Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þjóðarsátt um reiðleiðir ALLT FRÁ stofnun Landssam- bands hestamannafélaga fyrir rétt tæpum 50 árum hafa umferðarmál hestamanna verið helsta bai-áttu- mál samtakanna. Þar er átt við gerð reiðvega, viðhald þeirra og að gömlum og þekktum reiðleiðum verði ekki lokað. Að baki samtak- anna eru 50 hestamannafélög með um 8000 fullgilda félagsmenn, en ætla má að nær sé að tala um að yf- ir 20 þúsund manns stundi hesta- mennsku að einhverju marki í landinu. Fyrir flesta frístundahestamenn eru ferðalög hápunktur hesta- mennskunnar. Hestaferð sumars- ins er skipulögð á miðjum vetri hjá þeim sem vanari eiu og gengið frá gistiaðstöðu fyrir fólkið - og jafn- vel enn frekar fyrir hestana sem þurfa hvíld að loknu dagsverki, fóð- ur og vatn í hverjum náttstað. Á undanfórnum ár- um hefur orðið gríðar- leg aukning á hesta- ferðum, ekki síst um óbyggðir og viðkvæm landssvæði. Þar er ég að tala um okkur hestafólkið með eigin hesta. Það vill brenna við, því miður, að ferð- ir séu ekki skipulagðar af nægjanlegri fyrir- hyggju eða þekkingu á umgengni við landið og þá er stutt í óhöpp- in. Langflestir hesta- menn eru þó vel með- vitaðir um viðkvæma náttúru lands okkar og haga ferðum sínum í sam- ræmi við það. Jón Albert Sigurbjörnsson Hér að framan hef ég getið ferðalaga inn- lendra hestamanna, skipulagðra af þeim sjálfum. Stóra spreng- ingin í þessum ferða- máta eru hins vegar skipulagðar hesta- ferðir með útlendinga, en ætla má að 10 - 12.000 útlendingar muni á yfirstandandi ári fara í hestaferðir um landið. Þarna er einn stærsti vaxtar- broddurinn í ferða- mennsku til landsins en um leið vex hættan á spjöllum. Við hestamenn vitum fullvel að það eru fágæt forréttindi að fá að ferðast um óbyggðir landsins okk- ([/ i .1 V • FASTEIGNA -3J MARKAÐURiNN % OÐINSGOTU 4. SIMAR 551 1540, 552 1700, FAX 562 0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ Jón Guðmundsson sölustjóri, lögg. fasteignasali og Ólafur Stefánsson viðskiptafr. og lögg. fasteignasali MIÐHRAUN 15, GARÐABÆ -n Glæsileg iönaöar- og skrifstofubygging sem er að rísa í Garðabæ. Byggingin er einnar hæðar iðnaðarhús með millilofti að hluta og afhendist tilbúin til innréttinga að innan, fullfrágengin að utan. Lóð frágengin. Hægt er að skipta húsinu í 5 einingar: 111 fm á jarðhæð með 48 fm millilofti. 111 fm á jarðhæð með 48 fm millilofti. 347 fm á jarðhæð með 27 fm millilofti. 111 fm á jarðhæð með 48 fm millilofti. 108 fm á jarðhæð með 48 fm millilofti. Eignarhlutarnir seljast saman eða hver í sínu lagi. Húsið er afar vel staðsett, miðsvæðis á Stór-Reykjavíkursvæðinu, nærri fjölfarinni umferðaræð. Teikningar og allar upplýsingar veittar á skrifstofu. Hestamennska Það er skoðun LH, segir Jón Albert Sigurbjörnsson, að besta landverndin felist í fræðslu, vel merktum leiðum og hvað okkur áhrærir, góðum og vel staðsettum áningar- hólfum. ar. Ef við gætum okkar ekki er ekki sjálfgefið að leiðum og/eða svæðum verði ekki lokað fyrir um- ferð hesta. Slík ákvörðun væri þó með öllu óásættanleg. Almanna- réttur til umgengni um óspillta náttúru og óbyggðir Islands verður að vera tryggður. Það þýðir þó ekki að reglur verði ekki settar þar sem hætta er mest á landsspjöll- um. Hvað gera þá samtök hesta- manna til að upplýsa og fræða fé- laga sína um hvernig komast megi hjá spjöllum? I fyrsta lagi þarf já- kvæðan áróður, en einnig þarf að koma skilaboðum til hestamanna með markvissari hætti. Það er ekki einkamál hesta- manna að góðar og vel merktar reiðleiðir séu til staðar frekar en akvegir fyi’ir bíla eða göngustígar. Því hefur það verið baráttumál okkar að efla mjög reiðvegagerð í samvinnu við Vegagerðina, sveitar- félög og aðra hagsmunaaðila. Fyrir nokkrum áram stóð LH í samvinnu við Vegagerð ríkisins fyrir kortlagningu allra reiðleiða, fornra og nýrra, ásamt tillögum um forgangsröðun verkefna á því sviði. Sú vinna hefur nýst hesta- mannafélögunum vel við fram- kvæmdir á þeirra svæðum. Samgönguráðherra skipaði tvær nefndir sem fjölluðu um annars vegar reiðvegamálin í heild og hins vegar um áningarhólf. Báðár þess- ar nefndir hafa skilað tillögum um framtíðarskipulag þessara mála. Ljóst er að samtök hestamanna binda miklar vonir við framhald þessarar vinnu. Þá skipaði land- búnaðarráðherra nefnd sem gera átti tiUögur um beitarmál á afrétt- um ofl. Hestamenn áttu fulltrúa í öllum þessum nefndum. Landssamband hestamannafé- laga er stofnaðili að nýjum samtök- um, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT). Þeim samtökum er ætl- að að vera samnefnari fyrir hags- muni félagasamtaka sem eiga það sameiginlegt að ferðast um óbyggðir landsins. LH er einnig aðfii að Landvernd sem við viljum styi’kja eftir mætti. Það er okkar skoðun að víðtæk samstaða, „þjóðarsátt" þui-fi að nást um þessi mál. Samstaða sem byggist á tillitsemi við landið núm- er eitt, og svo tillitsemi milli afira aðila sem hagsmuna eiga að gæta. Það er skoðun LH að besta land- verndin felist í fræðslu, vel merkt- um leiðum og hvað okkur áhrærir, góðum og vel staðsettum áningar- hólfum. Islenski hesturinn hefur fylgt þjóðinni frá því að landið byggðist. Áður var hann þarfasti þjónninn og bjargvættur svo sem margar sögur eru til um. Æ fleira fólk finnur sér lífsfyllingu með samneyti við hest- inn. Á það við bæði um okkur Is- lendinga og þúsundir útlendinga sem tekið hafa ástfóstri við hann. Islenski hesturinn er hluti af menningararfleifð okkar. Hvet ég til víðtækrar samstöðu og samvinnu um rétta umgengni um viðkvæma náttúru landsiris okkar. Þannig mun okkur vel farn- ast í sátt við landið og óhefta um- gengni um það. Höfundur er formaður Landssam- bands hestamannafélaga og skipar sjöunda sæti á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Vor- og sumarlistinn 1999 er kominn út! ‘S8 565 3900 Jónína Bjartmarz er lögfræðingur og formaður foreIdrasamtakanna Heimili ogskóli Hun er gift, á tvo syni og hefur unnið fjölbreytt störf á vinnumarkaði. ✓ Jónína á erindi á Alþingi Islendinga. Ný framsókn til nýrrar aldar FRELSI FESTA FRAMSOKN w w w. framsokn. i s B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.