Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 45

Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 45 MARGMIÐLUN Deilt um snið á DVD-hljómi DEILUM um gagnasnið DVD- diska er að mestu lokið, og meira að segja virðist orðið þegjandi sam- þykki um hvaða snið eigi að vera á DVD-RAM diskum, en fyrstu slíkir brennarar eru einmitt komnir á markað. Framundan er ákvörðun um snið á DVD-Audio-diskum, eða DVD-hljómdiskum sem eru ætlaðir til tónlistarflutnings. Fjölþjóðleg nefnd DVD framleið- enda hefur lagt drögin að staðli fyr- ir DVD-hljómdiska, en stórfyrir- tækin Sony og Phihps leggja til annan staðal, svonefndan SACD. A slíkum diskum eru tvö lög, annað hálfgagnsætt sem venjulegir geisla- spilarar geta lesið og er þá með hefðbundnu gagnasniði með tveggja rása víðómi. Þai' fyrir innan er svo háþéttnilag sem hefur að geyma Skortur á diskum GEISLADISKABRENNARAR hafa notið gn'ðarlegrar hylli á síð- ustu mánuðum og svo komið að menn óttast skort á diskum í brenn- arana. Mikil sala á brennurum hef- ur einnig hleypt upp verði á diskum. Diskabrennarar hafa lækkað mjög í verði á síðustu mánuðum sem ýtir undir söluna en mest áhrif hefur mikil verðlækkun á diskunum haft, en þeir hafa lækkað í verði um 70% eða meira. Fyrir vikið stefnir í að eftirspurn eftir diskum verði meiri en framboð og verð á þeim þokast uppá við. Framleiðendur diskanna eru smám saman að auka framleiðslugetuna, en það getur tekið þá nokkra mánuði og á meðan er hætt við að þeir hækki talsvert í verði. Helst hafa söluaðilar áhyggjur af því að merktir diskar hækki, þ.e. diskar með vörumerki frá viður- kenndum framleiðendum, en tals- vert meira selst af slíkum diskum í Evrópu en ómerktum ódýrum disk- DjJllrí «J; MORGUNBLAÐIÐ gefur les- endum sínum kost á að leita til blaðsins með spurningar um tölvutengd efni, jaðartæki, margmiðlun og leiki. Vinsam- legast sendM spurningar í net- fangið spurtÉmbl.is. Með fylgi fullt nafn og heimilisfang send- anda. Spurningunum verður svarað á Margmiðlunarsíðum Morgunblaðsins eftir því sem verkast vill. mun meira magn upplýsinga. Á slíku lagi mætti til að mynda geyma tónlist með DSD-sniði og tíðnisvör- un upp í 100 KHz, samanborðið við 20 KHz á venjulegum geisladiskum. Einnig er hægt að koma fyrir á disknum sex rása víðómi, texta eða myndum, aukinheldur sem hægt er að koma íyrir stafrænu vatnsmerki til að koma í veg fyrir ólöglega fjöl- földun. DVD-hljómstaðallinn heldur þó sínu striki, þrátt fyrir SACD. Þannig hyggjast Universal og Warner taka höndum saman um að setja á markað DVD-hljómshug- búnað á næstu vikum til að tryggja að fyrstu DVD-hljómspilaramir komi á markað í haust, en Sony og Philips hyggjast einmitt setja á markað fyrstu SACD-spilarana í haust. Stretcbuxur 2.495 Skyrta stretch 1.495 Bómullarskyrta stretch 2.995 Buxur með uppábroti 1.895 Sandalar 2.995 689 1.995 Bolir frá Jakki PVC Meira úrval - betri kaup Jónínu d þing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.