Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 47 i í málefnum Kosovo / • nyj a kaga Reuters nndaiikjanna um hemaðaraðgerðim- ■rra, William Cohen, varnarmálaráð- ry aðmíráll, Thomas Wilson, aðmíráll fi Þjóðaröryggisráðsins í málefnum •ick, hershöfðingi og aðstoðarráðgjafi þjóðaröryggismálum, John Podesta, r herforingjaráðs Bandaríkjanna. að við getum ekki stutt þær raddir sem boðað hafa sjálfstæði Svartfjallalands." Atökin á Balkanskaga, sem oft hefur verið lýst sem púðurtunnu, eru að mörgu leyti djúpstæð samfélagsleg átök, sem leysast e.t.v. ekki þrátt fyrir stjórnarskipti í Belgrad. Er ekki rétt að spyrja í þessu samhengi; hvernig þú sérð fyrir þér að varanlegum friði verði komið á í héraðinu; gætu Vesturlönd e.t.v. setið uppi með landsvæði á Balkanskaga þar sem staðsettar yrðu hersveitir til iangframa? Einnig mætti spyrja í framhaldi af ræðu Bill Clint- ons, Bandaríkjaforseta á fimmtudag, þar sem hann sagðist sjá fyrir sér Balkanskaga framtíðarinnar þai- sem ólík þjóðarbrot gætu lifað í sátt og sam- lyndi, við lýðræðislega stjórnarhætti - hvort ekki sé líklegt að um leið og stríð- ið er að baki, verði Júgóslavía ríki gremjufullra, niðurlægðra og óstöðugra þjóðarbrota sem væru alger- lega andsnúin Vesturlöndum? „Að mínu viti, er stefnu næstu ára best lýst í fyrrnefndri ræðu Clintons. Þar ræðir hann um framtíðarsýn Balkanskaga fyrir næstu fimm til tíu árin og lýsir því að þar, líkt og í ger- vallri Evrópu, muni landamæri opnast og traust skapast milli ólíkra þjóða og ríkja. Astæðan fyrir því að við styðjum ekki sjálfstæði Kosovo-héraðs eða Svartfjallalands, er sú að við kærum okkur ekki um að sjá Balkanskagann springa í loft upp. Ef ríkin á svæðinu myndu tvístrast í smærri sjálfstæðar einingar þýddi það ekki eingöngu ósjálfbæran efnahag þeirra ríkja, held- ur einnig að óstöðugleiki myndi ríkja á þessu svæði sem svo oft hefur - rétti- lega - verið kennt við púðurtunnu. Við verðum að skapa nýja sýn fyrir allt svæðið í heild sinni - sýn sem felur í sér að Serbar myndu færast í átt að Evrópu á ný. Þetta krefst stjórnar- skipta í Belgrad. Og hefur það mál vissulega torveldast nú. Enn eru lýð- ræðisleg öfl fyrir hendi í Serbíu, þrátt ___________ fyrir að Milosevic reyni allt Sam- hvað hann geti til að þagga .. , niður í þeim röddum. Sýn ír aKat- 0kkar ý „evrópska Serbíu" ikilvæg er eitthvað sem við verðum “ að vinna að um leið og þess- um átökum slotar. Schulte vildi að lokum koma þakk- læti Bandaríkjastjórnar til íslenskra stjórnvalda á framfæri og sagði að NATO-ríkin mætu mikils stuðninginn sem ríkisstjórnin hafi veitt aðgerðun- um. „Aðgerðirnar eru bandalaginu mjög erfiðar og tel ég að eining sé því ákaflega mikilvæg. Jafnframt metum við mikils hve skjótt var brugðist við þegar varð að flytja flóttamenn frá átakasvæðunum. Slík viðleitni fámenns lands eins og íslands, er ákaflega mikil- , væg“. Alltaf reynt að kenna Serbum um í stríði þarf tvo til og til eru tvær hliðar á öllum málum, ef ekki fleiri. Morgunblaðið ræddi við þrjá Serba búsetta hérlendis og eru þeir sammála um að þeirra málstaður varðandi ástandið á Balkanskaga komi nánast ekki fram. Samúð umheimsins sé með albönskum flóttamönnum frá Kosovo, en fáir gefí ástandinu sem hlotist hefur af sprengingum NATO gaum. Reuters EYÐILEGGING af völdum loftárása NATO í Júgóslaviu er mikil og spyija Serbar sig af hveiju fréttir af slíku berist sjaldan eða seint til Vesturlanda. Morgunblaðið/RAX GORAN Kristófer Micic segir að NATO hafi brugðist rangt við með loftárásum og hann hræðist að átökin breiðist út. Goran Kristófer Micic NATO valdi verstu leiðina „ÉG HEF orðið fyrir miklum vonbrigð- um með aðgerðir NATO. Það voru stór mistök hjá þeim að hefja loftárásir á Júgóslavíu. Þeir völdu verstu leiðina og fyrir það líður saklaust fólk. Loftárásir eru einnig slæmar fyrir NATO að því leyti að serbneska þjóðin sameinast að baki Milosevic. Með aðgerðunum hefui- NATO reitt serbnesku þjóðina til reiði,“ segir Serbinn Goran Kristófer Micic, sem búsettur hefur verið hér á landi í tíu ár. „Þeir hefðu getað vahð aðrar leiðir en með því að blanda sér í deiluna með loftárásum gerðu þeir einungis illt verra. Með þessu sýndu þeir að þeir hafa engan pólitískan styrk. Serbar munu aldrei gefast upp og munu aldrei gefa Kosovo eftir. Þetta er stolt þjóð og hún er reið bandalaginu fyrir það sem það hefur gert. NATO er að blanda sér í deilu sem þeir þekkja ekki og þeir hafa ekld hugmynd um hverju þeir hafa komið af stað. Ég hef áhyggjur af því að þetta geti orðið stærra og önnur lönd blandist inn í það sem er að ger- ast,“ segir Goran Kristófer. Sögur af grimmdarverkum Serba áróður NATO Hann hefur áhyggjur af fjölskyldu sinni sem er í borginni Nis. Fyrsta verk hans á hverjum morgni er að at- huga hvort skyldfólk sitt í Júgóslavíu sé heilt á húfi. Hann hringir í þau eða hefur samband við þau í gegnum Net- ið. Goran Kristófer segir að margt af því sem komi fram í fjölmiðlum um ástandið í Kosovo séu lygar. „Það sem er satt er að allir þurfa að fara úr hús- um sínum. En margar af hryllingssög- unum sem við heyrum um verknaði Serba eru ekki sannar. Ég er Serbi og venjulegt fólk myndi ekki gera svona hluti eins og verið er að tala um, nauðg- anir og slíkt. Ég held að þessar sögur séu áróður og afsökun fyrir aðgerðir NATO. Þeir vita að þeir brugðust rangt við og þurfa að skella skuldinni á aðra.“ Dana Garovich „Vil að sann- leikurinn komi fram“ DANA Garovich kom til íslands fyrir tíu árum sem ferðamaður en hefur verið búsett hér ásamt fjölskyldu sinni síðan þá. Hún er reið út í Atlantshafs- bandalagið fyrir aðgerðir þess og segir þær bitna á óbreyttum borgurum Jú- Morgunblaðið/Golli DANA Garovich segir sannleik- ann vandfundinn í umfjöllun vest- rænna Qölmiðla um Kosovo-deil- una og eins í yfirlýsingum NATO. góslavíu, þar með talið íbúum Kosovo en sérstaklega íbúum Serbíu. „NATO ræðst á sjálfstætt land og vesturveldin halda uppi stöðugum áróðri gegn Ser- bum. Umheimurinn veit ekki hvað er að gerast í Serbíu og hvað NATO er að gera þar og í Júgóslavíu, vegna þess að athyglin beinist öll að flóttamönnum frá Kosovo,“ segir Dana. „Ég er ekki að verja neina hlið, eða málstað eins eða neins. En ég veit að það sem ég er að segja er satt. Ég vil að sannleikurinn komi fram og það sem við heyrum núna eru lygar. NATO lýgur til þess að skella skuld- inni á serbnesku þjóðina og stjórnvöld í Júgóslavíu. Þeir segjast vera að verja Albana í Kosovo en ég spyr: Hvernig er NATO að verja Kosovo-Albana? Þeir gátu búið í Kosovo þangað tO loft- árásir NATO hófust, þá fóru þeir að streyma burt. Hvers vegna voru Kosovo-Albanar ekki löngu fluttir frá Kosovo fyrst Serbar eru svona hættu- legir? Sannleikurinn er að almennt er fólkið ekki hrætt við Serba, og það má sjá á því að þúsundir Kosovo-Albana flýja til annarra hluta Serbíu og Svart- fjallalands. Það er hrætt við loftárásir NATO og Frelsisher Kosovo sem hrekur það burt.“ Sannleikurinn er vandfundinn í frá- sögnum fjölmiðla að mati Dönu. Og þegai- hann heyrist er farið lágt með hann og fáir taka eftir honum: „Reynsla okkar úr stríðinu í Bosníu sýnir að sannleikuiánn kemur sjaldan fram. Þegar hátt í 800.000 Serbar voru fluttir frá Rrajina á einum degi var sýnt örstutt frá því í vestrænum fjöl- miðlum. Og þegar múslimar drápu eig- ið fólk var skuldinni skellt á Serba. Síðar kom í ljós að þeir gerðu það sjálfir en þá fór lítið fyrir þeim frétta- flutningi og fólk tekur almennt ekki eftir slíkum leiðréttingum.“ Sannleikurinn kemur of seint fram „Sannleikurinn kemur oft fram allt of seint. Nú heyrum við í fréttum að Ser- bar nauðgi konum í Kosovo. Hvemig vita þeir að það eru Serbar? Kona sem Morgunblaðið/RAX DRAGOSLAV Stojanovic telur að NATO hafi ekki átt að blanda sér í deiluna í Júgóslavíu. Það þekki ekki söguna, sem sé löng og flókin. tekið var viðtal við sagði að maður með grímu hefði nauðgað sér. Hún sagði ekki að það hefði verið Serbi, og hvem- ig hefði hún átt að vita það?“ segir Dana og bendir á atburði vikunnar máli sínu til stuðnings. NATO hafi þá viður- kennt að hafa sprengt bílalest í Kosovo þar sem 70 óbreyttir borgarar biðu bana, áður hafi þeir reynt að skella skuldinni á her Júgóslavíu. „Þeir reyna alltaf að kenna Serbum fyrst um og við- urkenna verknaðinn síðar,“ segir Dana. Dana segir að Albanar hafi lengi haft uppi áætlanir um sjálfstæði Kosovo. I gegnum árin hafi skæraliða- hreyfing Kosovo-Albana ógnað serbneskum íbúum Kosovo og framið grimmdarverk og staðið fyrir þjóðern- ishreinsunum. „Þess vegna búa svo fá- ir Serbar í Kosovo, vegna þess að þeir voru hraktir á brott. Albanar lögðu á sama tíma kapp á að fjölga sér í Kosovo til þess að verða í meirihluta. I Kosovo starfaði og starfar enn Frelsis- her Kosovo (UCK) og er fjölgun lög- reglumanna í héraðinu í kjölfar auk- inna umsvifa hans. Lögreglan var að reyna að halda friðinn í héraðinu og reyndi að verja alla íbúa þess, hvort sem þeir voru serbneskir, albanskir eða annars þjóðemis.“ Serbum fyrst kennt um Dana segir að fyrir tíu árum hafi hún lesið grein í tímariti að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi lagt á ráðin um að sundra Júgóslavíu og þeim hafi þegar tekist það. í áformunum sé einnig að gera Serbíu eins litla og hægt sé. „Astæðan er að NATO vill stjóma heiminum og með aðgerðum sínum er bandalagið að sækjast eftir auknum völdum. Þeir vita hvað þeir eru að gera, þetta er allt samkvæmt þeirra plönum. Það er alls ekki óvart þegar NATO sprengir sjúkrahús, skóla, hótel, leikskóla, kirkjugarða, lestir, brýr, aðrar opinberar byggingar og fleira í Serbíu. Nú þegar hafa meira en 500 manns látið lífið vegna árása NATO og meira en 4.000 særst. Þeir segja að þetta sé ekki stríð en hvað er þetta ástand annað en það? NATO ætlar að halda sig við sín áform en vill- ir fyrir umheiminum með því að segj- ast vera að hjálpa Kosovo-Albönum,“ segir Dana. Dana segist vera stolt af sínu fólki og þjóðin hafi aldrei verið jafn sam- stæð og nú. Fólkið hennar beri sig vel þótt það þurfi að dvelja allan sólar- hringinn í loftvarnarbyrgi. „Fólkið mitt veit að það á þetta ekki skilið og það mun aldrei gefast upp. Kosovo er í Serbíu og það er engin Serbía án Kosovo,“ segir Dana að lokum. Dragoslav Stojanovic Ekki greint frá ástandinu í Júgóslavíu „í MÍNUM augum er NATO á rangri leið. Aðgerðir þeirra eru ekki góðar fyrir neinn, hvorki fyrir Serba, Kosovo-Albana né aðra sem búa í Jú- góslavíu. Það er aldrei gott að byrja á að berjast og ég held að þeir hefðu átt að reyna betur að ná lausn áður en hernaðaraðgerðir voru hafnar. Þótt þeir hefðu þurft að ræða saman í mánuð til viðbótar eða lengri tíma hefðu þeir átt að gera það,“ segir hinn 29 ára gamli Dragoslav Stojanovic sem búsettur hefur verið hérlendis í fjögur ár. Dragoslav segir að með því að blanda sér í deiluna um Kosovo hafi bandalagið gert innanríkismál Jú- góslava að alþjóðlegu vandamáli. Fjöldi fólks hafi þurft að flytja frá heimkynnum sínum vegna loft- árásanna og búið sé að skemma híbýli fólks út um alla Júgóslavíu. Innanríkisvandamál gert að alþjóðlegu vandamáli „Núna er þetta orðið vandamál allra. Ekki bara Serba og Albana heldur íbúa Júgóslavíu af öllum kynþáttum, en rúmlega 20 þjóðarbrot búa í land- inu,“ segir Dragoslav Kosovo-Albanar og Júgóslavar hefðu þurft að leysa vandamálið sín á milli. Vesturveldin þekki ekki vandamál Júgóslava hefðu ekki þurft að blanda sér í málið. Fjölskylda Dragoslavs býr í borg- inni Nis í suðaustur Júgóslavíu. Hann segir að búið sé að sprengja mikið í borginni, og mun meira en komið hafi fram í vestrænum fjölmiðlum. Að hans sögn er búið að sprengja svo margt sem ekki getur fallið undir að séu skot- mörk sem gegna hemaðarlegum markmiðum. Til dæmis hafi sígarettu- verksmiðja, sem í hafi verið fjölda manns, verið sprengd, skólar, hús og híbýli saklauss fólks. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég held ég sé fremur reiður út í ástandið. Það er mjög erfitt fyrir umheiminn að skilja ástandið, það er flókið og á sér langan aðdraganda. Það má einna helst reyna að líkja því við ef á Islandi væru mörg þjóðarbrot og allt í einu vildi eitt þeirra eitthvað allt annað.“ Milosevic ekki uppspretta vandamálanna Dragoslav er hissa á því hve einhliða fréttaflutningur vestrænna fjölmiðla er frá ástandinu í Júgóslavíu. Þar beinist öll athyglin að flóttafólki Kosovo-Al- bana en lítið eða ekkert sé greint frá ástandinu í Júgóslavíu. „Það er ekki það sama að horfa á júgóslavneskt sjón- varp og vestrænar stöðvar. A júgóslav- neskum stöðvum era hka sýndar afleið- ingamar af loftárásum NATO en það er ekki gert á til dæmis CNN og Sky. Af hverju sýnir umheimurinn ekki öllum í Júgóslavíu samúð. Það er mikil samúð með flóttafólkinu en það er aldrei sagt af hverju það er að flytja. Það er út af sprengingum NATO, ekld út af Ser- bum.“ Dragoslav segist eklá trúa þeim sögum sem heyrast um grimmdarverk Serba. Hann telur þær vera áróður gegn Serbum en segist ekki viss um hvers vegna þetta sé að gerast. Aðspurður segist Dragoslav ekki líta á Milosevic sem uppsprettu vandamál- anna. Kosovo er hjarta Júgóslavíu, þar era trúarbrögð okkar upprannin og það hefur svipaðan sess í hugum okkar og Jerúsalem fyrir ísraela. „Það hugsa all- ir að forseti Júgóslavíu sé að skapa þetta vandamál. En svo er ekki, þetta er vandamál allra Júgóslava og þeir hafa sýnt að þeir vilja ekki tapa Kosovo. Það vilja hins vegar allir lifa í sátt og samlyndi, það era allir miður sín yfir ástandinu. Ég vona að þetta stríð klárist strax. Þá geta allir farið heim til sín og byijað venjulegt líf aftur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.