Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 59 Safnaðarstarf Skátamessa í Hallgrímskirkj u SKÁTAMESSA verður í Hallgríms- kirkju á sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11 f.h. Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson mun þjóna til altaris. Ræðumaður verður Olafur Asgeirs- son, skátahöfðingi. Organisti verður Douglas A. Brotcie. Skátakórinn undir stjórn Arnar Arnarsonar mun leiða sönginn. Að aflokinni messu verður selt kaffi í sal Skátasambands Reykja- víkur á 3. hæð Skátahússins við SnoiTabraut 60. Skátar munu ganga í skrúðgöngu frá Skátahúsinu eftir Snorrabraut, niður Laugaveg og síðan upp Skóla- vörðustíg að Hallgi’ímskirkju. Ski-úðgangan leggur af stað kl. 10 frá Skátahúsinu. Skátamessa á Akranesi SKÁTAMESSA verður haldin í Akraneskirkju á morgun, sumardag- inn fyrsta, kl. 11. Hálftíma áður verður lagt af stað í skrúðgöngu til kirkjunnar frá Skátahúsinu við Há- holt. Löng hefð er fyrir skátamessu á þessum degi á Akranesi. Skátar aðstoða við helgihaldið og Svanna- kórinn syngur. Avarp eldri skáta flytur Gísli S. Sigurðsson. Börn verða borin til skirnar. Akumesing- ar eru hvattir til þess að fjölmenna bæði í skrúðgöngu og kirkju. Sóknarprestur. Skemmtikvöld í Krossinum að kveldi vetrardags KROSSINN efnir til skemmtikvölds síðasta vetrardag að Hlíðasmára 5 í Kópavogi. Ovenjuleg söngatriði verða á dagskrá sem og mögnuð skemmtiatriði. Skemmtikvöldið hefst kl. 20.30 og allir velkomnir. Vígsluafmæli Ytri-Njarð- víkurkirkju HÁTÍÐARMESSA verður í Ytri- Njarðvíkurkirkju sumardaginn fyrsta, 22. apríl, kl. 14 í tilefni 20 ára vígsluafmælis Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt núverandi og fyrrver- andi sóknarprestum Njarðvíkur- prestakalls og sóknarpresti Kefla- víkursafnaðar. Pað er tilhlökkun fyr- ir Ytri-Njarðvíkursöfnuð að fá í heimsókn Sigurbjörn Einarsson biskup við afmæli kh'kjunnar, en hann vígði hana á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl 1979. Vígsluvottar við þá athöfn voru þau sr. Björn Jónsson, sr. Bragi Friðriksson, Friðrik Valdimai-sson og frú Guðrún Gísladóttir ekkja sr. Páls Þórðarsonar, fyrsta sóknar- prests Njarðvíkurprestakalls. Vegna afmælisins hafa miklar framkvæn- mdir átt sér stað innan dyra. Kirkjan öll máluð, gólf endurbætt, nýjar gardínur, sem Systrafélag kirkjunn- ar gaf, ásamt blómum í anddyri. Vonandi sjá sem flestir Njai-ðvík- ingar og aðrh- velunnarar kirkjunnar sér fært að koma og fagna 20 ára af- mælinu og þiggja svo veislukaffi í Stapa að hátíðai-messu lokinni. Leifur A. Isaksson, formaður Ytri-Njarðvíkursafnaðar. Blómamessa í Víðistaðakirkju BLÓMAMESSA verður að venju sumardaginn fyrsta og hefst kl. 14. Sú venja hefur skapast að halda sér- staka blómamessu við mót sumars og vetrar og er kirkjan þá öll blóm- um skreytt. Blómamiðstöðin og Ásmundur Jónasson hafa hjálpað til að gera þetta eins veglegt og hugsast getur og hafa lagt mikið í að svo mætti verða og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Að þessu sinni mun Einar S.M. Sveinsson prédika og barnakórinn undh' stjórn Kristínar Helgadóttur og Kór Víðistaðasóknar undir stjórn organistans Ulriks Óla- sonar syngja. Fólk er hvatt til að leggja leið sína í Víðistaðakirkju á sumardaginn fyrsta og eiga þar góða stund. Sigurður Helgi Guðmundsson. Vakningar- herferð með Roger Larsson RÆÐUMAÐURINN og fyrirbiðj- andinn Roger Larsson frá Ume& í Svíþjóð heimsækir Island dagana 20.-25. apríl. Hann verður hér í boði Hjálpræðishersins og verða sam- komur á Hjálpræðishernum, Kirkju- stræti 2, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 20, síðan í Fríkirkjunni við Tjörnina á laugai'dag kl. 20, þar sem hann býður öllum söfnuðum sér- staklega. Á sunnudag kl. 11 er svo Helgun- arsamkoma á Hjálpræðishernum og síðasta samkoman verður sunnu- dagskvöldið kl. 20 í Fríkirkjunni við Tjörnina. Miriam Óskarsdóttir. Áskirkja. Stai'f fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dömkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur messa kl. 18.05. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seltjamarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðai'- heimilinu á eftir. „Kirkjuprakkarar“ starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhugun og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinendur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samvera í kirkju- málsverður á kirkjuloftinu á efth'. Mæðrafundur kl. 14-15.30 í safnaðar- heimilinu. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, sam- verustund, kaffiveitingar. TTT-stai-f (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyi'irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borgara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10- 12. Kaffi og spjall. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Umsjón Kristín Bögeskov, djákni. Bæna- lundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshóp- ar. Umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni. Landakirkja Vestmannaeyjum. For- eldramorgunn kl. 10. Bænar- og kyrrðai'stund kl. 12.05. Biblíulestur í KFUM & K húsinu kl. 20.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt niður í deildh’. Allir hjartanlega velkomnir. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stundh' alla fimmtudaga kl. 18 í vet- ur. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Fundur hjá æskulýðsfélaginu Utnes. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. Hveragerðiskirkja. Aðalsafnaðar- fundur Hveragerðissóknar kl. 11 sunnudaginn 25. apríl. Venjuleg að- alfundarstörf. Sóknarnefnd. FRÉTTIR Sumardagurinn fyrsti Dagskrá fyrir börn um gamlar venjur ÞJÓÐMINJASAFN íslands fagnar sumri með því að bjóða börnum til stuttrar samkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins og Möguleikhúsið hafa sett saman hálftíma dagskrá um gamlar venjur, náttúrutrú og söngva sem tengjast sumarkomunni. Hún verður flutt á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, föstu- daginn 23. apríl og sunnudaginn 25. apríl kl. 14 alla dagana. Á sumar- daginn fyrsta fer skrúðganga frá Ingólfstorgi kl. 13.30 að Ráðhúsinu. Nokkrar gamlar sumargjafir verða til sýnis í sal Ráðhússins á sama tíma. Hátíðarhöld í Garðabæ MIKIÐ verður um að vera í Garða- bæ á sumardaginn fyrsta og munu skátar úr Skátafélaginu Vífli sjá um dagskrána líkt og undanfarin ár. Dagskráin hefst með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13. Skátar munu standa heiðursvörð og vígðir verða nýliðar inn í félagið. Kl. 14 leggur skrúðganga af stað frá Vídalíns- kirkju og mun lúðrasveit Tónlistar- skóla Garðabæjar sjá um að allir gangi í takt. Gengið verður að Hofs- staðaskóla þar sem Lúðrasveitin leikur nokkur lög og gestir boðnir velkomnir. Stór og mikil þrauta- braut verður við skólann, svifbraut og koddaslagur. Einnig verður boð- ið upp á andlitsmálun og fleira. Skátakórinn syngur og skátahljóm- sveitin leikur létta tónlist. Hin árlega kaffisala Vífils verður í hátíðarsal Hofsstaðaskóla. Sumardagur- inn fyrsti í Kópavogi SKÁTAFÉLAGIÐ Kópur hefur umsjón með dagskrá dagsins í Kópavogi á sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst í Hjallakirkju með skátaguðsþjónustu. Prestur er sr. íris Kristjánsdóttir. Að því loknu verður skrúðganga frá Digra- neskirkju að Iþróttahúsinu Smáran- um þar sem fram fer skemmtun. Meðal dagskráratriða er Skóla- hljómsveit Kópavogs, Hljómsveitin Búdrýgindi, Free Style-stúlkur úr Kópavogi dansa og Hattur og Fatt- ur koma í heimsókn. Kynnir verður Sveinn Þór Geirsson. Að lokinni skemmtun stendur Unglingaráð Breiðabliks fyrir bingói. Kl. 15 er kaffisala kvenskáta- sveitarinnar Urtna í Félagsheimili Kópavogs að Fannborg 2. Leikfélag Sólheima frum- sýnir leikrit LEIKFÉLAG Sólheima frumsýnir leikritið Ut í geim í leikstjóm Gunn- ars Sigurðssonar á sumardaginn fyrsta kl. 15. Leikritið verður sýnt í Iþróttaleikhúsi Sólheima. I Sólheimahúsi verður einnig boðið upp á kaffiveitingar eftir leik- sýningu. Aðgangseyrir er 750 kr. og eru kaffiveitingar innifaldar. Verslunin Vala og Listhús Sól- heima hafa opið milli kl. 12-15. SBS bjóða upp á sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 13 og frá Sólheimum kl. 18. Verð 1.000 kr. báðar leiðir. Allir velkomn- ir. Opið hús í Gjábakka og Gullsmára KÓPAVOGSBÆR í samráði við Fé- lag eldri borgara í Kópavogi ætla að opna félagsheimilin Gjábakka og Gullsmára fyrir fólk á öllum aldri sumardaginn fyrsta. í báðum félagsheimilum verður dagskrá frá kl. 13-17. Sömu dag- skráratriðin verða í báðum félags- heimilunum, sem mætti raunar kalla félags- og menningarsetur á sitt hvorum tíma. Allir eru velkomn- ir og verður selt kaffi og meðlæti í báðum félgsheimilunum. Kaffisala Vatnaskógar KAFFISALA Skógarmanna verður á morgun, sumardaginn fyrsta, og hefst kl. 14.30 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, skammt norð- an við fjölskyldugarðinn í Laugar- dal. Á staðnum verða sýndar mynd- ir og fleiri munir sem voru á 100 ára afmælishátíð KFUM og KFUK í Perlunni í mars sl. Kaffisalan er til styrktar sumarbúðunum í Vatna- skógi sem Skógarmenn KFUM hafa starfrækt í yfir 75 ár. Að þessu sinni mun allur ágóði renna til framkvæmda við nýjan svefnskála í Vatnaskógi. Á kaffisöl- unni á morgun verður einnig hægt að skrá börn til sumardvalar í Vatnaskógi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.