Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 82

Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 82
- * 82 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BOB FOSSE LEIKSTJÓRINN, dansahöfund- urinn, leikarinn, dansarinn og handritshöfundurinn Bob Fosse gefur áhorfendum óvæga innsýn í sitt stórbrotna en heilsuspill- andi líferni í All That Jazz, ('79). I sjálfsævisögulegri myndinni er fylgst með Broadwayleikstjóran- um Gideon (Roy Scheider), ganga hart að sér við vinnu, drykkju og kvennafar. Gwen Verdon leikur eiginkonu hans, en hún var einmitt sú þriðja í röðinni af konum Fosse. Viðhöld- in leika Ann Reinking og Jessiea Lange. Heilsan hjá þessum lífs- nautnamanni, sem reykir 5 pakka á dag, er að bresta, við verðum vitni að opinni hjartaað- gerð á Gideon, og reyndar lifði Fosse ekki nema í 7 ár eftir að hann lauk við myndina. Fosse er fæddur 1927 og hóf barnungur afskipti af skemmt- anaheiminum. Hann var sonur spaugara sem tróð upp í revíum og var stráksi orðinn sjóaður skemmtikraftur um fermingu. Á tímum seinna stríðs þjónaði Fosse við afþreyingardeild sjó- -X hersins og kom fram víða til stríðsloka. Þá gerðist hann at- vinnudansari ásamt fyrstu eigin- konu sinni í New York. Nam leiklist á daginn og sló að lokum í gegn í verkinu Dance Me a Song á Broadway 1950. Sá sigur leiddi til hlutverka í tveimur sjónvarpsþáttum og síðan samn- ings hjá MGM, ‘53. Þar lék hann og dansaði í nokkrum myndum, m.a. Kiss Me Kate, (‘53). Ári síð- ar náði Fosse því í gegn að stjórna og semja dansa við söng- leikinn The Pajama Game á Broadway. Hlaut fyrir fyrsta Tonyinn, æðstu verðlaun leik- húsanna vestra. Nú fór framabrautin að opn- ast. Næstu árin beitt.i Fosse kröftum sínum til skiptis á Broa- dway og Hollywood og stjórnaði að lokum Redhead, sínum fyrsta söngleik, ‘59. Þar kom við sögu Verdon, þriðja eiginkonan. Hægt og bítandi sótti þessi grjótharði en gjálífi hæfileikamaður á topp- inn. Honum náði hann 1969 með Broadwaysmellnum Sweet Charity, eftir Neil Simon. Leik- stýrði einnig Hollywoodgerð þessa feykivinsæla söngleiks. 1972 stjórnaði Fosse Cabaret, sinni þekktustu mynd. Sem færði honum Óskarsverðlaunin fyrir leikstjóraembættið. Á því sama ári vann hann einnig til Tony- verðlaunanna fyrir Pippin, og Emmy, æðstu verðlaunin í sjón- varpsgeiranum, hlaut hann fyrir skemmtiþáttinn Liza. Fosse fylgdi þessari ótrúlegu velgengni eftir með Lenny, sjálfsævisögu- legri mynd um hinn goðsagna- kennda háðfugl og nætur- klúbbaspaugara. Skömmu áður en Lenny var frumsýnd, lenti stórreykingamaðurinn og nautnaseggurinn á gjörgæslu, .. V þar sem hann greiddi fyrir lang- LEIKSTJÓRINN og danshöfundurinn Bob Fosse fylgir Shirley MacLaine gegnum dansinn í Sweet Charity árið 1969. ■distöðujj] VI) :rði H*“r’Tf • FOSSEí?JSöiE”“r’®,^rÍ'’ ‘993' Henu»gway y vinnan ólifnað með tvísýnni að- gerð. Hún varð síðan kveikjan að hinni kaldhæðn- islegu All That Jazz, (‘79). Síðasta mynd þessa umtalaða lista- manns var St- ar, (‘80), fírna góð og vel leikin af Mariel Hem- ingway, Eric Ro- berts, Cliff Ro- bertson og Carrol Baker. Sjálfsævi- sögulegt drama um hörmulega at- burði sem leiddu til skammvinnrar frægðar og síðan afbrýðsismorði Playboystúlkunn- ar Dorothy Stratten. Skömmu síðar varð Fosse að leggja árar í bát sökum lélegs heilsufars, sem leiddi hann til dauða fjórum árum síðar. Þá var þessi mesti áhrifa- maður nú- tímasöng- leiksins bandaríska, aðeins sextugur. Sígild myndbönd LENNY - „LENNY“, (‘74) irkirk Firnasterk mynd um gamanleik- arann Lenny Bruce sem á óvenju hreinskilinn og óvæginn hátt flettir ofanaf margflókinni persónu. Kald- hæðnum, bráðsnjöllum og orð- heppnum klámkjafti sem lét allt flakka - á sviðinu sem í einkalífmu. Átti skamman en því umtalaðri fer- il, í eilífum útistöðum við lögin og konuna, Bugaður af eiturlyfja- neyslu og sjálfseyðingarhvöt, hvarf hann ungur á vit feðra sinna. Dustin Hoffman er ótrúlegur, sýnir þvílíka breidd í túlkun sinni á _margbrotinni persónunni að sjón ‘er sögu ríkari. Valerie Perrine gef- ur honum lítið eftir í hlutverki nektardansmeyjarinnar, eiginkonu hans. KABARETT- „CABARET", (‘72) krkk'k Eftirminnilegasti söngleikur sið- ustu áratuga. sakir snilldarlegrar dans- og leikstjórnar, leiks Joels Grey og Lizu Minelli og frábærrai- tónlistar. Segir frá bandarískri söngkonu (Minelli), sem er strönduð í Berlín millistríðsáranna, þar sem hún syngur og dansar á „vafasöm- um“ næturklúbbi. Endurspeglar á sannfærandi hátt hið fræga hnign- unarástand borgarinnar á þessum árum, er bæði áhrifarík og eftir- minnileg á allan hátt. Vann til flestallra aðal-Óskarsverðlaunanna á frumsýningarárinu, 8 talsins. Klassík á sínu sviði. „ALL THAT JAZZ“, (‘79) ★★★'/2 Sögufræg, sjálfsvisöguleg mynd um Broadway-söngleikjaleikstjóra (Roy Scheider), sem gengur fram af sér í vinnu, óreglu og kvennamálum. Óvægin sjálfskoðun á listamanni, veikum íýrír lífsins lystisemdum. Handbragð Fosse svipar til verka Fellinis, er greinilega undir áhrifum frá meistaranum. Söng- og dansat- riðin eru þó mikið mun sterkari póstar en dramað. Oftast hrífandi fyrir augu og eyru. Með Ann Reink- ing, Ben Vereen, Jessica Lange. Sæbjörn Valdimarsson ERLENDAR Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari fjallar um nýjustu plötu Tom Waits, Mule Variations, sem kom út í gær Tom Waits gengur aftur FYRSTA stúdíóplata Tom Waits í sex ár, Mule Vari- ations, kom út í gær og höf- um við aðdáendur þessa ráma og sérstæða tónlistarmanns og sagna- þular beðið hennar spenntir. Þetta er líka fyrsta skífa kappans hjá Epitaph-útgáfunni, sem er yfirleitt tengd hráu og pönkkenndu rokki. En Waits þótti samstarfið spenn- andi og sagði að starfsfólk útgáf- unnar ynni fyrir listamennina, væri framsýnt og hann kynni að meta smekk þeirra á „tónlist, giállmat og bílum“. Á meðan á upp- tökum laganna stóð á síðasta ári, á hænsna- búgarði í Norður-Kali- fomíu, sagði Waits að aðdáendur mættu búast við „drullueinföldum" laglínum, fullum af bandarískum þemum eins og járnbrautalestum, rigningu, fyrirgefningu, húsdýrum, skordýrum og furðufuglum. Mule Variations er vissulega verk með 16 einfóldum lagiínum hrærðum saman við amerískar smásögur eins og Waits er einum lagið. Og þetta er ákaflega heild- stæð plata og áhrifarík, þótt hún komi ekki á óvart tónlistarlega. Waits, og samhöfundur hans að flestum laganna, eiginkonan Kat- hleen Brennan, feta sömu stíga og þau hafa verið að gera allt frá meistaraverkinu Rain Dogs með viðkomu á hátindi ferils Waits, Frank’s Wild Years. Þau byggja á einfóldum laglínum úr blús og rokki, útsetja þær á frumlegan hátt með fáum hljóðfærum; bassi dregur línuna áfram og svo er hrært í með gítar, fótstigið orgel grætur og bein eru slegin. Síðan raular Waits ýmist kvæði sín, hvæsir þau eða grætur. Vettvang- ur textahöfundarins eru litbrigði mannlífsins. Eins og áður segir hann af fólki; ást og harmi, tor- tryggni og hatri; tilfinningar snjallra textanna speglast í hljómi laganna og allt vinnur saman á frumlegan hátt sem er svo fátítt að heyra í dægurlögum. Við upptökmmar lagði Waits mikið uppúr óvenjulegum hljóðum, meðvituðu suði og undarlegum að- stæðum. Mikið af söngnum var tekið upp utandyra, með gömlum hljóðnema og það heyrist. Tónlist- armennirnir eru æði blandaður hópur. Bassaleikararnir í flestum laganna eiu gamalkunnir Waits- menn, Larry Ta- ylor og Greg Cohen. Þá leikur Marc Ribot á gítar, annar kunningi frá mörgum plötum Waits, og nefna má blúsmennina John Hammond og Charlie Mus- selwhite. Prógrammari og plötu- snúður koma við sögu í nokkrum laganna. Sjálfur leikur Tom Waits á gítar, píanó og orgel, auk ýmis- legs annars smálegs. Á Mule Variations má segja að Waits haldi sig einkum við ballöður og tregasöngva, og gerir það ákaf- lega vel. Viskýlegin röddin nýtur sín í lögum eins og Hold on, Black Market Baby og Picture in a Frame. Hraðinn er aukinn og meiri bamingur í Big in Japan og Filip- ino Box Spring Hog. Chocolate Jesus og Georgia Lee eru litlar perlur úr hænsnaskítshaugnum sem skífan varð til í. Við fyrstu hlustun virðast sum lögin á Mule Variations kunnug- leg, minna á lög af fyrri skífum Waits. En þau sækja verulega á og fyrst og fremst er þetta ein- staklega heildstætt verk og ein af allra bestu plötum Tom Waits; nauðsynleg í safn aðdáenda gamla ráms. Einar Falur Ingólfsson desember 1998, Sif Heiða Guð- mundsdóttir, Silja. Hanna Guð- mundsdóttir og Guðmundur Einarsson. 5 ættliðir og 88 ára afmælis- barn f TILEFNI 88 ára af- mælis Lydíu Pálsdótt- ur, ekkju Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, komu saman fímm ættliðir. Frá vinstri: Einar Guðmundsson, Lydía Pálsdóttir, Jakob Z.S. Baldvinsson sem fæddist 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.