Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ , Morgunblaðið/Ásdís I VERKUM sfnum beinir Kristín Arngrímsdóttir sjónum að áhrifum texta á myndefnið. Samspil texta og mynda í Gall- eríi Sævars KRISTÍN Arngrímsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls í dag, laugardag, kl. i4, I fréttatilkynningu segir: „Kristín segir sjálf um þessa sýningu: „Kveikjan að þessari sýningu á að einhverju leyti upptök sín í námsdvöl minni í Englandi. Þar fólst nám mitt m.a. í rannsókn- um á „rými“ í myndlist, auk þess sem ég kannaði samspil texta og myndar í gegnum tíðina. Ásamt því að skoða rými myndverks, kannaði ég hvers konar rými textinn nær yfir, hvort sem hann er innan myndrýmisins eða tengdur því á annan hátt. Eg beini sjónum mínum að áhrif- um texta á myndefni. Bæth- hann einhverju við túlkunarmöguleika þess eða skerðir hann þá? Á textinn við þann veruleika sem áhorfandinn sér í myndefninu, annan veruleika utan þess, eða visar hann í hvort tveggja?“„ Þetta er fimmta einkasýning Kristínar. Hún hefui- sýnt hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýn- ingum. Sýningin stendur til 6. maí. Andarbrauð að lokmni sýningu á Dimmalimm IIÐNO eru íýrirhugaðar þrjár sýn- ingar á barnaleikriti Dimmalimm í tilefni vorkomunnar. Sýningamar hefjast kl. 16 og verður fyrsta sýn- ing á morgun, sunnudag, önnur sýn- ing sumardaginn fyrsta og þriðja sýning sunnudaginn 2. maí. Sagan um Dimmalimm er eftir Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja KVENNAKÓR Suðumesja heldur tvenna tónleika á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrri tónleikarnir verða í Nes- kirkju þriðjudaginn 20. api-íl og þeir seinni í Hafnarborg, Hafnai’firði miðvikudaginn 21. apríl, kl. 20.30 báða dagana. Stjómandi er Agota Joó. Píanóundirleik annast Vilberg Viggósson. Annar hljóðfæraleikur er í höndum Þórólfs Þórssonar á bassa, Baldurs Jósefssonar á trommur, Ás- geirs Gunnarssonar á harmoníku, Erlu Brynjarsdóttur og Gróu Mar- grétar Valdimarsdóttur á fiðlu og Bimu Rúnarsdóttur á þverflautu. Einsöng flytja þær Bima Rúnars- dóttir, Guðrún Egilsdóttir, Laufey H. Geirsdóttir og Sigrún Ó. Ingadóttir. Haukur Dór sýnir í Smiðjunni HAUKUR Dór opnar sýningu í myndlistarsal Smiðjunnar, Ái-múla 36 í Reykjavík, í dag, laugardag, kl. 15. Sýnd verða ný málverk unnin á papp- ír og striga með akríl og olíu. Myndlistamám stundaði Haukur Dór í Reykjavík, Edinborg, Kaup- mannahöfti og síðar I Bandaríkjun- um. Haukur Dór á yfir þrjátíu ára sýn- ingarferil að baki. Mörg verka Hauks era í eigu listasafna á íslandi og er- lendis. Sýningin stendur til 30. aprQ. Mugg sem skrifaði hana til lítillar frænku sinnar. Dimmalimm er kóngsdóttir og heimsækir svaninn sinn á tjöminni á hverjum degi, þar til hún leysir hann úr álögum. Að sýningu lokinni verða leik- húsgestir leystir út með andar- brauði. Námskeið hjá MHÍ Eldsmíði SIGRIJN Guðmundsdóttir mynd- listarmaður leiðbeinir á námskeiði um eldsmíði sem hefst þriðjudaginn 27. apríl. Kennt verður í Eldsmiðju J. Hinriksen í Súðavogi. Á námskeiðinu gefst þátttakend- um færi á að kynnast þessari fornu aðferð að vinna með járn í eldi. Konur jafnt sem karlar smíðuðu úr smíðajárni nytjahluti, s.s. eldhús- áhöld, skeifur og skartgripi. Tréhögg/skurður Hannes Lárusson myndlistar- maðm- leiðbeinir á námskeiði um mótun í tré. Lögð verður áhersla á notkun handverkfæra og léttra raf- mangsverkfæra. Jafnframt verður reynt að setja nálgun og viðfangs- efni í sögulegt og menningarlegt samhengi. Æskilegt er að nemend- ur hafi nokkum bakgrunn í að vinna í tré og geti komið með eigin grunn- verkfæri, segir í fréttatilkynningu. Kennt verður í MHÍ í Laugarnesi og hefst námskeiðið 25. maí. Skólatónleik- ar í Laugar- neskirlgu TÓNLEIKAR á vegum Tónskóla Sigursveins verða í Laugarnes- kirkju í dag, laugardag kl. 16. Þar leika framhaldsnemendur í gítarleik verk eftir ýmsa höfunda. LISTIR Vikan 20.-26. apríl helguð bókinni Níutíu bókatitlar komnir út á fyrstu fjórum mánuðum ársins Morgunblaðið/Egill Egilsson ÞEIR stóðu að undirbúningi viku bókarinnar og kynntu verkefnið á blaðamannafundi í Prentsmiðjunni Odda í gær við taktfastan undir- leik prentvéla: Pétur Már Ólafsson, Sigurður Svavarsson og Bene- dikt Kristjánsson. BÓK aldarinnar, stjórnmál og ljóð, gjafabækur og getraun, Bókatíðindi vorsins og sumargjaf- ir með póstinum eru meðal ný- mæla sem landsmönnum verða kynnt í viku bókarinnar 20.-26. apríl nk. Það er Félag íslenskra bókaút- gefenda, í samvinnu við fleiri aðila, sem hefur beitt sér fýrir því að helga heila viku bókinni á þessu vori, í tilefni af alþjóðlegum degi bókarinnar 23. apríl. Tiigangurinn er að draga athygli að bókum og hvetja til bóklestrar og bókaum- fjöllunai' árið um kring. Frá áramótum hafa komið út 90 bókatitlar, sem kynntir eru í Bókatíðindum vorsins, en þau voru prentuð í gær í 65 þúsund eintökum. I Bókatíðindunum er jafnframt birt fjölbreytt dagskrá bókavikunnar þar sem margir koma við sögu, Bókasamband Is- lands, rithöfundar, bókaverslanir, bókasöfn, fræðiritahöfundar, bókagerðarmenn, útgefendur og fleiri. Ljóð að vali stjórnmálamanna fyrir kosningar I tilefni bókavikunnar hefur verið gefin út bókin Prisvar þrjár sögur, sem geymir níu áður óbirt- ar smásögur eftir jafnmarga höf- unda. Sögurnar eru ekki merktar höf- undum sínum heldur eiga lesend- ur að giska á hver þeirra hefur skrifað hvaða sögu. Þeir sem para rétt saman fimm sögur og höfunda fara í verðlaunapott og er vinning- urinn flugfar fyrir tvo til Parísar í boði Flugleiða. Bókin verður ekki á almennum markaði en bóksalar munu gefa hana þeim sem kaupa bækur fyrir meira en þúsund krónur í bókavikunni meðan birgðir endast. Þar sem alþingiskosningar eru í nánd hafa verið framleiddir sér- stakir plastpokar utan um bóka- kaup landsmanna, undir yfir- skriftinni Stjórnmál og ljóð. Á pokana hafa verið prentuð íslensk Ijóð, sem forsvarsmenn þeirra fimm stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu hafa valið. Þá munu liggja frammi í bóka- búðum handhægar umbúðir til að senda í bókagjafir til vina og ætt- ingja í pósti og mun íslandspóstur bera allan kostnað af póstsending- unum. Bók aldarinnar kynnt á degi bókarinnar Á sjálfum degi bókarinnar, föstudaginn 23. apríl, verður fjöl- breytt dagskrá í bókasöfnum og bókaverslunum víða um land. Þá verður einnig kunngjörð niður- staða úr vali á bók aldarinnar, sem Bókasamband íslands stóð fyrir á dögunum. Eins og tvö undanfarin ár ætlar Félag íslenskra bókaútgefenda ásamt Prentsmiðjunni Odda hf. að gefa öllum 10. bekkingum grunn- skólans bók við útskrift í vor. Efni bókarinnar hefur verið valið af nemendum 10. bekkja í Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi og Víði- staðaskóla í Hafnarfirði. Fjölbreytni einkennir dagskrá bókavikunnar allrar. Auk þess sem að framan er talið má nefna kynningu á niðurstöðum úr lestr- arkönnun sem félagsvísindadeild vann fyrir Bókasambandið og tók að þessu sinni til fullorðinna Is- lendinga. Dagskrár verða fyrir börn og fullorðna, upplestur á skáldverk- um og ljóðum, kveðnar rímur og rappað. Þá verða einnig í vikunni tvær ráðstefnur, önnur um orðabækur og hin um barna- og unglinga- bækur. Morgunblaðið/Silli GÓÐUR rómur var gerður að söng Rökkurkórsins úr Skagafirði. Skagfirðingar skemmta Pingeyingum Húsavík. Morgunblaðið. Sýningum hjá Islenska dansflokknum að ljúka SÍÐASTA sýning á Flat Space Moving og Diving eftir Rui Horta og Kæra Lóló eftir Hlíf Svavars- dóttur verður á morgun, sunnudag kl. 20, í Stóra sal Borgarleikhússins. Kæra Lóló er í klassískum stíl; saminn við tónlist eftir Rameau. I Flat Space Moving og Diving fara dansarar með texta og vatn, sem er eitt af höfundareinkennum Horta. Framundan hjá Islenska dans- flokknum eru æfingar á þremur nýjum verkum eftir íslenska dans- höfunda sem frumsýnd verða í haust. í febrúar árið 2000 verður frumsýning á nýju verki eftir Jochen Ulrich (höfund La Cabina 26) og þátttaka í á.m.k. tvéimur verkefnum á dagskrá Reykjavíkur 2000. Loks munu Islenski dans- flokkurinn og Landsbanki íslands standa að samkeppni um dansljós- myndir á næstunni. Lúðraþytur á Klifí SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs ásamt Lúðrasveitinni Snæ í Snæ- fellsbæ halda sameiginlega tónleika í Félagsheimilinu Klifi, á morgun, sunnudag kl. 14. Á efnisskránni verður hefðbundin ljúðraveitartón- list. ROKKURKORINN úr Skagafirði hafði tvær söngskemmtanir á dögunum á Húsavík og Breiðu- inýri, fyrir fullu húsi á báðum stöðunum. Söngskráin var fjöl- breytt, kórsöngur, einsöngur, tví- söngur og kvennasönghópur. Stjórnandi var Sveinn Ámason og undirleikari Páll Bama Szabo. Einsöngvarar voru Gerður Geirs- dóttir, Hallfríður Hafsteinsdóttir, Einar Valur Valgarðsson, Hjalti Jóhannesson og Stefán Reynisson. Hinir söngglöðu Skagfirðingar stofnuðu Rökkurkórinn árið 1978 og hefur hann starfað ötullega síðan. Æfingar fara fram í Varmahlíð tvisvar í viku yfir vetrarmánuðina og eru kórfélag- ar um 50 og koma vítt og breitt úr Skagafirðinum, og margir eiga um langan veg að fara til söngæfinga. Kórinn hefur gefið út geisla- plötu, hvar eingöngu er að finna ljóð og lög eftir skagfirska höf- unda. Formaður kórsins er Árdís Maggý Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.