Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
, Morgunblaðið/Ásdís
I VERKUM sfnum beinir Kristín Arngrímsdóttir sjónum að áhrifum
texta á myndefnið.
Samspil texta
og mynda í Gall-
eríi Sævars
KRISTÍN Arngrímsdóttir opnar
sýningu á verkum sínum í Galleríi
Sævars Karls í dag, laugardag, kl.
i4,
I fréttatilkynningu segir: „Kristín
segir sjálf um þessa sýningu:
„Kveikjan að þessari sýningu á að
einhverju leyti upptök sín í námsdvöl
minni í Englandi.
Þar fólst nám mitt m.a. í rannsókn-
um á „rými“ í myndlist, auk þess sem
ég kannaði samspil texta og myndar í
gegnum tíðina. Ásamt því að skoða
rými myndverks, kannaði ég hvers
konar rými textinn nær yfir, hvort
sem hann er innan myndrýmisins eða
tengdur því á annan hátt.
Eg beini sjónum mínum að áhrif-
um texta á myndefni. Bæth- hann
einhverju við túlkunarmöguleika
þess eða skerðir hann þá? Á textinn
við þann veruleika sem áhorfandinn
sér í myndefninu, annan veruleika
utan þess, eða visar hann í hvort
tveggja?“„
Þetta er fimmta einkasýning
Kristínar. Hún hefui- sýnt hér heima
og erlendis og tekið þátt í samsýn-
ingum.
Sýningin stendur til 6. maí.
Andarbrauð að lokmni
sýningu á Dimmalimm
IIÐNO eru íýrirhugaðar þrjár sýn-
ingar á barnaleikriti Dimmalimm í
tilefni vorkomunnar. Sýningamar
hefjast kl. 16 og verður fyrsta sýn-
ing á morgun, sunnudag, önnur sýn-
ing sumardaginn fyrsta og þriðja
sýning sunnudaginn 2. maí.
Sagan um Dimmalimm er eftir
Vortónleikar
Kvennakórs
Suðurnesja
KVENNAKÓR Suðumesja heldur
tvenna tónleika á höfuðborgarsvæð-
inu. Fyrri tónleikarnir verða í Nes-
kirkju þriðjudaginn 20. api-íl og þeir
seinni í Hafnarborg, Hafnai’firði
miðvikudaginn 21. apríl, kl. 20.30
báða dagana. Stjómandi er Agota
Joó. Píanóundirleik annast Vilberg
Viggósson. Annar hljóðfæraleikur er í
höndum Þórólfs Þórssonar á bassa,
Baldurs Jósefssonar á trommur, Ás-
geirs Gunnarssonar á harmoníku,
Erlu Brynjarsdóttur og Gróu Mar-
grétar Valdimarsdóttur á fiðlu og
Bimu Rúnarsdóttur á þverflautu.
Einsöng flytja þær Bima Rúnars-
dóttir, Guðrún Egilsdóttir, Laufey H.
Geirsdóttir og Sigrún Ó. Ingadóttir.
Haukur
Dór sýnir í
Smiðjunni
HAUKUR Dór opnar sýningu í
myndlistarsal Smiðjunnar, Ái-múla 36
í Reykjavík, í dag, laugardag, kl. 15.
Sýnd verða ný málverk unnin á papp-
ír og striga með akríl og olíu.
Myndlistamám stundaði Haukur
Dór í Reykjavík, Edinborg, Kaup-
mannahöfti og síðar I Bandaríkjun-
um.
Haukur Dór á yfir þrjátíu ára sýn-
ingarferil að baki. Mörg verka Hauks
era í eigu listasafna á íslandi og er-
lendis.
Sýningin stendur til 30. aprQ.
Mugg sem skrifaði hana til lítillar
frænku sinnar. Dimmalimm er
kóngsdóttir og heimsækir svaninn
sinn á tjöminni á hverjum degi, þar
til hún leysir hann úr álögum.
Að sýningu lokinni verða leik-
húsgestir leystir út með andar-
brauði.
Námskeið
hjá MHÍ
Eldsmíði
SIGRIJN Guðmundsdóttir mynd-
listarmaður leiðbeinir á námskeiði
um eldsmíði sem hefst þriðjudaginn
27. apríl. Kennt verður í Eldsmiðju
J. Hinriksen í Súðavogi.
Á námskeiðinu gefst þátttakend-
um færi á að kynnast þessari fornu
aðferð að vinna með járn í eldi.
Konur jafnt sem karlar smíðuðu úr
smíðajárni nytjahluti, s.s. eldhús-
áhöld, skeifur og skartgripi.
Tréhögg/skurður
Hannes Lárusson myndlistar-
maðm- leiðbeinir á námskeiði um
mótun í tré. Lögð verður áhersla á
notkun handverkfæra og léttra raf-
mangsverkfæra. Jafnframt verður
reynt að setja nálgun og viðfangs-
efni í sögulegt og menningarlegt
samhengi. Æskilegt er að nemend-
ur hafi nokkum bakgrunn í að vinna
í tré og geti komið með eigin grunn-
verkfæri, segir í fréttatilkynningu.
Kennt verður í MHÍ í Laugarnesi
og hefst námskeiðið 25. maí.
Skólatónleik-
ar í Laugar-
neskirlgu
TÓNLEIKAR á vegum Tónskóla
Sigursveins verða í Laugarnes-
kirkju í dag, laugardag kl. 16. Þar
leika framhaldsnemendur í gítarleik
verk eftir ýmsa höfunda.
LISTIR
Vikan 20.-26. apríl helguð bókinni
Níutíu bókatitlar komnir út á
fyrstu fjórum mánuðum ársins
Morgunblaðið/Egill Egilsson
ÞEIR stóðu að undirbúningi viku bókarinnar og kynntu verkefnið á
blaðamannafundi í Prentsmiðjunni Odda í gær við taktfastan undir-
leik prentvéla: Pétur Már Ólafsson, Sigurður Svavarsson og Bene-
dikt Kristjánsson.
BÓK aldarinnar, stjórnmál og
ljóð, gjafabækur og getraun,
Bókatíðindi vorsins og sumargjaf-
ir með póstinum eru meðal ný-
mæla sem landsmönnum verða
kynnt í viku bókarinnar 20.-26.
apríl nk.
Það er Félag íslenskra bókaút-
gefenda, í samvinnu við fleiri aðila,
sem hefur beitt sér fýrir því að
helga heila viku bókinni á þessu
vori, í tilefni af alþjóðlegum degi
bókarinnar 23. apríl. Tiigangurinn
er að draga athygli að bókum og
hvetja til bóklestrar og bókaum-
fjöllunai' árið um kring.
Frá áramótum hafa komið út 90
bókatitlar, sem kynntir eru í
Bókatíðindum vorsins, en þau
voru prentuð í gær í 65 þúsund
eintökum. I Bókatíðindunum er
jafnframt birt fjölbreytt dagskrá
bókavikunnar þar sem margir
koma við sögu, Bókasamband Is-
lands, rithöfundar, bókaverslanir,
bókasöfn, fræðiritahöfundar,
bókagerðarmenn, útgefendur og
fleiri.
Ljóð að vali
stjórnmálamanna
fyrir kosningar
I tilefni bókavikunnar hefur
verið gefin út bókin Prisvar þrjár
sögur, sem geymir níu áður óbirt-
ar smásögur eftir jafnmarga höf-
unda.
Sögurnar eru ekki merktar höf-
undum sínum heldur eiga lesend-
ur að giska á hver þeirra hefur
skrifað hvaða sögu. Þeir sem para
rétt saman fimm sögur og höfunda
fara í verðlaunapott og er vinning-
urinn flugfar fyrir tvo til Parísar í
boði Flugleiða. Bókin verður ekki
á almennum markaði en bóksalar
munu gefa hana þeim sem kaupa
bækur fyrir meira en þúsund
krónur í bókavikunni meðan
birgðir endast.
Þar sem alþingiskosningar eru í
nánd hafa verið framleiddir sér-
stakir plastpokar utan um bóka-
kaup landsmanna, undir yfir-
skriftinni Stjórnmál og ljóð. Á
pokana hafa verið prentuð íslensk
Ijóð, sem forsvarsmenn þeirra
fimm stjórnmálaflokka sem bjóða
fram á landsvísu hafa valið.
Þá munu liggja frammi í bóka-
búðum handhægar umbúðir til að
senda í bókagjafir til vina og ætt-
ingja í pósti og mun íslandspóstur
bera allan kostnað af póstsending-
unum.
Bók aldarinnar kynnt á
degi bókarinnar
Á sjálfum degi bókarinnar,
föstudaginn 23. apríl, verður fjöl-
breytt dagskrá í bókasöfnum og
bókaverslunum víða um land. Þá
verður einnig kunngjörð niður-
staða úr vali á bók aldarinnar, sem
Bókasamband íslands stóð fyrir á
dögunum.
Eins og tvö undanfarin ár ætlar
Félag íslenskra bókaútgefenda
ásamt Prentsmiðjunni Odda hf. að
gefa öllum 10. bekkingum grunn-
skólans bók við útskrift í vor. Efni
bókarinnar hefur verið valið af
nemendum 10. bekkja í Valhúsa-
skóla á Seltjarnarnesi og Víði-
staðaskóla í Hafnarfirði.
Fjölbreytni einkennir dagskrá
bókavikunnar allrar. Auk þess
sem að framan er talið má nefna
kynningu á niðurstöðum úr lestr-
arkönnun sem félagsvísindadeild
vann fyrir Bókasambandið og tók
að þessu sinni til fullorðinna Is-
lendinga.
Dagskrár verða fyrir börn og
fullorðna, upplestur á skáldverk-
um og ljóðum, kveðnar rímur og
rappað.
Þá verða einnig í vikunni tvær
ráðstefnur, önnur um orðabækur
og hin um barna- og unglinga-
bækur.
Morgunblaðið/Silli
GÓÐUR rómur var gerður að söng Rökkurkórsins úr Skagafirði.
Skagfirðingar skemmta
Pingeyingum
Húsavík. Morgunblaðið.
Sýningum
hjá Islenska
dansflokknum
að ljúka
SÍÐASTA sýning á Flat Space
Moving og Diving eftir Rui Horta
og Kæra Lóló eftir Hlíf Svavars-
dóttur verður á morgun, sunnudag
kl. 20, í Stóra sal Borgarleikhússins.
Kæra Lóló er í klassískum stíl;
saminn við tónlist eftir Rameau. I
Flat Space Moving og Diving fara
dansarar með texta og vatn, sem er
eitt af höfundareinkennum Horta.
Framundan hjá Islenska dans-
flokknum eru æfingar á þremur
nýjum verkum eftir íslenska dans-
höfunda sem frumsýnd verða í
haust. í febrúar árið 2000 verður
frumsýning á nýju verki eftir
Jochen Ulrich (höfund La Cabina
26) og þátttaka í á.m.k. tvéimur
verkefnum á dagskrá Reykjavíkur
2000. Loks munu Islenski dans-
flokkurinn og Landsbanki íslands
standa að samkeppni um dansljós-
myndir á næstunni.
Lúðraþytur
á Klifí
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs
ásamt Lúðrasveitinni Snæ í Snæ-
fellsbæ halda sameiginlega tónleika
í Félagsheimilinu Klifi, á morgun,
sunnudag kl. 14. Á efnisskránni
verður hefðbundin ljúðraveitartón-
list.
ROKKURKORINN úr Skagafirði
hafði tvær söngskemmtanir á
dögunum á Húsavík og Breiðu-
inýri, fyrir fullu húsi á báðum
stöðunum. Söngskráin var fjöl-
breytt, kórsöngur, einsöngur, tví-
söngur og kvennasönghópur.
Stjórnandi var Sveinn Ámason og
undirleikari Páll Bama Szabo.
Einsöngvarar voru Gerður Geirs-
dóttir, Hallfríður Hafsteinsdóttir,
Einar Valur Valgarðsson, Hjalti
Jóhannesson og Stefán Reynisson.
Hinir söngglöðu Skagfirðingar
stofnuðu Rökkurkórinn árið 1978
og hefur hann starfað ötullega
síðan. Æfingar fara fram í
Varmahlíð tvisvar í viku yfir
vetrarmánuðina og eru kórfélag-
ar um 50 og koma vítt og breitt
úr Skagafirðinum, og margir
eiga um langan veg að fara til
söngæfinga.
Kórinn hefur gefið út geisla-
plötu, hvar eingöngu er að finna
ljóð og lög eftir skagfirska höf-
unda. Formaður kórsins er Árdís
Maggý Björnsdóttir.