Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 28

Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 28
28 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dan Quayle, fyrrv. varaforseti, vill verða forsetaefni republikana Hvergi bang- inn við skoð- anakannanir Washington. Reuters, The Daily Telegrapli. DAN Quayle, fyrrverandi varafor- seti Bandaríkjanna, tilkynnti á mið- vikudag, að hann ætlaði að keppa eftir útnefningu Repúblikanaflokks- ins sem forsetaframbjóðandi á næsta ári. „Eg er kominn heim til að lýsa yf- ir, að ég ætla að leita eftir og vinna útnefninguna," sagði Quayle í heimabæ sínum, Huntington í Indi- ana, og sagðist hvorki hafa áhyggj- ur af skoðanakönnunum né stóru körlunum, keppinautunum. Quayle heldur því fram, að árin hans í Hvíta húsinu geri hann hæfastan til að leiða Repúblikanaflokkinn en skoðanakannanir sýna ekki, að hann eigi mikla möguleika. Af 10 mönnum, sem era taldir munu taka þátt í forkosningunum, er Quayle langt á eftir þeim fremstu en sigur- stranglegastur þeirra er George W. Bush, sonur fyrrverandi forseta, George Bush. Bush valdi Quayle sem varafor- setaefni sitt 1988 og talaði þá um hann sem „vaxandi mann í flokkn- um“. í embætti varð Quayle hins vegar aðallega frægur fyrir alls kyns ambögur og aldrei eins og þegar hann heimsótti barnaskóla og var staðinn að því að kunna ekki að stafsetja orðið kartafla rétt á ensku. Stjórnmálafræðingurinn Stu Rot- henberg segist telja, að möguleikar Quayles á að hljóta útnefningu séu mitt á milli þess að vera svartir og kolsvartir. „Jafnvel vinir hans, sem fínnst hann hafa verið úthrópaður að ósekju, sjá ekkert vit í framboð- inu,“ sagði hann. Quayle hugsanlega vanmetinn Sumir fréttaskýrendur telja raunar, að Quayle sé vanmetinn en til að geta gert sér einhverjar vonir verður hann að koma á óvart og sigra í einhverjum fyrstu forkosn- inganna. Hefur hann vakið nokkra athygli á sér með hörðum árásum á Bill Clinton forseta iyrir að draga ímynd Bandaríkjanna niður í svaðið erlendis. í (f^n FASTEIGNA f 1 [ 1 JrMJ MARKAÐURINN j ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ OPIÐ í DAG FRÁ KL. 13-15 SERBYLI Kringlan - Laus strax. Mjög falleg 70 fm íbúð á miðhæð. Sérinn- gangur af svölum. Parket. Stórar suður- svalir. Laus strax. Stæði í bíiskýli. GÓÐ EIGN Á GÓÐUM STAÐ. Melabraut - Seltj. Giæsiiegt 145 fm einbýlishús á einni hæð ásamt tvöf. bílskúr. Saml. stofur. 3-4 svefn- herb. Vandaðar innr. og gólfefni. Falleg ræktuð lóð. Hiti I stéttum. 2JA HERB. Kleppsvegur - 2 íbúðir. io6fm einbýlishús, hæð og kjallari. Uppi eru rúmgóð stofa, 1 herb., eldhús og baðherb. i kjallara er 2ja herb. Ibúð með sérinn- gangi. Nýtt þak. Mjög stór lóð. HÆÐIR Framnesvegur - byggsj. 5,2 millj. Fín 59 fm íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bílgeymslu. Hús nýmálað að utan. Rúmgott svefnherb. Góð stofa. Parket. Áhv. byggsj. 5,2 millj. Verð 7,5 millj. Dvergholt - Mos. Góð 124 fm neðri sérhæð í tvíbýli. 3 svefnherb. Sérlóð. Áhv. húsbr. 5,4 millj. Verð 9,2 millj. 4RA-6 HERB. Garðastræti - sérinng. góö einstaklingsíbúð á 1. hæð með sérinn- gangi. íbúð er öll nýtekin í gegn. Áhv. 1,8 millj. Verð 4,2 millj. Barðavogur - byggsj. 3,5 millj. Góð 95 fm íbúð i kjallara með sérinngangi. Lítið niðurgrafin. 3 svefnherb. Ný innr. i eldhúsi. Parket. Nýtt tvöf. gler. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 8,8 millj. Hávallagata - laus strax. Bjort og rúmgóð 75 fm íbúð í kjallara/ jarðhæð á þessum góða stað i vesturbænum. Sér- inngangur. Laus strax. Verð 7,0 millj. A TVINNUHÚSNÆÐI Funalind - Kóp. Nýkominísölu mjög góð 114 fm íbúð á 3. hæð ásamt 28 fm bílskúr í góðu lyftuhúsi. Aðeins ein ibúð á hæð. Innréttingar og hurðir úr kirsuberjaviði. Góðar svalir. Áhv. húsbr. 6,2 millj. Verð 12,7 millj. Skútuvogur - TIL LEIGU. 200 fm lagerhúsnæði til leigu. Góð lofthæð. Góðar innkeyrsludyr. Uppl. á skrifstofu. Eiðistorg - Seltj. 174 fm verslun- arhúsnæði til sölu. Er í útleigu i dag. Skiptist í anddyri, stóran sal, 2 góð herb. og wc. Verð 15,0 millj. Grænamýri - Seltj. Nýkomin í sölu 112 fm lúxusibúð á 1. hæð með sérinngangi. Innréttingar og gólfefni af vönduðustu gerð. 3 svefnherb. Verönd út af stofu. 24 fm bílskúr. Áhv. húsbr. 6,0 millj. Verð 13,5 millj. Hverfisgata. 1.200 fm iðnaðar- og verslunar- eða þjónustuhúsnæöi sem skiptist í 3-4 einingar. Húsneeðið er allt ( útleigu í dag. Góðar leigutekjur og góð langtímalán áhvílandi. Góð bíla- stæði og viðbyggingarréttur á lóð. Teikn. og frekari uppl. á skrifstofu. Þrastarhólar - bílskúr. Faiieg 120 fm 4ra-5 herb. íbúð á 3. hæð auk 25 fm bílskúrs. 5 íbúða hús. Áhv. byggsj./ húsbr. 4,7 millj. Kleppsvegur. 4ra hera herb. (búð á 1. hæð. Stofa og 3 svefnherb. Laus 1. júní nk. Verð 7,9 millj. Kaplaskjólsvegur - laus Strax. 4ra herb. ibúð á 1. hæð ásamt herb. í kjallara. 33 fm bílskúr. Verð 8,5 millj. 3JA HERB. Laugavegur 63 - til leigu eða SÖIU 250 fm bjart og vistlegt verslunar- eða þjónustuhúsnæði. Góð lofthæð. Góðir gluggar. Tvö bílastæði fylgja. Laust nú þegar. Sólvaliagata 80. frábær STAÐSETNING.Húseignimar eru 1.775 fm og er hægt að nýta eignimar á margvíslegan hátt. Lóðin, sem er 2500 fm, frábærlega vel staðsett með sjá- varútsýni, býður upp á mikla möguleíka með tilliti til nýbygginga. TILVALIÐ TÆKIFÆRI FYRIR BYGG- INGAMEISTARA OG AFHAFNAMENN Austurströnd - Seltj. Falleg 63 fm íbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Parket. Suðvestursvalir. Þvottahús á hæð. Stæði í bílskýli. Áhv. byggsj. 1,6 millj. Verð 7,2 millj. Reuters QUAYLE var vel fangað í heimabæ sínum, Huntington í Indiana, er hann tilkynnti, að hann hygðist keppa eftir útnefningu Repúblikana- flokksins sem forsetaframbjóðandi. í augnablikinu er það þó John McCain, öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona, sem sviðsljósin beinast að. Hann hefur krafist þess, að Bandaríkjamenn setji saman stóran landher til að gera út um átökin í Jú- góslavíu og kynnir sig með því sem leiðtoga, sem þori að taka af skarið. Quayle er sjötti repúblikaninn, sem ákveður framboð, en hinir era Bob Smith; John McCain; Patrick Buchanan; Steve Forbes og Lamar Alexander. Búist er við, að Bush til- kynni sitt framboð á næstunni og einnig þau John Kasich, Gary Bauer og Elizabeth Dole. Dómstóll úrskurðar gegn Y ellowstone-þjóðgarðinum DÓMSTÓLL í Washington í Bandaríkjunum kom nýlega í veg fyrir gildistöku umdeilds samnings milli Yellowstone-þjóðgarðsins og líf- tæknifyrirtækis í Kaliforníu sem gef- ið hefði stjómendum þjóðgarðsins tækifæri til að afla sér tekna með nýtingu á lífríki garðsins. Frá þessu er sagt í nýjasta tölublaði tímaritsins Nature. í úrskurði dómara sagði að ekki hefðu verið lögð fram fullnægjandi gögn um áhrif samningsins á um- hverfið. Þarf stjóm þjóðgarðanna bandarísku nú að láta fara fram um- hverfismat skv. úrskurðinum áður en tekið verður fyrir að nýju hvort leyfa skuli gildistöku samningsins. Yellowstone náði samningum við líftæknifyrirtækið árið 1997 og var meiningin sú að garðurinn nyti hags af sölu ýmissa vara sem innhéldu genaefni úr plöntum og örverum teknum úr garðinum. Komu þessir samningar tO af því að þjóðgarður- inn fékk ekki krónu af miklum gróða sem varð við markaðssetningu tækja sem þróuð voru af Hoffmann-La Roche, og innhéldu m.a. Taq-ensímið sem upphafiega kom úr heitum hver- um Yellowstone-garðsins. Ýmsir að- ilar töldu hins vegar að slíkur gróða- samningur væri ekki í samræmi við yfirlýst markmið þjóðgarða í Banda- ríkjunum og höfðuðu mál á hendur stjórn þjóðgarðanna í fyrra til að koma í veg fyrir gildistöku samn- ingsins. DEKKARALLT Bouteflika næsti for- seti Alsírs ABDELAZIZ Bouteflika bar sigur úr býtum í forsetakosn- ingunum í Alsír í fyrradag og var enda einn í kjöri. Sex fram- bjóðendur af sjö drógu sig í hlé nokkram dögum fyrir kjördag til að mótmæla því, sem þeir sögðu vera fyrirframráðin úr- slit. Bouteflika, sem naut stuðnings hersins, fékk rúm- lega 74% atkvæða en kjörsókn var lítil. Kusu aðeins 10,5 millj. manna af 17,5 millj. á kjörskrá. Bouteflika mun taka við af Li- amine Zeroual sem forseti á næstu dögum en talsmaður frambjóðendanna, sem hættu við, sagði, að kosningunum yrði mótmælt um allt land. 27 Kúrdar felldir TYRKNESKIR hermenn felldu 27 kúrdíska skæraliða en misstu sjálfir sex í átökum í Austur-Tyrklandi í gær. Sagði talsmaður tyrkneska hersins, að skæruliðamir hefðu setið fyrir hermönnunum er þeir vora á leið til búða sinna. Um 30.000 manns hafa fallið í 14 ára langri baráttu skæraliða fyrh’ sjálfstjóm Kúrdahérað- anna í Tyrklandi. Gengið í geimnum TVEIR geimfarar um borð í rússnesku geimstöðinni Mir, Rússinn Víktor Afanasjev og Frakkinn Jean-Pierre Haign- ere, komu í gær á braut um jörðu gervihnetti, sem franskir útvai'psáhugamenn smíðuðu. Voru þeir í fimm klukkustundir utan geimfarsins en inni í því var sá þriðji, Sergei Avdejev. Auk þess að koma gervihnettin- um á braut ætluðu þeir félag- arnir að æfa viðgerð á Spektr- einingunni en til þess vannst ekki tími. Hefur hún verið ein- angrað frá Mir síðan birgðaskip rakst á hana og skemmdi 1997. Dómi yfír Bhutto mót- mælt UM eitt þúsund manns gengu fylktu liði um götur Karachi í gær til að mótmæla því, að Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, skyldi hafa verið dæmd í fang- elsi ásamt manni sínum fyrir spillingu. Sögðust sumir reiðu- búnir að fórna lífi sínu fyrir lýðræðið og 25 manna hópur ungra manna, sem kalla sig „bræður Bhutto“, beruðu sig að ofan og börðu. Bhutto er raunar stödd í London en mað- ur hennar er þegar kominn í fangelsi fyrir aðrar sakir. t:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.