Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tungutækni á íslandi Viltu eignast hlut í auðœfum Norðurlandanna7 Fjárfestu til framtíðar í arðvœnlegustu fyrirtœkjum á Norðurlöndum! VERÐBREFASTOFAN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200 www.vbs.is Einn milljarð króna þarf til þróunarstarfs STARFSHOPUR sem kannað hef- ur stöðu og möguleika tungutækni telur að staða hennar hér á landi sé slæm og verja þurfí allt að 250 millj- ónum króna á ári næstu fjögur árin til þess að verulegur árangur náist. Björn Bjamason menntamálaráð- herra kynnti niðurstöður hópsins á ríldsstjórnarfundi í gær. Með tungutækni er átt við með- ferð tungumálsins í tölvum og hug- búnaði. I skýrslu starfshópsins kemur fram að á þessu sviði séum við íslendingar komnir styttra en nágrannaþjóðir okkar, til dæmis varðandi forrit sem leiðrétta staf- setningar- og málfræðivillur og orðabækur í tölvutæku formi, og þetta þurfí að bæta. Hugbúnaðariðnaður sem gæti leitt til útflutnings Starfshópurinn telur einnig að þróa þurfi talgeivla og talgreiningu fyrir íslensku, en hugbúnaður af þessu tagi er þegar kominn á mark- að fyrir ensku og nokkur önnur tungumál. „Markmiðið með því verði að styrkja stöðu tungutækni og stuðla að því að fyrirtæki þrói og selji vöru fyrir íslensku jafnt og aðrar tungur. Hópurinn bendir á að slíkt átak mundi styrkja hugbúnaðariðnað á þessu sviði og gæti leitt til útflutn- ings,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að komið verði á fót sérstakri þróunarmiðstöð tungutækni þar sem unnið verði að sameiginlegum gagnasöfnum, mál- söfnum, sem fyrirtæki geti byggt á við gerð leiðréttingarforrita, orða- bóka og annarra verkfæra tungu- tækninnar. Einnig leggur hann til að fé verði lagt í rannsóknar- og þróun- arsjóð sem styrki hagnýtar rann- sólöiir á sviði tungutækni, fyrirtæki verði styrkt til að þróa afurðir tungutækni og að komið verði á fót stuttu hagnýtu námi í máltækni og meistaranámi í máltölvun. Fjárdráttur og fangelsi í kjölfar spilafíknar STARFSMAÐUR við embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, með því að hafa á ár- unum 1995-1997 dregið sér tæpar 4,3 milljónir króna úr sjóðum emb- ættisins og notað heimildarlaust í eigin þágu. Ríkissaksóknari ákærði manninn einnig fyrir misnotkun aðstöðu í op- inberu staiTi með því að hafa greitt sér 458 þúsund krónur heimildar- laust úr sjóði embættisins í árslok 1997, vegna ótekins orlofs á árunum 1994-1996 og var hann einnig fund- inn sekur um þann ákærulið með játningu sem átti sér stoð í gögnum málsins. Tekið var tillit til orlofsinneignar ákærða að frádreginni staðgreiðslu og nam bótakrafan mismun þess fjár sem ákærði hafði tekið úr sjóði embættisins og inneignar hans eða um 90 þúsund krónum. Bótakrafa utanríkisráðuneytisins nam tæpum 4,3 milljónum króna að viðbættum 90 þúsund krónum vegna seinni liðar í ákæru og var ákærði dæmdur til að greiða ráðu- neytinu alls tæpar 4,4 milljónir í skaðabætur. Ákærði játaði skýlaust brot sín og kvað ástæðu þeirra hafa verið þá að hann hafi verið heltekinn spilafíkn og hafi andvirðið fjárins farið í spilakassa. Áformað að hefja byggingu þjónustuskála við Alþingi í maí , : smm TÖLVUUNNAR teikningar af fyrirhuguðum skála við Alþingishúsið, en gert er ráð fyrir að veggir hans verði að hluta til klæddir flísuin úr íslensku grágrýti og að hluta til glerklæddir, en innau við glerveggi verði viðarklæddir fletir og sólskermur úr lerki. Meginhluti þaks er stálklæddur. HEILDARKOSTNAÐUR við nýj- an þjónustuskála sem reistur verð- ur við Alþingishúsið er áætlaður um 490 milljónir króna, en reiknað er með að framkvæmdir við hann hefj- ist í maímánuði. Skálinn mun tengja Alþingishúsið við aðrar byggingar sem nú standa á svokölluðum Al- þingisreit og einnig þá framtíðarbyggingu sem skipulögð er á svæðinu. Á þessu ári eru 100 milljónir króna ætlaðar til þessa verkefnis. Byggingunni verður skipt í tvo framkvæmdaráfanga og á að ljúka þeim fyrri í september á þessu ári, en þá er áformað að hefja framkvæmdir við síðari áfangann. Fáist nægjanleg- ar fjárveitingar er steftit að því að taka skálann í notkun í október árið 2000 að sögn Ólafs G. Einarssonar, for- seta Alþingis. Gjörbreytir aðstöðu Alþingis „Pessi bygging mun gjör- breyta allri aðstöðu Alþing- is, bæði hvað varðar mót- töku gesta, fundaaðstöðu og matsal,“ segir hann. Arkitektar skálans eru Sigurður Einarsson og Jón Ólafur Ólafsson hjá Batterí- inu ehf. en Almenna verkfræðistof- an hf. annast burðarþol byggingar- innar. Þjónustuskálinn á að vera tvær hæðir auk kjallara og verður sá hluti hennar sem standa mun of- anjarðar samtals um 770 fermetrar. Meirihluti hússins mun hins vegar vera í kjallara, eða um 1.690 fer- metrar og þar er meðal annars gert ráð fyrir um 1.160 fermetra óupp- hituðu rými fyrir 42 bifreiðir og 530 fermetra þjónustu- og tæknirými. í fyrri áfanga verður kjallari steypt- ur upp og gengið frá lóð, og er áætlaður kostnaður við hann um 200 milljónir króna, en í síðari áfanga er gert ráð fyrir uppsteypu Kostnaður um 500 miiydnir Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR Einarsson, sem er arkitekt hússins ásamt Jóni Ólafi Ólafssyni, og Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, og Priðrik Ólafsson skrifstofustjóri þegar fyrirhuguð byggingaráform voru kynnt fulltrúum fjölmiðla í gær. hæða og frágangi allrar byggingar- innar, sem kosta á um 290 milljónir króna. „Verkefnið er háð fjárveitingu þingsins, en þær fjárveitingar sem eru ætlaðar til þess á yfirstandandi ári nægja hvergi nærri fyrir verk- inu öllu. Hins vegar verður ekki aft- ur snúið með fjárveitingunni á yfir- standandi ári. Það hefur verið rætt á vettvangi fjárlaganefndar, for- sætisnefndar og ríkisstjórnar að þessi framkvæmdum verði flýtt eins mikið og hægt er. Menn eru sam- mála um að ekki sé mögulegt að vera með framkvæmdir í hjarta borgarinnar í langan tíma og því verði að vinna eins hratt og unnt er,“ segir Ólafur. Lítið byggt frá 1881 Hann kveðst vona að á fjárauka- lögum í haust verði bætt við frekari fjármunum til verksins og á næstu fjárlögum því sem á vantar. ,Á- veg- um Alþingis hefur ekkert verið byggt síðan 1881, þegar þinghúsið var byggt. Þá var viðbygging, Kr- inglan, gerð við þinghúsið árið 1918, en annað hefur ekki verið byggt að frátaldri nýlegri endurbyggingu húsanna tveggja við Kirkjustræti og viðbyggingu milli þeirra á árun- um 1995 og 1996.“ Þjónustuskálinn verður tveggja hæða bygging með kjallara, sem tengist Alþingishúsinu og bílakjall- ara á lóð Álþingis og eldri bygging- um við Kirkjustræti. Hann verður anddyri fyrir daglega starfsemi þingsins, en svo kölluð viðhafnarað- koma að Alþingi verður áfram um aðalinngang á norðurhlið Alþingishússins. Við bygg- ingu þjónustuskálans flytj- ast mötuneyti, fatageymsla, símaskiptiborð og aðalsal- erni úr Alþingishúsinu og er þá gert ráð fyrir að jarðhæð Alþingis verði færð í sem næst upprunalegt horf. Ekki er búið að áætla kostn- að við slíkar endurbætur. „I þeirri skipulagsvinnu sem fram hefur farið fram fór mikill tími í að finna réttu tenginguna við Al- þingishúsið, þannig að allir gætu verið sáttir. Það hefur verið haft mikið samráð og samband við húsafriðunar- nefnd ríkisins og borg- arminjavörð, auk þess sem skipulagsnefnd hefur komið að málinu, svo eitthvað sé nefnt. Á seinasta ári höfum við hannað þessa byggingu og teljum að skálinn muni auðvelda margvíslega þjón- ustu sem Alþingi þarf nú að inna af hendi,“ segir Sigurð- ur Einarsson arkitekt. Aðspurður um hvort unnt væri að festa kaup á húsi Landssímans gegnt Alþingishúsinu og hafa þar ýmsa þá þjónustu sem ætlað er að verði í skálanum, þannig að hann væri minni í sniðum, kveðst Ólafur telja að byggingin svari þörfum sem aðrar byggingar á svæðinu geti ekki svarað með sama hætti. Ölafur kveðst hins vegar ekki úti- loka að Alþingi hafi áhuga á að kaupa hús Landssímans, farið hafi verið yfir teikningar af húsinu og það skoðað, en hins vegar hafi hug- myndir um slíkt legið niðri frá sein- asta hausti. Um 4.200 unglingar í samræmd próf SAMRÆMD próf hjá nemend- um 10. bekkjar grunnskólans hefjast í dag og standa fram á þriðjudag. Um 4.200 unglingar þreyta prófin að þessu sinni. Klukkan níu hefst samræmt próf í íslensku, á fóstudag verður prófað í dönsku, í stærðfræði á mánudag og í ensku á þriðjudaginn. Að auki er boðið upp á sam- ræmd próf í norsku og sænsku í stað dönsku fyrir þá nemend- ur sem hafa búið í Noregi og Svíþjóð. Síðasti skóladagur er í nokkrum framhaldsskólum með bekkjarkerfi í dag en alla jafna er kennt lengur í fram- haldsskólum með áfangakerfi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands útskrifast um það bil 1.700 nemendur ár- lega úr framhaldsskólum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.