Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 13 FRETTIR Landssamband fatlaðra Spyr flokkana um kjör öryrkja MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi spumingar til stjórn- málaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis og eru þær frá Sjálfs- björgu, landssambandi fatlaðra: „ Er flokkur þinn tilbúinn að 'beita sér fyrir eftirfarandi, sem tyrsta áfanga í að leiðrétta kjör ör- yrkja?: Að örorkulífeyrir verði hækkað- ur um 20.000 krónur í tveim áfóng- um á þessu ári. Að aðrar bætur verði hækkaðar um 10% í tveim áföngum á þessu ári. Að hækkun bóta verði tengd við hækkun launavísitölu. Að frá 1. september nk. verði frí- tekjumark hækkað til samræmis við hækkun launavísitölu sl. þrjú ár.“ Þá spyr Sjálfsbjörg: „Er flokkur þinn tilbúinn að móta framtíðar- stefnu um kjör öryrkja þannig að skipuð verði nefnd til að endur- skoða almannatryggingakerfíð í heild sinni, sem hafi eftiriárandi að leiðarljósi?: Að einfalda bótaflokka þannig að aðeins verði um einn grunnflokk að ræða? Að hækkanir á greiðslum verði tengdar launavísitölu. Að afmunin verði að fullu tekju- tenging vegna „fjárhagslegs hag- ræðis“ af sambúð. Að sá hluti nýrra almannatrygg- ingalaga sem snýr að tekjum ör- yrkja taki gildi strax í upphafi árs- ins 2000. Að í nýjum almannatrygginga- lögum verði áætlun um að á næstu tveimur árum verði kjör öryrkja jöfnuð, þannig að þau verði sam- bærileg við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Ef flokkur þinn er ekki tilbúinn að framkvæmda ofangreindar breytingar hvað hyggst hann þá gera í kjaramálum öryrkja? Svar óskast í síðasta lagi viku fyrir kosningar." Vinstrihreyfíngin - grænt framboð ÖGMUNDUR Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir, frambjóðend- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kynna sjónarmið sín við Alþingishúsið í gær. Auglýsingaherferð- ir stóru flokkanna gagnrýndar VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð segir íslenska stjórnmálamenn í auknum mæli nota auglýsingar til að kaupa sig frá verkum sínum. Ögmundur Jónasson og Kol- brún Halldórsdóttir, frambjóð- endur hreyfingarinnar, vörpuðu fram spumingunni: „Er svo kom- ið að stjórnmálaflokkar kaupi sér aðgang að Alþingi - stafar lýð- ræðinu hætta af fjáraustri í aug- lýsingar?" á fundi sem þau boð- uðu til fyrir framan Alþingishús- ið í gær. Ögmundur, sem svaraði spurn- ingunni játandi, kvaðst telja það umhugsunarefni að stjórnmála- flokkar eyddu 50 til 70 milljónum í kosningabaráttuna, eins og komið hefði fram, enda væru þeir með því að freista þess að kaupa sér ímynd í stað þess að taka þátt í innihaldsríkum, málefnalegum umræðum. „Við horfum upp á stjórnmála- menn sem trekk í trekk hafa gert atlögur að félagslega kerfinu draga upp glansmyndir af sjálf- um sér og stæra sig af verkum sem þeir hafi alls ekki unnið,“ sagði Kolbrún. Við höfum ekki hugsað okkur að setja fram hugmyndir um reglur varðandi auglýsingakostn- að heldur að höfða til siðferðisvit- undar þjóðarinnar og hvetja hana til þess að rýna í gegnum auglýsingaskrumið," sagði Ög- mundur. Bæði tóku þau þó fram að þau hefðu ekkert á móti auglýsingum enda gætu þær oft orðið til þess að kveikja málefnalega umræðu og vekja athygli á góðum mál- stað. Sem baráttumenn gegn græðgi og peningaaustri gætu þau hins vegar ekki orða bundist yfir gegndarlausri eyðslu stóru flokkanna. Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTARITARAR á aðalfundi og annað Morgunblaðsfólk að loknum aðalfundi Okkar manna. s A fjórða tug fréttaritara á aðalfundi Á FJÓRÐA tug fréttaritara Morg- unblaðsins mætti á aðalfund félags- ins Okkar manna um helgina. Fund- urinn var haldinn í framhaldi af þriggja daga námskeiði sem Morg- unblaðið hélt fyrir fréttaritara. Aðalfundur Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, var haldinn í Morg- unblaðshúsinu siðastliðinn laugar- dag. Grímur Gislason, formaður fé- lagsins, flutti skýrslu stjórnar og fundarmenn ræddu saman um hags- munamál fréttaritara. Morgunblað- ið hefur um 100 frétta- ritara og Ijósmyndara á landsbyggðimú og eiga þeir aðild að Okkar mömium. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Grímur Gíslason í Vestmannaeyjum, Jón Gunnlaugsson á Akra- nesi og Jón Sigurðsson á Blönduósi. Að loknum vei\juleg- um aðalfundarstörfum voru umræður um fréttir af landsbyggð- inni. Matthías Johannes- sen ritstjóri fjallaði um blaðamennsku og Gísli Gíslason, bæjarsljóri á Akranesi, hafði fram- sögu um fréttaflutning af landsbyggðinni. Að ræðuflutningi loknum sátu þeir fyrir svörum fund- armanna ásamt Styrmi Gunnarssyni ritstjóra. Hallgrímur Geirsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, frétta- sfjórar blaðsins og nokkrir blaðamenn sátu fundinn. Að fundi loknum voru afhent verðlaun í Ijósmyndasamkeppni fréttaritara. Námskeið fréttaritara Aðalfundurinn á laugardag var haldinn í framhaldi af þriggja daga námskeiði sem Morgunblaðið efndi til fyrir fréttaritara. Var þetta annað námskeiðið í vetur og var tíu fréttariturum boðið að sækja það. Fyrirhugað er að efna til fleiri námskeiða og gefa sem flestum fréttariturum blaðsins kost á að sækja þau. Slík námskeið voru fyrst haldin árið 1986, en eru nú endurvakin. Fyrsta dag námskeiðsins voru fyrirlestrar. Ágúst Ingi Jónsson fréttastjóri ræddi um hlutverk fréttaritara og fréttaskrif og Einar Falur Ingólfsson myndstjóri um ljósmyndun. Auk þess var fjallað um notkun teikninga og korta, notkun Netsins við upplýsingaöflun og sendingu og kynning fór fram á gagnasafni Morgunblaðsins og fréttavef. Á öðrum degi námskeiðsins unnu fréttaritaramir við fréttaöflun, ljós- myndun og fréttaskrif á ritstjórnar- skrifstofum Morgunblaðsins og áttu fréttaritarar allar fréttir á blaðsíð- um 12 og 13 í laugardagsblaði. Auk þess var á föstudag farið yfir vinnsluferilinn og ritstjómarskrif- stofurnar skoðaðar. Á þriðja degi var farið jfíir blað dagsins, staðsetn- ingu frétta, sérblöð og síður. HELGI Bjarnason var umsjónarmað- ur námskeiðsins. RITSTJÓRAR Morgunblaðsins, Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, sitja fyrir svörum ásamt Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akranesi. Fundur kennara og borgarstjórans í Reykjavík Morgunblaðið/Ásdís KJARAHÓPUR trúnaðarmanna kennara í Reykjavík átti fund með borgarstjóra í gær. Fundinn sátu þau Magnús Þór Jónsson, Agla Ást- bjömsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir borgarstjóri, Birgir Bjöm Sigurjónsson, forstöðumaður kjaraþróunardeiidar, Valdór Bóasson og Birna Halldórsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn þær Valgerður Eiríks- dóttir og Bergljót Njóla Jakobsdóttir úr kjarahópi trúnaðarmanna. Vilji til áframhald- andi viðræðna Á FUNDI kennara með borgarstjór- anum í Reykjavík í gærmorgun lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfir vilja til áframhaldandi viðræðna um kjaramál þeirra. Af viðræðum verð- ur þó ekki í bráð þar sem stjórn Kennarasambands Islands er stödd í Lundúnum og ekki væntanleg heim fyrr en undir lok vikunnar. Borgarstjóri sagði að fundurinn með kennurum hefði verið ágætur. „Þeir skýrðu sín sjónarmið en það gerðist ekkert nýtt,“ sagði hún. „Það sem skiptir máli í þessu er að það er áhugi og vilji bæði hjá borgaryfir- völdum og kennurum í Reykjavík að reyna að finna farsæla lausn. Við hefðum viljað fara með þetta í gegn- um hefðbundið samningaferli og þar er það launanefndin sem er viðsemj- andinn fyrir okkar hönd og síðan Kennarasambandið fyrir hönd kenn- ara í Reykjavík.“ Borgarstjóri sagði að enn væri ekki komin niðurstaða með tilraunasamninginn við kennara og benti á að tíminn væri naumur. „Staðan er óbreytt hjá okkur enn sem komið er,“ sagði Valgerðui' Ei- ríksdóttir sem sæti á í kjarahópi trúnaðarmanna kennara í Reykjavík en stjórn Kennarasambandsins er væntanleg til landsins í vikulok. Kennarar hafa farið fram á auka- greiðslur fyrir yfirstandandi skólaár en borgarstjóri visaði málinu til launanefndar sveitarfélaganna. Við- ræður hafa því legið niðri þai- til nú. Að sögn Valgerðar munu trúnað- armenn kennara hittast nk. fóstudag og ræða framhaldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.