Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Miklir eldar á Flórída MIKILL reykur vegna elda sem geisað hafa um Flórída í Banda- ríkjunum sl. daga gerði það að verkum að hálfgert myrkur hvfldi yfír Everglade-fenjasvæð- inu, vestur af Fort Lauderdale. Rúmlega 52.000 hektarar lands hafa orðið eldinum að bráð og var stórum hluta 1-75 hraðbraut- arinnar milli austur- og vestur- strandarinnar lokað vegna slæms skyggnis af völdum reyksins. Eidurinn hefur ekki valdið al- varlegu eignartjóni, en talið er að hann komi til með að slokkna af sjálfu sér er hann hefur náð að þekja um 60.000 hektara. Vegna staðhátta hefur ekki verið hægt að slökkva eldinn af jörðu niðri og því hafa þyrlur verið notaðar í verkið. Engir fleiri eldar eru sagðir hafa komið upp á þessu svæði en í norðurhluta Flórída bárust fregnir af eldum sem enn héldu áfram að geisa og höfðu náð um 400 hektara svæði í gær, skammt frá Tallahassee. I gær hafði eldur í suðurhluta Flórída náð að fara yfir Mi- amiskurðinn, sem liggur frá Okeechobeevatni að Miami og var slökkviliðsstarf þar í fullum gangi til að koma í veg fyrir að eldurinn næði verndarsvæði indíána, i um fímmtán km íjar- lægð frá eldinum. I St. Lucie-sýslu á milli Orlando og Miami geisuðu eldar í síðustu viku með þeim afleiðingum að 51 hús eyðilagðist og 25 urðu fyrir verulegum skemmdum. Eingöngu Indónesar sagðir geta stöðvað blóðbaðið á A-Tímor Varað við upplausn vegna átaka trúarhópa Canberra, Sydney, Jakarta. Reuters. JOHN Howard, for- sætisráðherra Astralíu, sagði í gær að einungis Indónesar gætu stöðv- að blóðbaðið á Austur- Tímor og að Astralar gætu einungis gefið þeim góð ráð og hvatt áfram í rétta átt. Howard mun eiga fund með B.J. Habibie, for- seta Indónesíu, á eyj- unni Bali í næstu viku þar sem ræða á um ástandið í Indónesíu. Einn af þingmönnum múhameðstrúarmanna á indónesíska þinginu varaði í gær við því að hætta væri á upplausn í Indónesíu yrði áætlun stjórnvalda um að veita héruðum landsins meiri sjálfsstjórn hrint í framkvæmd. „Eg vil leggja áherslu á að ekki er hægt að vænta alltof mikils árang- urs af einum fundi,“ sagði Howard um Indónesíuheimsókn sína í sam- tali við ástralska útvarpsstöð í gær. „Menn hafa rætt út og suður um hvað sé eða sé ekki hægt að gera, staðreyndin er hins vegar sú að blóðbaðið verður aðeins stöðvað af indónesísku ríkisstjórninni og Indónesíuher.“ Á laugardag lést á þriðja tug manna í átökum þegar stuðn- ingsmenn indónesískra jrfirráða á A-Tímor gengu berserksgang í Dili, höfuðborg A- Tímor, eftir að leiðtogi herskárra indónesískra stuðningsmanna hvatti til þess á útifundi að ráðist yrði til atlögu gegn stuðningsmönn- um sjálfstæðis A- Tímor. Indónesíuher hefur- mistekist að stilla tO friðar í stigvaxandi átökum stríðandi fylk- inga á A-Tímor og fréttaskýrendur sögðu í gær að ástandið væri tO marks um að herinn teldi sig skyldugan til að halda A- Tímor undir yfirráðum stjómvalda í Jakai-ta, jafnvel þótt það gæti þýtt að skipta yrði svæðinu upp. Því er m.a. haldið fram að herinn vilji ógjarnan láta stuðningsmenn yfirráða Indónesíu sigla sinn sjó, enda þótt fastlega sé gert ráð fyrir því að í þjóðaratkvæðagreiðslu í júlí muni meirihluti íbúa A-Tímor kjósa að taka skref í sjálfstæðisátt. Segja sumir fréttaskýrenda jafnvel að of- beldisherferð, sem sveitir herskárra stuðningsmanna indónesískra yfir- ráða hafa staðið fyiir, séu runnar undan rifjum Indónesíuhers. Hætta á að Indónesía liðist í sundur Chozin Chumaidy, einn leiðtoga Sameinaða framfaraflokksins, sem er einn flokka múhameðstrúar- manna í Indónesíu, sagði í gær að hætta væri á að landið liðaðist upp í frumeindir sínar yrði áætlunum stjórnvalda um meiri sjálfsstjórn héraða hrint í framkvæmd. Ottast hann að lagafrumvai'p í þessa veru, sem bíður afgreiðslu á þjóðþinginu, verði til að auka enn frekar deilur milh trúarhópa sem mikið hefur bor- ið á að undanfórnu. Flestir Oiúar Indónesíu eru mú- hameðstrúar en fjöldi kristinna manna er einnig í Indónesíu. Chumaidy benti á að trúarskipting væri svæðisbundin og að því væru auknar líkur á því að á tilteknum svæðum, þar sem einn trúarhópur er fjölmennari en aðrir, gætu menn gripið til þess ráðs að banna aðra trúarhópa til að styrkja yfirráð sín. Jafnframt gæti slík skipting leitt til upplausnar, og þess að tilteknir landshlutar segðu skilið við Indónesíu. John Howard Óvíst hvort Kongressflokkurinn getur myndað nýja ríkisstjórn á Indlandi Kongress segist hafa tryggt sér nægt þingfylgi Nýju Dehlí. Reuters. TALSMENN Kongressflokksins á Indlandi sögðust í gær loks hafa tryggt sér nægt fylgi á indverska þinginu til að geta myndað nýja ríkisstjóm í landinu en fulltníar ríkisstjómar Atals Beharis Vajpa- yees forsætisráðherra, sem féll um helgina í atkvæðagreiðslu í þing- inu, lýstu óðara efasemdum um að þessar staðhæfingar stæðust. Arjun Singh, talsmaður Kon- gressflokksins, sem lýtur stjórn Soniu Gandhi, sagði að flokkurinn hefði nú sýnt fram á að hann nyti stuðnings allra þeiira flokka, sem tóku þátt í því að fella stjórn Va- jpayees um helgina. „Við höfum nú í höndunum stuðningsyfirlýsingar allra flokkanna sem fylktu liði með okkur þegar vantrauststillagan var tekin fyrir,“ sagði Singh, en síðustu þrjá dagana hefur Kongress átt í stífum samningaumleitunum fyrir luktum dyrum við aðra flokka. Við Idtum verkin tala FRAMS0KNARFL0KKURINN Vertu með á miðjunni „Þann dag sem at- kvæðagreiðsla fer fram um stuðning við Kongress, mun flokk- urinn geta sýnt fram á að hann nýtur meiri- hlutastuðnings," sagði Singh og vísaði þar til atkvæðagreiðslu sem sjötta ríkisstjóm Ind- lands frá því árið 1996 myndi þurfa að gang- ast undir í þinginu. Enn var þó ekki ljóst hvort Kongress myndar minnihluta- stjóm, sem varin er falli af öllum þeim vinstriflokkum og svæðisbundnu flokkum, sem tóku höndum saman með flokknum til að fella stjórn Vajpayees, eða hvort mynduð yrði samsteypustjórn með aðild þeirra allra. Tveir litlir vinstri- flokkar sögðust á mánudag ekki geta stutt stjóm undir for- ystu Kongressflokks- ins og reyndi Bharati- ya Janta, flokkur Va- jpayees, í gær áfram að varpa fram efa- semdum um að Kon- gress nyti raunveru- lega nægs stuðnings til að geta myndað stjóm. Ætla fulltrúar Bharati- ya Janta, og annarra flokka sem aðild áttu að stjórn Vajpayees, að hitta forseta landsins í dag í því augnamiði að sýna honum fram á að stjómin njóti enn meirihlutastuðnings á ind- verska þinginu, en stjórnin féll með aðeins eins atkvæðis mun í at- kvæðagreiðslunni á sunnudag. Sonia Gandhi Örvænting Blair yfir deilum Brown og Mandelson London. Morgunblaðið. TONY Blair var þegar 1996 að verða gráhærður á stöðugum deilum milli Gordon Brown og Peter Mandelson, líkti þeim við grískan harmleik og bað þá lengstra orða að leggja þær af því þær stórsköðuðu kosningabar- áttu Verkamannaflokksins. Úrdráttur úr nýrri ævisögu Mand- elson, var nýverið birtur í dagblað- inu Independent. I sögu Mand- elsons, sem varð að segja af sér ráð- herraembætti í fyrra, þegar upp komst að hann hafði þegið lán til húsnæðiskaupa af Geoffrey Robin- son, sem sætti rannsókn á vegum ráðuneytis hans, er birt bréf, sem Blair skrifaði Mandelson, þegar sá síðarnefndi bauðst til þess að segja af sér sem kosningastjóri Verka- mannaflokksins eftir harðar deilur hans við Brown. I bókinni segir, að ekki sé við fjármálaráðherrann sjálf- an að sakast um að lán Mandelson komst í hámæli, en það rakið til ein- hverra stuðningsmanna hans sem hafi vitað hversu grunnt var á því góða milli þeirra tveggja. í bréfinu til Mandelson segir Bla- ir, að þeir hafi þá skyldu að tryggja Verkamannaflokknum kosningasig- ur og það sé ósanngjarnt gagnvart því fólki, sem vænti slíks sigurs, að honum sé stefnt í hættu af fjallhá- um öldum, sem rísi af ómerkilegu persónulegu karpi. Spyr hann svo hvort Mandelson geti gert sér í hugarlund hversu erfitt það sé fyrir hann að horfa upp á tvo nánustu samstarfsmenn sína í áratug og menn, sem hvor á sinn hátt séu gáf- uðustu menn sinnar kynslóðar, geta ekki slíðrað sverðin og gengið til kosningabaráttunnar með honum. Hann neitar að kenna Brown um og minnir á að sjaldan veldur einn, þá tveir deila. Þá er sagt, að Blair hafí hvað eftir annað sagt; Hvers vegna í ósköpunum geta tveir af mínum bestu mönnum ekki lynt hvor við annan? Arnett segir upp störfum hjá CNN New York. The Daily Telegraph. EINN þekktasti fréttamaður sjón- varpsstöðvarinnar CNN, Pulitzer- verðlaunahafinn Peter Arnett, hef- ur sagt upp störfum. Ástæðuna segir hann vera að óskum hans um að fjalla um átökin í Kosovo hafi ít- rekað verið hafnað af stjórn fyrir- tækisins. Arnett gat sér gott orð í heimi fjölmiðla fyrir umfjöllun sína frá styrjöldunum við Persaflóa og í Ví- etnam og er sagður hafa aukið vin- sældir CNN með fréttaflutningi sínum frá Bagdad, höfuðborg Iraks. í viðtali við The New York Times sagðist Amett þrátt fyrir uppsögn- ina ekki hafa horn í síðu fyrirtækis- ins. „Ég hef unnið [hjá CNN] í 18 ár. Mér þykir orðið mjög vænt um fyrirtækið." Arnett sagðist ekki hafa fengið skýringar á því hvers vegna hann hafi ekki fengið að fjalla um átökin í Kosovo. Arnett er sagður hafa komist í ónáð hjá yfirmönnum og öðrum starfsmönnum CNN er hann átti hlut að vinnslu fréttaþáttar í júní á síðasta ári þar sem sagt var frá því að bandaríski herinn hefði notað taugagas í Víetnamstríðinu gegn bandarískum liðhlaupum. Frá bandaríska varnamálaráðuneytinu bárust hörð viðbrögð við þessum fréttaflutningi sem ekki var sagður hafa við rök að styðjast. Þess var krafist af fréttastofu CNN að fréttin yrði dregin til baka og að beðist yrði afsökunar á mis- tökunum. I kjölfarið sögðu þeir sem stóðu að þáttinum upp störfum og bauðst Tom Johnson, forstjóri CNN til að gera slíkt hið sama. Uppsögn hans var hins vegar hafn- að af Time Warner, móðurfyrirtæki sjónvarpsstöðvarinnar. Arnett reyndi að halda sig utan umtalsins um þessi mistök og sagð- ist aðeins lítillega hafa komið við sögu við gerð þáttarins. Fyrir vikið hélt hann starfi sínu, mörgum sam- starfsmönnum til mikillar gremju, að sögn bandarískra fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.