Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ^J-nrv vakir hanrv fmm e,Hiryfirþess arC toU/u iinru, f ■lA.faAW'lZV. / jýum/nyinrv- 7fosw \Á efursí/o mjJ&J,—f n^-7 cwqenz... j o. f.. hann, veriuraji drepa dreJotnriA endurheimfa. oUcx. guUhringúnek íjargcA prínsessunru. á&ur en, / Ferdinand Smáfólk Gott kvöld herra... mig langar að sýna þér nýja matseðil- inn okkar... Á gamla seðlinum okkar stóð ailtaf: „Hundamatur". Á þeim nýja stendur: „Seppafæöi". Hve hátt er hægt að komast? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Súnbréf 569 1329 Um áætlað samþykki og nauðganir Frá Jóni Guðmundssyni: OFT má heyra þá viðbáru er kyn- ferðisofbeldi ber á góma að gerand- inn hafi talið þolandann samþykkan því að gangast undir gjörninginn. Nú hefur ■ það gerst nýverið að hæstvirt löggjafarsamkoma þessar- ar þjóðar hefur samþykkt lög varð- andi miðstýrðan upplýsingabanka um þá einstaklinga er þjóðin sam- anstendur af. Innlagnir í þennan upplýsingbanka munu grundvallast á áætluðu samþykki einstakling- anna, núlifandi, ófæddra, nýlátinna og löngu látinna. Hvernig það mátti gerast að lög- gjafinn samþykkti slík lög, mun verða verðugt rannsóknarefni fyrir framtíðina. Þar brugðust öll kross- tré er brugðist gátu. Ástsæll fyrr- um forseti lýðveldisins varpaði óaf- máanlegum skugga á annars glæst- an feril sinn með setu í stjórn einka- sérleyfisfyrirtækisins á meðgöngu- tíma gagnagrunnsfrumvarpsins. Núverandi hæstvirtur forseti lýð- veldisins staðfesti lögin og sýndi með því að hæstvirtur forseti hefur annaðhvort gleymt eða ekki íhugað ástæðu þess að þjóðin kaus einmitt hann til starfans. í þessu tilviki var veigamikil ástæða til að beita 26. grein stjórnarski-ár lýðveldisins. Það tækifæri fær hæstvirtur forseti vonandi ekki aftur. Nýskipaður „landlæknir fólksins" sér fjármögnunina sem það nýstár- legasta við málið, ,,eins og það kem- ur upp núna“. Otilteknum fjölda einstaklinga hefur verið ráðlagt að sýna biðlund með að skrá sig úr upplýsingabankanum. Vísað hefur verið til væntanlegs kynningarbæk- lings landlæknisembættisins um gagnagrunninn. Landlæknir hefur fyrirfram upplýst að þótt ýmsum spurningum verði svarað verði mörgum spumingum látið ósvarað. Athyglisvert verður að sjá hvaða spurningar verða látnar liggja í þagnargildi í kynningarbæklingnum langþráða. Nú mætti ætla að ljóminn af þrjátíu silfurskildingum hafi feykt á brott öllu viðnámi í þessu samfé- lagi. Einn öryggisventill á þó eftir að blása, Hæstiréttur íslands. Að undanförnu hefur hæstiréttur lýð- veldisins styrkt stöðu sína gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Það eru því allar líkur á að réttur- inn muni taka á málshöfðunum vegna gagnagrunnsins, á forsend- um gildandi innlendra og alþjóð- legi-a laga um persónuréttindi ein- staklingsins. Nauðvörn allra þeirra, er láta sig málið varða, mun felast í því að stefna öllum þeim heilbrigð- isstarfsmönnum er rjúfa trúnaðar- samband læknis og sjúklings. Sömuleiðis mun þeim stefnt er þátt taka í gjörningnum við skráningu og úrvinnslu upplýsinganna. Hæst- virta löggjafarsamkomuna undir aðflugsbraut Reykjavfkurflugvallar og hæstvirtan handhafa fram- kvæmdavaldsins, ríkisstjórnina, mun enginn reyna að kalla til ábyrgðar. Nokkuð er um liðið síðan þjóðin sá ástæðu til að gera stór- kostlegar siðferðiskröfur til þeirra stofnana. Haldreipið er hæstiréttur íslenska lýðveldisins. Takist þeirri stofnun ekki að vernda einstakling- ana gegn sívaxandi oki ríkisvalds- ins er hætt við að þeim landsmönn- um fjölgi er greiða atkvæði með fótunum og kjósa sér búsetu í ann- ars konar samfélögum, fjarri gamla Fróni. JÓN GUÐMUNDSSON, Granaskjóli 11, Reykjavík. Tíminn er iðinn Frá Auðuni Braga Sveinssyni: FYRIR framan mig hef ég Út- varpstíðindi frá árinu 1952. Það ár gaf Jón skáld úr Vör ritið út, en hætti útkomu þess að því ári liðnu. Aður hafði hann verið ritstjóri þessa blaðs á árunum 1941-45, ásamt Gunnari M. Magnúss rithöf- undi. Útvarpstíðindi voru merkt rit og skemmtilegt í höndum þeirra, svo og fleiri er því ritstýrðu. Eg var áskrifandi þess frá upphafi og þar til það hætti að koma út, í árslok 1949. Alls komu 10 hefti af Útvarpstíð- indum út undir ritstjórn Jóns úr Vör, á árinu 1952. Þau voru aðeins í minna broti en ritið hafði verið áð- ur, en lesmál var það drjúgt, að ekki varð merkt að það væri minna en fyrr. I öðru heftinu er skýrsla úthlut- unarnefndar listamannalauna, en í henni áttu þá sæti: Þorsteinn Þor- steinsson, sýslumaður, formaður, Þorkell Jóhannesson, prófessor, rit- ari, Sigurður Guðmundsson, rit- stjóri, og Helgi Sæmundsson, blaða- maður. Er hann nú einn á lífi þess- ara manna, enda ungur að árum, er hann sat í þessari ágætu nefnd, sem ákvarðaði laun til listamanna. Rithöfundum var skipað í sex flokka, með 15.000, 9.000, 8.000, 5.400, 3.600 og 3.000 krónur. Alls fengu 49 rithöfundar listamanna- laun. Af þeim eru nú einungis þrír á lífi: Elías Mar, Guðmundur Ingi Ki-istjánsson og Jón úr Vör. Myndlistarmönnum var skipað í fimm flokka, með sama launabili og rithöfundunum, þó ekki í 8.000 kr. flokknum. Alls fékk 31 úthlutun. Af þeim eru einungis fjórir á lífi nú: Hörður Agústsson, Pétur Friðrik Sigurðsson, Veturliði Gunnarsson og Örlygur Sigurðsson. Næst eru það tónlistarmennirnir. Þar fengu laun alls 11, í þremur neðstu flokkunum. Af þeim eru nú, eftir tæpa hálfa öld, á lífi þrír: Árni Kristjánsson, Guðmundur Jónsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Alls hlutu 10 leikarar listamanna- laun árið 1952, í tveimur neðstu flokkunum. Af þeim eru enn á lífi, þegar þetta er ritað: Eyþór Stefáns- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Klemens Jónsson. AIls hlaut 101 listamaður laun á því herrans ári 1952. Þrettán eru eftir. Það iðinn er tíminn að kvista okkur mennina niður. Með þökk fyrir birtinguna. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.