Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 37
op MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 37 UMRÆÐAN Er allt gamalt fólk eins? Á undangengnum áratugum hefur gætt vaxandi tilhneigingar til að setja fólk í skúff- ur. I hverri skúffu er litið á alla einstaklinga sem nánast eins. Böm- in eru á leikskólum. Krakkamir í grunn- skóla. Unglingarnir em hópur svona eins og þeir era. Stúdentar og aðrir námsmenn mynda hóp. Svo er það stærsti hópurinn, sem er kannski ekki talinn allur alveg eins, og það er vinnandi fólk. Or- yrkjar skulu allir vera eins. Og gamalt fólk. Fjallað er um þessa hópa eins og allir einstakling- ar í þeim séu alveg eins. Hversu fjarri sanni það nú er. Því miður er ekki mikill sam- gangur á milli skúffanna. Gamla fólkið og börnin hittast sjaldan en gætu eflaust lífgað upp og auðgað líf hvert annars. Áður fyrr voru amma og afi stór þáttur í uppeldi og lifi barna. Ekki lengur. Oryrkj- ar og gamalt fólk eru tekin „úr sambandi" við vinnumarkaðinn, sem var þó góður hluti af tilgangi þeirra og lífi áður en þau urðu ör- yrkjar eða gamlir. Börnin vita sjaldnast hvar pabbi og mamma eru yfir daginn. Hvers vegna er þetta svona og er þetta eitthvað sem við viljum? Hvemig myndast skúffur? Aukin sérhæfing með lengri skólagöngu, lífeyriskerfi og stíft skipulag á vinnumarkaði valda því að fólk er í auknum mæli flokkað í einsleita hópa. Yfirborðskennd og hröð umræða í fjölmiðlum á sinn þátt í að ala á þessari þróun. Kerfið raðar fólki á barnaheimili, skóla og elliheimili. Vinnustaðir verða æ lok- aðri. Lífeyriskerfið með stífum aldurs- mörkum, 100% lífeyri frá lífeyris- sjóði og tekjutenging lífeyris frá Álmannatryggingum sem og lág- markslaun útiloka elli- og örorkulíf- eyrisþega frá hlutaþátttöku á vinnumarkaði. Almennt viðhorf og fordómar í garð hópanna, sérstak- lega unglinga og eldra fólks, valda því að þeir einangrast. Umræðan snýst meira um að hún Anna sé unglingur en ekki að hún sé einstaklingur ólík öllum öðram ein- staklingum, jafnt ung- lingum sem öðru fólki. Hún snýst um Jón sem gamalmenni og að hann búi við einhver sameiginleg vandamál gamalmenna en ekki um herra Jón einstak- ling, sem er ólíkur öðra gömlu fólki, Önnu unglingi sem og öðra fólki. Hversu fráleitt er að setja t.d. allt eldra fólk á einn bás. Þvílík móðgun! í þeim hópi er duglegt fólk og latt fólk, ráðdeild- arsamt fólk og eyðsluklær, kátt Skúffur Hversu fráleitt er að setja t.d. allt eldra fólk á einn bás, segir Pétur H. Blöndal. Þvílík móðgun! fólk og leiðinlegt eins og gengur með fólk almennt. Sennilega eru fáir hópar jafn ósamstæðir. Heils- an er mismunandi. Fjárhagurinn sömuleiðis, bæði eignir og tekjur. Hví skyldu allir verða eins þegar þeir eldast? Má ég búast við að við Ógmundur Jónasson verðum ná- kvæmlega eins þegar við fyllum hóp gamalmenna? Þessi skúffu- árátta kemur í veg fyrir eðlileg samskipti á milli fólks, gerir mann- lífið fátæklegra, eykur á fordóma og veldur einsemd og spennu á milli hópa. Eg tel vel þess virði að reyna að brjóta niður þær girðing- ar, sem búið er að reisa á milli þessara hópa. Að rífa skúffur Við eigum að auka á tengsl barnaheimila og elliheimila með gagnkvæmum heimsóknum. Svo má bjóða öfum og ömmum, þeim sem það vilja, að taka þátt í starfi leik- Pétur H. Blöndal Breytum rétt vegna barnanna ÍSLENSKA þjóðin er yngst norrænu þjóðanna, liðlega 1100 ára. Frá byrjun hefur fjölskyldan gegnt mik- ilvægu hlutverki í ís- lensku samfélagi. En hvernig stöndum við vörð um hag fjölskyld- unnar miðað við önnur norræn lönd? Höfum við gætt nógu vel að afkomu og aðbúnaði fjölskyldunnar? Hvemig tökum við á móti nýjum einstak- lingum? Veitum við hinum nýju þjóðfé- lagsþegnum alla þá umhyggju sem þeir eiga rétt á? Er nægjanlegt að foreldrar fái ein- ungis sex mánaða fæðingarorlof? Nei, ekki að mínu mati. Stefna Samfylldngarinnar er að fæðingarorlof verði 12 mánuðir á fullum launum sem foreldrar skipti með sér. Feður eiga að hafa sjálfstæðan rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, en geti tekið allt að sex mánuðum. Á öllum Norður- löndunum nema ís- landi hafa foreldrar rétt til sérstaks for- eldraorlofs. Við þurf- um að bæta úr því. Hvemig er staða fjölskyldunnar ef bam er mikið veikt og þarf að vera mikið á sjúkrahúsum eða und- ir læknishendi? Er umönnunargreiðsla nægjanleg til að einn aðili geti staðið undir kostnaði svo sem læknis- og lyfjakostn- aði ásamt framfærslu- kostnaði? Á öllum Norður- löndunum hafa foreldrar rétt til fjarvera frá launavinnu vegna veikra bama. Sænskir foreldrar hafa rétt til lengstrar fjarveru en möguleikinn er stystur í Dan- mörku og á Islandi. Þar að auki gilda sérstakar reglur á öllum Norðurlöndunum nema Islandi um rétt til fjarvista vegna langveikra barna. Samfylkingin vill að almanna- Dóra Líndai Hjartardóttir skóla með því að segja sögur eða lesa fyrir bömin í litlum hópum. Sama á við um grannskólana. Á þennan hátt má minnka fordóma og jafnframt gefa lífi eldra fólks auk- inn tilgang. Svo mættu fyrirtæki skipuleggja heimsóknir barna starfsmanna á vinnustað. Hvar era pabbi og mamma annars lungann úr ævinni? Önnur atriði snúa að skipulagi vinnumarkaðar. Ef foreldrum barna undir t.d. þriggja ára aldri yrði gert kleift að vinna fimm tíma á dag með vöktum, öðru fyrir hádegi og hinu eftir hádegi, eða jafnvel heima í fjarvinnslu á tölvu, myndi sparast mikill kostnaður við bamagæslu. Bömin yrðu heima hjá foreldram sínum allan daginn. Hugsanlega gætu afköstin á þessum fimm tím- um verið nálægt átta tíma afköstum með bættri stjórnun. Því þyrftu launin ekki endilega að lækka og ráðstöfunartekjurnar mundu jafn- vel hækka þegar barnapössun spar- ast. Svo er afskaplega ánægjulegt að vera með bömum sínum hálfan daginn! Hér á landi fær fólk eingöngu 100% örorkulífeyri. 73% örorka með 27% vinnugetu þekkist ekki. Afleiðingin er sú að ekki er reiknað með að öryrkjar vinni. Þetta bitnar illa á öryrkjum. Þeir fá ekki vinnu eða það borgar sig ekki fyrir þá. Mörgum finnst þeir missa tilgang. Þessu þarf að breyta og meta raun- verulega vinnugetu öryrkjans. Greiða mætti lífeyrinn til fyrirtæk- is, sem réði öryrkjann og borgaði honum full laun. Þannig nýtir þjóð- in starfskrafta öryrkjans og líf hans öðlast aukinn tilgang. Sama mætti bjóða gömlu fólki, sem þess óskar. Eg tel að þjóðin hafi ekki efni á að nýta ekki mikla reynslu og þekk- ingu eldra fólks, ef það á annað borð vill leggja hönd á plóginn. Að sjálfsögðu þarf að gera sérstakar ráðstafanir um hlutastörf og lengri frí til eldra fólks. Breyta þarf skattalögum og hugsanlega reglum lífeyrissjóða. Þessum hugmyndum er varpað fram til umræðu. Nútíma tækni og alveg sérstaklega fjarvinnsla með tölvu mun auðvelda foreldrum að vinna heima hluta af vinnuviku. Hvað varðar gamalt fólk og ör- yrkja finnst mér vera um réttinda- mál að ræða. Mér finnst það vond tilhugsun að lenda í þeirri stöðu að mega ekkert gagn gera lengur. Verða löggilt gamalmenni upp á punt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og tryggingafræðingur. Velferð Samfylkingin vill, að sögn Dóru Líndal Hjartardóttur, að al- mannatryggingakerfíð bæti þá tekjuskerðingu sem fólk verður fyrir vegna veikinda barna og annarra nákominna aðstandenda. tryggingakerfið bæti þá tekju- skerðingu sem fólk verður fyrir vegna veikinda bama og annarra nákominna aðstandenda. Samfylk- ingin stefnir að þjóðfélagi sem skapar einstaklingum og fjölskyld- um öryggi til að njóta frelsis og hamingju. Allir eiga að hafa jafnan aðgang að velferðarþjónustu og samfélagslegu öryggi, hvar sem þeir búa og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Efnahagslegt öryggi á að koma í stað auðhyggju. Breytum því rétt í kosningunum 8. maí! Höfundur er tónmenntokennari og skipsir 3. sætið á lista Samfylkingarinnsir á Vesturlandi. Skriðuklaust- ur - er ekki nóg komið? EINN af öndvegis- höfundum Islendinga gaf ásamt eiginkonu sinni íslenska ríkinu fyrir hálfri öld jörðina Skriðuklaustur „ásamt húsum öllum og mann- virkjum, gögnum og gæðum“. Gjöfin skyldi „hagnýtt á þann þátt að til menningarauka horfi“ og tók ríkis- stjóm landsins við henni með þeirri kvöð. Skriðuklaustur er höf- uðbói með sögu og ein- stakri umgjörð frá náttúrunnar hendi. Ár- ið 1940 var þar risið hús skálds, einstakt að formi, bú- staður rithöfundar sem brotið hafði ísinn erlendis og borið hróður Is- lands víða á fyrrihluta aldarinnar og gerðist nú bóndi í átthögum sínum. Þau hjón, Gunnar og Franzisca, áttu heima á Skriðuklaustri í tæpan áratug og hlúðu að draumi sínum í dalnum eystra uns þau bragðu búi 1948 og fluttu til Reykjavíkur. Það sem síðan gerðist hefur ekki verið íslenska ríkinu eða Austfirð- ingum til vegsauka. I stað þess að gera þennan garð að setri til menn- ingarauka fyrir umhverfi sitt var þangað flutt nokkrar bæjarleiðir til- raunastöð í landbúnaði, og skriffinn- ar landbúnaðarráðuneytis breiddu sig yfir húseignir og land og hafa haldið tangarhaldi sínu sem fastast til þessa. Fyiir náð og miskunn var rithöfundum á níunda áratugnum hleypt inn í skot í húsinu og kallað fræðimannsíbúð. Gjörningar siðustu ára Um langt skeið hafa margir vel- viljaðir menn reynt að greiða úr þeim ógöngum sem gjöf skáldsins rataði í við yfirtöku landbúnaðar- ráðuneytisins á gögnum jarðarinn- ar og gæðum. I þeim hópi voru bæði ráðherrar, tilraunastjórar sem settir voru til verka á staðnum og stöku heimamenn. Samningur var gerður 1972 um afnot mikiis hluta hússins fyrir Minjasafn Aust- urlands, breyting gerð á honum 1979 og þá bréfað af þremur ráð- herram að jörðin öll færðist undir menntamálaráðuneytið, ef rekstri tilraunastöðvar yrði hætt. Við þetta var ekki staðið upp úr 1990, nema að því er varðaði Gunnarshús. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra hefur með jákvæðum hætti beitt sér í málefnum staðar- ins, setti á fót Gunnarsstofnun í árslok 1997 og hélt áfram glímu forvera síns við iandbúnaðarráðu- neytið. Ráðherrar landbúnaðar- mála ráðskuðust á sama tíma með jörðina rétt eins og hún væri þeirra eign og virðast hafa notað hana sem einhvers konar skiptimynt til að hygla einstökum bændum í ná- grenninu. Þetta er ósæmilegt fram- ferði sem ekki stenst mælikvarða heilbrigðrar stjómsýslu að ekki sé talað um virðingarleysið við gjöf skáldsins til íslensku þjóðarinnar. Er mælirinn nú ekki fullur og nóg komið af lágkúru? Ríkisstjóm iandsins verður sóma síns vegna og í þjóðarþágu að gera bragarbót í málefnum staðarins. Eins og málið er vaxið fellur í hlut forsætisráð- hema að hafa um þetta forystu. Fyrirspurn til forsætisráðherra Hinn 2. mars síðastliðinn lagði ég fram á Alþingi eftirfarandi fyrir- spum til Davíðs Oddssonai' forsæt- isráðherra og bað um skriflegt svar: „Er ráðhema reiðubúinn að beita sér fyrir því að jörðin Skriðuklaust- ur í Fijótsdal verði í heild sinni sett undir menntamálaráðuneytið og umsjá hennar falin stjóm Gunnarsstofnun- ar?“ Svar hefur ekki borist við fyrirspum- inni, en ég vænti þess að hún hafi ekki lent undir á borði ráðhem- ans heldur sé málið nú til efnislegrar athugun- ar í forsætisráðuneyt- inu. Það era engar rök- rænar forsendur fyrir því að skipta upp milli ráðuneyta „ævarandi eign íslenska ríkisins" og viðhalda því skæklatogi sem slík skipting umráða býður upp á. Jörð- Menningarsetur Jörðina í heild, segir Hjörleifur Guttorms- son, ber að færa undir menntamálaráðuneytið. ina í heild ber að færa undir menntamálaráðuneytið. Siíkt er í samræmi við samkomulag mennta- málaráðherra, landbúnaðamáð- hema og fjármálaráðherra frá 12. október 1979. Sama afstaða kom einnig fram nýlega og var bókuð á sameiginlegum fundi hreppsnefnd- ar Fljótsdalshrepps og stjómar Gunnarsstofnunar 8. október 1998. Andi Gunnars og Franziscu Sá sem þetta ritar kom nokkrum sinnum á barnsaldri í Skriðuklaustur meðan Gunnar og Franzisea sátu staðinn. Ei-fitt er að lýsa þeim hughrifum sem fylgdu slíkri heimsókn, þeimi reisn og dulúð sem ríkti yfir þessu blómumprýdda húsi og þeirri andagift og útgeislun sem stafaði frá húsráðendum. Faðir minn tók mig með sér í efirlitsferð skógar- varðar um Fljótsdal og afdali sum- arið 1946 og tók hún röska viku. Við komum á marga bæi í dalnum, riðum árnar í fylgd kunnugra og gistum að minnsta kosti á þremur stöðum. Alls staðar barst talið með einum og öðram hætti að Skriðuklaustri, þeim myndarskap sem þar ríkti úti sem inni. Andi Gunnars og Franziscu hvíldi yfir dalnum og ailir töldu sig eiga hlut- deild í þessu ævintýri. Næstsíðasta daginn var farið í heimsókn í Klaustur og stansað fram á kvöld. Ég bjó að því lengi að hlusta á samræður og skyggnast í króka og kima í þessu ótrúlega sloti. Klaust- urnesið framundan var íðilgrænt með miklum slægjum bænda víða að úr dalnum. Væri úr vegi að hlúa nú að þess- um stað „á þann hátt að til menn- ingarauka horfi“ í samræmi við hug hjónanna sem afhentu hann ís- lensku þjóðinni að gjöf og ríkinu til varðveislu í árslok 1948? Höfundur er alþingismaður. Hjörleifur Guttormsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.