Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 73

Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 73 FRÉTTIR Ritgerðasamkeppni Varðbergs Skilafrestur framlengdur VARÐBERG, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, ákvað í vor að efna til ritgerðasam- keppni fyrir ungt fólk í tilefni af því að nú eru 50 ár liðin frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Akveðið hefur verið að framlengja skOa- frest í samkeppninni til 10. maí nk. en úrslit munu liggja fyrir síðar í þeim mánuði. Atlantshafsbandalagið stendur nú á margan hátt á tímamótum vegna breytinga í stjórnmálum og öryggismálum í heiminum. Þessi staða gefur tilefni til vangaveltna um hlutverk Atlantshafsbandalags- ins í framtíðinni og hvert verði hlutskipti Islands í þeirri þróun. Telur Varðberg því við hæfi að gefa ungu fólki tækifæri til að tjá sig um þessi efni nú á 50 ára af- mælinu og kynna sér jafnframt bandalagið, störf þess og stefnu. Keppnin er ætluð fólki á aldrinum 18 til 25 ára og er yfirskrift hennar: NATO - breyttir tímar. Hlutverk Atlantshafsbandalagsins í breyttu umhverfi á alþjóðavettvangi. Verðlaun fyrir þrjár bestu rit- gerðimar er þátttaka í kynnisferð til höfuðstöðva Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel. í dómnefnd rit- gerðasamkeppninnar sitja Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, Eiður Guðnason sendiherra og Birgir Armannsson, formaður Varðbergs. Með nefndinni starfa Dagný E. Lárasdóttir, fram- kvæmdastjóri UpplýsingaslaTfstofu Atlantshafsbandalagsins á Islandi. Gert er ráð fyrir að ritgerðimar í samkeppninni verði á bilinu 8 til 12 blaðsíður að lengd. Þeim skal skila til skrifstofu Vestrænnar sam- vinnu, Garðastræti 2, 101 Reykja- vík, fyrir kl. 16 mánudaginn 10. maí nk. Mikilvægt er að ritgerðum sé skilað bæði útprentuðum og á tölvutæku formi. Vorfagnaður Þýsk-íslenska vinafélagsins FÉLAGAR í Þýsk-íslenska vinafé- laginu á Suðurlandi hittast einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, skeggræða og skoða þýsk mynd- bönd af ýmsum toga sem sendiráð Þýskalands leggur til. Hápunktur vetrarstarfsins er vorfagnaður sem í þetta sinn er haldinn í Básnum í Ölfusi, laugardagskvöldið 24. apríl. Þess verður minnst að 50 ár eru liðin síðan stór hópur Þjóðverja kom til landsins. Margt af þessu fólki hafði flúið úr austurhéraðum Þýskalands í stríðslok en festi hér rætur og fann nýja fósturjörð. Unnið er að gerð heimildarkvik- myndar um þessa fólksflutningu og vera þess hér á landi. Það verk hef- ur frú Myriam Halberstram á hendi og verður hún á samkomunni að safna efni. Sumarkomunni verð- ur fagnað undir handleiðslu veislu- stjórans Þórs Vigfússonar með for- drykk og hátíðaborðhaldi. Fjöl- breytt dagskrá vorfagnaðarins hefst á ávarpi sendiherra Þýska- lands. Dr. Ehni Þórann Guð- mundsdóttir syngur þýsk lög, Ólaf- ur Stefánsson á Syðri-Reykjum flytur minni þeirra sem hingað fluttust 1949 og kór Fjölbrauta- skóla Suðurlands syngur. Orkuveitan með ráðgjöf á Byggingardög- um ‘99 Á SÝNINGARBÁS Orkuveitu Reykjavíkur á sýningunni Bygg- ingardagar ‘99, sem haldin er í Laugardalshöllinni nú um helg- ina, leitast fyrirtækið við að veita viðskiptavinum sínum sem gleggstar upplýsingar um fram- leiðsluvörur sínar; raforku og hitaorku. Jafnframt verður gest- um sýningarinnar gerð grein fyr- ir réttindum þeirra og skyldum varðandi notkun á slíkri orku, hvar ábyrð fyrirtækisins liggur og hver ábyrgð orkukaupenda er. Lögð er áhersla á að veitulagnir innan húss eru á ábyrgð húseig- enda. I þessu skyni hefur verið komið upp líkani af íbúðarhúsi með lögn- um sem fylgja nútíma heimili; raf- magnslögnum, auk lagna fyrir heitt og kalt vatn. Sýndur er réttur frá- gangur lagna og inntaka, raf- magnstafla er í húslíkaninu og einnig sýnishorn af eldri gerðum slíkra taflna, sem ætla má að enn geti verið í notkun en eru ekki lengur leyfilegar. Gefnar era upp- lýsingar um reglur sem gilda um notkun raf- og hitaorku og ráðgjöf veitt. Starfsmenn Orkuveitunnar verða á sýningarbásnum og veita sýningargestum upplýsingar um hvaðeina sem viðkemur notkun á raforku og hitaorku. Þá verður til sýnis rafbfll sem Orkuveita Reykjavíkur notar við þjónustu við viðskiptavini. Frumsýning á Mitsu- bishi Space Star MITSUBISHI Space Star verður kynntur á bílasýningu í Heklu um helgina. Opið verður frá kl. 12-17 á laugardag og 13-17 á sunnudag. Hér er um að ræða nýjan fimm manna fjölskyldubfl frá Mitsubis- hi. Þessi bfll er heldur styttri en Lancer skutbfll en innra rými hans er hins vegar mun meira. Það stafar af meiri hæð og breidd. Bfllinn er búinn 4 líknar- belgjum, ABS-hemlalæsivörn, ör- yggisbitum á réttum stöðum, for- strekkjurum á beltum, aflögun- arsviði, hástæðu hemlaljósi, ilmm höfuðpúðum o.s.frv. Space Star er með nýja 1300, 16 v vél sem skilar 86 hö. Hér eru 4 ventlar á hvert sprengjuhólf og kertið yfir miðju hólfi sem magnar íkveikj- una og brunann. Auk þessa hefur soggreinin verið endurhönnuð, vfkkuð þannig að við inngjöf á loftið auðveldari aðgang að sprengirými vélarinnar. Þetta gerir vélina einstaklega skemmtilega og sparneytna. Aftursæti bflsins er hægt að færa fram og aftur í heilu lagi um allt að 15 cm. Einnig er hægt að skipta bakinu 40/60. Þessir kostir gefa einstaka möguleika í stækkun farangursrýmis. Space Star fæst handskiptur og framhjóladrifinn og kostar 1.495.000 kominn á götuna. Carisma EXE Á sömu sýningu verður einnig sýnd ný útgáfa af Carisma EXE þar sem útlit bflsins er annað og einnig innrétting. Aukalega í EXE er krómgrill, vindkljúfar að aftan og framan, 15“ álfelgur, viðarlíki í mælaborði, leður- og viðarklætt stýrishjól, leðurhnúð- ur á gírstöng. Verð þessa bfls er það sama og á Carisma eða frá 1.565.000. MYNDIN var tekin við undirritun samningsins en á henni eru f.v.: Guðjón Hjörleifsson, bæjarsijóri, Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu, Þór Vilhjálmsson, formaður IBV, og Sveinn Valtýr Sveinsson, sölusfjóri skipa- og iðnaðarmálningar Hörpu. Aðfanga- dagur Baugs BAUGUR hf., eigandi Aðfanga, býður gestum og gangandi til skemmtidagskrár í vöruhúsi Að- fanga í Skútuvogi 7 á morgun þar sem Bubbi Morthens og hljóm- sveitirnar Stuðmenn og Ensími munu troða upp. Magnús Scheving kynnir dagskrárliði. I fréttatilkynningu segir: „Með þessu vill Baugur hf. kynna áhuga- sömum starfsemi sína en félagið er ungt, í örri þróun og hefur til þessa lítið verið kynnt fyrir almenningi. Þá er Aðfangadagurinn einnig formleg opnunarhátíð vöruhússins í Skútuvogi, en þar var hafin starf- semi í október síðastliðnum. Húsið er 10.000 fermetrar að flatarmáli og hið langstærsta sinnar tegundar hérlendis. Gestir á Aðfangadegi geta skoðað sig um á afhendingar- svæði vöruhússins og fengið hug- mynd um stærð þess og umfang starfseminnar sem þar fer fram.“ Dagskráin hefst kl. 15 með leik Bubba Morthens. Ensími stígur á svið um kl. 15.45 og Stuðmenn tæpri klukkustund síðar. Gestum verða boðnar léttar veitingar. Évgeníj Onegin í bíósal MÍR KVIKMYNDIN Évgeníj Onegin verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, sunnudaginn 18. apríl kl. 15. Mynd þessi var gerð í Moskvu á sjötta áratugnum og byggð á sam- nefndri óperu Pjotrs Tsjaíkovskíjs, en efni óperutextans er sótt í sagnaljóð Álexanders Púshkins. Þetta er þriðja kvikmyndin byggð á verkum Púshkins sem sýnd er nú í tilefni af því að 200 ár eru senn liðin frá fæðingu rúss- neska þjóðskáldsins. Sýning um Púshkin hefur verið sett upp í MÍR-salnum og verður opin næstu vikumar en allar kvikmyndir sem sýndar verða í bíósalnum i apríl og niaí eru byggðar á verkum Púshk- ins. Enskur texti er með Evgeníj Onegin. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fullorðins- mót Hellis TAFLFÉLAGIÐ Hellir hefur nú hleypt af stokkunum nýjum þætti í starfsemi félagins. Boðið er upp á skákmót fyrir skákmenn 25 ára og eldri. Fjórða fullorðinsmót Hellis verður haldið mánudaginn 19. apríl kl. 20. Teflt verður í Hellisheimil- inu, Þönglabakka 1, Mjódd. Tefldar verða 7 skákir eftir Mon- rad-kerfi. Tefldar verða 10 mín- útna skákir. Engin þátttökugjöld. Eins og áður sagði eru mótin að- eins hugsuð fyrir 25 ára og eldri. Sauðburður í Húsdýra- garðinum ÆRIN Gletta, sem er fjögurra vetra, bar 9. apríl sl. tveimur hvít- um fallegum lömbum, hrút og gimbur. Faðirinn er hrúturinn Þorri, fjögurra vetra. Fyrsta hrútlamb að vori er kall- að lambakóngur og fyrsta gimbrin lambadrottning. Núna eru bæði komin fyrstu lömb og fyrstu kiðlingar ársins. Áhugasamir eru hvattir til að h'ta í heimsókn í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn. Málþing um stefnumótun tii að efla hreyf- ingu allra til heilsubótar GRÆNI hfseðilhnn og nethópur Evrópusamtarfs um hreyfingu fyr- ir alla halda málþing mánudaginn 19. apríl nk. kl.10-13.15 í fundarsal Iþróttamiðstöðvarinnar í Laugar- dal. Á málþinginu verður rætt um leiðir að framtíðarskipulagi um efl- ingu hreyfingar almennings í heilsubótaskyni. EUert B. Schram, forseti Iþrótta- og ólympíusambands ís- lands, setur þingið, Ikka Vuori, for- stöðumaður UKK stofnunarinnar (Institute for Health Promotion Research) í Finnlandi segir frá Evrópusamstarfi um hreyfingu til heilsubótar og lýsir landsátaki í Finnlandi og Sigurður Guðmunds- son landlæknir ræðir um gildi hreyfingar fyrir heilsuna. Svandís Sigurðardóttir lektor og Þórarinn Sveinsson dósent greina frá niðurstöðum könnunar á því hve mikið íslendingar hreyfa sig og hvert viðhorf þeirra er til hreyfingar. Aiina Björg Aradóttir og Þorsteinn G. Gunnarsson kynna hugmynd um samstarf í samfélagi til að efla hreyfingu meðal almennings sem rædd verð- ur í vinnuhópum. Vonandi verður málþingið vettvangur frjórra um- ræðna um leiðir til að fá sem flesta til að stunda hreyfingu sér til ánægju og heilsubótar. Eftir mál- þingið munu aðstandendur þess vinna úr hugmyndum hópstarfsins og erindum fyrirlesara til að koma með tillögu að næstu skrefum. Allir sem áhuga hafa á eflingu hreyfingar til heilsubótar eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Harpa styrkir íþrótta- starf ÍBV NÝVERIÐ var undirritaður samningur milli málningarverk- smiðjunnar Hörpu hf. og ÍBV um fjárhagsstuðning við íþróttastarf í Vestmannaeyjum. „Um árabil hefur markaðs- staða Hörpu verið sterk í Eyjum og telja forráðamenn málningar- verksmiðjunnar því að Vest- mannaeyingar verðskuldi stuðn- ing fyrirtækisins við öflugt íþróttastarf í bænum. Við undir- ritun stuðningssamningsins af- henti Harpa IBV fyrsta hiuta styrksins sem er 250.000 kr. Heildarstuðningur Hörpu miðast við sölumagn á framleiðsluvörum fyrirtækisins í Eyjum en hluti söluandvirðisins rennur til íþróttastarfs ÍBV,“ segir í frétta- tilkynningu frá Hörpu. Háskólabíó end- ursýnir þrjár myndir í 1 viku HÁSKÓLABÍÓ tekur til sýningar þrjár myndir til endursýningar vik- una 16. til 23. aprfl. Þetta verða allra síðustu sýningar á þessum verðlaunamyndum. Myndirnir eru eftirfarandi: Elísa- bet með Óskarsverðlaunahafanum Cate Blanchett í aðalhlutverki, Veislan og Björgun óbreytts Ryans. LEIÐRÉTT ^ Kennir í Artúnsskóla í BAKSÍÐUFRÉTT í gær um launamál kennara er ranglega sagt að Helga Guðfinna Hallsdóttir sé kennari í Árbæjarskóla. Hún er kennari í Ártúnsskóla eins og raun- ar kemur fram í viðtali við hana í miðopnu blaðsins. Leiðrétting við grein í GREIN minni í fyrradag, Öryrkj- ar, kjósum rétt, var farið rangt með tölur í einni málsgreininni og vil ég að eftirfarandi leiðrétting komi fram: I sérstökum kafla um heimil- isuppbót er talað um mánaðartekj- ur, en á að vera árstekjur. Greiðslu- flokkurinn sérstök heimilisuppbót er greidd einstaklingum og geta þeir einir fengið sem hafa tekjur undir 81.204 á ári, eða kr. 6.767 á mánuði. Þessi greiðsluflokkur skerðist króna á móti krónu, þannig að þegar mánaðarlaun hafa náð kr. 6.767 fellur hann niður. Sigurrós Siguijónsdóttir Rangt nafn í GREIN sem fylgdi Tónlistanum á fóstudaginn var sagt að Höskuldur Höskuldsson og Hallur Baldvinsson sæju um lagavalið á Pottþétt-disk- unum, en hið rétta er að sá síðar- nefndi heitir Halldór Baldvinsson og er hann beðinn velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.