Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 73

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 73 FRÉTTIR Ritgerðasamkeppni Varðbergs Skilafrestur framlengdur VARÐBERG, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, ákvað í vor að efna til ritgerðasam- keppni fyrir ungt fólk í tilefni af því að nú eru 50 ár liðin frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Akveðið hefur verið að framlengja skOa- frest í samkeppninni til 10. maí nk. en úrslit munu liggja fyrir síðar í þeim mánuði. Atlantshafsbandalagið stendur nú á margan hátt á tímamótum vegna breytinga í stjórnmálum og öryggismálum í heiminum. Þessi staða gefur tilefni til vangaveltna um hlutverk Atlantshafsbandalags- ins í framtíðinni og hvert verði hlutskipti Islands í þeirri þróun. Telur Varðberg því við hæfi að gefa ungu fólki tækifæri til að tjá sig um þessi efni nú á 50 ára af- mælinu og kynna sér jafnframt bandalagið, störf þess og stefnu. Keppnin er ætluð fólki á aldrinum 18 til 25 ára og er yfirskrift hennar: NATO - breyttir tímar. Hlutverk Atlantshafsbandalagsins í breyttu umhverfi á alþjóðavettvangi. Verðlaun fyrir þrjár bestu rit- gerðimar er þátttaka í kynnisferð til höfuðstöðva Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel. í dómnefnd rit- gerðasamkeppninnar sitja Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, Eiður Guðnason sendiherra og Birgir Armannsson, formaður Varðbergs. Með nefndinni starfa Dagný E. Lárasdóttir, fram- kvæmdastjóri UpplýsingaslaTfstofu Atlantshafsbandalagsins á Islandi. Gert er ráð fyrir að ritgerðimar í samkeppninni verði á bilinu 8 til 12 blaðsíður að lengd. Þeim skal skila til skrifstofu Vestrænnar sam- vinnu, Garðastræti 2, 101 Reykja- vík, fyrir kl. 16 mánudaginn 10. maí nk. Mikilvægt er að ritgerðum sé skilað bæði útprentuðum og á tölvutæku formi. Vorfagnaður Þýsk-íslenska vinafélagsins FÉLAGAR í Þýsk-íslenska vinafé- laginu á Suðurlandi hittast einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, skeggræða og skoða þýsk mynd- bönd af ýmsum toga sem sendiráð Þýskalands leggur til. Hápunktur vetrarstarfsins er vorfagnaður sem í þetta sinn er haldinn í Básnum í Ölfusi, laugardagskvöldið 24. apríl. Þess verður minnst að 50 ár eru liðin síðan stór hópur Þjóðverja kom til landsins. Margt af þessu fólki hafði flúið úr austurhéraðum Þýskalands í stríðslok en festi hér rætur og fann nýja fósturjörð. Unnið er að gerð heimildarkvik- myndar um þessa fólksflutningu og vera þess hér á landi. Það verk hef- ur frú Myriam Halberstram á hendi og verður hún á samkomunni að safna efni. Sumarkomunni verð- ur fagnað undir handleiðslu veislu- stjórans Þórs Vigfússonar með for- drykk og hátíðaborðhaldi. Fjöl- breytt dagskrá vorfagnaðarins hefst á ávarpi sendiherra Þýska- lands. Dr. Ehni Þórann Guð- mundsdóttir syngur þýsk lög, Ólaf- ur Stefánsson á Syðri-Reykjum flytur minni þeirra sem hingað fluttust 1949 og kór Fjölbrauta- skóla Suðurlands syngur. Orkuveitan með ráðgjöf á Byggingardög- um ‘99 Á SÝNINGARBÁS Orkuveitu Reykjavíkur á sýningunni Bygg- ingardagar ‘99, sem haldin er í Laugardalshöllinni nú um helg- ina, leitast fyrirtækið við að veita viðskiptavinum sínum sem gleggstar upplýsingar um fram- leiðsluvörur sínar; raforku og hitaorku. Jafnframt verður gest- um sýningarinnar gerð grein fyr- ir réttindum þeirra og skyldum varðandi notkun á slíkri orku, hvar ábyrð fyrirtækisins liggur og hver ábyrgð orkukaupenda er. Lögð er áhersla á að veitulagnir innan húss eru á ábyrgð húseig- enda. I þessu skyni hefur verið komið upp líkani af íbúðarhúsi með lögn- um sem fylgja nútíma heimili; raf- magnslögnum, auk lagna fyrir heitt og kalt vatn. Sýndur er réttur frá- gangur lagna og inntaka, raf- magnstafla er í húslíkaninu og einnig sýnishorn af eldri gerðum slíkra taflna, sem ætla má að enn geti verið í notkun en eru ekki lengur leyfilegar. Gefnar era upp- lýsingar um reglur sem gilda um notkun raf- og hitaorku og ráðgjöf veitt. Starfsmenn Orkuveitunnar verða á sýningarbásnum og veita sýningargestum upplýsingar um hvaðeina sem viðkemur notkun á raforku og hitaorku. Þá verður til sýnis rafbfll sem Orkuveita Reykjavíkur notar við þjónustu við viðskiptavini. Frumsýning á Mitsu- bishi Space Star MITSUBISHI Space Star verður kynntur á bílasýningu í Heklu um helgina. Opið verður frá kl. 12-17 á laugardag og 13-17 á sunnudag. Hér er um að ræða nýjan fimm manna fjölskyldubfl frá Mitsubis- hi. Þessi bfll er heldur styttri en Lancer skutbfll en innra rými hans er hins vegar mun meira. Það stafar af meiri hæð og breidd. Bfllinn er búinn 4 líknar- belgjum, ABS-hemlalæsivörn, ör- yggisbitum á réttum stöðum, for- strekkjurum á beltum, aflögun- arsviði, hástæðu hemlaljósi, ilmm höfuðpúðum o.s.frv. Space Star er með nýja 1300, 16 v vél sem skilar 86 hö. Hér eru 4 ventlar á hvert sprengjuhólf og kertið yfir miðju hólfi sem magnar íkveikj- una og brunann. Auk þessa hefur soggreinin verið endurhönnuð, vfkkuð þannig að við inngjöf á loftið auðveldari aðgang að sprengirými vélarinnar. Þetta gerir vélina einstaklega skemmtilega og sparneytna. Aftursæti bflsins er hægt að færa fram og aftur í heilu lagi um allt að 15 cm. Einnig er hægt að skipta bakinu 40/60. Þessir kostir gefa einstaka möguleika í stækkun farangursrýmis. Space Star fæst handskiptur og framhjóladrifinn og kostar 1.495.000 kominn á götuna. Carisma EXE Á sömu sýningu verður einnig sýnd ný útgáfa af Carisma EXE þar sem útlit bflsins er annað og einnig innrétting. Aukalega í EXE er krómgrill, vindkljúfar að aftan og framan, 15“ álfelgur, viðarlíki í mælaborði, leður- og viðarklætt stýrishjól, leðurhnúð- ur á gírstöng. Verð þessa bfls er það sama og á Carisma eða frá 1.565.000. MYNDIN var tekin við undirritun samningsins en á henni eru f.v.: Guðjón Hjörleifsson, bæjarsijóri, Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu, Þór Vilhjálmsson, formaður IBV, og Sveinn Valtýr Sveinsson, sölusfjóri skipa- og iðnaðarmálningar Hörpu. Aðfanga- dagur Baugs BAUGUR hf., eigandi Aðfanga, býður gestum og gangandi til skemmtidagskrár í vöruhúsi Að- fanga í Skútuvogi 7 á morgun þar sem Bubbi Morthens og hljóm- sveitirnar Stuðmenn og Ensími munu troða upp. Magnús Scheving kynnir dagskrárliði. I fréttatilkynningu segir: „Með þessu vill Baugur hf. kynna áhuga- sömum starfsemi sína en félagið er ungt, í örri þróun og hefur til þessa lítið verið kynnt fyrir almenningi. Þá er Aðfangadagurinn einnig formleg opnunarhátíð vöruhússins í Skútuvogi, en þar var hafin starf- semi í október síðastliðnum. Húsið er 10.000 fermetrar að flatarmáli og hið langstærsta sinnar tegundar hérlendis. Gestir á Aðfangadegi geta skoðað sig um á afhendingar- svæði vöruhússins og fengið hug- mynd um stærð þess og umfang starfseminnar sem þar fer fram.“ Dagskráin hefst kl. 15 með leik Bubba Morthens. Ensími stígur á svið um kl. 15.45 og Stuðmenn tæpri klukkustund síðar. Gestum verða boðnar léttar veitingar. Évgeníj Onegin í bíósal MÍR KVIKMYNDIN Évgeníj Onegin verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, sunnudaginn 18. apríl kl. 15. Mynd þessi var gerð í Moskvu á sjötta áratugnum og byggð á sam- nefndri óperu Pjotrs Tsjaíkovskíjs, en efni óperutextans er sótt í sagnaljóð Álexanders Púshkins. Þetta er þriðja kvikmyndin byggð á verkum Púshkins sem sýnd er nú í tilefni af því að 200 ár eru senn liðin frá fæðingu rúss- neska þjóðskáldsins. Sýning um Púshkin hefur verið sett upp í MÍR-salnum og verður opin næstu vikumar en allar kvikmyndir sem sýndar verða í bíósalnum i apríl og niaí eru byggðar á verkum Púshk- ins. Enskur texti er með Evgeníj Onegin. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fullorðins- mót Hellis TAFLFÉLAGIÐ Hellir hefur nú hleypt af stokkunum nýjum þætti í starfsemi félagins. Boðið er upp á skákmót fyrir skákmenn 25 ára og eldri. Fjórða fullorðinsmót Hellis verður haldið mánudaginn 19. apríl kl. 20. Teflt verður í Hellisheimil- inu, Þönglabakka 1, Mjódd. Tefldar verða 7 skákir eftir Mon- rad-kerfi. Tefldar verða 10 mín- útna skákir. Engin þátttökugjöld. Eins og áður sagði eru mótin að- eins hugsuð fyrir 25 ára og eldri. Sauðburður í Húsdýra- garðinum ÆRIN Gletta, sem er fjögurra vetra, bar 9. apríl sl. tveimur hvít- um fallegum lömbum, hrút og gimbur. Faðirinn er hrúturinn Þorri, fjögurra vetra. Fyrsta hrútlamb að vori er kall- að lambakóngur og fyrsta gimbrin lambadrottning. Núna eru bæði komin fyrstu lömb og fyrstu kiðlingar ársins. Áhugasamir eru hvattir til að h'ta í heimsókn í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn. Málþing um stefnumótun tii að efla hreyf- ingu allra til heilsubótar GRÆNI hfseðilhnn og nethópur Evrópusamtarfs um hreyfingu fyr- ir alla halda málþing mánudaginn 19. apríl nk. kl.10-13.15 í fundarsal Iþróttamiðstöðvarinnar í Laugar- dal. Á málþinginu verður rætt um leiðir að framtíðarskipulagi um efl- ingu hreyfingar almennings í heilsubótaskyni. EUert B. Schram, forseti Iþrótta- og ólympíusambands ís- lands, setur þingið, Ikka Vuori, for- stöðumaður UKK stofnunarinnar (Institute for Health Promotion Research) í Finnlandi segir frá Evrópusamstarfi um hreyfingu til heilsubótar og lýsir landsátaki í Finnlandi og Sigurður Guðmunds- son landlæknir ræðir um gildi hreyfingar fyrir heilsuna. Svandís Sigurðardóttir lektor og Þórarinn Sveinsson dósent greina frá niðurstöðum könnunar á því hve mikið íslendingar hreyfa sig og hvert viðhorf þeirra er til hreyfingar. Aiina Björg Aradóttir og Þorsteinn G. Gunnarsson kynna hugmynd um samstarf í samfélagi til að efla hreyfingu meðal almennings sem rædd verð- ur í vinnuhópum. Vonandi verður málþingið vettvangur frjórra um- ræðna um leiðir til að fá sem flesta til að stunda hreyfingu sér til ánægju og heilsubótar. Eftir mál- þingið munu aðstandendur þess vinna úr hugmyndum hópstarfsins og erindum fyrirlesara til að koma með tillögu að næstu skrefum. Allir sem áhuga hafa á eflingu hreyfingar til heilsubótar eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Harpa styrkir íþrótta- starf ÍBV NÝVERIÐ var undirritaður samningur milli málningarverk- smiðjunnar Hörpu hf. og ÍBV um fjárhagsstuðning við íþróttastarf í Vestmannaeyjum. „Um árabil hefur markaðs- staða Hörpu verið sterk í Eyjum og telja forráðamenn málningar- verksmiðjunnar því að Vest- mannaeyingar verðskuldi stuðn- ing fyrirtækisins við öflugt íþróttastarf í bænum. Við undir- ritun stuðningssamningsins af- henti Harpa IBV fyrsta hiuta styrksins sem er 250.000 kr. Heildarstuðningur Hörpu miðast við sölumagn á framleiðsluvörum fyrirtækisins í Eyjum en hluti söluandvirðisins rennur til íþróttastarfs ÍBV,“ segir í frétta- tilkynningu frá Hörpu. Háskólabíó end- ursýnir þrjár myndir í 1 viku HÁSKÓLABÍÓ tekur til sýningar þrjár myndir til endursýningar vik- una 16. til 23. aprfl. Þetta verða allra síðustu sýningar á þessum verðlaunamyndum. Myndirnir eru eftirfarandi: Elísa- bet með Óskarsverðlaunahafanum Cate Blanchett í aðalhlutverki, Veislan og Björgun óbreytts Ryans. LEIÐRÉTT ^ Kennir í Artúnsskóla í BAKSÍÐUFRÉTT í gær um launamál kennara er ranglega sagt að Helga Guðfinna Hallsdóttir sé kennari í Árbæjarskóla. Hún er kennari í Ártúnsskóla eins og raun- ar kemur fram í viðtali við hana í miðopnu blaðsins. Leiðrétting við grein í GREIN minni í fyrradag, Öryrkj- ar, kjósum rétt, var farið rangt með tölur í einni málsgreininni og vil ég að eftirfarandi leiðrétting komi fram: I sérstökum kafla um heimil- isuppbót er talað um mánaðartekj- ur, en á að vera árstekjur. Greiðslu- flokkurinn sérstök heimilisuppbót er greidd einstaklingum og geta þeir einir fengið sem hafa tekjur undir 81.204 á ári, eða kr. 6.767 á mánuði. Þessi greiðsluflokkur skerðist króna á móti krónu, þannig að þegar mánaðarlaun hafa náð kr. 6.767 fellur hann niður. Sigurrós Siguijónsdóttir Rangt nafn í GREIN sem fylgdi Tónlistanum á fóstudaginn var sagt að Höskuldur Höskuldsson og Hallur Baldvinsson sæju um lagavalið á Pottþétt-disk- unum, en hið rétta er að sá síðar- nefndi heitir Halldór Baldvinsson og er hann beðinn velvirðingar á mistökunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.