Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 18

Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 18
18 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Silli LOFTUR Magndsson augnlæknir hefur rannsakað augu Þingeyinga í tæp 30 ár. Húsvíkingar ánægðir með heilsugæsluna Húsavik - Heilsugæslustöðin á Húsavík mun vera elsta heilsu- gæslustöðin á landinu, sem veitir nokkuð alhliða þjónustu. Þar eru starfandi fjórir læknar og svo koma til stöðvarinnar öðru hverju sér- fræðingar til að veita sérfræðiþjón- ustu og er það t.d. fastur liður í starfseminni að þriðja hvem mánuð er hér Eiríkur Sveinsson, háls-, nef- og eymalæknir, og Loftur Magnús- son augnlæknir, sem er venjulega eina viku hvert sinn. Þegar læknamir Gísli G. Auðuns- son og Ingimar Hjálmarsson komu til Húsavíkur fyrir um 30 árum stofnsettu þeir það sem þá var nefnd Heilbrigðismiðstöð, síðar nefnd Læknamiðstöð, eins og víða á landinu starfa nú undir heitinu heilsugæslustöðvar, en það var sú fyrsta sem tók til starfa hér á landi. Heilsugæslustöðin er í samtengdri byggingu við sjúkrahúsið. Framkvæmdastjóri heilsugæslu- stöðvarinnar og sjúkrahússins er Friðfinnur Hermannsson. Sögu sjúkrahússmála Húsavíkur, sem rekja má til ársins 1912, er Ólafur Erlendsson, íyrrverandi sjúkrahússforstjóri, að rita og kem- ur hún væntanlega út á þessu ári. Morgunblaðið/Ingimundur ÞRJU efstu liðin í firmakeppni í boccia í Borgamesi. F.v. iið Loftorku í Borgarnesi sem hlaut fyrsta sætið, Duracell-karlar urðu í öðm sæti og Duracell-konur í þriðja sæti. Loftorka vann firma- keppni í boccia Borgarnesi - íþróttafélagið Kveld- úlfur í Borgamesi hélt í fjórða sinn firmakeppni í boccia fyrir skömmu. Fyrsta keppnin fór fram 1996 og mættu þá fjögur lið til keppni. Sig- urvegari varð lið Sambýlisins í Borgamesi. Árið 1997 kepptu 12 lið og þá vann lið Vegagerðarinnar í Borg- arnesi. í fyrra mættu 16 lið til leiks og starfsstúlkur leikskólans Klettaborgar fóru með sigur af hólmi. I ár mættu 16 lið til keppni. Keppt var í fjórum riðlum og léku allir við alla. Sigurvegarar í hverj- um riðli komust í úrslitakeppni. Mikil barátta og leikgleði ríkti í flestum leikjunum og mörg skemmtileg tilþrif mátti líta. Virð- ist sívaxandi áhugi meðal fyrir- tækja að taka þátt í þessari keppni og styrkja þar með starf Kveldúlfs sem er íþróttafélag fatl- aðra. Þrjú efstu liðin hlutu verðlauna- peninga og efsta liðið hlaut farand- grip til varðveislu. Gefandi hans var Sjóvá-Almennar í Borgamesi. Menntamálaráðherra húsvitjar í Snæfellsbæ Ólafsvík - Björn Bjarnason mennt- amálaráðherra vitjaði grannskól- anna þriggja í Snæfellsbæ í viku- byrjun. Ráðherann skoðaði húsa- kynni og ræddi við starfsfólk og nemendur. I Grannskólanum í Ólafsvík vísaði hann til þeirrar um- fjöllunar sem verið hefur í fjölmiðl- um að undanfómu um skólastarfið þar og hvatti til að einskis yrði látið ófreistað að renna styrkari stoðum undir skólastarfið og snúa vörn í sókn til að gera góðan skóla enn betri. Sveinn Þór Elínbergsson skóla- stjóri rakti í stuttu máli upphaf skólastarfs í Ólafsvík og kvaðst bjartsýnn á bættan hag skólans með auknu kennslurými og tilkomu nýs íþróttahúss, sem senn mun rísa í næsta nágrenni skólans. I fylgd með ráðherranum vora alþingismenn Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur á Vesturlandi í kosningunum í vor, en einn þeirra, Sturla Böðvarsson, er fyrrverandi nemandi skólans. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar BJÖRN Bjamason menntamálaráðherra ásamt Sveini Elínbergssyni skólastjóra. Morgunblaðið/Egill Egilsson Snjóflóð á Hvilftarströnd Ekki dæmi um slíkt áður Flateyri - Eftir síðustu óveðurshr- inu sem reið yfir Vestfirði og víðar kom í ljós að snjóflóð hafði fallið við Kaldá á Hvilftarströnd. Kunnugir segja að slíkt hafi ekki gerst áður. Hér var um ræða frekar stórt flóð og lokaði það veginum um tíma. Talið er að um krapaflóð hafi verið að ræða, þar sem flóðið féll eftir ár- farvegi Kaldár og uppfyrir veg. Engin hætta stafaði af flóðinu og vora starfsmenn Vegagerðarinnar komnir fljótt á vettvang til að ryðja veginn. Leirbakstrar á handverks- sýningu Búðardal - Trésmiðjan Megin í Búðardal tekur þátt í hand- verkssýningu sem haldin verð- ur í Laugardalshöllinni í Reykjavík og opnuð verður 22. aprfl. Þar verður Megin með sýningarbás og verða til sýnis leirbakstrar sem fyrirtækið framleiðir. Helstu kostir við bakstrana era að þeir eru unn- ir úr náttúraefnum eingöngu, henta vel við meðhöndlun gigt- arsjúklinga og til að vinna á vöðvabólgu. Heilsubakstrarnir era afar mjúkir og falla vel að líkamanum. Umbúðirnar eru vatnsheldar og bleyta því ekki lök eða handklæði sem sjúk- lingarnir nota. Rjúpur í húsagarði Egilsstöðum - Töluvert er um ijúpur á Austurlandi og hafa þær sést bæði nálægt byggð og inni í þorpum. Þess- ar sáust í húsa- garði á Egils- stöðum. AXIS Smiójuvegi 9 Sími 554 3500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.