-innar, veghefill og öflugur snjó-
bíll, voru notuð til að rétta bílinn
við. Þæfíngsfærð var yfir skarðið í
gærdag fyrir vel útbúna bíla, en
smábflar komust hvoi’ki lönd né
strönd.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun,
sunnudag. Vorhátíð sunnudagaskól-
ans, afa- og ömmudagur. Biblíulest-
ur í Safnaðarheimili kl. 20.20 á
mánudagskvöld í umsjá sr. Guð-
mundar Guðmundssonar. Morgun-
bæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðju-
dagsmoi-gun. Mömmumorgunn í
Safnaðarheimili kl. 10 til 12 á mið-
vikudag. Fi-iðrik Páll Jónsson háls-,
nef og eyrnalæknir spjallar um
eyrnabólgu hjá bömum. Kyrrðar- og
fyrirbænastund á fimmtudag, 22.
apríl kl. 12 og hefst hún með orgel-
leik.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, al-
menn samkoma kl. 17 og unglinga-
samkoma kl. 20 um kvöldið. Heimiia-
samband kl. 15 á mánudag. Ki'akka-
klúbbur fyrir 6-10 ára kl. 17 á mið-
vikudag, hjálparfiokkur fyrir konur
kl. 20 um kvöldið. 11 plús mínus kl.
17 á föstudag fyrir 10 til 12 ára börn.
Flóamarkaður á fóstudögum frá kl.
10 til 18.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa
kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á
morgun, sunnudag í kirkjunni við
Eyrarlandsveg 26.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í
Lundarskóla kl. 13.30 á morgun,
sunnudag. Almenn samkoma á Sjón-
arhæð, Hafnarstræti 63 kl. 17, allir
velkomnir. fundur fyrir 6-12 ára
börn kl. 18 á Sjónarhæð, öll börn vel-
komin.
Gítartón-
leikar
HANNES Þ. Guðrúnarson heldur
gítartónleika í kapellu Akureyr-
arkirkju á sunnudag, 18. apni, kl.
17. Flutt verður tónlist frá endur-
reisnar- og barokktimanum.
Hannes lauk burtfararprófi frá
Tónskóla Sigursveins og stundaði
framhaldsnám í einleik og kamm-
ertónlist við Tónlistarháskólann í
Bergen og starfaði um tíma sem
gítarkennari og tónlistarmaður í
Vestur-Noregi. Iiannes kennir nú
við Tónlistarskólann á Akureyri
og er undirleikari söngnemenda.
!
í
lll
í :
m