Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____________UMRÆÐAN Urræðalausir ráðherrar Sjálfstæðisflokkur- inn heldur því fi'am að allt sé í góðu lagi í fjár- málum ríkisins. I mikl- um viðskiptahalla tifar þó tímasprengja sem gæti sett úr skorðum þann stöðugleika í efnahagsmálum sem komst á með þjóðar- sáttinni í fjármálaráð- herratíð Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Geir H. Haarde fjármála- ráðhen'a hefur ekki getað skýrt frá leiðum sem duga til að vinna bug á viðskiptahallan- um. Eg hef jafnframt lýst fernum mistökum af hálfu rík- isstjórnarinnar sem öll ýttu undir hallann og vógu þar með að rótum stöðugleikans. Peirri lýsingu hefur ekki verið mótmælt af sérfræðing- um. Þróun viðskiptahallans Spurningar mínar um ríkisfjár- málin komu bersýnilega róti á taugakerfi fleiri ráðherra en þess sem stýrir fjármálum. Hinn jafn- lyndi forsætisráðherra gaf sér tíma frá erilsömum bréfaskriftum við Biskupstofu um bókmennta- afrek presta til að blanda sér í deiluna í tveimur fjölmiðlum. Framlag hans var málefnalegt sem vænta mátti: Efnislega gekk það út á að segja þjóðinni að þar sem ég væri menntaður í fræðum Össur Skarphéðinsson fiska en ekki peninga vissi ég minna en ekki neitt um fjármál rík- isins! Svör af þessu tagi eru að verða að- alsmerki ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að mati hins alvitra forsætisráðherra veit- ir átta ára seta á al- þingi að sjálfsögðu enga innsýn í fjármál ríkisins nema menn heiti Davíð Oddsson, séu með um það bil slarkfært pungapróf í lögfræði og hafi lög- giltan smekk á smá- sagnagerð starfs- manna þjóðkirkjunnar. I „Þjóðarbúinu" á bls. 8 birtir Þjóðhagsstofnun spá þar sem tekið er tillit til bæði tímabundinna stór- iðjutengdra fjárfestinga og þeirra aðgerða sem þegar hefur verið gi'ipið til í því skyni að draga úr hallanum. Skv. spánni verður við- skiptahallinn 3% af landsfram- leiðslu á árunum 2000-2003 og er- lendar skuldir rúmlega 52% af landsframleiðslu í lok tímabilsins. Þetta jafngildir 19 milljarða árleg- um viðskiptahalla skv. Þjóðhags- stofnun. Seðlabankinn kemst að svipaðri niðurstöðu í mati sínu. Það er þessi varanlegi hluti viðskipta- hallans sem er ígildi tímasprengju. Engar tölur liggja fyrir um að viðskiptahallinn sé að minnka. FBA benti á 12. apríl að þegar bú- Ríkisfjármál Tímasprengjan, segir -*■»------------------- Ossur Skarphéðinsson, heldur áfram að tifa. ið væri að leiðrétta fyrir viðskipti með flugvélar og skip væri vöru- skiptahallinn fyrstu 2 mánuðina á þessu ári meiri en fyrstu 2 mánuði síðasta árs. Ennþá er því vöru- skiptahallinn meiri en á sama tíma í fyrra þegar búið er að taka tillit til tímabundinna aðstæðna. Arétt- ing í Morgunkorni FBA þann 16. apríl breytir engu þar um. Hitt er svo annað mál að í ljósi þess að fjárfestingar í stóriðjufram- kvæmdum eni að minnka er nán- ast óhugsandi annað en hallinn minnki eitthvað enda myndi annað flokkast undir efnahagslegt stór- slys. En jafnvel þótt hann minnki jafn mikið og ÞHS spáir, sem sum- ir hagfræðingar hafa efast um, þá dugir það ekki til þar sem hinn varanlegi halli er ekkert að minnka enda þjóðhagslegur sparn- aður ekkert að aukast. Tíma- sprengjan heldur áfram að tifa. Spurt er: Hvar eru úrræði ráð- herrans? Hallinu á rikissjóði Fjármálaráðherra getur heldur ekki svarað hver raunverulegur halli ríkissjóðs vai- árið 1998 miðað við sama grunn og fjárlögin miðast við, þ.e.a.s. rekstrargrunn með áföllnum lífeyrisskuldbindingum. A að trúa því að ráðherrann geti ekki sett aukinn mannafla í að tryggja að réttar tölur séu til fyrir kosning- ar? Hvemig geta kjósendur metið trúverðugleika staðhæfingar Sjálf- stæðisflokksins um óaðfinnanlega stjóm á ríkisfjármálunum ef þeir hafa ekki upplýsingar um grund- vallarþætti á borð við halla ríkis- sjóðs? I fréttatilkynningu fjármála- ráðuneytisins frá 12. ágúst 1998 kom fram að líklega yrði rekstrar- halli ríkissjóðs miðað við nýja granninn kringum 7,5 milljarðar króna. Stafar feluleikurinn af því að hallinn er verri en ráðuneytið taldi? Ábyrg Samfylking Sömu menn og ekki geta gert þjóðinni grein fyrir lykilþáttum í fjármálum ríkisins hafa reynt að tortiyggja ítarlegar og ábyrgar til- lögur Samfylkingarinnar. Fjár- málaráðherrann með orðskrúði og forsætisráðhemann með aula- fyndni. Tillögurnar byggjast á því að hagvöxtur verði 2,5% einsog Þjóðhagsstofnun hefur spáð. Ann- ar vöxtur útgjalda er haminn við 2%. Þetta þýðir að það þarf að afla viðbótartekna sem nema 6-7 millj- örðum á ári til að tryggja að ríkis- sjóður verði rekinn með afgangi sem er forsenda í tillögum Sam- fylkingarinnar. Þetta er aðeins 1% af landsframleiðslu. Tekjur ríkis- sjóðs sem hlutfall af landsfram- leiðslu verða þá 30,3% í lok kjör- tímabilsins sem er aðeins lítilleg hækkun frá núverandi hlutfalli, og lágt á alþjóðlegan mælikvarða. Tillögurnar gera ekki ráð fyrir skattahækkunum á einstaklinga og frítekjumark fjármagnstekju- skattsins mun lækka skattbyrði smáma fjármagnseigenda. í heild yrðu útgjöld ríkissjóðs vegna til- lagnanna innan við 35 milljarðar á kjörtímabilinu. Þetta er minna en tillögur Framsóknar kosta. 40-50 milljarðar Framsóknar Þegar kosningastefna Framsókn- ar var kynnt talaði Halldór Ás- grímsson þannig að fréttamenn létu blekkjast til að halda að yfir allt kjörtímabilið næmi kostnaðurinn við þær ekki nema 10-15 milijörðum. I viðtali við Stöð 2 kl. 10.30 þann 14. apríl kom allt annað í ljós hjá Finni Ingólfssyni. Fréttamaður greindi frá því eftir samtal við Finn að „kjaramálapakki" Framsóknar kostaði ekki 10-15 milijarða yfir allt kjörtímabilið heldur yrði sú upphæð til ráðstöfúnar á síðasta áii kjör- tímabilsins miðað við tiltekinn hag- vöxt. Eitthvað minna yrði hins vegar ráðstafað á íyrri árum kjörtímabils- ins. Orðrétt sagði svo ráðherrann: „...það mun eitthvað minna fara í þessa málaflokka í upphafi en síðan mun það fara stighækkandi á kjör- tímabilinu..." Kosningapakki Framsóknar kostar því líklega milli 40-50 millj- arða. Hvernig hyggjast Framsókn- araienn fjármagna pakkann? Jú, þeir gera ráð fyrir 3-5% hagvexti skv. auglýsingu í Morgunblaðinu. Þó liggur fyrir að Þjóðhagsstofnun áætlar ekki nema 2,5% hagvöxt á næstu áram og hefur lýst opinber- lega að Islendingar standi á toppi hagsveiflunnar, þannig að héðan í frá ætti árferðið aðeins að liggja niður á við. I samanburði við ábyrga stefnu Samfylkingarinnar er kosningastefna Framsóknai' því hrein ga-ga stefna. Davíð Oddsson hefur þó ekki enn séð ástæðu til að ráðast á hana með orðfæri götustráksins. Höfundur er þingnmður. Nú skýrast Kosningabaráttan er hafin fyrir alvöru. Flokkarnir, sem feng- ið hafa mikla fjármuni úr ríkissjóði til kynn- ingar, stunda lífleg viðskipti við auglýs- ingastofur og fjöl- miðla, bæði prent- og ljósvakafjölmiðla. Hin framboðin nýta sem best þau geta ókeypis eða ódýr tækifæri til að kynna málstað sinn. Ríkisútvarpið hefur bæði í sjónvarpi og útvarpi staðið sig mjög vel við að veita öllum eins jafnan að- gang að kynningartíma og kostur er. Hinar efnislegu áherslur fram- boðanna era í öllum megindráttum fram komnar. Því er fróðlegt að líta í sjónhendingu yfir sviðið og freista þess að sjá það skýrar. Athyglisverðast í þessu efni er hversu viðhorfum framboðanna svipar saman í flest- um málum. Svo til all- ir vilja eða þykjast vilja meiri umhyggju um náttúrana og um- hverfismál, - gera meira fyrir elli- og ör- orkulífeyrisþega, stórbæta menntun, - tryggja stöðugleik- ann, - bæta stöðu fjöl- skyldunnar og jaðar- skattapínu barnafólks og þannig mætti áfram telja. Allt er þetta sami eða svipað- ur grautur í sömu skál og gefur kjós- andanum ótraustan grann til að velja. Þessi málflutn- ingur er stundaður af sama sann- færingarkraftinum hjá þeim, sem undanfarin ár hafa verið í valda- aðstöðu til að koma fram þessum brýnu áhugamálum sínum, sem hinum, sem ekki hafa verið við völd. Tónn hinna síðarnefndu verður því ívið hreinni, meðan Jón Sigurðsson Laugavegi 40, sími 561 0075. - LJ - Jakka- peysu- úrvalið er í Gluööanum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 línur Kvótinn Frjálslyndi flokkurinn, segir Jón Sigurðsson, hefur einn framboð- anna algera sérstöðu. hræsnisglamur fylgir söng hinna fyrrnefndu. Það er ekki fyrr en kemur að kvótamálunum, sem framboðin greinir merkjanlega á. Ríkis- styrktu framboðin vilja láta sér nægja að viðurkenna þá almennu óánægju, sem kraumar með þjóð- inni, og tala um þá sátt, sem þurfi að nást um málið, en án þess að sinna með neinu áþreifanlegu kröfu þjóðarinnar um réttlæti í meðferð sameignar þjóðarinnar. Hæstiréttur og stjórnarskráin era helst ekki nefnd. Stjórnarflokkarnir marka sér þá sérstöðu, að þeir viðurkenna ærlega, að þeir ætli að gera nú- gildandi kvótaúthlutun að varan- legri eign hinna útvöldu. Þeir ætla að leyfa stórátgerðunum að sölsa áframhaldandi undir sig þann hluta þessarar sameignar þjóðar- innar, sem þær hafa ekki þegar fengið gefins. I því felst hagræð- ingin og þjónkun stjórnarflokk- anna við þá persónulegu og póli- tísku hagsmuni, sem þeir hafa tek- ið að sér að verja. Slík er forherð- ingin, að engu skiptir þótt þessi gerð sé þvert ofan í vilja 75% þjóð- arinnar. Það er þess vegna dag- ljóst, að allir þeir, sem vilja leyfa stjórnarflokkunum að gefa útvöld- um sameign þjóðarinnar til fi'am- búðar, - þeir eiga að kjósa Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem ekki sætta sig við þetta verða að kjósa öðmvísi. Samfylkingin og vinstri grænir vilja fleyta málinu fram yfir kosn- ingar með umtali um þykjustu- lausnir. Vinstri grænir hafa uppi holtaþokumas um aukna áherslu á strandveiðar, án þess að þar sé nokkurs staðar hönd á festandi. Samfylkingin vill setja lítinn hluta veiðiheimildanna á útboðsmarkað, en aðallega fresta málinu til ein- hverra sáttaumleitana eftir alda- mót. Sú hugsun læðist að, hvort bæði framboðin vilji hafa kápuna lausa á báðum öxlum, ef tækifæri byðist til samninga við kvóta- kónginn, Halldór Ásgrímsson, um ráðherrastóla að kosningum lokn- um. Frjálslyndi flokkurinn hefur einn framboðanna algera sérstöðu í þessum efnum. Flokkurinn hefur lýst því með skýram og ótvíræð- um hætti, hvernig hann vill af- nema núgildandi kvótaúthlutun umsvifalaust og innleiða fyrst um sinn eins frjálsar veiðar og kostur telst vera með heildaraflahámörk- um í tvö eða þrjú ár. Bátaflotanum yrði beitt á grannslóðina, en tog- araflotanum dýpi'a. Með þessum hætti væri málið endursett í þá stöðu, sem það var í, síðustu árin áður en ólánssaga gildandi fisk- veiðistjómar hófst. Vísast mundi þetta fyrirkomulag fiskveiða ekki duga nú fremur en þá, enda gerir flokkurinn ráð fyrir, að þessi ár yrðu nýtt til að undirbúa fram- haldið, sem yrði að vera útboðs- leiga á veiðiheimildum í mjög op- inni samkeppni þeirra, sem vildu veiða eða verka fisk. Einhver stýr- ing slíks markaðar kann að verða nauðsynleg í fyrstu til að verja hina minni fyrir ofríki hinna stærri eða til að tryggja einstök- um byggðum lífsviðm-væri, en þá á verði því, sem markaðurinn ákveður. Þessi stefna felur í sér ekkert minna en ákall til lýðræðislegrar uppreisnar hins þögla meirihluta þjóðarinnar gegn núverandi stjórnarflokkum og þeim voldugu valdablokkum, sem þeir era um- boðsmenn fyrir. Hugmyndin er að taka frá stjórnarflokkunum þann þingstyi'k, sem þeir nú hafa og ætla sér að nýta til að gefa sam: eign þjóðarinnar endanlega. I þessum kosningum era síðustu forvöð að koma í veg fyrir þetta. Frjálslyndi flokkurinn er með þessum hætti eini lýðræðislegi far- vegurinn, sem hinum þögla meiri- hluta gefst til að staðfesta í verki þá óánægju með gildandi fiskveiði- stjóm, sem hann hefur látið í ljós í skoðanakönnunum. Allir hinir rík- isstyi'ktu flokkar era með einum eða öðrum hætti kvótaflokkar, þótt stjórnarflokkamir beri þar af hin- um. Það er alvöramál að taka þátt í uppreisn, en þó enn meira alvöra- mál að gera það ekki, þegar mál- staðurinn er nógu mikilvægur. Enginn getur ætlað öðram að gera þetta fyrir sig, heldur verður hver og einn að fylgja sinni sannfær- ingu fram. Lýðræðisleg uppreisn af því tagi sem Frjálslyndi flokkurinn blæs til, á að gerast með leynd. Stuðningsmenn málstaðarins eiga því að halda áfram að leyna stuðn- ingi sínum við hann, þegar til þeirra er kallað í skoðanakönnun- um. Eigi fólk einhverra hagsmuna að gæta, t.d. í starfi eða viðskipt- um, á það ekki að taka þá áhættu að segja símastúlku frá því, að það ætli að taka þátt í uppreisn gegn víðtækum og öflugum valda- blokkum eins og þeim, sem hér er við að fást. Það er í kjörklefanum, sem kjósandinn fer með sitt mikil- væga vald, og þar sér enginn til hans. Frjálslyndi flokkurinn skorar á hinn niðurlægða, þögla meirihluta þjóðarinnar, sem ekki sættir sig við óréttlætið, sem hér er um fjall- að, að gera sig gildandi, beita þeim rétti, sem hann hefur til að hafa áhrif. Burt með kvótaforréttindin og kvótabraskið. Greinin er samin að tilhlutan Frjálslynda flokksins. Höfundur er fv. framkvæmdasljóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.