Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 32

Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lífæðar 1999 opnuð á Sauðárkróki MYNDLISTAR- og Ijóðasýn- ingin Lífæðar verður opnuð á Heilbrigðisstofnun Sauðár- króks á morgun, föstudag, kl. 15. Sýningunni var hleypt af stokkunum á Landspitalanum og kemur nú frá Sjúkrahúsi Isafjarðar. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og íjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Listamennimir em Bragi Ásgeirsson, Eggert Péturs- son, Georg Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon, Ivar Brynjólfs- son, Kristján Davíðsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnús- son. Ljóðskáldin era: Bragi Ólafsson, Gyrðir Eliasson, Hannes Pétursson, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harðar- son, Kristín Ómarsdóttir, Sig- urður Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Megas, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Sýningunni á Sauðárkróki lýkur 17. maí, en þaðan held- ur hún til Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar. Það er Islenska menningar- samsteypan art.is sem gengst fyrir sýningunni í boði Glaxo Wellcome á Islandi. EITT verkanna á sýningunni er eftir Huldu Hákon. Vertu með fyrir kl. 12 í dag Dagskrárblað Morgunblaðsins inniheldur dagskrá allra sjónvarps- og útvarpsstöðva í hálfan mánuð. í blaðinu er einnig fjölmargt annað efni, viðtöl, greinar, kvikmyndadómar, krossgáta og margt annað fróðlegt og skemmtilegt efni sem fær fólk til að opna blaðið aftur og aftur í hálfan mánuð. Blaðinu er dreift með Morgunblaðinu og víðar um land allt. Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til kl. 12 í dag miðvikudaginn 21. apríl. Karlakór- inn Þrestir syngur á Akranesi TÓNLEIKAR verða með Karla- kórnum Þröstum úr Hafnarfirði í sal Grundaskóla Akraness á morg- un, sumardaginn fyrsta, kl. 20.30. Stjómandi er Jón Kristinn Cortes. Á efnisskránni eru íslensk og er- lend lög m.a. þrjú lög eftir Jón Ás- geirsson. I Karlakómum Þröstum eru 60 söngvarar, og er kórinn elsti karla- kór landsins, stofnaður 1912 af Friðriki Bjamasyni. Kórinn hefur haldið tónleika og sungið fyrii’ Hafnfirðinga í 87 ár og fékk verð- laun Menningarsjóðs Hafnarborg- ar á síðastliðnu vori. Það er Tónlistarfélag Akraness sem stendur fyrir tónleikunum sem era síðustu áskriftartónleik- amir á þessu starfsári. 6-5AV. SJÁLFSMYND Gunnars S. Magnússonar. GSM- sýning í Listhúsi Ófeigs GUNNAR S. Magnússon opnar GSM-sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, miðviku- dag. Á sýningunni kynnir Gunnar myndamöppu sína. Myndirnar eru silkiþrykktar og frá löngu tímabili á ferli hans. Gunnar stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann og Mynd- listarskóla Reykjavíkur ásamt framhaldsnámi við Statens kun- stakademi í Ósló. Gunnar kenndi við Myndlistarskólann og Æfinga- deild Kennaraháskóla íslands. Verk Gunnars S. Magnússonar má sjá víða í listasöfnum landsins. Sýningin stendur til 12. maí og er opin á verslunartíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.