Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIKILL vöxtur einkenndi starf- semi Verðbréfastofunnar hf. á síð- asta ári og námu rekstrartekjur fyrirtækisins 142 milljónum króna árið 1998 á móti 49 milljónum króna árið 1997. Rekstrargjöld voru 79 milíjónir króna árið 1998 á móti 43 miljjónum árið áður. Hagn- aður fyrir skatta árið 1998 nam 62,8 milljónum króna en hagnaður eftir skatta 43,5 milljónum. Arð- semi eigin fjár árið 1998 var 46%, að því er segir í fréttatilkynningu. Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar, segir að þessi árangur sýni að gott pláss sé á markaðnum fyrir óháð verðbréfa- fyrirtæki sem tengist ekki stórum bönkum og sparisjóðum. „En einnig er greinilegt að markaður- inn hefur verið að stækka gífurlega mikið,“ segir Jafet. Mikill vöxtur Verðbréfastofunnar Hagnaður nam 43,5 millj. Meginstarfsemi Verðbréfastof- unnar hf. byggist á almennri verð- bréfamiðlun á skráðum verðbréf- um innlendum sem erlendum. Verðbréfastofan hefur m.a. boðið til sölu hlutdeildarbréf í Camegie- verðbréfasjóðnum en Camegie Nordic sjóðurinn skilaði 37% ávöxtun á seinasta ári. Camegie- fyrirtækið stofnaði á seinasta ári Norðurlandasjóðinn og er sá sjóð- ur fyrsti erlendi hlutabréfasjóður- inn sem kaupir hlutabréf í íslensku fyrirtæki. Fyrirtækið hefur þegar fjárfest í SIF og áformað er að kaupa hlutabréf í fleiri íslenskum fyrirtækjum. E-Trade til íslands Verðbréfastofan hf. hefur orðið sér úti um umboð fyrir bandaríska fyi'irtækið E-Trade, sem gerir fjárfestum mögulegt að kaupa og selja hlutabréf á bandaríska hluta- bréfamarkaðnum gegnum Netið. Jafet segir að útibú E-Trade verði sett upp í Svíþjóð í maí, fyrst Norðurlanda, en íslenskt útibú muni hefja starfsemi í lok septem- ber. Verðbréfastofan hefur stofnað sérstakt fyrirtæki sem heitir E- Trade ísland þar sem hún á 75% hlutafjár, en sænska fyrirtækið E- Trade Nordic á 25%. „Markmiðið er að bjóða Islendingum upp á að eiga þessi kauphallarviðskipti á Netinu. Viðskiptavinurinn verður að stofna reikning hjá E-Trade Is- land með bandaríkjadölum, svo hægt sé að millifæra viðskiptin um leið og þau fara fram, og við sjáum um að leiðbeina mönnum um hvernig þetta fer fram,“ segir Ja- fet Ólafsson. JSFF BRID6ES TIM ROBBINS Ful.lkominn faöir... fyrirtaks nágranni... . . . hættulegur hryójuverkamaöur? Kiv/anisklúbbarnir Bru. Keflavíkurflugvelli og Eldey. Kópavogi í samvinnu viö EffEmm 957 og Háskólabíó kynna sérstaka forsýningu til styrktar Barnaspítala Hringsins kl. 20:00 á sumardaginn fyrsta Pökkum eftírtöldum aðilum veittan stuðrilng: OffsDtþjónustan ehf.. Ræsii hf„ Okuskóli íslands., Össur hf., Landsbanki islands ht.. Jon Guömundssori pipulagningameistari Grindavík. SÝND I HÁSKÓLABÍÓI Islenska járn- blendifélagið hf. 157 milljóna tap fyrsta ársfjórð- unginn Á FYRSTA fjórðungi ársins varð 157 milljóna króna tap á rekstri Islenska járn- blendifélagsins hf. Vegna raforkuskerðingar í janúar og uppkeyrslu á ofni 2 í febrúar eftir endurfóðrun nam framleiðsla járnblendis aðeins um 12.500 tonnum á fyrsta ársfjórðungi saman- borið við tæp 18 þúsund tonn við eðlilegar aðstæður. Heimsmarkaðsverð á kísil- járni er mjög lágt um þesss- ar mundir og ekki langt frá sögulegu lágmarki. Báðir ofnar nú í fullum afköstum Báðir ofnar íslenska járn- blendifélagsins voru komnir á full afköst í marsmánuði og að sögn Bjarna Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra félagsins, er því full fram- leiðsla í verksmiðjunni núna. Hann sagði að afkoman fyrsta ársfjórðunginn miðað við áðumefndar forsendur hefði verið fyrirsjáanleg. „Verð hefur ekki fallið núna í tvo mánuði en hafði fallið samfellt þar áður á næn-i tveggja ára tímabili. En við vitum auðvitað ekk- ert um framtíðina, því hún er ókomin," sagði Bjarni. Hlutafjárútboð hjá SÍF Rúmar 165 milljónir boðnar út STJÓRN Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda hefur samþykkt að efna til hlutafjárútboðs, og er nafn- virði hins nýja hluta- fjár 165.413.044 krónur. , „Stjórn SÍF ákvað að nýta sér að fullu þá heim- ild til hækkunar hlutafjár sem var samþykkt á aðal- fundi félagsins 31. mars síð- astliðinn," sagði Brynjar Þórsson, fjármálastóri SIF í samtali við Morgunblaðið. „Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutafénu, en ef hlutaféð selst ekki allt til þeirra verður það boðið almennum kaupendum," segir Brynjar. Búnaðarbankinn annast útboð Hvert gengi bréfanna verður til forkaupsréttar- hafa eigi eftir að ákvarða, en Brynjar segir að forkaups- réttarhafar fái alltaf afslátt í útboðum sem þessum. Loka- gengi á bréfum SIF var 6,90 í gær. Brynjar segir að vinna í þessu máli sé að hefjast þessa dagana, og sé ekki komin endanleg dagsetning á hlutafjáiiítboðið, en Bún- aðarbanki Islands muni sjá um framkvæmd útboðsins fyrir SÍF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.