Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1999 33 AUGLÝSING SÁÁ FRÉTTIR Birtar í Morgunblaðinu 3. tbl. apríl 1999 Ábm: Theódór S. Halldórsson FRÉTTIR AUGLÝSING SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefiiavandann Ármúla 18 • 108 Reykjavík Sími: 581-2399 • Fax: 568-1552 Meðferðarheimilið Vík á Kjalarnesi: Árangur af kvennameðferð fram úr björtustu vonum Gönguferðir eru vinsælar meðal þeirra karla og kvenna sem dvelja á meðferðar- heimilinu Vík enda mikið af göngustígum í grenndinni, segir Sigurður Gunnsteinsson dagskrárstjóri (á innfelldri mynd). 1 Ert þú efni í r Alfasölumann? SÁÁ verður með sína árlegu fjáröfl- un, Álfasöluna, helgina 14. til 16. maí næstkomandi. Góður árangur þess- arar fjáröflunar byggist eins og endra nær á því öfluga sölufólki sem leggur henni lið. Hér með auglýsum við eftir duglegum einstaklingum í Álfa- söluna. Það er alltaf pláss fyrir fleiri slika. Málefnið er gott, andinn góður og hagnaðurinn fer í uppbyggingu á starfi SÁÁ í þágu unga fólksins. Þeir sem vilja leggja Álfasölunni lið hafi samband við Ágúst eða Sigríði í síma 581-2399. Leiksýning til styrktar vímuvörnum ungmenna Sumardaginn fyrsta kl. 20 stendur Lionsklúbburinn Þór í Reykjavík fyrir leiksýningu í Borgarleikhúsinu til styrktar byggingu unglingadeildar SÁÁ. Allur ágóði sýningarinnar rennur til kaupa á sjúkrarúmum fyrir deildina. Sýndur verður ærsla- leikurinn „Stjórnleysingi ferst af slysförum eftir ítalska nóbelsleikrita- skáldið Dario Fo. Leikstjóri er Hilm- ar Jónsson en meðal leikenda eru Gísli Rúnar Jónsson, Eggert Þorleifs- son og Halldóra Geirharðsdóttir. Þessi sprenghlægilegi farsi er vel kunnur og hefur farið sigurför um heiminn. Miðar eru seldir í miðasölu Borg- arleikhússins s. 568-8000. Miðaverð er kr. 2.000. Hópafsláttur: 15-29 miðar kr. 1.800 pr/miða; 30 miðar eða fleiri kr. 1.600 pr/miða. Göngudeildarþjónusta AKUREYRI GLERÁRGÖTU 20 • Sími 462-7611 Göngudeild SÁÁ á Akureyri er opin fyrir viðtöl og ráðgjöf alla virka daga frá kl. 9-17. Fundir og fræðsla í maí: Mánudagur 3. maí, kl. 20 Kynningarfundur um meðferðar- úrræði. Fundurinn er opinn öllum og ókeypis aðgangur. Helgin 8.-9. maí Batanámskeið þar sem meðal annars er fjallað um ýmsa þætti sem koma í veg fyrir bata fyrstu mánuði eftir meðferð. Mánudagur 17. maí, kl. 20 Fyrirlestur ráðgjafa um alkóhól- isma. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangseyrir er kr. 500. Mánudagur 31. maí, kl. 18.30 Læknir SÁÁ heldur fyrirlestur. Meðferðarheimili SÁÁ Vík á Kjalar- nesi hóf starfsemi sína í árslok 1991. Þar er SÁÁ með almenna áfengismeðferð fyrir þá sem hafa loldð afeitrun á Vogi en ennfremur hafa sértæk meðferðarúrræði bæst við starfsemina þar á undanförnum árum. Síðustu fjögur ár hefur þar verið sérstök 28 daga kvennameð- ferð og frá 1997 hafa ungar konur, 19 ára og yngri, einnig verið þar í sérstalcri meðferð. Að sögn Sigurðar Gunnsteinssonar, dagskrárstjóra á Vík, hafa þessi meðferðarúrræði gefið góða raun og árangur af kvennameðferðinni farið fram úr björtustu vonum. Tekið mið af þörfum kvenna „Kvennameðferðin byrjar í raun á Vogi þar sem konurnar taka ákvörð- un um að reyna þetta meðferðar- úrræði. Endurhæfingin er síðan hér á Vík í 28 daga. Þegar henni lýkur tekur við ársprógramm á göngudeild SÁÁ. Þær konur sem skuldbinda sig í þessa meðferð sækjast fyrst og fremst eftir þeim stuðningi sem hún veitir. Þær sækja fyrirlestra og annað ásamt þeim sem eru í almennri meðferð en eru saman í hópstarfi og vinna verkefni sem taka mið af þörfum kvenna. Með þeim vinna reyndustu ráðgjafar SÁÁ og fer Oddný Jakobs- dóttir þar fremst í flokki,“ segir Sig- urður Gunnsteinsson. Samstaða kvennanna er mikil Á Vík eru 30 pláss sem þýðir að með- ferðarheimilið tekur við um 420 inn- lögnum á ári. Þar sem kvennameð- ferðin er bundin við Vík eru konur stór hluti innlagðra einstaklinga. Að sögn Sigurðar hefur árangur- inn af kvennameðferðinni farið fram úr björtustu vonum. Verið er að vinna árangurskönnun og þó að nið- urstöður hennar liggi ekki endanlega fyrir segir Sigurður að ljóst sé að ár- angurinn lætur ekki á sér standa. „Óhætt er að segja að konur hafa gegnum árin notið allt of lítils stuðn- ings við að vinna úr sinni fíkn. Þessi meðferð veitir konum því stuðning sem þær hafa ekki fengið áður. Við leggjum ríka áherslu á að þær styðji hverja aðra mjög vel í meðferðinni enda eiga margar þeirra maka sem drekka og sýna ekki næga tillitsemi. Það hefur sýnt sig að þær halda hóp- inn vel og eru í góðu sambandi eftir útskrift hér sem er mjög mikilvægt. Árangurinn af meðferðinni er eftir þessu - afar góður,“ segir Sigurður. Sérstök meðferð fyrir ungar konur Sigurður segir að í þessa sérstöku kvennameðferð komi konur alls staðar að af Iandinu og jafnvel frá útlöndum, enda hafi góður árangur af henni spurst víða. Fyrir um tveim- ur árum jók SÁÁ síðan enn frekar við meðferðarúrræði kvenna þegar byrj- að var með sérstaka meðferð fýrir konur undir tvítugu. Sú eftirmeðferð á sér einnig stað á Vík. Hluti af henni er vinna sálfræðings með konunum i viðtölum og hópstarfi. „Reynt er að mynda góð tengsl við einstaklingana og einnig við fjöl- skyldur þeirra. Sérþörfum þessara ungu kvenna, sem alltaf eru einhverj- ar, er sinnt eins og kostur er og reynt að koma til móts við þær.“ Gott samfélag í góðu umhverfi Að sögn Sigurðar byrjar dagurinn á Vík upp úr klukkan sjö þegar fólk er ræst og snæddur morgunverður. Dagskrá, með hópstarfi, fræðslu og „almennri hollustu“ byrjar síðan klukkan níu og stendur oft langt fram á kvöld. Þar inni í eru þó mat- arhlé, útivera og afslöppun. „Þetta er gott samfélag sem er hér á Vík og við reynum að skapa heim- ilisanda sem styður fólk í meðferð- inni. Hér er stunduð mikil útivist og oft afar fallegt að fara í gönguferð að kvöldinu. Fólk unir sér vel hér. Það er hæfilega langt til Reykjavíkur og við höfum náð að halda þeirri einangrun sem við viljum hafa. Auðvitað kemur fólk og heimsækir ástvini sína en heimsóknum er stjórnað af ráðgjafa og meðferðaraðila. Allt stuðlar þetta að betri árangri í meðferðinni. Brott- fallið hér er afar lítið og nánast ekk- ert úr kvennameðferðinni." Sífellt yngri skjólstæðingar Á Vík vinna fjórir ráðgjafar að með- ferðinni ásamt dagskrárstjóra. Tveir matreiðslumenn sjá síðan um elda- mennskuna. Auk þess koma reglu- lega læknir og sálfræðingur. „Ég er búinn vinna við meðferðar- starf í tuttugu ár. Á þeim tíma hefur margt breyst en óhugnanlegast er að ólöglegu vímuefnin skipa æ stærri sess hjá okkar skjólstæðingum sem eru sífellt að yngjast. Hingað kemur fólk á öllum aldri en á síðustu árum höfum við séð mikla aukningu hjá unga fólkinu. Ég vil hins vegar koma því á framfæri að brottfallið hjá þeim ungu er mjög lítið, þau tolla vel í meðferð og eru dugleg að vinna í meðferðinni. Mín reynsla er sú af ungum fólki að þegar þau koma hingað þá gera þau það af fullum heilindum. Við höfum alltaf trúað því að meðferðin þoki þeim í átt að bata og þó að höfn sé ekki náð í fyrstu ferð þá kemur að því að þau ná landi,“ segir Sigurður Gunnsteins- son, dagskrárstjóri á Vík á Kjalarnesi. Námskeið í leikrænni tjáningu Foreldrum og unglingum er boðið upp á sameiginlegt námskeið í leik- rænni tjáningu. Tilgangur þess er að auðvelda foreldrum og unglingum að kynnast í gegnum leik og starf og ryðja þannig úr vegi hindrunum sem oft reynist erfitt að komast yfir. Leiðbeinandi er Gunnar Sigurðs- son leikstjóri. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 1. maí kl. 10-18 og laugardaginn 8. maí kl. 10-18. Göngudeildarþjónusta REYKJAVÍK SÍÐUMÚLA 3-5 • Sími 581-2399 Fundir og fræðsla á vegum SÁÁ: Kynningarfundir SÁÁ eru haldnir í Síðumúla 3-5 alla fimmtudaga. Kynningin hefst kl. 19 og stendur í 45 mín. Á eftir eru leyfðar fyrir- spurnir. Á fundunum er fjallað um starfsemi SÁÁ, áfengissýki og aðra fíkn og meðvirkni. Meðferðarhópur (M-hópur): Móttöku- og kynningarfundir eru á fimmtudögum kl. 16.15. Fundir M-hóps eru fyrir þá sem geta nýtt sér áfengismeðferð á göngudeild. Meðferðin fer fram á hópfundum, fyrirlestrum og með viðtölum. Fyrstu 4 vikurnar er mætt 4 kvöld í viku en síðan vikulega í 3 mánuði. Víkingahópur: Fundir eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16-17. Móttaka og skráning er á sömu dögum kl. 15.30. Eftir Vík- ingameðferð á Staðarfelli er göngudeildarstuðningur í eitt ár. Fyrstu 8 vikurnar er mætt tvisvar í viku en síðan vikulega í 44 vikur. Kvennahópur: Móttaka og skrán- ing er mánud. kl. 15.30 og fimmtu- daga kl. 17. Eftir „Kvennameðferð" á Vík er veittur göngudeildar- stuðningur í 1 ár. Fundir eru 2svar í viku fyrstu 12 vikurnar síðan einu sinni í viku. Fjölskyldumeðferð er liður í stuðningi við hópinn. Spilafíklar: Fundir eru á þriðju- dögum frá kl. 18-19. Móttaka og skráning er sömu daga kl. 17.30. Eftir viðtal við ráðgjafa geta spila- fíklar fengið ótímabundinn stuðn- ing. Þessum hópi og aðstandend- um standa til boða fræðsluerindi, viðtöl og hópstarf. Ef nauðsyn krefur býðst spilafíklum meðferð um helgar. Unglingahópur: Vikulega eru haldnir stuðningsfundir fyrir ungt fólk, 14-22 ára, með vímuefna- vandamál. Móttaka og skráning er mánud. kl. 17.20. Fólk kemst inn í hópinn að lokinni meðferð á Vogi eða á eftirmeðferðarstöðum SÁÁ. Stuðningshópur fyrir alkóhólista hittist daglega kl. 11 árdegis. Inn- ritanir eru hjá læknum á Vogi. Einnig geta ráðgjafar á göngudeild komið fólki í hópinn. Stuðningshópur fyrir aðstandendur: Fundir aðstandenda alkóhólista eru á þriðjud. kl. 16.1 þann hóp fer fólk eftir viðtöl við ráðgjafa eða fjölskyldunámskeið á göngudeild. Foreldrahópur er stuðningshópur fyrir foreldra ungra vímuefnaneyt- enda. Hópurinn er jafnt fyrir foreldra sem eiga börn í meðferð og barna sem hafa lokið meðferð. Jafnframt er hópurinn fyrir þá for- eldra sem leita sér upplýsinga vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Fræðslunámskeið fyrir alkóhólista: Helgarnámskeið um bata og ófull- kominn bata verður haldið helgina 24. -25. apríl. Á því er fjallað um ýmsa þætti sem koma í veg fyrir bata fyrstu mánuði eftir meðferð. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru að ná sér eftir önnur áföll. Fjölskyldunámskeið SÁÁ. Helgar- námskeið verður 15.-16. maí. Á því er leitast við að auka þekkingu aðstandenda alkóhólista á vímu- efnasjúkdómnum, einkennum, birtingarformi og áhrif á fólk sem er í nábýli við sjúkdóminn. Þriðjudagsfyrirlestrar: SÁÁ stend- ur fyrir fyrirlestrum alla þriðju- daga kl. 17. Þeir eru öllum opnir en aðgangseyrir er kr. 500. Á næst- unni eru eftirtaldir fyrirlestrar: 4. maí: Bati eftir leiðum AA 11. maí: Alkóhólismi og lyfjanotkun 18. maí: Ófullkominn bati 25. maí: Hass, fíkn og fráhvörf 1. júní: Sjúkdómurinn alkóhólismi G.A. fundir eru haldnir á fimmtu- dögum kl. 20.30 og kl. 18 söniu daga eru haldnir Gam-anon fundir. Halldór í heimsókn á Vogi Halldór Ásgrímsson, utanríldsráðherra og formaður Framsóknarflokks- ins, kom í heimsólcn á sjúlcrahúsið Vog þann 7. apríl síðastliðinn. Þar kynnti hann sér meðferðarstarfsemina og byggingarframlcvæmdir við nýja meðferðardeild fyrir ungt fólk og göngudeild. í gegnum tíðina hafa ráðamenn reglulega heimsótt starfsstaði SÁÁ til að kynna sér starfsemi samtakanna. Sjúlcrarekstur SÁÁ er að hluta til rekinn með framlögum frá ríkinu og er sérstaldega ánægjulegt að geta sýnt fulltrúum fjárveitingavaldsins hvernig að málum er staðið. Á myndinni er Halldór Ásgrímsson ásamt Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, og Theódór S. Halldórssyni, framkvæmdastjóra SÁÁ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.