Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 41 Sólrún Bragadóttir er fædd í Reykjavík 1. desember 1959, dóttir Braga Sigurþórssonar verkfræðings og Ingu Bjarkar Sveinsdóttur kenn- ara. Sólrún er elst fjögurra systkina. Maður Sólrúnar er Þórarinn Stef- ánsson píanóleikari. Þórarinn hefur mikið unnið hjá útvarpinu, hefur fjölmiðlapróf og hefur unnið ýmiss konar störf hjá fjölmiðlum. Dóttir Sólrúnar og Þórarins er Berglind Lilja. Hún er fimm ára. Sólrún á son frá fyrri sambúð, Braga, átján ára. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund vorið 1979 fór Sólrún til Bandaríkjanna í tónlistarnám og lauk BM-prófi frá Indiana University í Bloomington 1985. Mastersprófi frá sama skóla lauk hún 1987. Tónlistarmenntun í Barnamúsíkskólanum, Tónlistar- skóla Kópavogs og Tónlistarskóla Reykjavíkur, bæði í söng og píanó- leik. Námskeið hjá ýmsum þekktum leiðbeinendum í ljóðasöng. Starfs- ferill: Óperusöngkona við leikhúsið í Kaiserslautern í Þýskalandi 1987 til 1990. Óperusöngkona við óperuna í Hannover 1990 til 1993. Hefur hald- ið sjálfstæða ljóðatónleika á íslandi, í Þýskalandi og víðar. Hefur einnig sungið mikið með Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Utvarps- og sjón- varpsupptökur hérlendis og í Þýska- landi. Aðalhlutverk í óperahúsum í Þýskalandi, t.d. National Theater í Múnchen, Oper an der Rhein í Dus- seldorf, National Theater í Mann- heim, leikhúsinu í Bremen og Gel- senkirchen. Sólrún hefur undanfarin ár starfað við óperuhús í Hannover í Þýskalandi, en hefur einnig starfað sjálfstætt og var t.d. á gestasamn- ingi í Munchen. Þá hefur hún tekið þátt í sýningum hjá íslensku óper- unni t.d. árið 1997 og er að æfa hlut- verk í óperu eftir Karólínu Eiríks- dóttur, sem verður frumsýnd í júní- mánuði næstkomandi. okkar, var strax mjög efnilegur í handknattleik og sama má segja um Ólaf Traustason, sem nú er íþrótta- kennari, og Hallgrím Helgason rit- höfund og fleiri stráka. Sigurður Dagsson markvörður í Val og með landsliðinu hér fyrr á árum var íþróttakennari við skólann. Eg man að Jónína var stundum fjarverandi og þá komu aðrir kennarar og kenndu fyrir hana, t.d Sigurður Dagsson, og það voru einstaklega skemmtilegir tímar hjá Sigurði og okkur ber líklega öllum saman um það. Við stelpurnar vorum í handa- vinnu. Handavinnukennarinn hét Helga. Það voru saumaðir handa- vinnupokar. Tengdamóðir mín fyrr- verandi hringdi í mig um daginn og sagðist hafa fundið handavinnupok- ann minn og spurði hvort ég vildi ekki fá hann aftur. Ég held að hann sé einmitt frá þessum árum. Það var ýmislegt gert. Við lærðum allt mögulegt, bæði að sauma út og sauma í koddaver. Þetta var glaður hópur og það var mikið sungið. Það var söngkór í skólanum og við vorum mörg í kórn- um. Við vorum mjög dugleg að safna til góðgerðarmála og ef einhver þurfti að fara utan, t.d. á sjúkrahús vegna veikinda, þá gengum við í hús í hverfinu og fengum góðar undir- tekir og söfnuðum töluverðum upp- hæðum sem við afhentum síðan til aðila sem stóð fyrir slíkum söfnun- um. Þessi hópur eða hluti af þessum hóp hittist af og til og nú síðast fyrir fimm árum í heimahúsi. Þá komu allar sögurnar og við rifjum upp margar skemmtilegar stundir frá skólaárunum í Álftamýrarskóla.“ Sólrún vill láta þess getið að um miðjan maímánuð næstkomandi ætla bekkjarfélagarnir að hittast heima hjá Soffíu Auði, og að þeir SÓLRÚN Bragadóttir rifjar «PP minningar „r Áiftamýrarskóia muni frétta nánar af því síðar. Sól- rún skorar á bekkjarfélagana að fjölmenna. Sólrún Bragadóttir horfir yfir bekkjarmyndina og lítur yfir hóp- inn. „Hér í efstu röð, þriðji frá vinstri, er Axel Sigurðsson læknir. Við hlið hans er Eggert Kristjánsson vél- fræðingur. Hann er yfirmaður tæknideildar hjá Vífilfelli. Þá er Kri- stján Már Unnarsson hér við hlið Eggerts. Kristján er fréttamaður á Stöð 2. Fyrir miðri mynd og við hlið Kristjáns er Valdimar Örn Flygenring leikari. Þá kemur hér Ami Einarsson, sem er verslunar- stjóri hjá Máli og menningu og við hlið hans er Guðmundur Guðfinns- son bakari í Grímsbæjarbakaríi. Hér þriðji frá hægri í efstu röð er Atli Hilmarsson. Hann þjálfar meistaflokk KA í handbolta á Akur- eyri. Lengst til hægri er Amundi Bi’ynjólfsson verkfræðingur. I miðröð er Jónína kennari hér lengst til vinstri og við hlið hennar er Þóra Björg Þórhallsdóttir. Þóra er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið mikið hjá Karitas-samtökun- um. Fjórða frá vinstri í miðröð er María Guðfinnsdóttir, systir Guð- mundar bakara. María er kerfis- fræðingur hjá Flugleiðum. Ljós- hærða stúlkan með síða hárið, sem er hér við hlið Maríu, er Sigrún Guð- mundsdóttir. Sigrún rekur ásamt Júlíusi manni sínum Skinngallerí á Laugaveginum. Hér þriðji frá hægri í miðröð er Hallgrímur Helgason rithöfundur og myndlistarmaður. Lengst til hægri er Óskar Sigurðs- son heimspekingur. Hann vinnur veturi„„m“ið/Án,iSæber8 hjá Námsgagnastofnun í dag. I fremstu röð lengst til vinstri er Unnur Dís Skaptadóttir. Unnur er doktor í mannfræði og lektor við Háskóla íslands. Þriðja frá vinstri í fremstu röð er Jónína Sigurbjörns- dóttir. Jónína er fyrsti kvenskósmið- urinn á Islandi og rekur ásamt eig- inmanni sínum skóvinnustofu í verslunarmiðstöðinni í Austurveri í Reykjavík. Hér fyrir miðri mynd í fremstu röð er Sigríður Hjartar- dóttir líffræðingur. Við hlið hennar er Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur og leiklistargagn- rýnandi. Ég er hér önnur frá hægri í fremstu röð og lengst til hægri er Ólöf Garðarsdóttir, sem er sagn- fræðingur og er í doktorsnámi í Sví- þjóð. 7ilUMúty*1 Kauptu þér eitt Ljomasmjörl ikL^p^' og þú fœrð anngi^ #r í kaupbœtiCir” Z,—■ kukkaií tíu! Kauptigþér einn Magic orkudrykk og þú ffcerð annan í kaupbœti!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.