Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 63
Q\dt- TíTT/Trnf!OM MORGUNBLAÐIÐ dí'i! t 11 ■! / 71 ■' • 1: \ r < 1 ‘,J t n’ t í. 1 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 63 MINNINGAR fyrir hjarta, enda hlífði hún sér aldrei og var alltaf á fullu. Þegar hún var ekki í vinnu var hún að gera glæsileg bútasaumsteppi eða aðra listmuni sem hún gaf svo oftast ætt- ingjum og vinum. Fráfall Stínu er reiðarslag fyrir ættingja hennar og vini, en við get- um verið þakklát fyrir að hafa þekkt hana og notið vináttu hennar. Eg bið Guð að vera með Ella, Jóu, ættingj- um og vinum Stínu og hjálpa okkur öllum að takast á við sorgina yfir að missa hana. Stínu vil ég kveðja með orðunum: „Takk fyrir allt, elsku Stína.“ Brynja. í dag er kvödd ástkær vinkona okk- ar, Ágústa Kristín Bass frá Brekku. Það er óhætt að segja að það hafi ver- ið einstök forréttindi að fá að kynnast henni Stínu. Lífsgleðin og góðvildin eru dæmi um þá eiginleika sem ein- kenndu hana og fylgdu henni í hví- vetna. Stína var alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum, hún var ósérhlífin og dugleg kona í alla staði. Elsku Stína, það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast þér og fjöld- inn allur af minningum skýtur upp kollinum þegar hugsað er tU baka. Þú varst tekin burt frá okkur öllum alltof snemma, lífið rétt hálfnað og því eru minningarnar um þig enn dýrmætari. Það verður aldrei eins að koma í sveitina þegar þú ert þar ekki lengur, svo mikinn svip settir þú á mannlífið þar. Kæra vinkona, það er mikUl sökn- uður sem grípur mann á slíkri stundu og vUjum við þakka þér fyrir aUar þær ánægjulegu samveru- stundir sem við áttum saman. Þú munt alltaf búa í hjarta okkar. Elsku EUi, það er varla hægt að hugsa sér þær raunir sem þú þarft að ganga í gegnum á slíkri sorgar- stund. Hugur okkar er hjá þér og sendum við þér okkar innUegustu samúðarkveðjur. Guð veri með þér. Guðmundur og Arnheiður. Ég hélt að tíminn væri nægur en svo reynist hann hafa runnið sitt skeið. Bikarinn er tæmdur. Ég ætl- aði einmitt að koma við hjá þér í sumar „þegar betur stæði á“. Það er of seint og upp í hugann koma öll skiptin sem ég keyrði framhjá og hefði getað gefið mér tíma, sleppt einhverju öðru í staðinn. Mig langaði til þess að stoppa lengi hjá þér og var alltaf að bíða eftir því að ég hefði nógan tíma. Við höfðum um svo margt að tala og hlæja að. Ég átti eftir að segja þér svo margt og fá fregnir af þér. Éf ég hefði vitað hvað þú ætlaðir að stoppa stutt, þá hefði ég sennilega aldrei keyrt ft-amhjá án þess að vitja þín. Enginn veit sína ævina... Þeir sem syrgja leita oft skýringa og velta sér uppúr óréttlætinu sem felst í missinum. Við syrgjum okkar vegna, glataðan tíma sem okkur finnst við svikin um. Þú varst nýút- skrifuð eftir eríiðan sjúkdóm og ég frétti af því hvað það gladdi þig. Ég var ekki búin að hitta þig til þess að gleðjast með þér. Mér datt ekki í hug að þú værir á förum. Ég hef leit- að skýringar. Hún er auðvitað engin nema ef vera kynni að Guð hafi vant- að skemmtilega og yndislega konu til að vera sér við hlið. Þeir sem guð- irnir elska deyja ungir hefur oft ver- ið sagt og þú varst alltof ung til þess að fara. Þetta var reiðarslag fyrir fólkið þitt og alla vini þína í sveitinni. Þitt skarð er ekki hægt að fylla. Stína mín, þú ert og verður einstök í hugum okkar allra sem kynntust þér. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þér með orðum. Ég á ekki nógu mikinn orðaforða til þess. Þú varst stútfull af lífsþrótti, kímnigáfu og hlátri. Þú varst eins og lítil stelpa þegar prakkarasvipurinn kom á þig. Þú hefur alltaf verið ung í mínum augum. Það sem við gátum hlegið saman! Ég hef hvorki fyrr né síðar hlegið jafn mikið eins og þegar við unnum saman. Stundum töluðum við og drukkum kaffi alla nóttina eftir vaktirnar í Ferstikluskála. Það var svo gaman hjá okkur. Þá var ég ung stelpa og þú kenndir mér að vinna hratt og samviskusamlega. Að því bý ég alla tíð. Það var enginn fljótari að afgreiða heldur en þú. Það var allt svo skemmtilegt í kringum þig og við vildum alltaf að fá að vinna saman. Því miður virðist maður oft fjarlægjast vini sína eftir að út í lífs- baráttuna er komið. Það er bara ein Stína Bass sögð- um við stelpurnar þínar oft hver við aðra og gerum enn. Þær eru ófáar stelpurnar sem þú hefur unnið með um ævina á Ferstiklu og þessi tími með þér mun aldrei gleymast. Þú hafðir lag á því að láta fólki líða vel í návist þinni. Þú varst alltaf svo stolt af okkur stelpunum þegar við gerð- um eitthvað vel. Þú jókst með okkur sjálfstraust og peppaðir okkur upp í hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Gleymdi ég að segja þér hvað mér þykir vænt um þig? Örugglega en sennilega þarf ég þess ekki, þú veist það, þó ég hafi ekki verið duglegað heimsækja þig upp á síðkastið. Ég varðveiti dýrmæta minninguna um þig í hjarta mér og gleymi aldrei stundunum sem við áttum saman. Ég er viss um að við sjáumst aftur og þá hlæjum alla nóttina við eins og við gerðum þegar ég var ung stelpa. Elsku Elli, Jóa, Magga og Helga og fjölskyldur og allir sem þótti vænt um Stínu. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð í sorg ykkar. Stína er og verður hin eina sanna Stína í hjörtum okkar allra sem vorum svo gæfusöm að þekkja hana. Við gleymum henni aldrei og þeim dýrmæta tíma sem við fengum með henni. Eva Magnúsdóttir. Elsku Stína, það verður skrítið að fá ekki upphringingu frá þér, þú varst vön að hringja og tala við okk- ur í a.m.k hálftíma - klukkutíma í einu og segja okkur hvað þú værir að sauma eða föndra í það og það skiptið, eins að segja okkur fréttir eða bara spyrja frétta. Það er alveg sama hvar litið er á heimili okkar, þar er alltaf eitthvað sem þú hefur saumað eða gefið okkur. Þú spurðir í þessi þrjú skipti sem von var á fjölg- un hjá okkur hvort þetta yrði ekki lítil Guðmunda Kristín ef það yrði stelpa, en það kom aldrei stelpa. Álltaf varst þú jafnglöð að sjá okk- ur hvort heldur við kíktum á þig inn í Stiklu eða á Brekku. Þær voru ófáar ferðirnar sem þú fórst með okkur út í hús til þín, þar sem þú opnaðir skúffur og skápa til að sýna hvað þú værir búinn að vera að sauma. Fyrir síðustu jól var of- boðslegur spenningur að opna pakk- ann frá ykkur Ella, því þú varst bú- inn að segja okkur að þú hefðir keypt svolítið geðveikt flott handa okkur, við áttum að hringja strax og við værum búin að opna gjöfina. Svona varst þú. Ef hægt er að segja um einhvern að hann sé lífsglaður, opinn, heiðar- legur og hreinskilinn þá átti það best við þig. Elsku Stína, við kveðjum þig með sárum söknuði og góðum minning- um um liðnar samverustundir. Megi guð geyma þig og minningu þína. Ella, Jóu og öðrum nákomnum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur Guðrún og Gústav. Ágústa Kristín Bass verður jarð- sungin frá Saurbæjarkirkju á Hval- fjai-ðarströnd í dag. Það verða aðrir og kunnugri en ég til að rekja þá stuttu ævi sem hún átti meðal okkar. Mín fyrstu kynni af Stínu, eins og hún var alltaf kölluð, voru fyrir rúm- lega þremur áratugum, þau kynni voru öll á einn veg, hún var alltaf kát og skemmtileg hvar sem maður hitti hana. Stína hóf mjög ung störf í Fer- stikluskálanum á Hvalfjarðarströnd og hefur því þjónað mörgum rekstr- araðilanum þar og þúsundum við- skiptavina. Ég efa að aðrir hafi af- greitt fleii'i viðskiptamenn á jafn fljótan, öruggan og skemmtilegan hátt og hún Stína og það eru margir um allt land sem þekktu hennar góða viðmót. Ég er hræddur um að með til- komu Hvalfjarðarganga og þegar umferðin færist frá Hvalfjarðar- strönd muni margir sakna þeiirar frábæru þjónustu sem þær vinkonur Stína og Sissí hafa veitt ferðalöngum og ekki síst þeim aðilum sem stund- uðu þungaflutninga og áttu þar reglulega viðkomu. Hverjii- muna ekki eftir því, sem þekktu Stínu, að hún spyi'ði mann: Hvernig hefur pabbi þinn eða mamma þín það? Eftir að Stína greindist með krabbamein fyrii’ nokkrum árum ágerðust þessar spurningar hjá henni, henni var svo umhugað um að allh’ hefðu það gott. Það var mikið happ fyrir Olís að Stína varði stærstum tíma starfsævi sinnar við störf í Ferstikluskála. Með þessum fátæklegu skrifum mín- um vil ég þakka Stínu fyrir skemmtileg og góð kynni og gott samstarf um leið og ég votta að- standendum hennar mína dýpstu samúð. Gunnar Sigurðsson, Akranesi. Á haustdögum árið 1962 mættum við í Húsmæðraskólann á Varma- landi í Borgarfirði 42 eldhressar stúlkur á aldrinum 17-21, hvaðanæva af landinu. Við fyi’stu sýn virtist þetta ólíkur hópur og ekki er loku fyrir skotið að einhverjar hafi verið með hnút í maganum og kviðið komandi vikum. Ein okkai’ var hún Kristín Bass 17 ára gömul, sem við kveðjum í dag. Dökkhærð, falleg stúlka, röskleg í fasi og brosmild. Það var eiginlega alltaf hægt að hlæja í návist Stínu, hvað hún sagði, eða gerði eða bara allt í einu snarsnerist og rigsaði brott, það bauð allt upp á kátínu. Það er reiðarslag að fá frétt um fráfall hennar sem ber svo óvænt að, en enginn veit hver er næstm’ eins og sannast nú sem og oft áður. Stína hafði að vísu fyrir nokkrum árum veikst af krabbameini, en með guðs og góðra manna hjálp unnið bug á því, og verið undir eftirliti síðan en nú nýlega fengið að vita að hún væri útskrifuð. Við þá frétt varð hún að sjálfsögðu innilega glöð. Stína var á fullu í handavinnu, að skapa fallega hluti, t.d. bútasaum og prjónaskap, já allskonar aðferðir og form. Og alla þessa hluti gaf hún skyldmennum og vinum, alltaf að gleðja einhvern. Hún fylgdist vel með hvernig skólasystrunum liði og ævinlega spurði hún eftir fjölskyld- um okkar. Það voru algengar spurn- ingar frá Stínu: hvernig hafa for- eldrar þínir það, hvað er að frétta af frænda þínum, sem veiktist eða hvernig hefur hann Hilmar minn það núna. Hún var svo hugulsöm, sem sást líka á því hve vel hún hugs- aði um foreldra sína og nú síðast fóð- ursystur. Auðvitað átti Stína sína erfiðu stundir, en við þekkjum hana afar hressa og drífandi og fengum við oft hressandi upphringingar og óvæntar eins og allt í einu segir hún: „Haddý, nú drífum við okkur til Siggu, ég kem kl. 10-11 í fyrramálið, þú verður til.“ Og: „Sigga, við Haddý ætlum að kíkja til þín á morgun, verðurðu ekki heima?“ Þvi var það á síðasta sumri auk ógleymanlegrar helgar á Varmalandi með rúmlega 30 skóla- systrum að við fengum einmitt eitt slíkt símtal sem varð til þess að við þrjár áttum indælan góðviðrisdag saman. Nú munum við ekki oftar eiga von á þessari hressandi upp- hringingu með dillandi hlátri og til- heyrandi, en erum innilega þakklát- ar fyrir þennan dag og fleiri skemmtilegar samverustundir í tæp 36 ár. En vikunum í skólanum forðum þurftum við ekki að kvíða og kvödd- umst brosandi og tárvotar um vorið, eftii’ skemmtilegan og lærdómsríkan vetur. í einkalífi sínu var hún ákaflega hamingjusöm með honum „Ella mín- um“, eins og hún sagði alltaf. Sökn- uður hans er því mikill og sendum við þér Elli minn og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við kveðjum þig nú, elsku Stína, með þökk fyrir allt. Við munum minnast þín á komandi ái’um er við hittumst. Guð leiði þig. Þínar vinkonur Hafdís og Sigríður. Okkur langar að minnast hennar Stínu okkai’ sem við kynntumst þeg- ar við tókum við rekstri Ferstiklu í Hvalfii’ði árið 1976. Eftir að við hættum rekstrinum minntust börnin aldrei á Ferstiklu í Hvalfirði nema nöfn Stínu og Sísíar kæmu upp. Stína reyndist okkur góður starfs- kraftur, bæði samviskusöm og dug- leg. Skemmtilegast við hana var lífs- gleðin, hún var ávallt kát og glöð, gaf frá sér jákvæða strauma sem bæði samstarfsfólk og viðskiptavinir kunnu að meta. Stína og Elli voru barnelsk og fylgdust með okkar börnum sem og öðrum börnum bæði í námi og starfi í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum fékk Stína illvígan sjúkdóm sem hún barðist hetjulega við og var komin með fullt þrek á ný. Þegar að við fréttum að Stína hefði veikst á sínum tíma, höfðum við samband við hana og gátum ekki annað en dáðst að hversu hetjulega hún barðist. Hún talaði um hvað bæði ættingjar og sveitungar stæðu með sér í barátt- unni. En lífið er hverfult, enginn veit sinn næturstað. Enda þótt samgangur okkar við Stínu og Ella hafi ekki verið mikill síðustu árin höfðum við alltaf sterk- ar taugar til þeirra. Við sendum Ella og öllum ættingj- um hennar innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að blessa minn- ingu Stínu á Brekku. Óskar, Sigþrúður (Sissa), Guðmundur, Hildur, Regína Ósk og Trausti. Þú fórst miklu fyrr en nokkur átti von á, elsku Stína. Þegar mamma hi’ingdi í mig og sagði mér að þú værir dáin þá fannst mér það ekki geta staðist, ekki þú. Ég trúi þessu nú varla ennþá, en þetta er víst stað- reynd. Þegai’ maður hugsar til baka eru svo mai’gar minningar tengdar þér, og það er erfitt að sætta sig við það að geta ekki séð þig aftur. Frá því að ég man eftir mér, hefur þú alltaf ver- ið nálæg. Þegar ég var lítil komuð þið Elli einu sinni með jólasokk full- an af nammi handa mér. Þú sagðir að jólasveinninn hefði skilið hann eftir handa mér inni í Ferstiklu, því að hann hefði átt svo marga bæi eftir og beðið þig að koma honum til mín. Mér fannst það svo spennandi að þú hefðir hitt jólasveininn, og að hann hefði talað við þig. Þegar ég varð eldri fór ég að vinna með þér í Ferstiklu og þá sá ég hvað þú varst stríðin. Þú gast bullað án þess að það sæist nokkuð að þú værir bara að grínast, og ég verð víst að játa að þú gast oft platað mig. Svo hlóstu þessum smitandi hlátri og það endaði oft með því að maður var farinn að hlæja með þér, án þess að vita nákvæmlega af hverju maður var að hlæja. Þú varst alltaf eitthvað að sauma, og þegar maður kom í heimsókn, hafðirðu svo gaman af því að sýna hvað þú varst að sauma þá stundina. Svo fékkstu mig einu sinni til að hringja til Bandaríkjanna til að panta eitthvað agalega fallegt sem að þú sást í ein- hverju blaði. Og í hvert skipti sem að ég hitti þig spurðirðu mig hvað væru margir dagar þangað til að þú fengir pakkann, stundum tvisvar sama daginn. Þú hafðir líka mjög gaman af því að gefa gjafir. Þegar systir mín fermdist síðasta vor, varstu alltaf að spyrja hvað hana langaði í — og hverju hún hefði gaman af og vandaðir þig mikið við að finna réttu gjöfina. Ég veit ekki hvort þú vissir hvað mér þótti vænt um þig, elsku Stína, en þegar við hittumst hinum megin þá skaltu vera viss um að ég segi þér það. Takk fyrir allt saman, ég vildi bai-a að þú hefðir getað verið lengur með okkur. Þín Rakel. Elsku Stína. Nú ert þú dáin á besta aldri og öllum að óvörum. Við erum slegin. Við vildum þakka þér fyrir alla um- ^ hyggjusemina og vináttuna sem þú hefur sýnt í gegnum árin, bæði okkur og börnunum okkar, Hrafni og Höllu. Þú áttir engin börn sjálf en varst mjög barngóð. Bömunum í fjölskyld- unni þótti vænt um öll knúsin og fjör- ið sem frá þér streymdi. Þau eiga eft- ir að sakna þín. Otrúlegur drifkraftur og dugnað- ur einkenndu þig og þeir eru ófáir fallegu, handunnu munirnir sem eft- ir þig liggja hjá fólkinu sem þér þótti vænst um. Þeii’ munu lifa áfram og minna okkur á þig og gjaftnildi þína. % Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til eftirlifandi sambýlis- manns þíns, Erlings, Jórunnar fóð- ursystur þinnar og allra sem eiga um sárt að binda vegna andláts þíns. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn ráð þú hvemig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði hverfi allt sem kærst mér er. Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. < (M. Joeh.) Rannveig Gylfadóttir og Jón Gunnar Axelsson. • Fleiri minning&rgreinar um Ágústu Kristínu Bass bíða birtr ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEINUNN GUÐLEIFSDÓTTIR, Laugavegi 61, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 16. april. Ólafur B. Þorvaldsson, Guðleifur Guðmundsson, Bára Stefánsdóttir, Einar Guðmundsson, Kolbrún Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, JÓN ODDGEIR BALDURSSON, Norðurvör 8, Grindavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja fimmtudaginn 15. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.